Morgunblaðið - 22.10.1999, Qupperneq 46
£6 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+ Hulda Guðrún
Guðráðsdóttir
fæddist í Reykjavík
23. febrúar 1938.
Hún lést á heimili
sínu 17. október síð-
astliðinn. Hulda var
dóttir Rannveigar
Hjartardóttur hús-
móður, f. að Hvann-
dalskoti Saurbæ 9.
júlí 1911, d. 8. okt.
1996, og Guðráðs J.
G. Sigurðssonar
skipstjóra, f. í
Reykjavík 4. júlí
1911, d. 18. aprfl
1994. Systur Huldu eru þrjár:
Ragnheiður Guðríður, f. 9. aprfl
1933, maki Þorsteinn Þorsteins-
son; Sigrún Gréta, f. 21. ágúst
1939, maki Sigurjón Ágústsson,
f. 4. ágúst 1924; Sigríður Erla,
f. 29. ágúst 1946, maki Jónas
Blöndal, f. 1. september 1942.
Hinn 9. maí 1957 giftist
Hulda Garðari Sigurðssyni
kaupmanni, f. í Reykjavík 1.
mars 1937. Foreldrar hans voru
^ Með sorg í hjarta minnist ég
elskulegrar mágkonu minnar,
Huldu. Hún giftist ung yngri bróður
mínum, Garðari. Hún var nítján ára
og hann tvítugur. Eg man að mér
fannst það fyndið að Gæi þyrfti að
fá „forsetabréf ‘ til að fá að gifta sig.
Fyrsta heimili þeirra var hér á Sel-
tjamamesi á Miðbraut 16. Þangað
fluttust þau með sitt fyrsta barn,
Rannveigu Lilju. Árið 1960 fluttust
þau til Keílavíkur í hús afa og
ömmu á Hafnargötu 27, þar sem
jþau hófu rekstur húsgagnaverslun-
‘ arinnar Garðarshólma. Svo kom
sonur í heiminn, Siggi, og síðar
dóttir sem þau skírðu Þóreyju.
Þórey Þorsteinsdótt-
ir kaupkona, f. á Eyr-
arbakka 6. júní 1901,
d. 29. janúar 1981, og
Sigurður Sigurðsson
kaupmaður, f. á Sel-
tjarnarnesi 17. júní
1891, d. 12. júní 1951.
Börn þeirra eru: 1)
Rannveig Lilja Garð-
arsdóttir, f. 2. aprfl
1957, maki Valgeir
Ásgeirsson, f. 29. júlí
1956. Þeirra börn eru
Hulda Guðrún Krist-
jánsdóttir, f. 28. júní
1977, Kristján Þór
Kristjánsson, f. 21. september
1981, Guðmundur Freyr Val-
geirsson, f. 28. mars 1981, Ágústa
Vaigeirsdóttir, f. 17. aprfl 1987.
2) Sigurður Garðarsson, f. 18.
janúar 1961, maki Ingveldur
Magga Aðalsteinsdóttir, f. 25.
september 1964. Þeirra börn eru
Garðar Sigurðsson, f. 17. ágúst
1987, og Kristín Sigmðardóttir,
f. 6. mars 1991. 3) Þórey Garðars-
dóttir, f. 21. október 1969, maki
Ég minnist margra ánægjulegra
heimsókna til þeirra með mömmu
okkar, bróður og mágkonu. Og
allra bamaafmælanna. Þá var oft
glatt á hjalla. Gæi og Hulda byggðu
síðar hús í Krossholti í Keflavík.
Hulda var einstaklega myndarleg
húsmóðir og bar heimilið vott um
það. Allt lék í höndum hennar, bæði
saumaskapur, prjónaskapur og
matseld.
Árið 1977 fluttust þau til Banda-
ríkjanna með tvö yngii börn sín en
Rannveig var þá gift kona í Kefla-
vík. Þar versluðu þau með húsgögn
í borginni Madison í Wisconsin.
Fimm árum síðar fluttust þau aftur
MINNINGAR
Hjörtur Blöndal, f. 25. október
1970, barn þeirra er Jóhann
Garðar Blöndal, f. 2. september
1994.
Hulda ólst upp í Barmahlíð 3
í Reykjavík. Hún hóf búskap
sinn með Garðari á Seltjarnar-
nesi árið 1957 og sinnti hús-
móðurstarfi framan af. Árið
1959 fluttust þau til Keflavíkur
þar sem hún starfaði við versi-
unarstörf með eiginmanni sín-
um í versluninni Garðarshólma
í Keflavík og síðar sem versiun-
arstjóri í Þorsteinsbúð í Kefla-
vík. Á þeim árum var hún jafn-
framt þátttakandi í félagsstörf-
um og má þar m.a. nefna Tóna-
freyjur og kvennaklúbb björg-
unarsveitarinnar Stakks. Árið
1977 fluttist hún ásamt fjöl-
skyldu sinni til Madison Wis-
consin í Bandaríkjunum. Þar
bjuggu þau í fimm ár, eða til
ársins 1982 er þau fluttust aftur
til Islands. Frá þeim tíma, eða
sl. 17 ár hefur hún starfað sem
fulltrúi hjá Ríkisendurskoðun
og búið að Ásgarði 77 síðan
1985. Helsta áhugamál Huldu
fyrir utan fjölskylduna hefur
verið útivist í formi fjalla- og
gönguferða.
Útför Huldu Guðrúnar fer
fram frá Bústaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
heim, eða 1982. Móðir okkar var þá
nýlátin og Hulda stakk upp á því að
við systkinin hittumst hver jól með
börn okkar og barnaböm sem við
höfum gert æ síðan. Hún lagði á það
áherslu að ekki yrði út af brugðið,
því annars myndu bömin týna hvert
öðra. Jólin era hátíð ljóssins. Á síð-
ustu jólum bar þó á stóran skugga.
Hulda fékk að vita rétt fyrir jól að
hún væri haldin þessum illvíga sjúk-
dómi, sem nú hefur lagt hana að
velli aðeins sextíu og eins árs
gamla. Síðan hófst hin langa og
stranga barátta í níu mánuði. Þá
baráttu háði hún með æðruleysi og
hetjulund. Við hin gátum ekkert
HULDA GUÐRUN
» GUÐRÁÐSDÓTTIR
gert, nema horfa agndofa á. Þau
Gæi eiga sumarhús við Meðalfells-
vatn í Kjós. Gamla bústaðinn henn-
ar mömmu. I sumar fóra þau hjónin
oft þangað og dvöldu dagstund. Það
vora Huldu afar kærar stundir að
sitja þar og horfa út á vatnið. Ég
veit að ég tala fyrir munn bróður
míns, Þorsteins, konu hans, Helgu,
Sigurgeirs og barna okkar allra,
þegar við kveðjum þig nú, elsku
Hulda. Við söknum þín úr hópnum
okkar. Vertu sæl að sinni og hafðu
þökk fyrir yndislega samleið.
Sigríður Gyða.
I dag verður Hulda Guðráðsdótt-
ir, fulltrúi hjá Ríkisendurskoðun,
jarðsungin frá Bústaðakirkju. Hún
lést langt fyrir aldur fram eftir
stranga en hetjulega baráttu við al-
varlegan sjúkdóm.
Hulda hóf störf við tollendurskoð-
un hjá Ríkisendurskoðun á árinu
1982, þá nýflutt heim frá Bandaríkj-
unum, þar sem hún hafði búið með
fjölskyldu sinni um nokkurra ára
skeið. Síðar sinnti Hulda margvís-
legum störfum á sviði almennrar
fjárhagsendurskoðunar allt til síð-
ustu áramóta er hún varð, öllum að
óvörum, að láta af störfum í kjölfar
mjög bráðra og alvarlegra veikinda.
Allan þann tíma, sem hún starfaði
hjá stofnuninni, hafði henni varla
orðið misdægurt. Hún mætti gjama
fýrst til vinnu nokkra áður en al-
mennur vinnudagur hófst og gekk
strax til starfa. Þrátt fyrir erilsamt
starf og áhugamál ýmiss konar lét
Hulda sig ekki muna um að setjast í
öldungadeOd Verslunarskólans fyr-
ir nokkrum áram og ljúka þaðan
stúdentsprófi. Krefjandi námið kom
þó á engan hátt niður á störfum
hennar né starfsgleði.
Við minnumst Huldu sem sérlega
duglegs og ósérhlífins starfsmanns.
Hún gekk fús til allra verka og
leysti þau jafnan vel og samvisku-
samlega af hendi. Hulda var að eðl-
isfari glaðlynd og jákvæð og ekki
síst þess vegna góður og hlýr
starfsfélagi. Hún var sérlega áhuga-
söm um allt, sem viðkom félagslífi
innan stofnunarinnar. Hulda var
einn helsti drifkrafturinn meðal
starfsmanna þegar kom að ferðlög-
um og útivist hvers konar. Þar var
hún á heimavelli ef svo má að orði
komast því helsta áhugamál hennar
og eftirlifandi eiginmanns hennar,
Garðars Sigurðssonar, hefur um
áratugaskeið verið tengt útivist.
Þannig hafa þau ferðast saman um
landið þvert og endilangt í orðsins
fyllstu merkingu, ýmist akandi eða
gangandi og jafnt að sumri sem
vetri. Jafnframt vora þau hjónin
dugleg á skíðum. Þær eru ófáar
ferðirnar á vegum Starfsmannafé-
lags Ríkisendurskoðunar, sem
Hulda hafði forgöngu um og skipu-
lagði. Gott var að njóta traustrar
leiðsagnar ferðagarpa á borð við
þau hjónin. Síðasta ferð af þessu
tagi var farin undir öraggri leiðsögn
þeirra yfir Fimmvörðuháls í fyrra-
sumar. I þeirri ferð var engan bil-
bug að finna á Huldu. Sem fyrr var
hún sporlétt með afbrigðum og blés
ekki úr nös þegar samferðamenn
hennar ýmsir sýndu þreytumerki
þó mun yngri væra.
Margir mættu taka Huldu til fyr-
irmyndar um heilsusamlegt líferni
og holla lífshætti. Hún gekk gjai'n-
an eða hjólaði til og frá vinnu og var
auk þess ódeig við að synda í hádeg-
inu. Því vorum við síst viðbúin þeim
válegu tíðindum, sem hún tjáði okk-
ur samstarfsmönnum sínum með
æðrulausum hætti í desember s.l.,
að hún hefði þá nýverið greinst með
ólæknandi krabbamein. Stríð henn-
ar við þennan vágest síðustu mán-
uðina einkenndist af einstakri
hetjulund og baráttuþreki.
Við samstarfsmenn Huldu viljum
að lokum þakka henni ánægjulegt
samstarf á liðnum áram. Minningu
um góðan vin og samstarfsmann
munum við geyma. Við vottum
Garðari, börnum þeirra, bamaböm-
um og öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Starfsfólk Ríkisendurskoðunar.
NIKULÁSINGI
VIGNISSON
+ Nikulás Ingi
Vignisson fædd-
ist í Drammen í
Noregi 6. septem-
ber 1978. Hann lést
í Álasundi í Noregi
10. október síðast-
liðinn. Foreldrar
Nikulásar eru Sig-
urdís Ingimundar-
dóttir ljósmóðir, f.
7. júlí 1953, og
Vignir Jóhannsson
myndlistarmaður, f.
8. maí 1952.
Sambýliskona hans
er Hrefna Ólafs-
dóttir félagsráðgjafi, f. 28. febr-
úar 1952. Nikulás á fimm hálf-
systkini. Þau eru, í móðurætt,
Hrafn Mar Sveinsson, f. 18 mars
1986, og Baldur Snær Sveins-
son, f. 24. jan. 1989, og í föður-
ætt Marsibil Brák Vignisdóttir,
f. 22. ágúst 1977, Erling Ormar
Vignisson, f. 8. maí 1979, og
Hjörtur Jóhann Vignisson, f. 27.
sept. 1994. Einnig á hann á Iifi
móðurömmu Jónu Hjaltadóttir,
f. 10. okt. 1934, og föðurömmu,
Vigdísi Guðbjarna-
dóttir, f. 20. jan.
1927.
Nikulás og móðir
hans bjuggu í
Drammen í þijú ár.
Þá fluttust þau til
Gol í Hallingdal þar
sem móðir hans hef-
ur starfað sfðan
sem héraðsljósmóð-
ir. Þar fæddust
yngri bræður hans
Hrafn Mar og Bald-
ur. Nikulás var eitt
ár í Iýðháskóla í
Bergen eftir grunn-
skóla og síðustu tvö árin var
hann í Leiklistar- og balletskóla
í Álasundi þar sem hann lést.
Frá 14 ára aldri hefur Niku-
lás unnið með Ungdom mot
Narkotika (U.M.N.), samtökum
ungs fólks og minna helst á
jafningjafræðsluna og þá starf-
semi sem Hitt húsið stendur
fyrir hér á landi.
títför Nikulásar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Kæri Nikulás. Með örfáum orð-
um vil ég þakka fyrir að hafa feng-
ið að kynnast þér. Þegar þú komst
í heimsóknir frá Noregi á sumrin
áttum við margar góðar stundir
saman. Þú gistir hjá afa og ömmu
Í.Skaganum og komst svo hjólandi
íl mín eldsnemma á morgnana, á
gamla hjólinu hennar ömmu. Dög-
unum eyddum við svo í leiki og
prakkarastrik. Best man ég eftir
vatnsblöðrakastinu. Einni vatns-
blöðrunni kastaðir þú í framrúðu
bíls sem snarhemlaði og við hlup-
um í burtu með hjartað í buxun-
Skógræktin, Grundaskólalóðin,
golfvöllurinn, allir þessir staðir og
margir fleiri höfðu sitt aðdráttarafl
fyrir unga og hressa stráka. Síðast
hitti ég þig í fyrrasumar, er við urð-
um samferða upp á Akranes. Þú
varst svo hress og kátur eins og
alltaf, bjartsýnn á framtíðina í
dansinum, sem þú hafðir svo gaman
af. Svo tókstu fyrir mig nokkur
dansspor og ég sá að þú varst virki-
lega góður.
Þú varst skemmtilegur, opinn og
hreinskilinn og sagðir óhræddur
þína skoðun. Þín verður sárt sakn-
að. Hvíl í friði.
Ættingjum og vinum sendi ég
samúðarkveðjur.
Þinn vinur og frændi.
Rúnar Már.
Elsku vinur. Það er langt síðan
ég hef skrifað þér línur og það er
erfitt að sætta sig við að eiga enga
von um svar til baka. Þetta verða
því að vera lokaorðin. Ég trúi því að
þú sért kominn á góðan stað þar
sem þú nýtur þín vel, eflaust þar
sem er fullt af trjám að prfla í og
nóg af Cheriosi að borða. Engan
gat maður glatt betur með Cherios-
pakka en þig.
Ég vil þakka góðar stundir, úti
um allt Island og í Noregi. Það
geislaði alltaf af þér gleðin og uppá-
tækin voru þvflík. Þú varst einstak-
ur vinur og heimurinn fer á mis við
svo margt að hafa þig ekki lengur.
Ég veit að hvar svo sem þú ert
munu stóra fallegu augun þín vaka
yfir þeim sem sakna þín mest á
þessari sorgarstundu.
Ég mun aldrei gleyma þessum
augum. Þau eiga sinn stað í hjarta
mínu. Með sorg í hjarta kveð ég
þig, elsku vinur.
Guð veri með ykkur, Dísa, Bald-
ur Snær og Hrafn Mar, á þessari
erfiðu stundu og veiti ykkur styrk.
Ykkar sorg hlýtur að rista djúpt.
Ég votta ykkur og fjölskyldu
ykkar mína dýpstu samúð.
Guðríður Kristín Þórðardóttir.
Á hendur fel þú honum,
sem himna stýrir borg,
það allt, er áttu’ í vonum,
og allt, er veldur sorg.
Hann bylgjur getur bundið
og bugað storma her,
hann fótstig getur fundið,
sem fær sé handa þér.
(Þýð. B. Halld.)
Þegar ég les þennan sálm, leita
ég huggunar í því þrátt fyrir hina
miklu sorg að missa Nikulás Inga
frá okkur svo ungan, að Guð hafi
ætlað honum æðri markmið, enda
fór þar góður drengur og hvers
manns hugljúfi.
Oft fannst mér langt á milli mín
og Dísu vinkonu minnar, móður
Nikulásar, en aldrei sem þá þegar
þessi harmafregn barst. Þegar Dísa
var nýútskrifuð ljósmóðir fór hún
til starfa í Drammen í Noregi. Það
var í byrjun árs ‘78, en tæpum níu
mánuðum síðar eignaðist hún Niku-
lás. Nokkra seinna fluttust þau til
Gol, og hafa búið þar síðan. Dísa
hefur sterkar tilfinningar til Is-
lands og hefur haft gott lag á að
rækta þær tilfinningar í sonum sín-
um. Þessi ræktarsemi hefur valdið
því að þeir vora nær manni fyrir
vikið.
Nikulás var fjörmikill drengur og
vildi hafa líf í kringum sig, enda
hafði hann fundið sér rétta braut í
dans- og leiklistarskóla í Álasundi.
Hans aðalhugðarefni var þó að
vinna með félagsskap sem kallaður
er Ungdom mot Narkotika sem
svipar til Unglistar hér.
Elsku Nikulás, allar minningam-
ar um þig, lítinn dreng með ljósu
lokkana, stóru bláu augun sem
hægt var að lesa allar þínar tilfinn-
ingar úr, gleðisvipurinn og brosið
verður alltaf fastmótað í huga okk-
ar, fjölskyldunnar. í sumarfríinu
þínu fyrir tveimur áram þegar þú
vannst með manninum mínum og
dvaldir hér á heimilinu verður okk-
ur alltaf dýrmæt minning. Þú hafð-
ir ekkert breyst, sami hressi Niku-
lás. Við, fjölskyldan, eram þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast þér.
Vert þú Guði falinn.
Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má,
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna’ og sjá,
hryggðarmyrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.
(Hallgr. Pétursson.)
Elsku Dísa, Hrafn Mar, Baldur,
Jóna og aðrir ættingjar og vinir,
megi Guð veita ykkur huggun í
þessari miklu sorg.
María Gunnarsdóttir.
Minn kæri Nikulás, það er með
sárum söknuði að ég kveð þig í
síðasta sinn. Þú varst ekki nema
nokkurra vikna gamall þegar þú
komst í fyrsta sinn í heimsókn til
mín frá Noregi, en við áttum eftir
að eiga saman margar
samverustundir bæði hér heima, í
Danmörku og heima hjá þér í Gol.
Hún Dísa móðir þín var ákveðin í
því að þú skyldir læra að tala
íslensku um leið og norskuna, og
gekk það alveg ágætlega hjá þér.
Mér fannst gaman að heyra að
eftir að þú hafðir verið í heimsókn
hjá ættingjum þínum hér á
Islandi þá talaðir þú þessa fínu
íslensku við kisuna þína í Noregi.
Aðspurður sagðir þú að kisur
skildu bara íslensku, það vissir þú
vel því þú hafðir kynnst kisu hjá
Önnu og Hilmari á Islandi og sú
kisa skildi bara íslensku.
Það var stoltur ungur og
glaðlegur piltur sem tók á móti
frænku sinni eitt vorið, þegar ég
og Hilmar komum í heimsókn til
ykkar til Gol. Vildir þú sjálfur
undirbúa hádegisverð handa
gestunum, og fórst þér það bara
mjög vel úr hendi. Þessir páskar
okkar saman í Gol voru mjög
ánægjulegir. Við fórum saman á
skíði og drukkum heitt kakó hátt
uppi í norskum fjöllum og sýndir
þú okkur þá hversu lipur
skíðamaður þú varst þá þegar
orðinn.
Ungi vinur, ég þakka þér fyrir
þær samverustundir sem við
höfum átt saman, við hittumst
síðast hér á íslandi fyrir þremur
árum hjá Jónu móðurömmu þinni
og sá ég þá að þú varst orðinn að
ungum og myndarlegum manni,
stolt móður þinnar, Jónu ömmu
og yngri bræðra.
Elsku Dísa mín og synir, ég
sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Minningin um
góðan dreng lifir.
Anna Aðalsteinsdóttir.