Morgunblaðið - 22.10.1999, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Rörlistfræðingum og kirkjunnar mönnum ber ekki saman um hvað er list.
'f k * í , . ' r. ^ ^'t ÍV • ‘ \
'
Morgunblaöið/Ásdfs
Frá fundi stangaveiðimanna og landbúnaðarráðherra í gærmorgun, f.v. Orri Vigfússon, Þórarinn Sigþórs-
son, Bubbi Morthens, Hilmar Hansson, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Sveinbjörn Eyjólfsson, að-
stoðarmaður ráðherra, og Rafn Hafnfjörð.
1.575 stangaveiðimenn
mótmæltu eftirlitslaus-
um netaveiðum
HÓPUR áhugamanna um laxveiði á
vatnasvæði Hvítár og Ölfusár skii-
uðu í gærmorgun undirskriftalistum
með nöfnum 1575 manna í hendur
Guðna Agústssonar landbúnaðarráð-
herra. Undirskriftasöfnunin er til-
komin vegna mikillar netaveiði á
svæðinu á síðasta sumri á sama tíma
og hlaupvatn frá Hagavatni jók og
litaði mjög umræddar ár. Leiddi það
til þess að laxinn vai’ afar lengi að
koma sér úr jökulvatninu upp í
ferskt vatn og var hann því mun
lengur undir veiðiálagi neta fyrir
vikið. Vildu menn mótmæla hinum
miklu netaveiðum, en á fréttatil-
kynningu frá hópnum stóð m.a.
þetta: „Ekki verður unað við óbreytt
ástand og ítrekum við því ósk okkar
til landbúnaðarráðherra að hann
beiti sér fyrir að komið verði upp
raunverulegu eftirliti með netaveiði
og veiðivörslu á vatnasvæði Ölfusár
og Hvítár og farið að lögum um lax-
og silungsveiði."
í fréttatilkynningu hópsins segir
enn fremur: „Laxastofnarnir í þess-
um ám og hliðarám þeirra eru ein-
stakir á suður- og vesturhluta lands-
ins fyrir þær sakir hversu hátt hlut-
fall stórlaxa er í þeim. Stórlaxinn á
undir högg að sækja úti um allt land
og er fyrirséð að það muni kalla á
aukna áherslu á náttúruvernd á
komandi árum eigi ekki illa að fara.
-Sumarið 1999 hljóp Langjökull
fram í Hagavatn með þeim afleiðing-
um að mikill jökulframburður varð í
Hvítá. Þrátt fyrir að ljóst væri að
meiriháttar náttúruhamfarir væru á
ferðinni, sem kynnu að hafa alvarleg
áhrif á framtíð laxastofna, var ekkert
gert til að tryggja frekari verndun
þeirra. Tilgangslaust var að reyna að
stunda stangaveiði á vatnasvæðinu
meginhluta sumars vegna hlaupsins
en netaveiði var haldið uppi af miklu
kappi eins og ekkert hefði í skorist.
Afleiðingar jökulhlaupsins og þeiira
veiða eru ekki fyrú-séðar en svæðið
var ekki búið að jafna sig eftir sam-
bærilegar hamfarir árið 1980.
-Segja má að framganga neta-
bænda við þessar aðstæður hafi
gengið fram af stangaveiðimönnum
og er tímabært að benda á hvernig
netaveiðar eru stundaðar á svæðinu.
Það er opinbert leyndarmál í Árnes-
sýslu að eftirlit með netaveiðum í
Ólfusá og Hvítá er ekkert. Sam-
kvæmt lögum eiga netalagnir að
vera bundnar við land en staðreynd-
in er sú að með minnkandi netaveiði
á undanförnum árum heíúr „sjóræn-
ingjalögnum" verið komið íyrir úti
um alla á og þrengt enn frekar að
laxastofnunum.“
Sagnfræðistofnun heldur kynningarfund
Nýtt rit um
mikla sögu
Helgi Þorláksson
Sagnfræðistofnun
Háskóla íslands
boðar til vinnu- og
kynningarfundar í Nor-
ræna húsinu á morgun
klukkan 13.30 þar sem
verkefni í sögu utanlands-
verslunar verða kynnt.
Þama verða haldnir íyr-
úlestrar og boðið upp á
umræður um sögu ís-
lenskrar utanlandsversl-
unar frá upphafi og til
okkar daga, en ráðgert er
að gefa út rit um þetta
efni. Helgi Þorláksson er
forstöðumaður Sagn-
fræðistofnunar. Hann var
spurður hvers vegna
þetta efni hafi orðið fyrir
valinu.
„Það vill þannig til að
fjórir kennarar í sagn-
fræði hafa fjallað allmikið um
sögu utanlandsverslunar í rann-
sóknum sínum; ég, Gísli Gunn-
arsson, Anna Agnarsdóttir og
Guðmundur Jónsson. Við sáum
að með þvi að kalla til Halldór
Bjarnason myndum við ná að
spanna nánast alla sögu íslenskr-
ar utanlandsverslunar. Eg fjalla
um miðaldir, Gísli um einokunar-
tímann, Anna um tímann 1787 til
1820, Halldór Bjamason 1820 til
1913 og Guðmundur síðan um
tímann eftir 1914. Við ætlum líka
að fá til samstarfs Þorleif
Óskarsson sem er einn höfunda
hinnar miklu Reykjavíkursögu
sem er að koma út. Hugmyndin
er að hann taki að sér ritstjóm
við ritun verslunarsögunnar.
Heiidarsaga utanlandsverslunar
hefur aldrei verið gefin út.“
- Hverrtig verður tekið á þessu
efni?
„Við leggjum áherslu á að það
hafi samræmdan heildarsvip og
við munum leitast við að draga
fram sameiginleg stef í öllu verk-
inu, t.d. um neysluhegðun og
áhrif verslunar á líf almennings.
Við höfum t.d. áhuga á því að fólk
fái í hendurnar efni sem geti
upplýst það um atriði eins og
hvenær Islendingar byrjuðu að
flytja inn kaffi og te. Þannig að
verkið hafi jafnframt nokkurt
handbókargildi. I öðra lagi má
nefna sem dæmi um sameigin-
legt stef afstöðu Islendinga til ut-
anlandsverslunar. Það hefur ver-
ið ríkt í þjóðinni að margt í inn-
flutningi hafí verið óæskilegt,
spillandi og óþarfa munaður.
Okkur langar til að taka á þessu
betur en gert hefur verið. Öðram
þræði verður þetta því félags- og
hugarfarssaga. Við höfum mik-
inn áhuga á að reyna að tengja
söguna nýjum rannsóknum eftir
því sem fært er. Við viljum gefa
stúdentum og öðram
kost á verkefnum í
sambandi við rann-
sóknir og stefnum að
því að tengja sem best
saman vinnu okkar og
kennslu."
- Hvað byrjuðu Islendingar
fyrst að flytja inn?
„Þegar við fáum fyrst mynd af
utanlandsverslun er það þessi
gamla þula, mjöl, léreft, viður,
vax og tjara. En það er óhjá-
kvæmilegt þegar við eram að
fjalla um þessa elstu sögu að Is-
lendingar lögðu kapp á að vera
sjálfum sér nógir. Þannig að
rekaviður var nýttur og lýsi gat
komið í stað tjöra. En við eram
einmitt spennt fyrir því að draga
fram hvenær Islendingar fara að
verða háðir utanlandsverslun og
hvenær hún fer að móta líf þjóð-
arinnar. Allt snýst þetta, þegar
grannt er skoðað, um ísland og
►Helgi Þorláksson fæddist
1945 í Reykjavík. Hann lauk
stúdentsprófi 1965 frá Mennta-
skólanum í Reykjavík og cand.
mag.-prófi 1972 frá Háskóla ís-
lands. Doktorsprófi lauk Helgi
frá sama skóla 1992. Hann hef-
ur stundað háskólakcnnslu
lengst af frá 1979 en á árunum
1984 til 1990 var hann starfs-
maður Árnastofnunar. Hann
hefur verið prófessor í sagn-
fræði við Háskóla Islands frá
1995. Helgi er kvæntur Auði
Guðjónsdóttur framhaldsskóla-
kennara og eiga þau eina dótt-
ur.
umheiminn, hvernig íslendingar
héldu uppi tengslum við önnur
lönd og af hverju útlendir menn
höfðu áhuga á því að sækja svo
langt norður í höf til að versla."
- Hvers vegna varþað?
„Það er fiskur fyrst og fremst
sem veldur því, en það var ekki
fyiT en um 1340 sem fiskur er
aðalatriðið í útflutningi, áður var
það vaðmálið."
- En hvað með nútímann?
„Við gerum ráð fyrir því að þetta
verði tveggja binda verk, alls um
640 síður, og þar af muni tveir
þriðju hlutar fjalla um nítjándu
og tuttugustu öld. Þar á meðal
munum við beina sérstakri at-
hygli að tímabilinu 1820 til 1855
sem er vanrækt tímabil í Islands-
sögunni. Af nýjum rannsóknum
frá seinni tímum má nefna að við
munum gefa sérstakan gaum að
innflutningsfyrirtækjum á tutt-
ugustu öld og hvaða áhrif aukin
Evrópusamvinna hafi haft á ís-
lenska viðskiptastefnu."
- „Hvað verður helst talað um
á kynningarfundinum í Norræna
húsinu?
„Væntanlegir höf-
undar munu fjalla um
valin efni hver frá
sínu tímabili. Halldór
Bjarnason mun tala
um verslun, hagvöxt
og hagþróun. Gísli
Gunnarsson mun svara spurn-
ingunni; Var einokun til góðs?
Anna Agnarsdóttir nefnir spjall
sitt Lúxus og launverslun og við-
fangsefni Guðmundar Jónssonar
er; Island gegn Evrópusamrana.
Við höfum fengið valinkunna
menn til að veita umsagnir um
þessi efni. Loks mun ég taka að
mér að kynna áætlun okkar.
Fundarstjórar verða dr. Vil-
hjálmur Egilsson og Atli Freyr
Guðmundsson, skrifstofustjóri
viðskiptaráðuneytis. Við vonum
að sem flestir sjái sér fært að
koma því okkur langar til að
finna alla þá sem áhuga hafa á
þessu efni.“
Heildarsaga
utanlands-
verslunar ráð-
gerð