Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
við hlið mér. Ég gerði mér ekki
grein fyrir hvernig ljós þetta voru.
Þau voru hvít og stök. Ég sá hvern-
ig þau ýmist gnæfðu uppi á öldum
eða hurfu niður í öldudali. Mér
fannst jafnvel eins og einhver bátur
væri að koma til að bjarga okkur.
Ég gaf félögum mínum tO kynna að
hugsanlega gæti einhver verið á
leiðinni til okkar.
„Ertu orðinn eitthvað ruglaður?“
spurði Jón.
Ég svaraði ekki. Vissulega var
það ruglingslegt þegar báturinn
okkar hringsnerist og við fórum um
leið upp og niður á öldunni. En hvít
Ijós sá ég. Og það fleira en eitt. Það
var alveg klárt.“
Jóhannes Briem, deildarstjóri
hjá Slysavarnafélagi íslands, hafði
verið á bakvakt heima hjá sér við
jólahald á Hjarðarhaga í vesturbæ
Reykjavíkur þegar Nesradíó hafði
við hann samband. Jóhannes gerði
sér grein fyrir hve mikil alvara var
á ferðum og að bregðast þyrfti
skjótt við. Það fyrsta sem þyrfti að
gera var að koma flugvél á staðinn
til að finna og fylgjast með skipinu
og síðan að útvega þyrlur með
nægilegt flugþol til björgunar.
Sírenur og ljóskastarar
í Þórshöfn
Preben A. Andersen var að
ganga upp stiga á leið upp í skip-
herraíbúð sína þar sem hann hugð-
ist fara í koju eftir jólagleðskapinn
þegar loftskeytamaðurinn kom tii
hans. Hann tilkynnti Preben að
borist hefði neyðarkall frá íslensku
skipi á Atlantshafi í gegnum
Reykjavík.
Jan Rasmussen þyrluflugstjóri
var nýlega lagstur á mjúkan kodd-
ann í koju sinni:
„Ég hafði farið í koju rétt eftir
miðnætti. Káetan mín var alveg
við hliðina á loftskeytaklefanum.
Ég var nýbúinn að slökkva ljósið
og hafði lokað augunum. Allt í
einu heyrði ég einhver læti frá
loftskeytaklefanum. Ég fór að
hlusta betur. Þessi skilaboð voru
skýr:
„Mayday, mayday, mayday!"
„Hvað er að gerast núna?“ sagði
ég við sjálfan mig. Ég klæddi mig
strax og fór fram. Þegar ég kom út
á gang var mér sagt að við værum
að taka á móti beiðni um aðstoð.
Neyðarkall hafði komið frá ís-
lensku flutningaskipi - skipið hét
Suðurland - það var statt 340 sjó-
mílur (um 630 kílómetra) norðaust-
ur af Færeyjum - rétt norðan við
heimskautsþaug og úti í miðju Atl-
antshafi! Um borð voru 11 menn.
Ég vissi strax hvað var að gerast.
Við áttum að sigla af stað út í nótt-
ina.“
Þar sem á annan tug manna úr
áhöfn Vædderens var í landi voru
skipssírenur nú settar í gang með
skerandi hávaða - sírenur sem eru
til þess ætlaðar að fólk í landi heyri
í þeim. Ljóskösturum var einnig
beint með ákveðnum hreyfingum
upp í loftið til að gefa skipverjum
uppi í bæ til kynna að þeir ættu að
koma tafarlaust um borð. Ekki var
laust við að íbúar Þórshafnar yrðu
forviða. Hvað var eiginlega að ger-
ast hjá Dönunum þarna niðri við
höfn? Arne G. Berg, sjóliðshöfuðs-
maður hjá Færeyja-kommando,
horfði niður að höfninni frá heimili
sínu. Honum fannst eins og verið
væri að vekja upp alla Þórshöfn á
þessu annars kyrrláta aðfanga-
dagskvöldi - í bænum sem enn var í
sárum eftir hið hörmulega strætis-
vagnaslys í Skálafirði nokkrum
dögum áður.
Nú gekk allt ótrúlega hratt fyrir
sig á þessu 72 manna skipi sem
hafði ruggað svo rólega við
bryggjukantinn í Þórshöfn
nokkrum mínútum áður. Læknir-
inn Lars Meinert Jensen var með-
al þeirra Dana sem voru í landi.
Hann var heima hjá færeysku vin-
konunni sinni uppi í hæðunum í
Þórshöfn:
„Ég heyrði eitthvert væl berast
að utan inn í stofu. Um leið var ég
m
búnaðarbanikinn er banki MENNINGARBORGARINNAR ÁRIÐ 2000
(S) BÚNAÐARBANKINN
traustur banki
Sveigjanlegur
fasteignalífeyrir
Fasteignalífeyrir Búnaðarbankans
gerir þér kleift að njóta arðsins af
lífsstarfinu strax við 65 ára aldur.
Eigna
lífeyrir