Morgunblaðið - 22.10.1999, Side 49

Morgunblaðið - 22.10.1999, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 49 MINNINGAR Guðmunda Berta Alexand- ersdóttir fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 11. mars 1926. Hún lést á Líknardeild Land- spítalans 17. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Sig- urðardóttir, f. 1900, d. 1943, og Alex- ander Jóhannsson, f. 1892, d. 29.11. 1979. Guðmunda átti þrjá albræður: Sigurð, f. 25. nóvember 1920, maki Kristín Eyjólfsdóttir, lát- in. Björgvin, f. 17. september 1923, maki Hrefna Jóhannsdótt- ir, látin. Jóhann, f. 14. október 1934, maki Kristín Antonsdótt- ir, f. 19. október 1933. Guð- munda átti tvær hálfsystur: Mikkalínu, f. 18. mars 1914, maki Ingólfur Jónsson, f. 9. ágúst 1917, og Kristínu, f. 2. Lífið er erfitt. Það er óumflýjan- leg staðreynd. I lífinu fáum við út- hlutað verkefnum, miserfiðum og misflóknum. En það sem skiptir máli er hvernig við nálgumst þessi verkefni og hvemig við leysum úr þeim. Þú gerðir þér alla tíð grein fyrir þessu, mamma. Þú ólst okkur systkinin upp með þetta í huga og það sem meiru skiptir, þú vékst þér aldrei undan þeim verkefnum sem þér var úthlutað, og varst þannig fyrirmynd okkar að þessu leyti. Stærsta verkefnið fékkstu í ágúst síðastliðnum. Þá fórum við til lækn- is vegna vaxandi verkja sem þú hafðir í höfði. Það var ákvörðun þessa læknis að þú skyldir send í rannsókn á Landspítalann strax daginn eftir. Þegar ég keyrði þig suður í Kópavog þennan fimmtudag í ágúst, eftir heimsóknina til læknis- ins, þá sá ég strax að þú skynjaðir hvað væri í aðsigi. Enda sagðir þú þá við mig: „Þetta fer eins og það á að fara og við fáum engu um það breytt.“ Seinna sagðir þú líka: „Ég er sátt apríl 1915, maki Björn Steindórsson, látinn. Árið 1949 giftist Guðmunda Þóri Daní- elssyni, f. 8. nóvem- ber 1917, syni Ágústu Jónatansdóttur og Daníels Jónatansson- ar frá Bjargshóli í Miðfirði, V-Húna- vatnssýslu. Þau eign- uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Margrét Berta, f. 2. júlí 1949, maki Magnús Jóns- son, f. 19. febrúar 1948. Börn þeirra eru Þórir, f. 8. júlí 1971, í sambúð með Áslaugu Jónasdóttur, f. 26. nóvember 1968, og eiga þau eina dóttur, Margréti Völu, f. 29. júní 1998, Kristjana, f. 18. desember 1973, Jón Bjami og Jón Birgir, f. 6. maí 1980. 2) Daníel Ágúst, f. 24. ápíst 1951, maki Guðrún Jónasdóttir, f. 6. nóvember 1948. Börn þeirra em Auður, f. 14. maí 1975, Þórir, við allt og alla og búin að gera upp öll mín mál þannig að ég er tilbúin." Það þarf sérstakan styrk til að geta sýnt æðruleysi við þessar að- stæður. Þennan styrk sóttir þú í trúna, óskilyrta og bjargfasta trú á Guð. Trúna sem þú hafðir ræktað með þér alla tíð og innrætt okkur systkinunum. Það er af mörgu af taka þegar horft er til baka. Minnisstæðust eru þó líklega jólaboðin þar sem fjöl- skyldan kom saman á Álfhólsvegin- um. Á slíkum stundum naust þú þín best. Þar vorum við samankomin, systkinin og makar ásamt barna- börnum. Það voru yndislegar stundir. Sjúkrahúsdvölin var stutt. Það mátti þó öllum Ijóst vera að þú vild- ir halda reisn þinni eins lengi og þú mögulega gast. Fyrir þremur vik- um varstu færð á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi og naust kærleiksríkrar umönnunar starfs- fólksins þar. Það var ekki aðeins þú sem naust þessa kærleiks sem þar ríkir heldur við öll í fjölskyldunni og þó sérstaklega faðir okkar, enda missir hans mestur. Við í fjölskyld- f. 28. desember 1979, og Daníel Þór, f. 11. september 1983. 3) Helgi, f. 1. júní 1953, maki Ingi- björg Þorkelsdóttir, f. 30. ágúst 1958. Börn þeirra eru Kolbrún Pálína, f. 9. maí 1980, og Alex- ander, f. 16. apríl 1986. 4) Alex- ander Björgvin, f. 2. janúar 1960, maki Oddný Guðmunds- dóttir, f. 11. júlí 1959. Börn þeirra eru Stefán Arnar, f. 24. maí 1992, og Hildur, f. 21. janú- ar 1996. Guðmunda lauk prófi frá Húsmæðraskólanum Osk á ísa- firði árið 1946. Hún fluttist til Reykjavíkur 1947 og árið eftir stofnuðu Guðmunda og Þórir heimili á Laufásvegi 60 í Reylqavík. Þaðan fluttust þau að Bústaðavegi 85 og bjuggu þar til árins 1960 er þau fluttust í Kópavog, fyrst að Álfhólsvegi 67, þar sem þau bjuggu í rúm 36 ár og síðustu þrjú árin í Gull- smára 9. Guðmunda vann við þrif og gangavörslu í Breiða- gerðisskóla og svo lengst af í Digranesskóla eða allt frá stofnun skólans 1964 til ársins 1996. títför Guðmundu fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. unni vOjum færa starfsfólki Líknar- deildai' Landspítalans sérstakar þakkii’. Er þú varst lögð inn á Landspít- alann í ágúst hittir þú fyrir frænku okkar, Sólveigu Jónsdóttur, sem starfar þar. Sólveig fylgdist með þér allan þennan tíma og heimsótti þig hvenær sem hún hafði tök á. Sólveigu vOjum við einnig þakka innOega fyrir hennar umhyggju og kærleik. Ég, Oddný, Stefán Arnar og Hildur biðjum algóðan Guð að taka vel á móti þér. Þegar við grátum vegna fráfalls þíns minnumst við orða K. Gibran: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Þinn sonur, Alexander. í dag langar okkur að minnast elskulegrar föðursystur okkar í nokkrum orðum. Elsku Munda, þær voru ófáar heimsóknirnar okkai’ á Álfhólsveg- inn og alltaf tókst þú jafnvel á móti okkur. Þrátt fyrir að heimsóknun- um hafi fækkað á seinni árum minnkaði aldrei áhugi þinn á því sem við vorum að aðhafast og ef vel gekk samgladdistu okkur. Okkur er ómetanlegur sá stuðn- ingur og hjálp sem þú veittir okkur við fráfall móður okkar, en þið vor- uð alla tíð nánar. Stuðningur þinn mun aldrei gleymast. í september heimsóttum við þig á Landspítalann í hinsta sinn. Við minnumst þess hve þakklát þú varst. Við fylgdumst stöðugt með heilsu þinni fram á síðustu stundu og vitum að þú ert nú í góðum höndum. Kæra frænka, nú er komið að kveðjustund og viljum við þakka þér fyrir samveruna. Hún er okkur mikils virði og fyrir hana þökkum við. Elsku Þórir og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Knn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Jóhann Þór, Sandra Margrét og Anna Rós Björgvinsbörn. Elskuleg systir mín og mágkona. Okkur langar að minnast þín með nokkrum orðum. Þú tókst við heimilinu þegar mamma lést. Þá var ég átta ára, það var mikið fyrir unga konu að taka það að sér. Þú stóðst þig vel í því eins og öllu sem þú hefur tekið þér fyrir hendur. Þú fórst í húsmæðraskólann Ósk á ísafirði. Síðar fluttist þú suður eins og við hin gerðum. Þegar ég kem suður til ykkar 1951 í ágúst þá á Laufásveg 60, ert þú á fæðingar- deildinni að eignast Danna og Þór- ir heima með Möggu þannig að það var í nógu að snúast hjá ykkur Þóri. Nokkrum árum seinna kaupið þið fokhelda tveggja herbergja íbúð á Bústaðavegi 85. 1953 seinni part árs, byrjum við Stína að búa hjá ykkur í einu herbergi með að- gang að eldhúsi. Alltaf var nóg pláss hjá Mundu systur og Dodda mági. Þarna vorum við í eitt ár í góðu yfirlæti hjá ykkur. Aldrei bar neinn skugga þar á. Ekki gleymum við 5. janúar 1954. Þá kom í heiminn Guðrún GUÐMUNDA BERTA ALEXANDERSDÓTTIR PALINA ÞORSTEINSDÓTTIR + Pálína Þor- steinsdóttir fæddist í Þorsteins- húsi á Stöðvarfirði 28. janúar 1908. Hún lést á Akranesi 13. október síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 21. október. „Friður hefur færst yfir mig. Dásamlegur friður. Nú get ég farið þegar þú kallar, og hvert sem þú kallar mig.“ Þessar línur skáldbóndans Sigur- jóns Friðjónssonar koma upp í hug- ann þegar við bræðurnir kveðjum ömmu Pálínu hinstu kveðju. Eftir langa og giftudrjúga ævi var lík- amsþróttur hennar á þrotum þrátt fyrir að hugur hennar væri ávallt jafn skýr. Amma var menntuð kona, víðles- in og fróð. Hún var jafnframt hag- leikskona eins og margháttaðar hannyrðir hennai’ bera glöggan vott um. Það er áleitin spurning hvort hlutskipti hennar hefði orðið annað ef hún hefði ekki fæðst á þeim tíma þegar hlutverk konunnar var fyrst og fremst innan veggja heimilisins við uppeldi barna og húsmóðurstörf. Það starf var örugg- lega erilsamt á stóru heimili með fimm börn- um og svo þegar þau uxu úr grasi komu barnabörnin. Er óhætt að segja að amma hafi komið að uppeldi allra barnabarna sinna á einhvern hátt því að öll dvöldum við um eitt- hvert skeið á Jaðars- brautinni undir vernd- arvæng hennar. Það var með glöðu geði sem Akraborgin var tekin upp á Skaga til að eyða helgi hjá ömmu og afa. Þegar lagt var að bryggju beið afí á bryggju- sporðinum, oftar en ekki spjallandi við mann og annan. Síðan lá leiðin í „höllina" á Jaðarsbraut þar sem amma beið með útbreiddan faðminn og pönnukökuilminn lagði á móti okkur. Þar leið tíminn hratt í góðu yfirlæti við tafl, spilamennsku og leiki við önnur barnabörn. Þegar við komumst svo til vits og ára leituðum við enn eftir samvist- um við ömmu þrátt fyrir að í ímynd- uðu annríki okkar unga nútíma- fólksins hafi þær heimsóknir orðið færri en við hefðum kosið. Það er dapui’legt til þess að hugsa, hve seint á lífsleiðinni maður áttar sig á verðmætum þess viskubrunns er býr í reynslu þeirra sem eldri eru. Það er með mikilli hryggð en jafnframt þakklæti fyrir góðar stundir sem við bræður kveðjum ömmu. Það er þó huggun harmi gegn nú þegar leiðir skiljast, að afi tekur á móti henni eins og hann fagnaði okkur forðum á bryggju- sporðinum á Akranesi þegar við stigum eftirvæntingarfullir á land úr Akraborginni. Guðmundur Björnsson, Bragi Björnsson. „Fár sem faðir, engin sem móð- ir.“ Þessi fornu spakmæli fékk móð- ir mín í skeyti á sjötugsafmæli sínu frá Bjössa, syni Pálínu Þorsteins- dóttur og Guðmundar Bjömssonar. Þegar ég frétti andlát minnar kæru vinkonu, Pálínu, kom þetta fyrst í hugann. Á æskuárum okkar systkina voru Pálína og Guðmundur og heimili þeima mjög stór þáttur í tilveru okkar og þau tengsl, sem þá mynd- uðust milli tveggja fjölskyldna, hafa reynst okkur systkinum gott vega- nesti og gefið okkar ljúfar og dýr- mætan minningar, sem munu ylja okkur alla tíð. Á Akranesi bjó Pá- lína öll sín búskaparár. Þar uxu úr grasi börnin þeirra hjóna, sem urðu fimm, hvert öðru mannvænlegra - fjársjóðurinn stærsti. Enda þótt Pá- lína dveldi örfá ár í Reykjavík í þjónustuíbúð fyrir aldraða leitaði hugur hennar oftar en ekki upp á Skaga. Þar vildi hún ljúka jarðartil- vistinni og henni varð að ósk sinni. Síðustu mánuði ævinnar átti hún heima á Dvalarheimilinu Höfða og þar varð kveðjustundin. Þótt Akra- nes væri Pálínu kær samastaður í tilverunni mátti glöggt finna hversu vænt henni þótti um æskuslóðir sín- ar, Stöð og Stöðvarfjörð. Mér auðnaðist, ungri, að kynnast móður Pálínu, Guðríði Guttorms- dóttur. Hún var mikilhæf og eftir- minnileg kona og við þau kynni varð mér ljóst að Pálína hafði ekki langt að sækja þá mannkosti og hæfileika, sem hún bjó yfir. Það var alltaf gott að eiga stund með Pálínu, hún var víðlesin og hafsjór fróðleiks, bæði um menn og málefni, hvergi var komið að tómum kofunum hjá henni. Eitt sinn sagði hún við mig í glettni, þegar talið barst að ættingj- um hennar: „Trúlega eru allir Gutt- ormar á landinu, Guttormssynir og dætur skyldmenni mín.“ Það er óneitanlega tregafullt að líta yfir farinn veg og hugsa til frá- sagna af því, þegar Pálína og Guð- mundur komu nýgift á Akranes á sama hausti og foreldrar okkar systkinanna. Báðir urðu þeir, Guð- mundur og faðir okkar, kennarar við Barnaskóla Akraness og hófu þar með ævistarfið. Þessi tvenn ungu hjón byrjuðu sinn búskap und- ir sama þaki, í húsinu Kletti við Suðurgötu. Þar myndaðist sá vin- skapur fjölskyldnanna, sem aldrei bar skugga á. Fyrir alla þá vináttu og ævarandi tryggð viljum við, systkinin, þakka af alhug. Börnum Pálínu og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning mætrar konu. Rannveig Edda Hálfdánardóttir. Anna dóttir okkar. Þá var glóru- laus stórhríð. Ég var á leið frá Keflavík en tafðist vegna veðurs. Það var eins og ávallt, þú stóðst þig eins og hetja, fylgdir Stínu á fæð- ingardeildina í snarvitlausu veðri, j ekkert gat stöðvað þig. Það er margs að minnast. Þegar við komum á Bústaðaveginn og síð- ar á Álfhólsveginn nú síðast í Gull- smárann vorum við alltaf aufúsu- gestir og það gladdi okkar hjarta að heyra þig segja þegar við kom- um fyrir jólin eins og alltaf að nú væru jólin að koma þegar við birt- umst. Ekki má gleyma ánægjustund- unum með ykkur í sumarbústaðn- um ykkar í Bjarghólslundi í Mið- firði. Þar stoppuðum við tvisvar sinnum á leiðinni norður og gistum. Þar var mikið fjör og gaman að vera. Það mun aldrei gleymast. Það var alltaf gott að koma til þín, elsku systir, þegar við vorum að skreppa í bæinn, en nú ert þú horfin yfir móðuna miklu og mikilli baráttu lokið þar sem þú stóðst þig eins og hetja. Nú ert þú komin til pabba og mömmu og ég veit að þér líður vel núna. Elsku Munda, við kveðjum þig með sorg í hjarta og biðjum góðan Guð að taka á móti þér hinum meg- in. Hafðu þökk fyrir allar ánægju- stundirnar. Tómarúmið verður mikið og erfitt að fylla. Þóri Daní- elssyni og fjölskyldu vottum við innilega samúð okkar. Hvíldu í friði, kæra systir, og þökk fyrir allt. Þinn bróðir og mágkona, Jóhann og Kristín. Kveðja frá samstarfsfólki í Digranesskóla Með söknuði kveðjum við ágæt- an samstarfsfélaga og vin, Guð- mundu Bertu Alexandersdóttur, gangavörð. Starf hennar við Digi-a- nesskóla er samofið sögu hans því hún var fyrsti starfsmaðurinn utan kennaranna sem ráðinn var að skólanum í október 1964 og hér starfaði hún til 1. desember 1995 eða um 30 ára skeið. Ósérhlífni, samviskusemi og röskleiki ein- kenndi hennar störf öll þessi ár og mér er það minnisstætt frá þessum fyrstu árum að tekið var til þess af foreldrum sem hér komu hve vel skólinn væri þrifinn. Að þessu býr skólinn enn í dag og þar átti Munda drjúgan þátt. Seinna tók gangavarslan við og einnig á þeim vettvangi vann hún af mikilli elju og hún lét sjaldan verk úr hendi falla. Munda var ekki allra en margur nemandinn í Digranes- skólanum átti hauk í horni þar sem hún var. Mér er kunnugt um að ýmsir þeir er undir högg áttu að sækja leituðu ásjár og stuðnings hjá henni. Munda var félagslynd kona og tók alltaf þátt í samkomum okkar af lífi og sál, söng, dansaði og hló. Þannig minnumst við hennar og þannig lifir hún í minningu okkar sem með henni störfuðum. Við sendum eftirlifandi manni hennai’, Þóri Daníelssyni, og börn- um þehTa og barnabörnum samúð- arkveðjur. Einar Long Siguroddsson, skólastjóri. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. / % 1 ‘ l .. ) V y Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.