Morgunblaðið - 22.10.1999, Síða 47

Morgunblaðið - 22.10.1999, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 44?« + Marselía Adolfs- dóttir húsmóðir fæddist á Akureyri 19. ágúst 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Adolf Kristjánsson skip- stjóri, f. 25. septem- ber 1888, d. 8. mars 1944 og kona hans Anna Friðrika Frið- riksdóttir, f. 4. október 1882, d. 5. desember 1980. Systkini Marselíu eru: 1) Guð- rún Friðrika, f. 14. mars 1919, húsmóðir á Akranesi, áður Akureyri, ekkja eftir Ásgrím G. Stefánsson, verksmiðjustjóra á Akureyri, og eignuðust þau þrjú börn. 2) María Jónína, f. 14. ágúst 1921, húsmóðir á Akureyri, ekkja eftir Stefán Stefánsson frá Hrísey verslun- arstjóra og eignuðust þau tvo syni. 3) Friðrik, f. 23. nóvember 1924, út- varpsvirki á Akra- nesi, kona hans Jenný V aldimarsdóttir. Börn þeira eru fimm. Þau skildu. Hinn 17. maí 1941 giftist Marselía eftir- lifandi eiginmanni sínum Haraldi Þor- varðarsyni, f. 21. júni 1915, deildarstjóra hjá KEA, síðast um- sjónarmanni Bréfa- skóla SIS í Reykjavík. Marselía og Haraldur eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Anna Ragnhildur, f. 11. júní 1943, gift Daníel Guðjónssyni, yf- irlögregluþjóni á Akureyri. Þau skildu. Dóttir þeirra er Marsa Hrönn, f. 7. apríl 1974. Sambýlis- maður hennar er Garðar F. Vé- steinsson. 2) Þorgerður Þórdís, f. 15. júní 1947, gift Grétari Bjarna- syni stýrimanni. Þeirra synir eru: Haraldur Þorri, f. 15. febrúar 1966, maki Ragnheiður Sigurð- ardóttir. Börn þeirra eru Krist- ófer Ernir og Hrafntinna MjöII. Bjarni Þór, f. 12. júní 1972. 3) María Friðrika, f. 13. september 1949, gift Þorsteini Geirssyni ráðuneytisstjóra og er þeirra sonur Haraldur Geir, f. 12. des- ember 1986. Sonur Maríu fyrir hjónaband er Sigurþór Smári Einarsson, f. 24. mars 1975. Stjúpdóttir Maríu er Vala Rebekka Þorsteinsdóttir, f. 20. nóvember 1973, í sambúð með Sigurði Ómarssyni og eiga þau einn son. Marselía hóf verslunarstörf hjá KEA á Akureyri sautján ára og starfaði þar samtals í tólf ár. Hún fór til Svíþjóðar og lauk námi frá Húsmæðraskólanum á Tarna vorið 1939. Eftir það sinnti hún húsmóðurstörfum af myndarskap allt til dauðadags. Marselía og Haraldur fluttust frá Akureyri til Akraness árið 1957 og frá Akranesi til Reykja- víkur árið 1965. í Garðabæ fluttust þau 1969 og bjuggu lengst af á Smáraflöt en fluttust fyrir þremur árum í Kirkjulund 8. _ Utför Marselíu hefur farið fram. MARSELIA ADOLFSDÓTTIR Tengdamóðir mín, Marselía Ad- olfsdóttir er látin 86 ára að aldri. Það var í ágúst sl. sem Marselía greindist með krabbamein. Hún gekkst þá undir mikla skurðaðgerð á Sjúkra- húsi Reykjavíkur, sem um tíma virt- ist ætla að bera árangur. Hún var komin heim til sín um miðjan sept- ember og útlit var fyrir hægan en ör- uggan bata. En batinn brást og var Marselía flutt aftur á sjúkrahús, fyrst á Sankti Jósefsspítalann í Hafnarfirði, en síðan á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þar lést hún að morgni 12. október sl. Nú að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka. Tengda- móðir mín var heilsteypt persóna, greind og margfróð. Hún hélt í heiðri gömul gildi, eins og margir af hennar kynslóð og lifði eftir þeim. Þrátt fyrir háan aldur var hún ung í anda og ungleg og bar aldur sinn af- ar vel. Fjölskylda hennar, Haraldur, dæturnar þrjár, barnabörnin og við tengdasynirnir, nutum óskoraðrar umhyggju hennar og ástar. Heill og hamingja fjölskyldunnar var megin- viðfangsefni hennar og aðalstarf, langa ævi. Þegar ég kynntist tengda- móður minni og tengdaföður bjuggu þau á Smáraflöt 51 í Garðabæ. Heimilið var fallegt og bar þess merki að húsmóðirin var bæði mynd- arleg og smekkvís. Marselía og Har- aldur voru reyndai’ mjög samhent um heimilisstörfm og að allt væri þar eins og best yrði á kostið. Gestrisin voru þau með afbrigðum og heimilið alltaf opið vinum og vandamönnum, enda gestkvæmt mjög. Marselía og Haraldur gengu í hjú- skap á Akureyri og bjuggu þar fyrstu árin. Þar fæddust dæturnar þrjár, Anna, Þorgerður og María. Árið 1957 fluttust þau til Akraness, þar sem Haraldur hóf störf við kaupfélagið. Árið 1965 fluttust þau til Reykjavík- ur er Haraldur réðst til SÍS. Marselía fór ekki dult með það, að þrátt fyrir að hún hefði um margt kunnað vel við sig á Akranesi, Reykjavík og svo hér í Garðabæ, þá var Ákureyri henni kærust. Það var ógleymanleg lífsreynsla, að ganga með henni um gamla innbæinn á Akureyri og heyra hana segja frá íbúum gömlu húsanna, frá æsku sinni þar og mannlífinu á Akureyri. Hún þekkti sögu hvers einasta húss, vissi hverjir höfðu byggt húsin og búið í þeim, skyldleika þeiiTa og tengdir og hvernig þeim hafði farnast. Allt rakti hún þetta skipulega og af mikilli ná- kvæmni, en svo skemmtilega að mað- ur hreifst með og sá fyrir sér iðandi mannlíf gömlu Akureyrar. Marselía var reyndar fróð um marga hluti og fylgdist enda vel með. Henni var afar annt um íslenskt mál og íslenskan skáldskap. Einkum voru henni kær norðlensku skáldin, Jónas, Matthías og Davíð. Marselía lagði metnað sinn í að tala og rita rétt íslenskt mál, og hafði mikla ánægju af að glíma við erfið úrlausn- arefni í málfræði og stafsetningu. Marselía var listfeng. Hún spilaði á píanó og málaði myndir í frístundum sínum. Hún hélt og jafnan dagbók um það helsta sem á dagana dreif. Andlegu atgervi hélt hún óskertu þrátt fyrir háan aldur og var reynd- ar óvenju heisluhraust allt undir það síðasta. Hún vann öll heimilisstörf, eldaði og bakaði allt þar til hún gekkst undir aðgerðina í ágúst sl. Marselía hafði mikla ánægju af ferðalögum og þau Haraldur ferðuð- ust mikið bæði erlendis og innan- lands. Á síðari árum vorum við hjón- in eða Gerða dóttir þeirra og Grétar tengdasonur jafnan með þeim í för. Marselía mun hafa ferðast til Akur- eyrar a.m.k. árlega sl. 42 ár. Síðustu árin vorum við hjónin oft með þeim og eru margar góðar minningar frá þeim ferðum. Eftir því sem norðar dró lyftist brúnin á þeirri gömlu og þegar til Akureyrar var komið lék hún við hvern sinn fingur. En nú hefur Marselía lagt í sína hinstu för. Á kveðjustundinni er mér efst í huga þakklæti í hennar garð fyi-ir einstaka vináttu og velvild, allt frá því að María eiginkona mín kynnti mig fyrir henni og föður sín- um á Smárafiötinni og þar til yfir lauk. Sonur minn Haraldur Geir, sem alla sína ævi hefur notið ástar og umhyggju ömmu sinnar hefur beðið mig að þakka einnig fyrir sig. Við biðjum góðan guð að sefa sorgir ástvina Marselíu. Minningin um hana er björt og mun ylja okkur öll- um um ókomna framtíð. Segið það móður minni, að mörg hafi sprek brunnið, héla, sem huldi rúður, hjaðnaðogrunnið. Skin leggur af skari. Skuggar falla á glugga. En minningar á ég margar, sem milda og hugga. (Davíð Stefánsson.) Blessuð sé minning Marselíu Ad- olfsdóttur. Þorsteinn Geirsson. Elskuleg amma mín er dáin. Mig langar að minnast hennar í fáeinum orðum. Ég man hvað ég hlakkaði alltaf mikið til að fara suður í Garða- bæinn á sumrin með foreldrum mín- um að heimsækja ömmu og afa. Alltaf var jafn gott að koma til þeirra á Smáraflötina og stundum dvöldum við þar mestallt sumarið. Það var al- veg yndislegur tími. Ég man hvað okkur ömmu þótti gaman að ganga saman Smái’aflatarhringinn í róleg- heitunum, virða fyrir okkar um- hverfið og spjalla saman. Ég sá ömmu í síðasta sinn nú í sumar þegar hún og afi komu norð- ur. Eins og venjulega fannst mér hún bera aldurinn einstaklega vel, vera jafn ungleg og falleg og hún var þegar ég man fyrst eftir henni. Amma var alltaf svo dugleg að hringja í okkur mömmu og fylgjast með því hvernig við hefðum það. Við verðum lengi að venjast því að hún eigi ekki eftir að hringja oftar til að fá fréttir af fólkinu sínu fyrir norðan. Amma mín var alltaf kölluð Marsa og ég vai’ð þess heiðurs aðnjótandi að vera skírð í höfuðið á henni, og er ég stolt af því að bera þetta nafn í minningu hennar. Ég hef sjaldan séð jafn samrýnd hjón og afa og ömmu, alltaf leiddust þau arm í ann þegar þau fóru út að ganga og maður sá langar leiðir hve miklir kærleikar voru með þeim. Elsku besta amma mín varð að lokum að láta í minni pokann fyrir erfiðum veikindum sínum eftir hetju- lega baráttu. Sorg okkar og söknuð- ur er mikill en ég veit að núna líður henni vel þar sem hún er. Minning hennar mun ávallt lifa í hjarta mér. Elsku afi minn, missir þinn er meiri en orð fá lýst eftir að hafa misst lífsförunaut þinn til margra áratuga. Megi Guð styrkja þig í þessari miklu sorg. Marsa Hrönn. Elsku amma mín er dáin. Ég minnist með söknuði þeirra ljúfu stunda sem ég átti með þér og afa á uppvaxtarárum mínum á Smáraflöt- inni. Þú varst alltaf svo góð og hlý. Minn fyi’sta dag í barnaskóla varst það þú sem fylgdir mér í skólann og leiddir mig þér við hönd. Ég man enn hversu blíðlega þú fórst með bænirnar þegar ég fór að sofa á kvöldin. Alltaf gat maður treyst á þig og þú varst ávallt tilbúin að veita manni aðstoð ef á þurfti að halda. Amma var fædd og uppalin á Akur- eyri. Eftir að hún fluttist þaðan lét hún sterklega í ljós hversu heitt hún unni heimahögunum. Alltaf þegai’ talið barst að Akureyri ljómaði hún af gleði og sagði frá af miklum áhuga. Þó að tugii’ ára væru liðnir mundi hún eftir fólki og atburðum liðinna tíma sem þeh’ hefðu gerst í gær. Ég man sérstaklega þegar tal okkar barst að Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi, sem var í miklu uppáhaldi hjá mér og ömmu. Hún sá hann oft ganga um götui- Akureyrar, hyggilegan í útliti og alvarlegan á svip. Elsku amma, megi minning þín lifa um ókomna tíð og kveð ég þig nú í síðasta sinn með kvæði eftir okkar uppáhaldsljóðskáld: Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær ogfaðmijörðinaalla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagui- og sumamótt og svanur á bláan voginn. (D. Stefánsson.) Sigurþór Smári. ÓLAFÍA STEFÁNSDÓTTIR « + Ólafía Stefáns- dóttir fæddist á Felli í Breiðdal hinn 10. maí 1919. Hún lést á dvalarheimili aldraðra í Stykkis- hólmi 11. október siðastliðinn. For- eldrar hennar voru þau Ragnhildur Haraldsdóttir og Stefán Þ. Guð- mundsson. Sambýlismaður hennar var Jóhann- es Jakobsson, f. í Svínadalsseli í Saurbæ 7. des. 1907, en hann lést í apríl 1972 eftir stranga baráttu við erfíðan sjúkdóm. Þeim varð níu barna auðið, sem öll Iifa foreldra sína. Útför Ólafíu fer fram frá Staðarhólskirkju í Saurbæ í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku amma, von- andi ertu nógu forvitin til þess að láta það eft- ir þér að kíkja í blaðið, því okkur langar til þess að þakka þér fyr- ir allt sem þú gafst okkur. Margt er það, og margt er það, sem minningarnar vekur, og þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stef.) Ólafur og fjölskylda, Guðrún og fjölskylda, tílfhildur og Ijölskylda, Jóhannes. SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR + Sigríður Páls- dóttir, fyrrver- andi húsmóðir og saumakona, fæddist á Skálafelli í Suður- sveit í A-Skafta- fellssýslu 17. mars 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 12. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Páll Sigurðsson, bóndi á Skálafelli, f. 19.5. 1880, og Pálína Magnúsdóttir hús- freyja, f. 5.9. 1877. Systkini hennar eru Sigurður, f. 1908, Gísli, f. 1913, Helga Guðrún, f. 1914, Jóhanna Lára, f. 1916, Bergþóra, f. 1917, og Ásdís, f. 1920. Okkur langar í fáeinum orðum að minnast móðursystur okkar, Sigríð- ar Pálsdóttur eða Siggu frænku eins og við kölluðum hana alltaf. Sigga var ákaflega ljúf kona og góð heim að sækja. Heimili þeirra hjóna Guðmundar og Siggu stóð öllum op- ið og var þar oft gestkvæmt. Sigga var elst systkinanna frá Skálafelli í Suðursveit sem við syst- urnar munum eftir og sá hún um að viðhalda fjölskyldutengslunum. Jólaboðin á Kópavogsbrautinni eru okkur sérstaklega minnisstæð. Þar var mikið skrafað og skeggrætt og skyggnur frá liðnum árum skoðað- ar. Ekki vantaði veitingarnar þar sem jólaborðið svignaði undan ístertunum og hnallþórunum sem ljúflega rann niður með „spuri“ Ferðalögin með þeim hjónum á Hinn 28. júní 1941 giftist Sigríð- ur Guðmundi Olafs- syni, verkstjóra hjá Mjólkursamsölunni í Rcykjavík, f. 17. mars 1910, d. 21.10. 1997. Þau eignuðust einn son, Ólaf, nær- ingar- og fóður- fræðing, forstöðu- mann Aðfangaeftir- litsins, f. 16.11. ^ 1942. Hann er kvæntur Lilju Ólafsdóttur, bóka- safnsfræðingi, deildarstjóra hjá Bókasafni Kópavogs, og eiga þau þijú börn. títför Sigríðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. græna rússajeppanum eru ógleym- anleg. Það voru ekki margir sem áttu jeppa í þá daga og voru það al- gjör forréttindi að fá að ferðast með þeim, hvort heldur sem var upp á Fimmvörðuháls eða austur í Skafta- fellssýslu svo dæmi séu tekin. Sigg^, sá alltaf um að enginn yrði nu svangur og hafði hún heimabakaðar kleinur og ýmislegt annað góðgæti með í farteskinu. Við minnumst Siggu sem góðrar og traustrar frænku þegar Berg- þóra móðir okkar, sem lést fyrir tuttugu ái’um, átti við sín veikindi að stríða. Sjálf vai’ Sigga mikið veik síðustu æviár sín. Hún hefði orðið níræð á næsta ári. Við biðjum Guð að blessa minn- ingu Siggu frænku. Þóra og Svandís. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna fráfalls elsku- legrar móður okkar, stjúpmóður, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÁSU SIGURÐARDÓTTUR, Bláhömrum 13, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Ingólfur Sveinsson, Halla Hjörleifsdóttir, Pálína Sveinsdóttir, Valgeir K. Gíslason, Ásmundur Sveinsson, Tammy Ryan, Jón Guðlaugur Sveinsson, Jóhanna Siggeirsdóttir, Baldvin Sveinsson, Sigurlína Helgadóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.