Morgunblaðið - 22.10.1999, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999
F--------------------------
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Fylgst með
úr fj arlægð
Þjódaratkvœdis erþörfum
stóra stökkið til suðurs.
Þ
AÐ VIRÐIST áfram
ætla að reynast hlut-
skipti Islendinga að
fylgjast úr fjarlægð
með heiminum breytast og koma
hvergi nærri þeim umskiptum.
Hvort harma ber þá skipan mála
er önnur saga enda verður
trauðla hrakin sú skoðun að
smæð íslensku þjóðarinnar sé
gæfa er seint verði metin til
fullnustu.
Undanfarin ár hafa þau sann-
indi verið viðtekin á Islandi að
landsmönnum beri „að fylgjast
grannt með“ samrunaþróuninni
suður í álfu, sem fram fer undir
merkjum Evrópusambandsins
(ESB). Jafnframt hefur með
reglulegu millibili verið lýst eftir
„skipulegri umræðu" um ágæti
mögulegrar aðildar Islendinga
að Evrópusambandinu.
A þennan hátt hefur kyrrstaða
verið tryggð.
Nú hefur Halldór Ásgrímsson
UinUADE utanríkisráð-
VIÐHUKF herra boðað
í .. . aðsvonefnd
Sverrisson' „stöðuskýrsla
um þroun
samrunaferlisins í Evrópu“ verði
lögð fram af hálfu utanríkisráðu-
neytisins í byrjun næsta árs.
Sagði ráðsmaðurinn á Alþingi í
liðinni viku að hann vonaðist til
þess að skýrslan gæti reynst
grundvöllur að umræðu um
Evrópumál á íslandi.
Vísast er engin ástæða til að
efast um ágæti þeirrar ákvörð-
unar Halldórs Asgrímssonar að
láta vinna slíka úttekt. Á hinn
bóginn er með öllu ástæðulaust
að ætla að slík skýrsla geti varp-
að nýju ljósi á valkosti Islendinga
í þessu efni eða kosti og galla að-
ildar að Evrópusambandinu.
Helstu meginþættir slíkrar
umræðu liggja nú þegar fyrir og
hafa gert um nokkurt skeið. I
efnahagslegu tilliti hafa íslend-
ingar tryggt hagsmuni sína
gagnvart Evrópusambandinu
með gerð EES-samningsins,
sem unninn var af mikilli fram-
sýni og festu. Þessum samningi
mun ESB ekki afneita þótt sýni-
lega verði mjög erfitt að laga
hann að breyttum aðstæðum í
álfunni.
Þær aðstæður skapar einkum
evran, hinn sameiginlegi gjald-
miðill ESB, sem tekin verður
upp sem greiðslumiðill í Evrópu
eftir rúm tvö ár. Líkur eru á að
öll ríki ESB verði búin að taka
upp evruna innan fárra ára og
vakna því efasemdir um sam-
keppnishæfni íslensks viðskipta-
lífs og framtíð krónunnar.
Því er oft haldið fram að Is-
lendingum beri að leita eftir aðild
að Evrópusambandinu á pólitísk-
um forsendum þ.e.a.s. á grund-
velli þess að landsmenn eigi að
taka þátt í samrunaferlinu og
hafa áhrif innan sambandsins,
sem EES- samningurinn tryggir
ekki. Andstæðingar aðildar
benda hins vegar á að hugsjónin
um sameinaða Evrópu geti vissu-
lega talist háleit en sameiginleg
sjávarútvegsstefna sambandsins
geri Islehdingum með öllu
ómögulegt að taka þátt í þessu
samstarfi. Fylgismenn halda því
á hinn bóginn fram að Islending-
ar gætu knúið fram undanþágur
frá sjávarútvegsstefnunni auk
þess sem þær raddir heyrast að
hún þurfi ekki nauðsynlegaað
vera andstæð hagsmunum Is-
lendinga.
Um þetta hefur verið deilt og
má deila endalaust um leið og
„fylgst er grannt með“ þróuninni
í Evrópu.
Hvað mögulega aðild Islend-
inga og yfirgnæfandi hagsmuni á
sviði sjávarútvegsmála varðar
skiptir þrennt mestu máli. I
fyrsta lagi munu stöðuskýrslur
ekkert nýtt leiða í ljós hvað sjáv-
arútvegsstefnuna varðar og
mögulegar undanþágur Islend-
inga frá ákvæðum hennar. I öðru
lagi er Ijóst og hefur lengi verið
vitað að pólitískur vilji ráða-
manna í Evrópusambandinu
myndi ráða úrslitum um hvort
íslendingar gætu samið sig frá
sjávarútvegsstefnunni. I þriðja
lagi skal fullyrt að þýðingarlaust
verði með ölíu að bera aðild að
ESB undir þjóðaratkvæði leiki
minnsti vafi á að forræði yfir
auðlindum sjávar í nágrenni ís-
lands verði áfram í höndum
íslendinga.
Af ofanrituðu leiðir að glöggur
skilningur ESB-ríkja á sjávar-
útvegshagsmunum Islendinga er
forsenda þess að viðræður um
aðild geti talist raunhæfur mögu-
leiki. Samningamenn ESB lúta
pólitískri stjóm og fyrirheit um
að tekið verði fullt tillit til þess-
ara hagsmuna verða einungis
leidd fram með beinum viðræð-
um við helstu ráðamenn í
Evrópu. Slíkar viðræður eru því í
raun forsenda þess að Evrópu-
málin komist af alvöru „á dag-
skrá“ á Islandi.
Engan veginn er unnt að full-
yrða að pólitískur vilji íyrir aðild
Islendinga að ESB sé fyrir hendi
í sambandsríkjunum. Varanlegar
undanþágur frá sjávar-
útvegsstefnunni myndu mæta
verulegri iyrirstöðu bæði vegna
fordæmisgildisins og hagsmuna
sjávarútvegsþjóða, sem telja sig
grátt leiknar á því sviði af hálfu
ESB. íslendingar þyrftu vafa-
laust að vera tilbúnir að greiða
hátt gjald fyrir slíka undanþágu.
Evran er trúlega það fyrir-
brigði, sem breytt getur for-
sendum Evrópu-umræðu hér á
landi. Verkefni stjómvalda er því
að tryggja að samningsstaða
þjóðarinnar verði ávallt sem
sterkust kalli þær breytingar á
viðræður við ESB.
Að öðra leyti liggja helstu
kostir og gallar Evrópusam-
bandsaðildar flestir fyrir. Flutn-
ingur á hinu pólitíska valdi úr
landi myndi hafa jákvæð áhrif í
þjóðfélaginu en hætta er á að
stjómmálaflokkar blésu til enn
einnar herfararinnar gegn skatt-
greiðendum með því að senda
mökk skjólstæðinga sinna til
hálaunastarfa á vettvangi ESB.
Með því móti gætu stjómmála-
samtök m.a. bætt upp dvínandi
ítök í viðskiptalífínu, sem skert
hafa svigrúm þeirra til pólitískra
ráðninga.
Stærstu stjómmálaflokkar Is-
lands era margklofnir og ráð-
villtir í afstöðu sinni til ESB.
Litlar líkur era á að þau fyrir-
tæki fái höndlað yerkefnið og rof-
ið kyrrstöðuna. Á meðan eykst
hættan á að svigrúm Islendinga
minnki og samningsstaða, innan
jafnt sem utan EES-samnings-
ins, versni.
Valkosturinn er því sá að þjóð-
in verði spurð hvort hún kýs
áfram að „fylgjast með“ úr virðu-
legri fjarlægð eða kanna grand-
völl fyrir stóra stökkinu til suð-
urs.
Nýbúanám við Iðn-
skólann í Reykjavík
í IÐNSKÓLAN-
UM í Reykjavik hefur
um árabil verið í boði
sérstök íslensku-
kennsla fyrir útlend-
inga. Fyrst í stað var
kennslan einkum
hugsuð sem aðstoð við
nokkra útlenda nem-
endur skólans og
fyrstu árin stunduðu
örfáir nýbúar þetta
sérstaka íslenskunám
sem fyrst í stað var
einungis fjórar stund-
ir á viku. Nú, sjö áram
síðar, tekur skólinn
við heilum hópum er-
lendra ungmenna úr
grannskóla ár hvert og þessa önn
eru nýbúarnir í skólanum milli 25
og 30 talsins og era kenndar 24
vikulegar stundir fyrir nýbúa.
Nemendum er skipt í tvo hópa
eftir íslenskukunnáttu og fær hvor
hópur fyrir sig 10 stunda íslensku-
kennslu á viku og fjögurra tíma
tölvukennslu. I íslensku er lögð
jöfn áhersla á ritað mál og mælt og
era nemendur látnir lesa texta við
hæfi hvers og eins og leysa verk-
efni í tengslum við textana. Oft á
tíðum eru margir textar í gangi í
sömu kennslustundinni, því geta
nemenda er afar misjöfn og því
ekki hægt að láta nemendur alla
vinna með sama textann. Munnleg
færni er meðal annars æfð með
hópspjalli um hin ýmsu málefni eða
stuttri framsögu og svo skoða nem-
endur einnig myndir og lýsa þeim.
Þá eru einnig famar nokkrar vett-
vangsferðir á hverri önn. Tölvu-
kennslan kom til eftir að við áttuð-
um okkur á því að slæleg íslensku-
kunnátta nemendanna kom í veg
fyrir að þeir gætu haft gagn af
tölvutímum ætluðum íslensku nem-
endunum. Við settum því á laggirn-
ar fyrir einu ári hóp sem mætti í
skólann á laugardagsmorgnum og
lagði þar stund á tölv-
ufræði og vann býsna
erfið tölvuverkefni á
einfaldri íslensku.
Tveir kennarar
kenndu áfangann
saman og gegndi ann-
ar þeirra hlutverki
túlks fyrir tölvuk-
ennarann. Líkt og í ís-
lenskutímunum eru
nemendur gjarnan að
fást við ólík tölvuverk-
efni í sömu kennslu-
stundinni.
Jafnframt því sem
nýbúamir stunda ís-
lensku- og tölvunám
sækja þeir margir
hverjir einnig kennslustundir sem
ætlaðar era íslenskum skólafélög-
um þeirra. Reynslan hefur sýnt
Kennsla
Okkur dreymir um, seg-
ir Guðlaug Kjartans-
dóttir, að framhalds-
skólarnir geti boðið
nýbúum upp á tveggja
ára undirbúningsnám.
okkur í Iðnskólanum að þeir nem-
endur sem einungis sækja nýbúa-
kennslustundirnar líta fremur á
námið sem eins konar námskeið en
ekki eiginlegt framhaldsnám og því
virðast þeir frekar flosna upp úr
námi en þeir sem í fullu námi era.
Því höfum við gripið til þess ráðs að
láta nýbúana sækja tíma ætlaða ís-
lenskum nemendum í stærðfræði,
ensku, leikfimi, vélritun og ámóta
námsgreinum þar sem okkur þykir
sennilegast að þau hafi eitthvert
gagn af kennslunni. Þetta er þó
ekki hægt að gera með þá nemend-
ur sem dvalið hafa mjög stutta
stund á íslandi. Kennarar við Iðn-
skólann hafa sýnt þessu mikinn
skilning og tekið nýbúunum vel og
það er ekkert launungarmál að við
erum að leggja mikla byrði á herð-
ar þessum kennurum, því að sjálf-
sögðu þurfa þeir að hafa mikið fyrir
því að annast nemendur sem harla
lítið skilja í íslensku, jafnframt því
að annast allan hópinn sem fyrir er.
Markmiðið er einnig að leyfa nýbú-
unum að njóta samvista við ís-
lenska skólafélaga sína, því lítt
dugir að kenna þeim íslensku í
kennslustundum ef þeim svo ekki
gefst færi á að nota málið. Árangur
nýbúanna í þessum námsgreinum,
svo sem ensku, stærðfræði o.fl. er
eðlilega oft ekki upp á marga fiska,
en eins og gefur að skilja reynir
mikið á íslenskukunnáttu í öllum
þessum námsgreinum. Við sem
kennt höfum nýbúunum við Iðn-
skólann undanfarin ár eram þess
fullviss að þörf sé fyrir sérstakt
nýbúanám við framhaldsskólana og
við fáum ekki betur séð en að slíkt
nám geti samræmst nýju aðalnám-
skránni fyllilega. Þær aðferðir sem
við beitum til að reyna að koma
nemendunum í fullt nám, með því
að setja þá í tíma ætlaða íslenskum
nemendum, sem þeir oft á tíðum
ráða alls ekki við, eru engan veginn
viðunandi fyrir nemendur sem lög-
um samkvæmt eiga rétt á fram-
haldsnámi á Islandi. Okkur dreym-
ir um að framhaldsskólarnir geti
boðið nýbúunum upp á tveggja ára
undirbúningsnám í framhalds-
skóla, þar sem þeir fengju fjögurra
stunda kennslu í íslensku á dag og
auk þess stærðfræði-, ensku- og
tölvukennslu ætlaða nemendum
sem litla íslensku skilja. Meira að
segja leikfimi vefst fyrir nýbúunum
því nú era íþróttir í vaxandi mæli
kenndar í bóklegum tímum. Að
Guðlaug
Kjartansdóttir
Vaka í sókn -
hagsmunir stúdenta
ÞAÐ hefur ekki far-
ið framhjá neinum
sem fylgist með í Há-
skóla Islands að Vaka
hefur tekið forystu í
hagsmunabaráttu stú-
denta. Þetta fer í taug-
arnar á meirihluta
Röskvu sem vonlegt
er. Nú virðist jafnvel
sem stærstum hluta af
orku meirihlutans sé
varið í gagnrýni á
framkvæmdir og mál-
flutning minnihlutans.
Þetta er óvenjuleg
staða.
í grein í Morgun-
blaðinu sl. þriðjudag
heldur mikilvirkasti málsvari
meirihlutans og krónprins áfram
þessum vamarslag, en sá hefur
helst unnið sér það til frægðar að
bjóða sig fram til Alþingis, fyrir
Samfylkinguna, á sama vori og
hann tók sæti í Stúdentaráði. Þetta
útskýrir kannski þá áráttu meiri-
hlutans að einblína stöðugt á árásir
á menntamálaráðherra og algjöra
blindni á innri hagsmunabaráttu
stúdenta, þ.e. þá hagsmunabaráttu
sem fram fer innan Háskólans.
Fjöregg
Vaka telur nauðsynlegt að hvetja
Háskólann til þess að vinna í eigin
málum og taka þátt í þeirri vinnu.
Meirihlutinn er fastur í einhverri
aumingjapólitík sem byggist á því
að leika alltaf fórnar-
lambið. Slíkt hefur
skilað stúdentum í Há-
skóla Islands leiðinda-
orðspori, enda lítil
samúð með þeim sem
ekkert annað aðhafast
en að skella skuldinni
á aðra. í málflutningi
sínum hefur meiri-
hlutinn oft talað um að
menntunin sé fjöregg
íslensku þjóðarinnar.
Það er umhugsunar-
efni hvort stúdentar
hafi ekkert betra við
þetta fjöregg að gera
en að grýta því í
menntamálaráðherra.
Það er þægileg og auðveld stefna
að kvarta bara og kveina. Erfiðara
er að taka til í eigin ranni og vinna
uppbyggilegt starf, sannarlega í
þágu stúdenta. Það hefur Vaka
gert og mun halda áfram að gera.
U ppbyggingarátak
í Stúdentaráði
Það er kominn tími til að Stúd-
entaráð taki sig á og fari að vinna
að hagsmunabaráttu stúdenta á öll-
um sviðum. Hagsmunabaráttan
felst í ýmsu er snertir stjórnvöld og
nauðsynlegt er að gagnrýna stjórn-
völd þegar á því þarf að halda.
Þetta hefur Vaka gert og mun
halda áfram að gera. Hitt er hins
vegar mikilvægara að vinna í innri
hagsmunabaráttu innan HI þar
Stúdentar
Það hefur ekki farið
framhjá neinum sem
fylgist með í Háskóla
—?---------------------
Islands, segir Þórlindur
Kjartansson, að Vaka
hefur tekið forystu í
hagsmunabaráttu
stúdenta.
sem ákvarðanir um gæði menntun-
ar stúdenta era teknar. Þar þarf sí-
vökul augu og stöðugt að vera í við-
bragðsstöðu. Háskóli Islands er
mikils megnugur og mikilvægasta
hagsmunamál stúdenta er að HÍ
auki styrk sinn og að menntun og
rannsóknir þar jafnist á við það
besta er gerist í heiminum. Engum
getur dulist að það er fyrst og
fremst Háskólinn sjálfur sem sker
úr um það hvort slík markmið náist.
Um leið og núverandi meirihluta
Stúdentaráðs verður komið frá
munu stúdentar sjá uppbyggingar-
átak í SHI þar sem sjónum verður
beint að því að mynda heildstæða
stefnu í hagsmunabaráttu stúd-
enta. Slíka sýn hefur meirihlutinn
fyrir löngu misst. Sú sýn verður að
Þórlindur
Kjartansson