Morgunblaðið - 22.10.1999, Side 57

Morgunblaðið - 22.10.1999, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ í DAG BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson í SVEITAKEPPNI er ekki svo alvarlegt mál að gefa út 200 fyrir bút, sem andstæðingarnir eiga hvort sem er. En ef keppnisformið er tvímenn- ingur (eða einmenningur), þá er talan 200 ávísun á tæran botn í slíkum spil- um. Islandsmeistarinn í einmenningi, Sigurbjörn Haraldsson, hélt að það yrðu örlög sín í þessu spili, en baráttugleðin hafði teymt hann upp í þrjú hjörtu yfir tveimur spöð- um: Vestur gefur; NS á hættu. Norður A 7432 V 52 ♦ 9742 * G87 Vestur Austur A KDG865 A 109 V73 V D1064 ♦ 86 ♦ ÁD5 * ÁK6 * 10942 Suður AÁ VÁKG98 ♦ KG103 *D53 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Pass 1 grand 2 iýörtu 2 spaðar Pass Pass Dobl* Pass :i björtu Pass Pass Pass Sigurbjörn var í suður og doblaði tvo spaða til út- tektar. Norðri leist ekki á að melda þrjá tígla á tvist- inn fjórða og valdi frekar hjartalitinn á tvo hunda. Sigurbjörn mátti teljast heppinn að sleppa við doblið, en eigi að síður leit út fyrir að hann myndi fara a.m.k. tvo niður. Vestur kom út með laufásinn og Sigurbjörn lét drottninguna undir til að f^yggja sér innkomu á gos- ann. I öðrum slag skipti vestur yfir í spaðakóng, og Sigurbjörn svaraði í þriðja slag með laufi í átt að gos- anum. Vestur tók á kóng- inn og spilaði spaða. Sem var einmitt það sem Sigur- björn var að vona, því hann ætlaði sér að fá fimm slagi á tromp. Hann trompaði, fór inn í borð á laufgosa og spilaði tígli. Austur dúkkaði og Sigur- björn fór upp með kóng- inn. Tók síðan á hjartaás og spilaði tígli. Vestur gat tekið tvo slagi á ÁD í tígli, en varð svo að spila laufi eða trompi. Hann valdi laufið. Sigurbjörn tromp- aði með níu og spilaði síð- asta tíglinum. Austur varð að trompa og spila frá D10 í hjartanu. Sigurbjörn lét gosann og tryggði sér þannig átta slagi. Einn niður (mínus 100) var góð- ur árangur í NS, því það vinnast 2-3 spaðar í AV, sem gefur 110-140. Með morgunkaffinu Árnað heilla ^/\ÁRA afmæli. í dag, I V/fóstudaginn 22. októ- ber, verður sjötug Anne Marie Steinsson, Meltröð 6, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Aage Steinsson. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í Gullsmára 13, Kópavogi, kl. 18 í dag. A /\ÁRA afmæli. í dag, 4rUfóstudaginn 22. októ- ber, verður fertug Iljördis Björg Bjarnadóttir. Hún er búsett í Danmörku en er stödd hér á landi í tilefni af- mælisins. fT /\ÁRA afmæli. í dag, föstudaginn 22. október, verður e/Ufimmtugur Sigurður Guðmundsson, skipulagsfræð- ingur, forstöðumaður byggðaþróunarmála í Þjóðhagsstof- un. Eiginkona hans, Steinunn K. Árnadóttir, nær sama áfanga 24. febrúar nk. Þau hjónin halda upp á afmælin í vinahópi í hlíðum Himalajafjallgarðsins í Nepal og þangað geta aðrir vinir og vandamenn sent þeim hugskeyti af þessu tilefni. Ljósmyndast. Signðar Bachmann. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. júlí í Háteigs- kirkju af sr. Pálma Matthí- assyni Helga Sigurbjarna- dóttir og Gunnar Már Gunnarsson. Heimili þeirra er að Bólstaðarhlíð 29, Reykjavík. Ljósmyndast. Sigrfðar Bachmann. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. ágúst í Laugar- neskirkju af sr. Bjarna Karlssyni Olga Sigurðar- dóttir og Halldór Másson. Heimili þeirra er að Laug- arnesvegi 104, Reykjavík. LJOÐABROT GLÁMUR JSkammdegisnótt er skuggalöng. I skálanum Grettir aleinn vakir. Stormurinn leiðan syngur söng. Syndir tunghð að skýja baki. - Skella þá högg á skála hurðu skörp og þung, svo að gegnir furðu. Brotna dyr, og brakar í viðum. Bröltir innar ferleg mynd. Hrökklast fram, svo hriktir í liðum, hrikavaxin beinagrind. Glóir úr auðum augnaholum, eins og þegar deyr í kolum. Undir Glám þá Grettir hleypur. Glíman hefst þar h'fs og dauða. Draugsins jafnskjótt grimmar greipur Grettis drekka blóðið rauða. En - þegar átti til að taka, tóman fyrir sér hitti’ hann klaka. En - illspár Gláms á Gretti hrinu. Glaðan ei framar sá hann dag. Með stillingar- og lánleysinu lífsins gjörvöllum spillti’ hann hag. Og Gláms að honum sjónir sóttu, sérílagi’ er dimmdi af nóttu. Grírnur Thomsen. STJÖRIVUSPA eftir Franees llrake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert umburðariyndur og lipur gagnvart fólki en get- ur líka látið í þér heyra ef þér þykir ástæða til. Hrútur (21. mars -19. apríl) Taktu þig saman í andlitinu og leitaðu eftir þeirri viður- kenningu sem þú átt skihð fyrir frammistöðu þína. Þá munu efasemdir í þinn garð gufa upp. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er svo sem gott og bless- að að telja sig geta lesið í hug annarra. En til að forð- ast allan misskilning skaltu samt ræða málið við viðkom- andi. Tvíburar t ^ (21. maí - 20. júní) AA Þú þarft að leggja þig fram um að ná samkomulagi milli stríðandi afla. Gættu þess bara að leggjast ekki á sveif með öðrum aðilanum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þér er nauðsynlegt að festa alla lausa enda svo þú getir byrjað með hreint borð. Það er ekkert rangt við það að skipta um skoðun. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Vertu fyrst og fremst sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér. Farðu vel með það vald sem þú hefur. Mcyja (23. ágúst - 22. september) (D$L Það er til lítils að hafa mörg orð um hlutina ef þeim fylgja engar athafnir. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala. 'tTTV (23. sept. - 22. október) 4* 4* Það getur skipt sköpum að beita réttum aðferðum til þess að ná árangri. Sýndu ákveðni en vertu varkár um leið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Til þess að öðlast viðurkenn- ingu annarra þarftu að upp- fylla þau fyrirheit sem þú hefur gefið. Það ætti hins vegar ekki að reynast þér erfitt. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) nt3 Vandamálin hverfa ekki þó að þú sópir þeim undir tepp- ið svo það er eins gott að ráðast strax á þau meðan þú hefur tækifæri til. Steingeit (22. des. -19. janúar) <tSf Atburðarásin mun taka öll völd úr höndum þér ef þú ekki stingur við fótum og nærð stjórn á hlutunum. Fylgdu eðlisávísun þinni. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) vitm' Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorð- um. Erfitt samtal sem þú kvíðir mun reynast þér auð- velt. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Gættu þess að blanda þér ekki um of í málefni annarra því það gæti orðið til þess að þér verði kennt um annarra mistök. Fylgdu innsæi þínu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 §/llsitré Sérveralun með iilkitré & óilkiblóm LauQaveú 61. 1 Laugavegi 63, Vitaótíg&megin &ími 551 2040 Garðsapótek Sognvegi 168 ♦ sími 568 0990 Kynnum nýju vetrartískuna frá OROBLU í dag kl. 14-18 20% kynningar- afsláttur af öllum OROBLU sokkabuxum. Daman auglýsir Fallegur náttfatnaður úr satíni með bómull að innan og „microfiber". Fyrir konur á öllum aldri. Sloppar úr „microfiber" Sendum í póstkröfu Laugavegi 32 - Sími 551 6477

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.