Morgunblaðið - 22.10.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 4&
+ Magnús Magn-
ússon fæddist á
Akranesi 18. febrú-
ar 1909. Hann lést í
Sjúkrahúsi Akra-
ness 12. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Magnús
Magnússon, f. 1876,
d. 1949, og Guðrún
Símonardóttir, f.
1888, d. 1965.
Bjuggu þau á Sönd-
um á Akranesi.
Systkinin voru 13
og var Magnús elst-
ur þeirra, þá Aðal-
heiður, f. 1910, d. 1926, Ragn-
hildur Sigríður, f. 1912, d. 1930,
Helga Margrét, f. 1914, d. 1994,
Guðbjörg, f. 1916, d. 1995,
Ragnheiður, f. 1920, d. 1989,
Eggert, f. 1921, d. 1988, Mar-
grét, f. 1922, d. 1990, Hallgrím-
ur, f. 1924, Ásta, f. 1925, Aðal-
heiður, f. 1926, Sigurður, f.
1930, d. 1993, og Ragnar, f.
1931.
Magnús ól allan sinn aldur á
Akranesi, að mestu á Sanda-
torfunni. Hann var húsa- og
skipasmiður og vann við skipa-
Kveðja frá Þorgeiri & Ellerti hf.
I dag er gerð frá Akraneskirkju
útför Magnúsar Magnússonar
skipasmíðameistara sem kenndur
var við Sanda á Akranesi. Foreldrar
hans voru hjónin Guðrún Símonar-
dóttir og Magnús Magnússon á
Vestri-Söndum, en hann var nafn-
togaður bátasmiður. Magnús ólst
upp í stórum hópi systkina og var
elstur þeirra. Hann hefur eðlilega
fylgst náið með störfum föður síns
og rétt honum hjálparhönd við báta-
smíðarnar. En hvemig sem því hef-
ur verið farið lagði sonurinn fyrst
fyrir sig húsasmíði en hóf síðan nám
í skipasmíði undir handleiðslu Eyj-
ólfs Gíslasonai'. Magnús var svo
bráðger í sínu fagi að hann var orð-
inn verkstjóri í skipasmíðum og við-
gerðum áður en formlegum náms-
tíma lauk. Hann var yfirverkstjóri
hjá Dráttarbraut Akraness um ára-
bil og stjómaði þar daglegum verk-
um auk þess sem hann gerði upp-
drætti að mörgum tréskipum, sem
smíðuð vora undir hans stjórn.
Magnús var á yngri áram þátttak-
andi í íþróttum og varði mark Knatt-
spymufélags Akraness við góðan
orðstír, en hann sýktist af berklum
og dvaldi á Vífilsstöðum um nær
tveggja ára skeið. Mörgum áram
síðar tóku veikindin sig upp aftur og
hann dvaldi á Vífilsstöðum í eitt ár.
Meðan á síðari dvöl hans stóð á Víf-
ilsstöðum gerði hann m.a. uppdrætti
að allstóram báti, Sigrúnu AK, er
smíðaður var á Akranesi.
Fljótlega eftir heimkomuna frá
Vífilsstöðum hóf Magnús störf á
tæknideild Þorgeirs & Ellerts hf.,
sem stofnað var með sameiningu
Dráttarbrautar Akraness og Vél-
smiðjunnar Þorgeir & Ellert sf.
Vann Magnús við gerð uppdrátta að
stálskipum og náði mikilli leikni í
þeim störfum, sérstaklega í gerð
stálteikninga. Magnús var við þessi
störf til 82 ára aldurs og skilaði
miklu ævistarfi.
Magnús Magnússon var sérstak-
lega fær og verklaginn smiður og
framúrskarandi duglegur maður.
Fagleg þekking hans var traust,
enda kenndi hann um árabil fag-
teikningu skipasmiða í Iðnskóla
Akraness. Hann var vandaður mað-
ur til orðs og æðis, sem gaf sig ekki
að masi heldur sinnti störfum sínum
af kostgæfni.
Eftirlifandi eiginkona Magnúsar
Magnússonar er Guðmunda Stef-
ánsdóttir og börn þeirra era þrjú.
Eg færi þeim öllum innilegar sam-
úðarkveðjur og votta minningu
Magnúsar Magnússonai- virðingu
mína.
Þorgeir Jósefsson,
framkvæmdastjóri
Þorgeirs & Ellerts hf.
smíðar í rúm 50 ár
hjá sama fyrirtæk-
inu, Þorgeiri og Ell-
ert hf.
Hinn 14. des. 1946
kvæntist Magnús
eftirlifandi eigin-
konu sinni, Guð-
mundu Stefánsdótt-
ur frá Skipanesi í
Leirársveit, f. 1926,
og eignuðust þau
þrjú börn. Þau eru:
1) Magnús skipa-
smiður á Akranesi,
f. 1948, unnusta
Halla Bergsdóttir
kennari, f. 1948. Börn hans og
Margrétar Markúsdóttur eru
Berglind, f. 1976, og Þóra, f.
1980. 2) Guðmunda Magnea,
leiðbeinandi, f. 1950, gift Sæ-
mundi Hafsteini Jóhannessyni
sveitarstjóra í Vík í Mýrdal, f.
1950. Börn þeirra: Magnús
Orri, f. 1974, Jóhanna Friðrika,
f. 1980, og Guðmundur Óli, f.
1987, d. 1988. 3) Guðríður Ólaf-
ía bókari í Reykjavík, f. 1955.
títför Magnúsar fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku afi. Okkur langai- til þess að
minnast þín með nokkram orðum og
hve góður þú varst okkur. Eftir að
við fluttumst frá Skaganum komum
við í heimsókn mánaðarlega og alltaf
tókst þú á móti okkur með þínum
mikla hlýleika og góðvild. Alltaf
varst þú til staðar ef eitthvað bjátaði
á, alveg sama hve lítið það var, og
náðir þú fljótt að láta okkur gleyma
því og hafðir alltaf góðai- sögur að
segja okkur. Við tölum nú ekki um
spilastokkinn sem aldrei var langt
undan. Þú varst yndislegur og hafð-
ir til að bera mikinn persónuljóma.
Nú ert þú farinn og viljum við
þakka þér fyrir þær undursamlegu
minningar sem munu sitja djúpt í
hjarta okkar um alla tíð.
Minning þín lifir.
Berglind og Þóra.
Elsku afi. Nú þegar komið er að
kveðjustund þá sækja að mér ljúfar
minningar um þig. Eg minnist þess
þegar ég var lítill drengur í heim-
sókn hjá þér og ömmu að ég hljóp
alltaf upp í rúm til ykkar á morgn-
ana m.a. til að fá cheerios, coco
puffs og rúsínur í glas í rúmið.
Gönguferðirnar vestur í kletta til að
veiða hornsfli voru ófáar og alltaf
varst þú til í að spila við mig og
ótrúlega oft var það ég sem vann og
fékk þar að auki að spila eins mikið
og ég vildi.
Mikið óskaplega er erfitt að
kveðja þig. En ég er einstaklega
ríkur að hafa þekkt þig. Ég kem til
með að minnast þín alla ævi sem
góðhjartaðs og gefandi manns. Þú
hefur a.m.k. gefið mér mjög margt.
Elsku amma, guð gefi þér styrk í
sorginni.
Þinn afastrákur,
Magnús Orri Sæmundsson.
Kæri afi. Þær eru ófáar stundim-
ar sem ég hef eytt með þér hér við
hefilbekkinn uppi á háalofti. Hér
urðu til ýmsir gripir sem þú hjálp-
aðir mér við að smíða með lagni
þinni og nákvæmni. Þegar ég kom í
heimsókn var ég alltaf uppfull af
hugmyndum um hvað ég gæti nú
smíðað hjá afa. Spennan var gífur-
leg, að fá að hlaupa á móti þér þeg-
ar þú labbaðir heim úr skipasmíða-
stöðinni að loknum vinnudegi og til-
kynna þér nýjustu hugmyndirnar
með æsingi og fá á móti þetta ró-
lyndislega og glettna bros sem
alltaf einkenndi þig. Þrátt fyrir
veikindi þín fékk maður alltaf þetta
bros og einnig þegar ég kvaddi þig í
síðasta sinn. Þá sendir þú mér bros-
ið og ég gat ekki annað en brosað á
móti.
Þessar hugmyndir mínar gátu
verið frá litlum bátum og upp í fín-
ustu barbie-innréttingar sem und-
antekningarlaust urðu að veraleika
undir þinni stjórn. Ég minnist þess
alltaf hve laginn þú varst og allt var
gert af mikilli hugsun og nákvæmni.
Ég vildi alltaf rampa þessu af, saga,
negla og pússa, helst allt á sömu
sekúndunni. Vinnubrögð þín koma
oft upp í huga minn núna þegar ég
sit og prjóna, sauma eða vinn annað
sem þarfnast þolinmæði og lagni og
þá reyni ég að hægja á mér og sé
fyrir mér hve hlutimir urðu alltaf
fallegir hjá þér.
Þegar árin liðu fór stundunum
með þér á háaloftinu að fækka, ég
var orðin of stór fyrir barbie-leik-
föngin og þú varst orðinn veikur.
En þrátt fyrir að þú færir ekki með
mér hingað upp síðustu árin þá fór
ég. Ég var að vísu hætt að smíða
en í staðinn fékk ég leyfi hjá ömmu
til að fara upp á loft, með því skil-
yrði að ég færi varlega í stiganum,
til að gramsa í kössum fullum af
gömlum fötum sem ég valdi mér úr
og flutti heim, móður minni til
óblandinnar ánægju eða hitt þó
heldur. Mér finnst ómissandi að
koma hingað upp á loft þegar ég
kem á Skagann þó ekki sé nema
bara til að njóta kyrrðarinnar og
rólyndisins, sem hér réði alltaf
i-íkjum undir þinni stjórn, og hugsa
um lífið og tilveruna og hin hvers-
daglegu vandamál.
Afi, ég þakka þér fyrir þessar
ógleymanlegu stundir og ég veit að
þér líður vel núna því að þú heim-
sóttir mig í síðustu andardráttunum
þínum og við sofnuðum saman þetta
kvöld, munurinn var sá að við vökn-
uðum upp hvort í sínum heiminum.
Seinna mun ég svo koma í þinn
heim og þá hittumst við á ný.
Bless á meðan.
Þín
Jóhanna Friðrika.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÓSKARJACOBSEN,
Vesturvör 27,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn
20. október sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðrún Magnúsdóttir
og aðstandendur.
■ Ástkær faðir okkar og afi,
SIGVALDI J. DAGSSON,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 19. október. Jarðarförin auglýst síðar. Guðný B. Sigvaldadóttir, Vigdís G. Sigvaldadóttir og barnabörn.
MAGNUS
MAGNÚSSON
+
Elsku litli drengurinn okkar,
ANDRI FREYR ARNARSSON,
Öldutúni 2,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 25. október kl. 15.30
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrkt-
arfélag krabbameinssjúkra barna eða Barna-
spítala Hringsins.
Fyrir hönd aðstandenda,
Arnar Smári Þorvarðarson, Kristín H. Thorarensen,
Egíll Þorri Arnarsson.
r~
+
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTHILDUR S. ÓLAFSDÓTTIR,
Strandaseli 7,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógabær föstudaginn 15. október sl.
Útförin fer fram frá kirkju Fíladelfíusafnaðarins mánudaginn 25. október
kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á kristniboðssjóð Fíladelfíu.
• I
Kristin og Bud Farling,
Kristinn, Zeke, Susan
og barnabarnabörn.
+
VALGERÐUR HELGA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hellatúni,
Ásahreppi,
Rangárvallasýslu,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn
15. október síðastliðinn.
Útför hennar verður frá Selfosskirkju laugar-
daginn 23. október kl. 13.30.
Jarðsett verður í Ási.
Aðstandendur.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐFINNA EINARSDÓTTIR
frá Burstarfelli í Vestmannaeyjum,
Dalbraut 18,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn
25. október kl. 13.30.
Sigurbergur Hávarðsson, Anna Ragnarsdóttir,
Erna Elíasdóttir, Garðar Stefánsson,
Einar P. Elíasson, Anna Pálsdóttir,
Sigfús Þór Elfasson, ólafía Ársælsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
BJÖRNS SIGURÐSSONAR
frá Jaðri,
Skagaströnd.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigurður F. Björnsson, Margrét Haraldsdóttir,
Hallbjörn Björnsson, Guðný S. Sigurðardóttir,
Guðmundur Björnsson, Þórunn Bernódusdóttir,
Kristfn S. Björnsdóttir, Ágúst F. Jónsson,
Engilráð Guðmundsdóttir.