Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Síra Jón Magnússon (Hilmir Snær) predikar við hlið eiginkonu sinnar Þórkötlu (Guðrún Kristín). Syndaselirnir Páll eldri (Jón Sigurbjörnsson) og
Páll yngri (Jón Tryggvason) eru ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu.
Hrafn við altaristöflu úr dómkirkju biskups í myndinni. Hún er eftir
norska málarann Odd Nerdrum, listrænan ráðgjafa við kvikmyndina
MYRKRAHOFÐINGINN er
stórmynd á íslenskan mæli-
kvarða og kostaði gerð henn-
ar um 250 milljónir. Þetta er
áttunda kvikmynd Hrafns
Gunnlaugssonar fyrir breiðtjald.
Hvað útlit varðar er hún nokkuð í
ætt við sjónvarpsmynd Hrafns, Böð-
ullinn og skækjan, og frásagnarað-
ferðin er visst afturhvarf til víkinga;
myndanna Hrafninn fiýgur og I
skugga hrafnsins. En myndin mark-
ar líka nýtt upphaf, svo sérstæð er
hún, enda mikið í hana lagt og veru-
leikinn sem hún fæst við kynngi-
magnaður.
I stuttu máli fjallar hún um hug-
sjónamann í þjónustu Guðs sem ætlar
sér að bæta heiminn og vinna bug á
útsendurum djöfulsins með kenni-
setningum sem hann hefur lært í
skóla. Þegar heimurinn þijóskast við
að láta að stjórn er hann knúinn til að
beita meðulum sem undir flestum til-
vikum yrði ekki talin bót af í mann-
heimum.
Harðneskjulegur veruleiki píslar-
sögunnai- er fjarri þennan laugar-
dagsmorgun þar sem blaðamaður sit-
ur með Hraihi í hlýjunni á Hótel
Holti og dreypir á rjúkandi sælkera-
kaffí; einna helst að kirkjuklukkur
Hallgríms rjúfi andvaraleysi hvunn-
dagsins og minni á sítifandi gangverk
sögunnar.
Órafjarri eru þeir atburðir sem
gerðust í sókn síra Jóns Magnússon-
ar á árunum 1655 til 1658 og urðu
upphaf einhverra kunnustu galdra-
mála íslenskrar sögu. En þótt langt
sé um liðið voru þessir atburðir veru-
leiki í þann tíma og bálið sem
feðgamir á Kirkjubóli fengu að kenna
á heitara en kaffíð þennan morgun.
Þegar djöfullinn var staðreynd
„Ég fékk hugmyndina að þessari
sögu í menntaskóla,“ segir Hrafn
þegar hann hefur blaðað í gegnum
fyrirsagnir gærdagsins í dagblöð-
unum. „Ég held að öll mín verk séu
meira og minna hugmyndir sem ég
fékk í menntaskóla. Síðan er maður
að vinna úr þeim alla ævina. Kristinn
Kristmundsson, núverandi rektor á
Laugavatni, kenndi mér íslensku í
fjórða og fimmta bekk og við lásum
sýnisbók íslenskra bókmennta. Að
vísu var texti Píslarsögunnar, sem er
í sýnisbókinni, ekki í námsefninu. En
Kristinn benti mér á hann og sagði:
„Þetta er kannski eitthvað sem þér
þykir forvitnilegt, Hrafn.“
Hrafn tók mark á þessum læriföð-
ur sínum og þegar hann las textann
varð hann hugfanginn. „Það var svo
mikil ástríða í þessum texta og hann
skrifaður af svo innilegri sannfær-
ingu að ég datt inn í hann. Þetta var
ekki ólíkt því og þegar ég heyrði í
Rolling Stones í fyrsta skipti; taktur-
inn vai’ frábrugðinn, framandi og
heillandi. Ég varð mér því úti um
bókina með píslarsögunni og las
hana. Það sem mér fannst skrýtnast
var að henni fylgdu formálar og rit-
gerðir eftir menn frá okkar tímum
sem höfðu að umfjöllunarefni hvers
konar geðveiki síra Jón hefði þjáðst
af; gengið var út frá því sem vísu að
hann hefði verið meira og minna
truflaður á geði og menn spurðu sig
helst hvers konar sjúkdómar eigin-
lega hefðu herjað á síra Jón, hvort
einhvers konar næringarsjúkdómar
hefðu valdið geðtruflunum hans eða
ofnæmi.“
Eftir að hafa rýnt lengi í textann
komst Hrafn að því að það sem helst
þjakaði síra Jón væri ofsahræðsla við
þann veruleika er þá i-íkti. „Menn
hafa orðið hugsjúkir af hræðslu við
kjarnorkuógn, sýklahernað, geisla-
virkni - það er ógn sem er raunveru-
leg nú á tímum. Á tímum síra Jóns
var djöfullinn jafn raunveruleg ógn.
Textinn er skrifaður af manni sem er
upptendraður af heilagleik og sann-
færingu,“ segir Hrafn.
„Ég fann fyrst og fremst ofsa-
hræðslu í textanum. Síra Jón er það
skýr í hugsun og textinn það ná-
kvæmur og skipulega fram settur að
mér finnst skína í gegn að höfundur
er bráðgreindur og skarpskyggn
maður að réttlæta gjörðir sínar og
hugsanir af mikilli sannfæringu. Það
sem hefur trúlega ráðið því að menn
fóru að velta fyrir sér hvort síra Jón
væri geðveikur var að þeir lásu písl-
arsöguna með nútímagleraugum og
skoðuðu hana út frá hugsunarhætti
eigin samtíma; settu sig ekki að fuliu
og öllu í spor síra Jóns sem býr í
þjóðfélagi þar sem djöfullinn er stað-
reynd og heimsmyndin allt önnur;
Síra Jón er að
bjarga mönnunum
frá logum helvítis
með því að
brenna þá í jarð-
neskum eldi sem
er sem kitlur ein-
ar hjá logum vítis
og tekur fljótt af
það að efast um tilvist djöfulsins var
guðlast. Galdurinn sem beint er
gegn síra Jóni hrífur af því að hann
trúir á hann - það er uppspretta
geðshræringa hans og andlegs
óróa.“
Galdrabrennur lýstu góðvilja
„Kennimenn boðuðu að Guð hefði
sleppt djöflinum lausum á synduga
mannskepnuna; hinn mikli dómari
var Guð og böðull hans Satan,“ held-
ur Hrafn áfram. „Menn trúðu á og
reyndu að galdra á þessum tíma,
hvort sem galdramir höfðu áhrif eða
ekki. Ef við færum hér út á stéttina
fyrir framan hótelið, settum upp
sótuga skinnhúfu og hoppuðum yfir
hræið af svörtum ketti og góluðum þá
yrðum við trúlega álitnir meira og
minna ruglaðir. En á tímum síra Jóns
hefði slíkt athæfi verið álitið stór-
hættulegt og þeir sem slíkt gerðu út-
sendarar Satans; þeir væru að
galdra.“
Þegar blaðamaður gluggaði í
Píslarsögu síra Jóns fór ekki á milli
mála að þessir tímar voru viðsjár-
verðir eins og lesa má er síra Jón
segir frá göldrunum sem hann
verður fyrir. Hann lýsir kvöld-
tímunum á Eyri þannig að heima-
fólk mátti ekki í náðum sitja eður
standa svo það fyndi þar ekki til og
umkvartaði yfir aðferð sem „var
stundum með fiðringi, dofa, hita og
kulda viðbjóðligum, stundum meir
en stundum minna. Sumir kvörtuðu
um bruna um brjóstið, bakið og á
ýmsum síðum, sumir um nístings-
kulda, sumir um slög yfir höfuðið,
sumir fyrir brjóstið, sumir um
böggul eða bita í kverkunum, sem
færði sig stundum ofan að brjóst-
inu; sumar persónur voru slegnar í
ómegin, sumar því nær.“ Og ekki
tók betra við að næturlagi með
„hræðilegar fælur“ og „rúmin titr-
uðu og hristust. Svo og skriðu djöfl-
arnir utanum fólkið, svo til að finna
svo sem mýs væri.“ Blaðamanni
varð Ijóst að áþreifanlegri verða
djöflarnir varla en á tímum síra
Jóns.
„Ég vildi skoða síra Jón og gjörðir
hans í ljósi þess samtíma sem hann
bjó við, búa til framvindu út frá hans
sjónarhorni, þar sem refsing á borð
við galdrabrennur var eðlileg og
rétt, þar sem athafnir sem að okkar
áliti sýnast „geðveiki" voru vegna
aðstæðna ekki aðeins eðlilegar held-
ur illnauðsynleg góðverk,“ segir
Hrafn.
„Síra Jón er að bjarga mönnunum
frá logum helvítis með því að brenna
þá í jarðneskum eldi sem er sem kitl-
ur einar hjá logum vítis og tekur
fljótt af; því hægar sem þeir brunnu
þeim mun lengri tíma höfðu þeir til
að iðrast og komust greiðar til
himna. Þetta var laugarpíningin sem
Magnús biskup Einarsson hafði beð-
ið Guð um sér til handa og meistari
Jón Vídalín taldi að hinn óguðlegi
mætti feginn þakka fyrir; að hvítþvo
sálina í eldi áður en hún héldi yfir
landamærin; að menn fengju tæki-
færi til að iðrast, biðjast fyrirgefn-
ingar og fá fyrirgefningu í sem
lengstum og kvaiafyllstum dauð-
daga. Þessi trú á grimmilega líkam-
lega refsingu og píslir til að bjarga
anda mannsins er miklu eldri en
galdrabrennurnar og birtist oft í
ungum trúarbrögðum sem kynslóð-
irnar hafa ekki náð að slípa.“
Persónur sóttar í samtímann
Píslarsaga síra Jóns er kveikjan
að kvikmyndinni Myrkrahöfðinginn
en höfundur er ekki að búa til heim-
ildarmjmd eða sagnfræðilegt dokúm-
ent um síra Jón. Það efni sem unnið
er úr hefur tekið á sig ýmsar myndir
í meðförum Hrafns í gegnum tíðina.
I fyrstu reyndi hann að skrifa
Mjrkrahöfðingjann sem skáldsögu.
„Ég gekk með það mikilmennsku-
brjálæði á menntaskólaárunum að
ég gæti umsnúið þessari sögu síra
Jóns,“ segir hann.
„En því meir sem ég skrifaði, þeim
mun betur sá ég hversu flatur og
bragðlaus minn texti var í saman-
burði við texta síra Jóns; hvers konar
innblásið stórskáld hann var. í dag er
ég Guðs feginn að skáldsagan
Myrkrahöfðinn kom ekki út og er hún
ekki lengur til nema í einhverjum
brotum niðri í skúffu."
Þetta var skömmu eftir að Hrafn
útskrifaðist úr menntaskóla. Á há-
skólaárunum reyndi hann að gera
leikrit úr Píslarsögunni. „Ég átti
fjölda uppkasta að leiki-itinu en at-
burðirnir voru of flóknir í fram-
kvæmd; brennan er t.d. slík þunga-
miðja að hún verður ekki gerð með
góðu móti á leiksviði. Ég náði heldur
ekki að fullmóta persónurnar. Ég
þurfti að kafa dýpra, skoða hug minn
betur.“ Fyrir tíu árum fékk Hrafn
síðan þá hugmynd að byggja kvik-
myndahandrit á því efni sem hann
hafði viðað að sér.
Hrafn fékk undirbúningsstyrk frá
Kvikmyndasjóði, hóf vinnu að mynd-
inni og „hugsaði efnið frá rótum“.
Hann segir að persóna síra Jóns taki
miklum breytingum við framþróun
myndai-innar og að allar eigi persón-
urnar sér einhverja fyrirmynd í okk-
ar samtíma. „Það er ekki hægt að
skrifa um fólk sem maður þekkir
ekki. Maður sækir fyi-irmyndirnar í
samtímamenn og því fleiri karakter-
um sem maður kynnist þeim mun
meiri möguleiki er á að búa til per-
sónur sem eru af holdi og blóði og
þróa þær.“ I Myi’ki’ahöfðingjanum
kemur síra Jón til sögunnar sem ung-
ur ofurhugi sem trúir á að hið góða
muni sigra; trúir á það sem hann hef-
ur lært - kenninguna.
„Hann lendir síðan í því að takast
á við raunveruleika sem er allt annar
en kennisetningarnar - eins og gildir
um flestar stórkenningar sem hafa
verið smíðaðar og reyndar á mönn-
um. Og þegar kennisetningarnar og
raunveruleikinn stangast á reynir
hann að breyta raunveruleikanum,
brjóta hann til hlýðni þannig að hann
falli að kennisetningunni. Undir lok
verksins er hann orðinn harðstjóri;
maðurinn sem trúir á hið góða er
orðinn verkfæri hins illa. Við upplif-
um þessa þversögn í mannskepnunni
og með tíma síra Jóns sem umgjörð
þótti mér það yrkisefni áhugavert."
Hilmir Snær er hetja
Efth’ að hafa lokið við handritið
sótti Hrafn ítrekað um til Kvik-
myndasjóðs en var hafnað þar til fyrir
þremur ái’um. Hrafn segir að megin-
partur fjármagnsins sé kominn frá
útlöndum og þá aðallega Svíþjóð,
Þýskalandi og Noregi. Hann segir að
Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi
myndarinnar, hafi verið einna fyrstur
manna til að trúa á handritið. „Ég
met það mikils að Friðrik skyldi axla
þá þungu byrði sem framleiðsla þess-
arar myndar hefur verið,“ segir hann.
„Þótt Bo Jonsson frá Síþjóð hafi
verið aðalframleiðandi að íyrri mynd-
um mínum þá er þessi það mikil og
flókin í framkvæmd, m.a. vegna þess
að hún er tekin í miklum vetrarhörk-
um, að það var ógjörningur annað en
að framleiðandinn yi’ði íslenskur. Ég
er einnig mjög þakklátur Ara Krist-
inssyni, sem sá um myndatökuna, fyr-
ir að hafa gengið þessa vegferð með