Morgunblaðið - 22.10.1999, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 22.10.1999, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 59b* FOLK I FRETTUM Ella Fitzgerald og íslensk þjóðlög SÆNSKA gleðisveitin ABBA stekkur hæst á tónlistanum yfir Gamalt og gott efni, en á þeim lista eru nýjar og gamlar safnplöt- ur og breiðskífur sem komu fyrst út fyrir yfir tveimur árum. Er oft mikil sala á bakvið plötur á þessum lista, ekki síður en á Tónlistanum. Skólaplatan hrifsar efsta sæt- ið af Pottþétt 80’s. Sehnsucht með Rammstein stekkur í sjöunda sætið og eina nýja skífan á listanum fyrir utan það er safnskífa með lögum Ellu Fitzgerald. Sænsku Víkingarnir virðast ætla að verða þaulsætnir á listanum eins og SSSóI og Sálin hans Jóns míns. I þrettánda sæti er þjóðlaga- platan Icelandic Folk Favorites sem er fyrst og fremst hugsuð fyrir útlendinga, enda er allt ít- arefni aðallega á ensku og þýsku. 011 tónlist er með íslenskum flytj- endum á íslensku og eru þar á meðal sígild lög eins og A sprengisandi í flutningi Ólafs Þórðarsonar, Maístjarnan í flutn- ingi Eddu Heiðrúnar Bachman og Sprettur (Ég berst á fáki frá- um) í flutningi Karlakórs Reykja- víkur. Santana hefur engu gleymt. Santana aftur 1 sviðsljósié ROKKSVEITIN Santana hefur aldeilis komið á óvart vestanhafs með nýrri breiðskífu sem náði efsta sæti bandaríska vinsældalistans fjór- um mánuðum eftir að hún kom út. Breiðskífa Santana „Supernatural“ seldist í um 170 þús- und eintökum í vikunni sem lauk 17. október og nægði það til að sölsa undir sig efsta sætið. Þar með fellur Creed niður í annað sæti eftir tvær vikur á toppnum með skífuna „Human Clay. „Supernatural" hefur nú selst í 1,9 mdlj- ónum eintaka og er búist við að lagið „Smooth" verði einnig í efsta sæti lagalistans aðra vikuna í röð, en það er flutt í dúett með Rob Thomas, söngvara Matchbox 20. Santana náði síðast efsta sætinu með breiðskífu árið 1971 með „Santana 111“ sem hélt því í fimm vikur. Þar áður var önnur breiðskífa sveitarinnar „Abraxas" í efsta sætinu í sex vikur árið 1970. ^ ................... ’ ~ — Andrea Gyifadóttir syngur í kaffileikhúsinu SÖNGPERLUR OG* SLAGARAR ANDREA Gylfadóttir mun hefja upp raust sína í Kaffileikhúsinu í kvöld og sér til fulltingis hefur hún þá Eðvarð Lárusson og Guðmund Pétursson gítarleikara. Fyrri hluta tónleikanna notast þeir félagar við klassíska gítara en í þeim seinni fá rafmagnsgítarar að njóta sín. „Við höfum áður unnið saman,“ segir Andrea um tríóið. „Við Guðmundur höfum spilað saman í Blúsmönnum í mörg ár og ég og Eddi vorum saman í dúett.“ - Hvað ætlið þið að flytja í kvöld? „Við ætlum að spila djass og blús í bland við ís- lensk dægurlög. Söngperlur síðustu ára fá að njóta sín, bæði íslenskar og erlendar í okkar eig- in útsetningum." - Þið spilið blöndu af djass og blús en hver er þín uppáhalds tónlist? „Því er erfitt eða ómögulegt að svara,“ segir Andrea og hlær. „Ég hef gaman af allri tónlist, er alæta á hana, hvort sem er í hlustun eða flutningi. Mér finnst gaman að syngja góð lög, hvaðan sem þau svo koma. Svo lengi sem mér finnst einhver gæði vera í laginu og það heill- andi skiptir ekki máli hvort það er pönk eða ópera.“ Líf í tuskunum - Hvað með hljómsveitirnar Blúsmenn og Borgardætur? „Blúsmenn eru ennþá á lífi,“ segir Andrea hlæjandi. „Sömuleiðis hefur líf færst í Borgar- dæturnar eftir hlé. Við munum koma fram hér og þar á næstunni, m.a. á sýningu sem kallast Kon- an í aldarlok sem haldin verður á Grand Hótel í nóvember.“ - Um síðustu jól gáfu Blúsmenn út geisladisk, er von á öðrum disk frá þér og þínum um þessi jól? Andrea Gylfadóttir verður ásamt Eðvarði Lárussyni og Guðmundi Péturssyni í Kaffi- leikhúsinu í kvöld. „Það stóð til að Borgardætur gæfu út jólalaga- disk en við ætlum að geyma það til næstu jóla. En við erum samt komnar í gang og komum til með að flytja jólalög þegar nær dregur hátíðunum." Tónleikarnir í Kaffileikhúsinu í kvöld hefjast klukkan 23 en þeir sem mæta snemma geta gætt sér á Ijúffengum kvöldverði sem borinn verður fram klukkan 21. 39,40. VIKA 1999 "OMimM Nr. var vikur Diskur Flytjandi Útgefandi 1. 5 10 Skóloplaton Ýmsir iaugur 2. 1 8 Pottþétt 80’s Ýmsir Pottþétt 3. 2 8 Aloho Howaii H.Kalopana, K.Cng and Ms „ Music Collection 4. NÝ 2 Tribute to A6BA Studio 99 ioingforasong 5. 9 35 Gold Abba Jniversal 6. 10 12 Greece, Troditionol Songs Ýmsir MCI 7. NÝ 2 Sehnsucht Rammstein Jniversol 8. 82 47 Sings Bacharoch & David Dionne Warvick Ausic Collection 9. 3 8 Bestu lögin 1990-1999 Vikingarna onoflóó 10. 36 24 Gullno hliðið Sólin hans Jóns míns Spor 11. 19 4 Very best of Celine Dion CD Studio 99 joingforosong 12. 25 10 Best ever dassics CD Ýmsir )isky Internot. 13. 7 18 lcelandic Folk Favourites Ýmsir slenskir tónnr 14. 6 14 88/99 SSSól slenskir tóner 15. 8 10 Stóra barnaplatan Ýmsir Spor 16. 13 12 Í dalnum: Eyjalögin sívinsæl Ýmsir slenskir tónor 17. 22 28 Dýrín í Hólsaskógi Ýmsir Spor 18. 27 2 Buena Vista R CooderJbrahamF MNW 19. NÝ 2 Elia Fitzgerald 1918-1996 Ella Fitzgerald Goinqforosong 20. 4 55 Gling Gló Björk Smekkleyso bnnið of PricewaterhouseCoopers í somstnrfi við Somband hljómplöluframleiðenda og Morgunblaðíð. 9{czturgalinn Smiðjuvyji 14, ‘Kópavojji, sími 587 6080 Dans- og skemmtistaður í kvöld og laugardagskvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms Opið ffrá kl. 22—3 Næturgalinn — alltaf lifandi danstónlist fyrir fólk á öllum aldri I DIGITAL uugavcgi 04 Oskar/Hausverk Besta þýska mýndin allratíma \ Empirfl Magaziné tekurðu ákvörðun sem gaetí breytt f/ff pfnu. Vinsælasta þýska myndin í Bandaríkjunum sem Irumsýnd er samtímis á íslandi og á Bretlandi. Myndin er í kröftugum MTV-stíl og böðuð í „Techno“ tónlist enda hefur tónlist myndarinnar rokselst allstaðar. Adrenalínið fær útrás. Hin villta rauðhærða Lola hefur 20 mín. til að bjarga lífi kærasta síns. Ætli henni takist það? Hlaupið með Lolu og takið þátt í hraðanum.Óvæntasta kvikmyndin síðan „Trainspotting" Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B. i. 16 ára DIGITAL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.