Morgunblaðið - 22.10.1999, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.10.1999, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 17 FRETTIR lega fleiri. Hins vegar eru hér færri sjónvörp og símar. Staðan jafnari Þróun almenns kaupmáttar hefur verið sveiflukennd hér á landi síð- astliðna tvo áratugi en kaupmáttur í Danmörku hefur aukist nokkuð stöðugt á tímabilinu. Frá árinu 1995 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna hér á landi verið mun meiri en í Danmörku. Kemur breytingin með- al annars fram í því að kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra félags- manna VR sem eru á lágmarkslaun- um hefur aukist um 7,4% frá árinu 1996 til 1998, á sama tíma og kaup- máttur ráðstöfunartekna félags- manna í Landssambandi danskra verslunarmanna hefur aukist um 3,8%. Kaupmáttaraukningin hér á landi kemur skýrt fram þegar ráðstöfun- artekjur starfsfólks í þjónustugrein- um eru bomar saman miili Islands og Danmerkur. I töflunni sem birt er hér á síðunni eru tekin þrjú dæmi úr skýrslu Hagfræðistofnunar. I flestum þeim greinum sem bornar eru saman eru ráðstöfunartekjur heildarlauna nú hærri hér á landi en í Danmörku. Dæmið snýst við ef að- eins er litið á dagvinnulaun, Danir eru í öllum tilvikum með hærri mán- aðarlaun fyrir dagvinnu. Við mat á ráðstöfunartekjum fyrir dagvinnu sést að hópamir em ýmist betur settur í Danmörku eða á íslandi. Töluverð breyting hefur orðið í þessu efni á fjórum árum, eða frá því VR kynnti síðast launasaman- burð við Danmörku. Þá, árið 1994, voru dagvinnulaun 28% hærri í Danmörku en hér á iandi og heild- arlaun 4% hærri. Miðað við ráðstöf- unartekjur afgreiðslufólks á kassa á síðasta ári hefur dæmið jafnast. Is- lenskt afgreiðslufólk er með 8,5% hærri ráðstöfunartekjur heildar- launa en starfssystkini þess í Dan- mörku en Danir hafa enn 7,3% meira út úr dagvinnunni. Gunnar Páll Pálsson hjá VR nefn; ir þrjár skýringar á breytingunni. I fyrsta lagi hafí laun og kaupmáttur vaxið mun meira hér en í Danmörku á þessu tímabili. I öðm lagi nefnir hann til sögunnar 7% hagstæðari gengisþróun hér. Þess ber að geta að við yfirfærslu gjaldmiðla í töflun- um sem birtar eru hér með er mið- að við jafnvirðisgengi sem leiðréttir mismun á verðlagi milli landa og tryggir um leið sama kaupmátt. I þriðja lagi nefnir Gunnar Páll þá skýringu að Danir hafi verið að byggja upp nýtt lífeyriskerfi og þess vegna hafi hluti launahækkana þeirra verið lagður til hliðar í þeim tilgangi. tír heldur meiru að spila Algengara er að bætur séu tekju- tengdar og skattskyldar á Islandi en í Danmörku. Þegar bótafjárhæðir em bomar saman milli landanna em þær ýmist hærri hér á landi eða í Danmörku. Skýrsluhöfundar taka saman dæmi af dæmigerðum hjón- um í löndunum tveimur, miðað er við að þau eigi tvö böm og greiði af hús- næðislánum. Niðurstaðan bendir til, eins og sést á meðfylgjandi töflu, að ráðstöfunartekjur hjónanna séu mjög svipaðar, þó heldur hærri hjá þeim íslensku þó svo að mánaðar- tekjur dönsku hjónanna séu mun hærri. Vakin er athygli á því að skattbyrði er mjög mismunandi milli landanna og hærri tekjuskattur dragi úr kaupmætti ráðstöfunai'- tekna í Danmörku. Jafnframt er tek- ið fram að í skýrslunni eru einungis skoðuð áhrif millifærsluhluta vel- ferðarkerfisins og ekki kannað sér- staklega hvort hærri skattgreiðslur skili sér til baka í ódýrari eða betri velferðarþjónustu en talið er að það myndi aftur bæta stöðu danskra fjöl- skyldna. Til viðbótar lífskjaramælikvörð- um er í skýrslunni vakin athygli á því að tölfræðilegir útreikningar á ákvörðunarvöldum búferlaflutn-’ inga á milli Islands og Danmerkur bendi til þess að lífskjör á meðal fé- lagsmanna VR hafi dregist aftur úr lífskjörum í Danmörku á árunum 1991 til 1995. Lífskjörin hér hafi síðan batnað og séu nú ekki síðri hér en þess sem vænta má í Dan- mörku. Kemur þetta fram í því að brottflutningur frá Islandi til Dan- merkur, umfram þá sem komu frá Danmörku, fór vaxandi á árunum 1991 til 1995 en hefur minnkað síðan. Þarf að stytta vinnutímann Gunnar Páll hjá VR segir að könnunin sé liður í upplýsingaöflun félagsins og mati á stöðu mála. Hann segir að ekki hafí verið ákveð- ið á vettvangi félagsins hvernig upplýsingamar verði notaðar í kom- andi kjarabaráttu. Sjálfur túlkar hann niðurstöðurnar þannig að megin viðfangsefni félagsins á næstunni ætti að snúast um að skapa aðstæður til þess að stytta vinnutíma félagsfólks án þess að skerða heildartekjur. Isfírskar konur taka þátt í evröpskri friðarviku Utisamkoma á Silfurtorgi KONUR fyrir heimsfriði, nefnist verkefni sem efnt er til um alla Evr- ópu í þessari viku. Af þessu tilefni verður útisamkoma á Silfurtorgi á Isafirði kl. 17 í dag, föstudag. Það voru um sextíu konur víðsveg- ar að úr Evrópu sem hittust í Acuto á Italíu í fyrravetur til að leggja drög að þessari friðai'viku, og var ein ísfírsk kona, Guðrún Dagný Einars- dóttir, þar á meðal. Starfshópur ís- firskra kvenna var síðan myndaður síðastliðið vor. Markmið friðarvikunnar er tví- þætt, annars vegar að auka skilning almennings á eðli friðar og því að friður er framkvæmanlegm', og hins vegar að hvetja til þess að þjóðar- leiðtogar heimsins^ leggi grunn að varanlegum friði. I því skyni gefst fólki kostur á að skrifa undir bréf til Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann er beðinn að kalla saman slíkan fund þjóðarleið- toga. Þess má geta í þessu sambandi að Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2000 hugtakinu friðarmenningu. Upphaflega var ætlunin að halda friðarvikuna sem víðast í Evrópu en nú hafa fleiri slegist í hópinn og vitað er að lönd í Suður-Ameríku og Af- ríku verða með. A útisamkomunni á Silfurtorgi verða bæði lúðrasveit og kór, auk þess sem konur á öllum aldri lesa upp fleygar setningar, tilvitnanir og ljóð. Rauði krossinn býðm' fólki að þrykkja handarfari sínu á dúk og taka þannig afstöðu gegn ofbeldi, þar geta allir verið með hversu háir sem þeir eru í loftinu. Bréfið til Kofi Annan mun liggja frammi til undirritunar og sam- komunni lýkur með fjöldasöng. Rétt er að taka fram að þótt uppá- koman sé skipulögð af konum og haldin í nafni kvenna er að sjálf- sögðu öllum velkomið að taka þátt í henni og leggja málefninu lið. Forstjóri Steinsteypunnar ehf. Snýst um ólíka eigin- leika steypunnar NIÐURSTÖÐUR Rannsóknarstofn- unar byggingariðnaðarins benda til að steypuefnið Vatnsskarðsmöl hafi mun lægri fjaðurstuðul en íslenski ÍST-14 stuðullinn leyfi að sé notaður við niðurbeygjui'. Frá þessu er skýrt í frétt í Morg- unblaðinu sl. miðvikudag^ Þar er einnig haft eftir Hákoni Ólafssyni, forstjóra Rannsóknarstofnunarinn- ar, að þrátt fyrir að þessi vitneskja hafi legið fyrir virðist sem hönnuðir hafi ekki tekið tillit til hennar. Aðalsteinn Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri Steinsteypunnar ehf., segir fyrirtækið nota umrætt efni í framleiðslu sína og tekur hann fram að leyfilegt sé að nota steypu með þeim fjaðui'stuðli sem sé í þeirra framleiðslu. Hann bendir á að fjað- urstuðull hafi ekki með steypugæði að gera heldur steypueiginleika og að steypa með lægri fjaðurstuðul hafi marga eiginleika sem taki fram steypu sem hafi háan fjaðurstuðul. Hann segir að plötur úr steypu með þetta lægri fjaðurstuðli sígi ekki nema örlítið meira en plötur úr steypu með hærri fjaðurstuðli. Sem dæmi megi nefna að plata úr um- ræddri steypu, 20 sentímetra þykk og með haflengd 6,3 metra (bil milli veggja undir plötunni) sígur um þremur millímetrum meira en plata úr steypu með leiðbeinandi fjaður- stuðli. Þetta sé atriði sem sé einfalt fyrir hönnuði að leysa og telur Aðal- steinn að íslenskh' hönnuðir séu van- metnir þegar sagt sé að þeir reikni ekki með þessum þætti í vinnu sinni. Fyrirsagnir DV kærðar Brutu ekki siða- reglur SIÐANEFND Blaðamanna- félags Islands hefur komist að þeirri niðurstöðu að rit- stjórar DV hafi ekki brotið siðareglur félagsins með tveimur fyrirsögnum sem birtust í helgarblaði DV hinn 14. ágúst sl. Umfjöllunarefni blaðsins var ráðagerðir nokkurra manna um að hefja sölu á svo- nefndum Waves-úða í brús- um, sem sagður var heilsu- bætandi. Fylgdi greininni meginfyr- irsögnin „Gerðu út á græðgi" og undirfyrirsögnin „Waves- bylgjan sem þeir Heimir Karlsson og Einar Vilhjálms- son fuflyrtu að mundi gera fjölda Islendinga ríka hefur nú fjarað út.“ Heimir Karlsson kærði DV fyrir fyrirsagnirnar og taldi fyrrnefndu fyrirsögnina tengja sig m.a. við óprúttin viðskipti eigenda hins banda- ríska fyrirtækis og sagði DV hafa lagt sér orð í munn í hinni síðarnefndu. Siðanefndin taldi hins vegar að þar sem kærandi hefði ekki mótmælt frásögn DV, að hann ásamt öðrum hefði vakið vonir um vænan söluhagnað hjá all- stórum hópi fólks, væri undir- fyrirsögnin því naumast vill- andi. Um meginfyrirsögnina sagði siðanefndin að kærandi gæti ekki með góðu móti hald- ið því fram að hún hefði átt að beinast gegn bandarísku eig- endum Waves en ekki að sér. ýg> mbl.is __ALLTAf= GITTH\SA£> A/Ýn~ NOATUN DANSKIR 22. OKT- 2. NÓV. Við minnum á auglýsingablað NÓATÚNS: DANSKIR DAGAR sem fylgir Morgunblaðinu í dag með fjölda glæsilegra tilboða. NOATUN NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • HÓLAGARÐI • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 HEIMASÍÐA NÓATÚNS WWW.noatun.ÍS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.