Morgunblaðið - 22.10.1999, Side 19

Morgunblaðið - 22.10.1999, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 19 AKUREYRI Aðalfundur Varðar Langtíma- áætlun í vegagerð fagnað ARNLJÓTUR Bjarki Bergsson há- skólastúdent var endurkjörinn for- maður Varðar, félags ungra sjálf- stæðismanna á Akureyri, á aðal- fundi félagsins sem haldinn var um helgina. Aðrir í stjóm era Jón Garðar Steingrímsson framhaldsskólanemi, varaformaður, Davíð Þorláksson menntaskólanemi, gjaldkeri, Guð- laug Þóra Stefánsdóttir framhalds- skólanemi ritai’i og Páll Ragnar Karlsson verslunarmaður, með- stjómandi. Ávarp forseta Alþingis Halldór Blöndal, forseti Aiþingis, flutti ávarp á fundinum. Lagabreyt- ingar vom samþykktar og er til- gangur félagsins eftir þær að vekja áhuga og auka samkomulag í lands- málum. í stjómmálaályktun sem samþykkt var á fundinum er lang- tímaáætlun í vegaframkvæmdum fagnað og telur Vörður nauðsynlegt að standa við hana að fullu og ráð- ast í gerð jarðganga frá Ólafsfirði til Siglufjarðar eins fljótt og auðið er. Áhersla er lögð á að efla sveitar- stjómarstigið og þá vilja Varðar- menn að fram fari endurskoðun á byggðamálurn. Akureyrin með rúmar 100 milljónir 1 aflaverðmæti Hvalirnir afkastameiri en fiskiskipaflotinn AKUREYRIN EA, frystitogari Samherja hf., kom til Akureyrar í vikunni með góðan afla af íslands- miðum. Afli upp úr sjó var á sjötta hundrað tonn, þar af rúm 400 tonn af þorski og var aflaverðmætið 101 milljón króna, eftir 29 daga veiðiferð. Ámi Bjamason stýi-imaður sagði að veiðiferðin hafi gengið mjög vel enda hafi skipið aldrei veitt jafn mikið af þorski á heimamiðum áður. Þetta væri jafnframt stærsta veiði- ferðin af heimamiðum. Þetta er þó ekki mesta aflaverðmæti sem Akur- eyrin hefur komið með að landi, því fýrir fáum ámm kom skipið með íúllfermi úr Smugunni. Áflaverð- mætið í þeim túr var 122 milljónir króna en sú veiðiferð var þó heldur lengri en þessi síðasta, eða 68 dagar. Ámi sagði að þótt veiðiferðin hafi gengið vel að þessu sinni, væri minna af þorski á Islandsmiðum en undanfarin tvö ár. „Það er erfiðara að ná þorskinum og það þarf að toga lengur." Ami sagði það líka tölulega staðreynd að íslenski fiski- skipaflotinn væri að veiða á annað hundrað þúsund tonnum minna af þorski á ári nú eftir að kvótakerfið var sett á en 40-50 ár þar á undan. „Við emm ekki að nýta þessa toppa núna eins og gert var áður. Við gætum veitt mun meira og sum- ir halda því fram að við vannýtum stofninn. En hann er vandmeðfar- inn meðalvegurinn." Hvalirnir veltast þarna um skellihlæjandi Ámi hefur verið á sjó í rúm 30 ár og hann segist aldrei hafa séð annað eins af hval á miðunum kringum landið. „Það era áhöld um það hvort em fleiri múkkar eða hvalir í kring- um togarana og það er í raun til stórskammar fyrir ráðamenn þjóð- arinnar að hafa ekki dug og þor til að gera eitthvað í málinu og hefja hvalveiðar. Hvalimir eru orðnir af- kastameiri en allur fiskiskipaflot- inn, enda skipta þeir þúsundum. Það er gífurlega mikið af smáhvala- vöðum og einnig em þessir stóra að veltast þama um í hópum skelli- hlæjandi í kringum togarana. Og það er ekki farandi út á dekk nema algallaður út af hvalablæstri," sagði Árni. Fjölbýlishús við Hafnar- stræti 24 hlaut viður- kenningu f 15 ÁRA afmælisfagnaði Búseta á Akureyri siðasta sunnudag var í fyrsta sinn veitt viðurkenning félagsins til félagsmanna fyrir fallegt hús, snyrtilega lóð og góða umgengni. Þessi fyrsta viðurkenning var veitt íbúum í fjölbýlishúsi félags- ins í Hafnarstræti 24 sem þykir bera vott um samstöðu íbúanna um snyrtimennsku og fyrirmynd- arumgengni. Félagið mun í fram- tiðinni, eftir því sem tilefni gef- ast til, veita slíkar viðurkenning- ar til þeirra félagsmanna sem leggja sig fram um að hafa hús sín og umhverfi til fyrirmyndar og verða þeir sem nú hlutu viður- kenninguna dómarar um hveijir skuli hljóta hana næst og síðan koll af kolii. Búseti á Akureyri á nú og rek- ur 42 íbúðir og verður flutt inn í tvær til viðbótar fyrir áramót. Þá hefur byggingarfélagið Hyrna tekið að sér að byggja 15-17 nýj- ar íbúðir á Eyrarlandsholti og verða þær tilbúnar á næstu tveimur árum. Jafnframt byggir Hyrna 13-17 íbúðir fyrir Bú- menn, húsnæðissamvinnufélag eldri borgara, þannig að búsetu- réttaríbúðum íjölgar því yfir 70% á næstu tveimur árum. Morgunblaðið/Kristján Framkvæmdir við byggingu skautahúss á Akureyri eru í fullum gangi og er byijað að reisa fyrstu sperrurnar. Bygging skautahúss yfír skautasvellið Verkið nokkuð á eftir áætlun FYRSTU sperrurnar í nýju skautahúsi yfir skautasvellið á svæði Skautafélags Akureyrar á Krókeyri hafa verið reistar. Framkvæmdir eru í fullum gangi en verkið er þó rúmum mánuði á eftir áætlun og ljóst að skauta- menn geta ekki hafið æfingar þann 13. nóvember nk. eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Tryggvi Tryggvason, eftirlits- maður framkvæmda, sagði að þótt skautamenn kæmust ekki á svellið á tilsettum tíma yrði reynt að hleypa þeim á svellið sem fyrst. Hann sagði verkið hafa taf- ist af ýmsum ástæðum en að stefnt væri að þv/ að loka húsinu eftir um þijár vikur. Veðrið hef- ur leikið við byggingamenn á Akureyri, sól og blíða upp á hvern dag. Tryggvi sagðist von- ast til að veðrið héldist óbreytt á næstunni, þar sem þakeiningarn- ar væru mjög stórar og því erfitt að eiga við þær í miklum vindi. Iðkendum á eftir að fjölga Magnús Finnsson, formaður Skautafélags Akureyrar, sagðist vonast til að skautamenn kæmust á svellið sem allra fyrst, enda væri marga farið að klæja í tærn- ar. Hann sagði það mjög slæmt að verkið væri á eftir áætlun bæði fyrir skautamenn og eins verktakann sem þyrfti að greiða dagsektir eftir miðjan nóvember. Magnús sagðist eiga von á að iðkendum skautaíþróttarinnar ætti eftir að fjölga með bættri aðstöðu, sú hafi alla vega orðið reyndin í Reykjavík. Akureyrarbær undirritaði í bytjun sumars verksamning við SJS verktaka ehf. um hönnun og byggingu hússins og er kostnað- ur við verkið tæpar 189 milljónir króna. Kostnaður við viðgerð á yfírborði steyptrar plötu (fsplötu) og á endurnýtingu á hita frá kælivélum er ekki innifalinn í samningsfjárhæðinni og er samið um þá liði sérstaklega. I verksamningum var gert ráð fyrir að skautahúsið yrði hæft til skautaæfinga um miðjan nóvem- ber nk. en að húsinu verði að fullu lokið 1. mars á næsta ári. Verk- lok, þar á meðal lóðafrágangur, eru áætluð í lok júlí árið 2000. Stafranar Ijósritunarvélar á verðlfrá © BOSCH Lavamat 1030 Þvottavél Vinduhraði 1000/600 sn. mln. IS-21 hljómtekjasamstæða • 2x100WRMS 59:900 FINLUX Faxtækl á verðl frá : Ö“ 74F100 100 HZ Super black invar skjár 119a90C kr W ÆlasCopco Rafhlöðuborvél PES12 T 36 Nm • Tvær rafhlöður 2,0 Ah 59.900 4fG þvQtta'*^ Hleðsluborvél HgRS 12W • 30Nm 2 rafhiöður 1 9.900kr. stgr.| YAMflHA llOEWE. 0 inDesiT AEG Nikon MUuOopeo BÍLAVARAHLUTIR FINLUX «NINTENDO.64 VÉLAR & GAMEBOYCOi. R mniO="=ÍFi^ ÞJííNUSTA hf KaUIUswassis s Óseyri 1A • Sími 461 4044 Geislagötu 14 • Sími 462 1300 Skrifstofu- og hijómtækjakynning er í Radionausti Glerárgötu 32. Heimilistækja- og handverkfærakynning er í Radionausti Geíslagötu 14. Bosch bíiavarahluta og aukahiutakynning er í Vélum og þjónustu Óseyri 1A. 0RMSS0N-DAGAR ÁAKUREYRI FÖSTUDAGINN 22.10. 0G LAUGARDAGINN 23.10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.