Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 33 _________UMRÆÐAN________ Staðreyndir um Fram- kvæmdasjóð fatlaðra! LANDSSAMTÖK- IN Þroskahjálp héldu fund fyrir skömmu. Ein af ályktunum fundarins voru mót- mæli við því að tekjur Framkvæmdasjóðs fatlaðra yrðu skertar í fjárlögum ársins 2000. Af því tilefni vil ég rifja eftirfarandi upp. Framkvæmdasjóð- ur fatlaðra hefur það verkefni að kosta upp- byggingu úrræða fyrir fatlaða svo sem sam- býla og dagvistarhús- næðis. Ennfremur styrkir hann úrbætur í aðgengis- málum að opinberum byggingum. Framkvæmdasjóðurinn hefur sam- kvæmt lögum tekjur af erfða- fjárskatti. Eftir því sem uppbygg- ingu miðaði í úrræðum fyrir fatlaða óx þörfin fyrir rekstrarfé, en tveggja ára rekstur sambýlis getur kostað sem svarar upphaf- legum byggingarkostnaði. Þegar kom fram á þennan áratug var far- ið að taka fé úr Framkvæmdasjóði og nota það til rekstrar. Árið 1994 voru framkvæmdapeningar sjóðs- ins skertir um 25% og var þá frarn- kvæmdafé hans 240 milljónir. A fjárlögum fyrir 1995, en þau voru undirbúin af Guðmundi Arna og Rannveigu, var ákveðið að skerða framkvæmdafé sjóðsins um 40% og taka til rekstrar. Framkvæmda- fé varð þá 192 milljónir. I fjárlög- um 1996 var uppsetningu breytt, þannig að létt var af Fram- kvæmdasjóði að fjármagna rekstur og það fé sem í hann rann fór til framkvæmda, en það voru 154 mil- ljónir. Erfðafjárskattstofninn var á móti skertur og rann einungis hluti hans í Framkvæmda- sjóð en reksturinn var alfarið fjármagnaður úr ríkissjóði. Framkvæmdafé 1997 var 165 milljónir, 1998 205 milljónir og 1999 235 milljónir. I fjárlagafrumvarpi fyi'- ir árið 2000 eru Fram- kvæmdasjóði ætlaðar 235 milljónir eða 43 milljónum hærri upp- hæð en rann til fram- kvæmda á fjárlögum 1995 en þau fjárlög undirbjuggu kratar eins og áður sagði. Stórhækkun til málefna fatlaðra Þegar ég tók við félagsmálaráð- uneytinu 1995 hafði verið ákveðið að verja til málefna fatlaðra 1.872 milljónum. I frumvarpi til fjárlaga ársins 2000 er ætlað til málefna fatlaðra 3.457 milljónir. Það er hækkun um 1.585 milljónir eða 85% í mála- flokknum. Hækkun til búsetu (rekstrar sambýla og frekari lið- veislu) síðan 1997 er 74%. Nefnd er ég skipaði til að gera tillögur um hvernig mætti eyða biðlistum í úrræði fatlaðra hefur skilað áliti og mun biðlistum verða eytt á 7 árum. Unnið er eftir þeirri áætlun og verða tekin í notkun 5 sambýli í Reykjavík og 5 á Reykja- nesi á þessu ári og því næsta en á þessum svæðum er þörfin fyrst og fremst fýrir úrræði. Rétt er að geta þess að í seinni tíð höfum við í auknum mæli tekið húsnæði á leigu fyrir búsetuúrræði enda er það skjótvirkari leið til að svara þörfinni en að byggja frá Fatlaðir Pað eru mikil öfugmæli, segir Páll Pétursson, að tala um að málefni fatlaðra hafí orðið fyrir skerðingum þar sem hækkunin hefur verið 85%. grunni. Erfðafjárskattur er sveifluk- enndur tekjustofn og árlegar tekjur af honum fara eftir því hve mörg og stór dánarbú koma til uppgjörs hverju sinni. Markaðir tekjustofnar til sérstakra verkefna eru enda að hverfa í ríkisrekstrin- um. Þótt hluti erfðafjárskatts hafi að ákvörðun Alþingis með árlegum ákvæðum í bandormslögum runnið í ríkissjóð, þá hefur ríkissjóður skilað þeim upphæðum margföld- um til málefna fatlaðra. Peningar til rekstrar teknir úr Fram- kvæmdasjóði eru engu betri en peningar til rekstrar teknir úr rík- issjóði. Málefnum fatlaðra hefur verið veittur algjör forgangur varðandi málaflokka félagsmálaráðuneytis- ins. Það eru mikil öfugmæli að tala um að málefni fatlaðra hafi orðið fyrir skerðingum þar sem hækkun- in hefur verið 85% þann tíma sem ég hef farið með félagsmálaráðun- eytið. Höfundur er félugsmáluráðherra. Páll Pétursson UNDANFARNA daga hafa birst grein- ar á vegum Hjarta- verndar. í greinunum kemur fram hverjir eru helstu áhættu- þættir hjarta- og æða- sjúkdóma. Þekking okkar á þessum þátt- um byggist á vísinda- legum rannsóknum. Rannsóknum sem bæði leiða nýtt í ljós og oftar en ekki stað- festa það sem áður hefur verið vitað. Allir þekkja skaðsemi reyk- inga en með rannsókn- um á borð við þær sem Hjartavernd framkvæmir er hægt að sanna það með óyggjandi hætti. Rannsóknir Hjartverndar hafa leitt í ljós helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma á Islandi. Niður- stöður þessai-a rannsókna eru not- aðar m.a. til að efla forvarnir á þessu sviði. Rannsóknir Hjartaverndar Ágóðinn af sölu happdrættismiða Hjartavemdar hefur í gegnum árin skilað umtalsverðu framlagi til rannsóknarstarfsemi Hjartavemd- ar. Með afkomendarannsóknum Hjartaverndar hefur skapast ein- stakt tækifæri til að afla þekkingar á tengslum ættemis við hjarta- og æðasjúkdóma. Ekki em til nein próf sem segja til um hverjir fá hjartasjúkdóm eða ekki en rann- sóknir Hjartaverndar gefa vís- bendingu um líkurnar á því hvort viðkomandi sé í meiri hættu en aðr- ir til að fá hjartasjúkdóm. Rann- sóknir Hjartaverndar gera mögulegt að beita forvörnum sem byggðar eru á vísinda- legum rannsóknum. Með stuðningi þín- um við happdrætti Hjartaverndar ertu að styðja , hjartarann- sóknir á íslandi. Fræðslustarfsemi Hjartaverndar Hjartavernd stend- ur einnig fyrir fræðsl- ustarfsemi. Stór liður í starfsemi Hjarta- vemdar er að niður- stöður rannsókna Hjartavernd Þitt framlag, segir Ást- rös Sverrisdóttir, til fræðslu og rannsókna á áhættuþáttum hjarta- sjúkdóma skiptir máli. Hjartavemdar á áhættuþáttum hjai-ta- og æðasjúkdóma komist til skila til almennings enda er fræðsl- ustarfsemi samtakanna samtvinn- uð rannsóknarstarfseminni. Hjartavernd hefur um árabil gefið út blaðið Hjartavernd þar sem nið- urstöður rannsókna Hjartaverndar eru kynntar. Einnig er athygli vak- in á heimasíðu Hjartaverndar: www.hjarta.is. Hjartavernd, í samvinnu við Manneldisráð og Krabbameinsfé- lagið hefur gefið út matreiðslubók- ina Af bestu lyst. Bókin hefur feng- ið góðar viðtökur og hafa yfir 20 þúsund eintök selst. Með stuðningi þínum við happ- drætti Hjartaverndar ertu að styðja fræðslustarfsemi samtak- anna. Fræðslustarfsemi Hjartavemd- ar leitast við að: Gera almenningi og yfirvöldum ljóst að hjarta- og æðasjúkdómar valda mörgum dauðsföllum eða ótímabærri ör- orku. Gera almenningi ljóst að með heilbrigðu lífemi getum við hvert og eitt verulega dregið úr tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Hafa áhrif á stefnumótun stjórn- valda á sviði forvama og tækninýj- unga í tengslum við hjarta- og æða- sjúkdóma. Happdrætti Hjartaverndar er einu sinni á ári og því er mikilvægt að vel takist til. Dregið verður á morgun, laugardaginn 23. október. Sala happdrættismiða stendur nú sem hæst og fer hver að verða síð- astur að kaupa miða. Við minnum landsmenn á heimsenda happ- drættismiða. Einnig er hægt að kaupa happdrættismiða á skrif- stofu félagsins að Lágmúla 9 og í lausasölu. Lausasala happdrættis- miða er í Kringlunni, Bókabúð Grafarvogs, Lyfju Hamraborg í Kópavogi, Bókabúð Jónasar og Bókval Akureyri. Þitt framlag til fræðslu og rann- sókna á áhættuþáttum hjartasjúk- dóma skiptir máli. Taktu þátt í happdrætti Hjartaverndar. Höfundur er fræðslufulltrúi Hjarta- vcmdíir. heitialife.is nýr lífstíll Rannsóknir í þína þágu Ástrós Sverrisdóttir Þetta er kortíö sem eínfaldar allan rekstur Mánaðarlegur reikningur og yfirlit Öruggt kostnaðareftirlit ia; '.’rawRjr.'*,-.;.'.' .. . __ Allur bílakostnaður ó einn reikning Afsláttur hjá um 60 fyrirtækjum Þú færð upplýsingar um Olískortið á www.olis.is á bilum nsk fram'eiðsla úr PVC-U yl r/H mymy//slif án víðhalds! Kjarnagluggar Dalvegi 28 • 200 Kópavogi • Sími 564 4714 • Fax 564 4713 n ifÁ Helena ij yv Rubinstein Two Way POWDER CAKE MAKE-llP Nýr púðurfarði, sem nota má þurran eða með rökum svampi. Fljótlegur í notkun og samlagast húðinni fullkomlega. KYNNING í dag og á morgun. LÍTTU VIÐ OG FÁÐU RÁÐGJÖF. Glæsilegur kaupauki fylgir þegar verslað er fyrir 4.000 eða meira. Laugavegi 23 H Y G E A Sími 511 4533 .myrtivöruverjlun HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykjavik Sími: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupústur: sala@hellusteypa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.