Morgunblaðið - 22.10.1999, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BRIDS
Umsjón Ariiúr G.
Ragnarsson
Guðmundur Agústs-
son kjörinn forseti
Bridssambands
*
bjömssonar. Með honum spiluðu
Kjartan Ólason, Óli Þ. Kjartansson
og Garðar Garðarsson.
Lokastaðan:
Gunnar Guðbjðrnsson 135
Heiðar Sigurjónsson 117
Grethe Iversen 116
Næsta keppni er fjögurra kvölda
barómeter. Spilararar eru beðnir að
mæta hálftíma fyrr en venjulega
þ.e. kl. 19.30.
Islands
FIMMTUGASTA og fyrsta árs-
þing BSÍ var haldið 17. okt. sl. Á
þingið mættu fulltrúar
frá 15 félögum víðsveg-
ar af landinu. Kristján
Kiistjánsson, sem hefur
verið forseti BSÍ í fjög-
ur ár, gaf ekki kost á sér
til endurkjörs og voru
honum þökkuð góð og
óeigingjöm störf í þágu
bridshreyfingarinnar.
Guðmundur Ágústs-
son var kjörinn forseti
en með honum í stjóm
eru Þorlákur Jónsson,
Ljósbrá Baldursdóttir,
Ólafur Steinason, Sig-
tryggur Sigurðsson,
ísak Öm Sigurðsson og
Anton Haraldsson. I
varastjórn eru Erla Sig-
Guðmundur
Ágústsson
urjónsdóttir, Sveinbjöm Eyjólfsson
og Páll Þórsson.
Helstu viðfangsefni þingsins vom
lagabreytingar og fræðslumál, en
mikill hugur er í mönnum að gera
átak í bridskennslu, m.a. í skóla-
kerfinu, og mættu 17 manns á nám-
skeiðið „Lærðu að kenna bridge“,
sem haldið var daginn fyrir þingið.
Yngsti stórmeistarinn varð
Islandsmeistari
Sigurbjörn Haraldsson varð Is-
landsmeistari í einmenningi um sl.
helgi. Hann er yngsti stórmeistari í
brids á Islandi frá upphafi, aðeins
20 ára, en þeim áfanga náði hann í
mars sl. Alls tóku 84 þátt í mótinu.
Bridsfélag Suðurnesja
NU er hraðsveitakeppninni lokið
með sigri sveitar Gunnars Guð-
Bridsfélag Reyðarfjarðar
og Eskifjarðar
Nú er vetrarstarf BRE hafið og
er spilað á þriðjudags-
kvöldum kl. 20 í Mel-
bæ, félagsheimili eldri
borgara á Eskifirði.
Þegar era búnar
tvær umferðir af fimm
í aðaltvímenningnum
með þátttöku 12 para
og era spiluð 3 spil
milli para.
Önnur umferð í að-
altvímenningnum var
spiluð þriðjudags-
kvöldið 19. október og
er staða efstu manna
að loknum tveimur
umferðum á þessa
leið.
Aðalsteinn Jónsson - Gísli
Stefánsson 49
Magnús Ásgrímsson 38
32
Birgir Jónsson
Jóhanna Gísladóttir - Vigfús Vigfússon
Asgeir Metúsalemss. - Kristján Kristjánss. 32
Bridsfélagið Muninn,
Sandgerði
Fjögurra kvölda barometer tví-
menningur hófst sl. miðvikudag og
var þátttaka viðunandi eða 14 pör.
Spiluð vour 6 spil milli para og er
staða efstu para þessi:
Karl G. Karlss. - Gunnl. Sævarss. o.fl. 37
Amar Amgrímss. - Gunnar Sigurjónss. 28
Víðir Jónsson - Karl Einarsson 22
Garðar Garðarsson - Oli Þór Kjartanss. 15
Önnur pör hafa ekki skor yfir
meðalskor.
Spilað er í félagsheimili bridsspil-
ara við gamla Sandgerðisveginn.
Spilamennskan hefst kl. 19,30.
Keppnisstjóri er Þórður Reimars-
son.
Eru rimlagardínurnar óhreinar!
Víi hreinsum:
Rimlo, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld.
Setjum afrafmagnandi bónhúö.
Sækjum og sendum ef óskað er.
^jtt
tsekaúJjreinsunin
Sóiheimor 35 • Síml: 533 3634 • OSMs 897 3634
TOPPTILBOÐ
Verð 1.995,-
Tegund: 73180
Litir: Svartir og dökkbláir
Stærð: 36—42
Verð áður
Tegund:73272
Litur: Svartur
Stærð: 36—42
Verð áður J
Póstsendum samdægurs
T
oppskórinn
VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212
í DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Þakkir til
Stefáns
ÞAR sem ég sat með fjar-
stýringuna og hoppaði yfir
hinar ýmsu sjónvarpsrásir
rak ég augun í myndir af
íslenskri náttúru og sleppti
skiptitakkanum um stund.
Þarna var á ferðinni 3.
þáttur af níu um sögur af
landinu. Hann Stefán Jón
Hafstein sér um þættina
og vil ég þakka honum frá-
bært framlag. Hann gaf
mér nýja sýn. Eg átta mig
á því núna hvað ég hef ver-
ið með brenglað viðhorf
gagnvart landsbyggðinni.
„Landsbyggðarpakkið"
eru Islendingar eins og ég.
Við eigum það sameigin-
legt að búa á lítilli eyju
með kraftmikla sál og
óbilandi trú á sjálfum okk-
ur. Eg var einhvern veginn
búin að skipta þessu í
„þau“ og „við“ án þess að
gera mér grein fyrir þvi.
Þökk sé þættinum „Sögur
af landi“ sem hefur stillt
mig í fókus og sé ég mun
fleiri möguleika en áður.
Stefán, takk fyrir að
taka ábyrgð á starfi þínu
og miðla sannri fegurð Is-
lands beint inn í stofu til
okkar.
Bettý Gunnarsdóttir,
nemi við Kennara-
háskóla íslands.
Það fækkar á
landsbyggðinni
FÓLK hefur flutt burt af
landsbyggðinni þótt það sé
í tryggri vinnu. Dæmi er
um að menn á frystitogur-
um, þar sem tekjurnar
ættu að vera allsæmilegar,
hafi farið í land, flutt til
suðvesturhornsins, þangað
sem fólkið sogast. Orsak-
irnar geta verið margvís-
legar. Má þar nefna hár
kyndingarkostnaður, hátt
vöruverð, samgöngur ekki
nógu tryggar, læknisþjón-
usta sums staðar ekki við-
unandi. Fiskvinnslan of
einhæf. Það mætti gera
meira af því að fullvinna í
neytendapakkningar.
Svona mætti lengi telja.
Ef þarf nú þegar að flytja
inn erlent vinnuafl til fisk-
vinnslunnar, halda menn
þá að það þurfi ekki erlent
vinnuafl til að vinna í álveri
á landsbyggðinni? Fólk fer
ekki út á land í hærri hús-
hitunarkostnað, hærra
vöruverð. Verði reist álver
á Reyðarfirði, virkjað í
Fljótsdal, verður þetta þó
nokkur kostnaður hjá
Landsvirkjun sem þeir
velta svo út í raforkuverð
til landsmanna til að
greiða niður ódýrt raf-
magn til stóriðju. Halda
menn svo að það verði auð-
velt að lokka fólk út á
landsbyggðina ef húshit-
unarkostnaður á eftir að
hækka umtalsvert um
ókomna framtíð? Bara
þetta framantalda segir
okkur að raforkufrekur
iðnaður á Reyðarfirði
verður kannski ekki sú
vítamínsprauta sem sumir
halda. Ef reisa ætti stór-
iðju annars staðar en á
Reyðarfirði held ég að
sumir þeir sem styðja það í
dag væru á móti því.
Gunnar G.
Bjartmarsson.
Sjúkraskýrslur á
glámbekk
ÞAÐ er sannarlega ámæl-
isvert að sjúkraskýrslur
skuli hafa legið á glám-
bekk á Heilsuverndarstöð-
inni. Það er hins vegar enn
ámælisverðara að fólk
skuli með löglegum hætti
geta grandskoðað skatta-
skýrslur og árstekjur ann-
arra.
Rétturinn til persónu-
leyndar varðandi heilsufar
og fjármál er viðurkennd-
ur í stærstum hluta hins
siðmenntaða vestræna
heims og brot gegn honum
getur leitt til þungra sekta.
Komi nágranna mínum
við hvað ég hef í tekjur, því
má ég ekki vita hvort hann
hafi gyllinæð?
Moshe Erlendur Okon,
afbrotafræðingur.
Dýrahald
Fress í óskilum
GUÐRÚN hafði samband
við Velvakanda og vildi
láta vita af því að hjá henni
væri fressköttur í óskilum.
Guðrún giskaði á að hann
væri 2-3 ára gamall. Hann
er svartur og brunbrönd-
óttur, með hvíta bringu og
hvíta sokka. Einnig er
hann með gat í vinstra
eyra. Upplýsingar í síma
565 6972 eftir kl. 16 á dag-
inn.
SKAK
Umsjún Margeir
l’élursson
leik gegn pólska lands-
liðsmanninuni M. Kam-
inski (2520)
37. Hg8+! _ Kxg8 38.
Dg5+ og svartur gafst
upp því hann er mát í
næsta leik.
STAÐAN
kom upp í
pólsku
deildakeppn-
inni í ár.
Svartur var
að leika 36. _
Hc8 _ e8?
Hann átti að
reyna 36.
Dd8 í stað-
inn. Lítt
þekktur
meistari R.
Sokolowski
(2255) hafði
hvítt og átti
Hvítur mátar í þriðja leik
HOGNI HREKKVISI
// ~ftann er mefr barfcaí>ó/gu og umc/gQnj."
Víkverji skrifar...
VÍKVERJA finnst í sjálfu sér
ekkert athugavert við að menn
eigi stóra jeppa. Ef þeim finnst
gaman að eiga þannig bíla er það
þeirra mál en ekki annarra. Eigend-
urnir þurfa að greiða meira í sam-
eiginlega sjóði en við vegna dísil-
skatts eða mikillar bensíneyðslu
þegar þeir hreyfa þessi þungu tæki.
Við hin, á venjulegri farartækjum,
högnumst því óbeint.
Oft er ekkert annað en hræsni og
öfund að baki þegar verið er að gera
gys að jeppaeigendum sem nær
aldrei fari út fyrir malbikið. Með því
að beisla ímyndunarafl og mann-
skilning er hægt að skilja að vissan
um að geta keyrt ótroðnar slóðir er
það sem gerir jeppana spennandi,
ekki endilega að viðkomandi eigandi
gefi sér oft tíma til þess.
En þeir sem nýta sér tækin og
fara út fyrir almannavegi bera líka
mikla ábyrgð. Sögumar af
stórjeppavæddum rjúpnaskyttum
sem lögreglan á Egilsstöðum kvart-
ar undan era ófagrar. Hálendið er
viðkvæmt og þegar menn leyfa sér
að spæna upp jarðveginn á 35
tommu mödderum (þetta er stafað
svona í bOatímaritum) er fjandinn
laus. Þá er verið að valda skemmd-
um á náttúranni sem tekið getur
aldir fyrir hana að laga.
Vonandi verður tekið á þessum
málum í sjónvarpsfréttatímum.
Myndir af svona framferði era oft-
ast áhrifaríkari en orð og Víkverji
er viss um að í fæstum tilfellum er
um að ræða vísvitandi skemmdar-
fýsn heldur hugsunarleysi og van-
þekkingu.
XXX
NÚ ER íslensk brauðgerð búin
að færa út kvíarnar og kaupa
hlut í bandarísku bakaríi í Boston.
Útrásin er hafin og miðað við fram-
farimar í brauðgerð hér heima síð-
ustu áratugina kemur fréttin ekki á
óvart. íslenskir bakarar kunna sitt
fag.
En þeir sem eins og Víkverji
dagsins ólust upp á aðeins þrem
brauðtegundum, franskbrauði,
normalbrauði og rúgbrauði, sjá fyr-
ir sér að hægt verði að flytja út
gamlar hefðir. Er ekki alltaf verið
að tala um að finna þurfi erlendis
afmarkaða hópa með sérþarfir?
„Gömlu brauðin bila síst,“ segir
gamait máltæki. Margir þola ekki
vandann sem alltof fjölbreytt fram-
bóð veldur, þeir verða stressaðir og
vilja fá einhverja til að taka svona
ákvarðanir fyrir sig. Vflcverji leggur
til að reynt verði að markaðssetja
hugmyndina á bak við gömlu Mjólk-
ursölu-búðimar með gömlu brauð-
unum þrem. Kannski mætti taka
alla aðra sérvisku sem við höfum nú
aflagt, eins og sjónvarpslausa
fimmtudaga, bjórsölubann og fleira
og setja allt saman í einn pakka.
Hann myndi henta vel þeim sem
era að verða hálfvitlausir yfir öllu
þessu óþolandi vali, öllum tilboðun-
um frá símafyrirtækjum um sér-
stakan afslátt ef hringt er til Suður-
pólsins klukkan þrjú að nóttu,
magnafslátt á tannkremi ef keypt
eru 200 kíló og svo frv.
XXX
G VÍKVERJI er enn við þjóð-
legu hefðimar og útrásina. Er
rétt sem honum sýnist að draugar
séu að verða vinsælt efni í
Hollywood-myndum á ný og getur
verið að sívaxandi umfjöllun um Is-
land á erlendum vettvangi eigi þar
einhvem þátt? Skoðanakannanir hér
sýna yfirleitt að meirihlutinn trúi á
drauga og við vísum kannski enn
veginn í þessu sem öðra. En líklega
er rétta skýringin tískusveifla hjá
liðsmönnum erlenda afþreyingariðn-
aðarins sem verða stöðugt að fmna
nýjar aðferðir til að skemmta okkur.
Víkverji bendir samt á að íslensk-
ir draugar, mórar og skottur, hljóti
sumir að geta orðið gott viðfangs-
efni í kvikmyndum og bendir sér-
staklega á Þorgeirsbola og Irafells-
móra í því sambandi.