Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ s ISÖGUNNI fá lesendur að skyggnast inn í hugarheim ís- lendinganna fimm sem lifðu siysið af. í þrettán tíma stóðu þeir í lekum gúmbát, í ísköldum sjónum í sparifötunum einum klæða - sumir berfættir. Einnig segja björgunarmenn, m.a. flug- menn og sjómenn í danska sjóhern- um, frá því hvernig staðið var að björguninni. Margt bendir til að þegar skipið sökk hafi tveir kafbát- ar verið í námunda við það; sovésk- ur kjarnorkukafbátur sem sigldi undir skipinu til að fela skrúfuhljóð sitt og breskur kafbátur sem veitti þeim sovéska eftirför. Gripið er niður í frásögnina þeg- ar áhöfnin hefur yfirgefið sökkvandi skipið. Vestislaus í sjónum Anton, sem orðinn var vestislaus, sá glampa á eitthvað sem hann taldi vera gúmbátinn: „Mér fannst ég sjá einhverja ljóstíru og gerði mér grein fyrir að þetta var björgunarbáturinn. Ég synti þangað sem mest ég mátti. Eftir langa mæðu komst ég að hon- um og náði handfestu. En ég var hvergi nærri hólpinn - nú þurfti ég að koma mér um borð og það var allt annað en auðvelt. Ég reyndi og reyndi en komst hvergi. Nú var ég logandi hræddur. Ég var fremur feitur og komst alls ekki upp í bát- inn.“ Jón Snæbjörnsson var kominn að gúmbátnum: „Þegar ég synti upp að bátnum var Anton kominn þangað. Hann var að bölva því að komast ekki upp. Mér tókst að skreiðast um borð, toga Anton um borð og kom þá auga á Svan bátsmann. Ég sá að eitthvað var að hjá honum. Hann virtist ekki þola þennan kulda. Við drógum hann upp í bátinn. Hver af öðrum komust mennirnir um borð í gúmbátinn, ýmist af sjálfsdáðum eða með hjálp.“ Berfættir á sparifötunum Halldór vélstjóri hafði komið að bátnum á sama tíma og verið var að draga Svan um borð. Halldór lá nú ofan á rifinni yfirbreiðslu bátsins, eins og allir hinir, og dró Júlíus Víði, skólabróður sinn, upp í bátinn. Júlíus var í stuttermaskyrtu, peysu og gallabuxum. Hann hafði týnt inniskónum sínum. Kristinn háseti, sem var að verða magnþrota, var nú loks að komast að bátnum: „Eftir gríðarlega baráttu komst ég loksins að gúmbátnum. Þar voru fyrir nokkrii- úr áhöfninni. Ég hafði ekkert heyrt aftur í Hafsteini og Sigurði stýrimanni. Nú var ég orð- inn svo máttlaus að hendurnar voru nær hættar að hlýða. Kaðalstiginn var allur slitinn og lítið hægt að nota hann til að komast upp í bát- inn. Ég greip í línu sem hékk utan á og ætlaði að reyna að koma mér upp. Björgunarvestið var fyrir mér. Ég reyndi að snúa því og hagræða en allt kom fyrir ekki. Ég tók þá vestið af mér og henti því upp í bát- inn. En ég var orðinn svo kraftlaus 11 manna áhöfn var á Suðurlandinu þegar það sökk. Ljósmynd/Modern Submarine Warfare The Mail on Sunday greindi frá því skömmu eftir Suðurlandsslysið að breski kafbáturinn Splendid hefði verið undir skipinu þegar það sökk. Meðan á gerð bókarinNar stóð staðfesti yfirlautenant í breska varnarmálaráðuneytinu að fréttin hefði verið rétt en þegar íslensk stjórnvöld kröfðust skýringa neitaði sama ráðuneyti að um slíkt hefði verið að ræða. Útkall á j ólanótt / / / I nýjustu Utkallsbók Ottars Sveinssonar er sagt frá því er flutningaskipið Suður- land sökk á Atlantshafi á jólunum 1986. Skipið var að sigla með síld til Murmansk og var norðan við heimskautsbaug, ------------7------------ miðja vegu milli Islands og Noregs. ---------------7--------- Um borð voru ellefu Islendingar. að ég komst ekki upp. Anton var þarna. Ég bað hann að hjálpa mér upp. Hann greip í mig en nú hlýddu hendur hans ekki. Anton gat ekki haldið takinu á mér. Við náðum samt að koma maganum á mér upp að borðstokknum. Þá fann ég að Anton beit í peysuna við öxlina á mér. Þannig gat hann togað mig inn fyrir. Við lágum allir í bendu of- an á þaki bátsins. Ég var örmagna." Jón yfirstýrimaður fór að litast um eftir þremenningunum sem bæði hann og aðrir höfðu séð eftir að skipið sökk - Sigurði skipstjóra, Hafsteini matsveini og Sigurði stýrimanni: „Þeir sáust hvergi. Við hrópuð- um og kölluðum. Það heyrðist ekk- ert frá þeim. Mennirnir voru horfn- ir.“ Sjö enn á lífi Átta menn voru nú komnir um borð í gúmbátinn - Anton viðgerð- armaður, Halldór vélstjóri, Hlöðver yfirvélstjóri, Kristinn háseti, Jón yfirstýrimaður, Sigurður Ölvir há- seti, Júlíus Víðir háseti og Svanur bátsmaður. Sá síðastnefndi var lát- inn. Hann hafði ekki þolað kuldann í sjónum. Mennirnir á gúmbátnum kölluðu og rýndu út í sortann en hvergi sáust þeir Sigurður skip- stjóri, Hafsteinn matsveinn og Sig- urður 1. stýrimaður. Sjö menn komust lifandi um borð í gúmbátinn en þar með voru þeir þó ekki hólpnir. Halldóri fannst ömurlegt um að litast: „Það var mikill handagangur í öskjunni. Menn voru orðnir dauð- uppgefnir við að komast um borð í Ljósmynd/Brynjar Gauti Kristinn Harðarson heldur því fram að Suðurlandið hafi tekið niðri á kafbáti. Þegar mennirnir komust í hinn leka gúmbát sá Kristinn ásamt félaga sínum ljós á sjónum sem hann lýsir sem vinnuljósum eða kösturum. Ljósmynd/Brynjar Gauti Líkamshiti Jóns Snæbjörnsson- ar var kominn niður í 26 gráður þegar honum var bjargað eftir 13 klukkustunda hörmungar. Hann stóð m.a. upp á endann í lekum gúmbátnum með þriggja gráða heitan sjó upp í hné. bátinn - hundblautir, móðir, másandi, helkaldir, hræddir, titr- andi og skjálfandi. Á gólfi gúmbáts- ins var einhverra hluta vegna allt í sjó. „Það verður að ausa,“ sögðum við. Þarna var vart hægt að sjá nokkurn hlut í myrkrinu og þótt við reyndum af fremsta megni að halda okkur vorum við ýmist hrasandi eða dettandi. Löng lína lá flækt út um allan bát. Allt var í einni bendu. Yfirbreiðslan á gúmbátnum var rif- in. Menn reyndu að ná fótfestu eða finna eitthyað til að halda sér í um borð í þessu örsmáa fleyi í stormi á firnastórum úthafsöldum. Við vor- um átta menn þarna í myrkri og hnédjúpum sjó í rifnum björgunar- bát nánast á miðju Atlantshafi, fjarri öllu fólki. Einn okkar var þegar látinn og hinir sjö í misgóðu ástandi, líkamlega sem andlega, og afar illa klæddir. Það var aðfanga- dagskvöld. Ég trúði þessu vai-la.“ Losum okkur frá skipinu! Júlíus Víðir horfði á sökkvandi skipið skammt undan. Nú var stutt í að það hyi’fi endanlega af yfirborði sjávar: „Gúmbáturinn var enn fastur við Suðurlandið sem var að hverfa nið- ur í djúpið. Nú var mikilvægt að skera á línuna og skilja gúmbátinn frá áður en skipið færi niður. Þegar ég sá að skipið var að sökkva æstist ég upp og mikið fát kom á mig. Suðurlandið seig og seig. Mér fannst það vera að hverfa. „Við verðum að losa okkur frá skipinu!" kallaði ég. Við leituðum að hníf til að skera á fangalínuna. Allt var í einni bendu og hrúgu. Ekkert fannst.“ Mennirair þreifuðu eftir hníf sem var í vasa öðrum megin við mann- opið í bátnum - áhaldi sem á að nota við þessar aðstæður. Halldór vélstjóri var loppinn eftir volkið, tók hnífinn upp og fór að leita að stað á línunni þar sem heppilegt væri að skera á hana. Þegar hnífur- inn kom loks í leitirnar fannst ekki réttur staður til að skera á. Hall- dóri fannst það ekki bæta ástandið að báturinn var hálffullur af sjó. Honum fannst reyndar einkenni- legt að svona mikill sjór skyldi vera í bátnum: „Mér leist illa á þennan hníf sem átti að vera öryggistæki. Hann var varla mönnum bjóðandi. Blaðið var mjög deigt og með eindæmum bit- laust. Þetta var liðónýtur fjandi. Ég hamaðist og þjösnaðist þangað til blaðið kengbognaði og braut út úr haldinu. Áfram hélt ég samt þar til línan fór í sundur. Við vorum loks lausir frá skipinu. Er við litum upp sáum við hvernig skipið fór alveg á hvolf. Skipsskrúfan og stýrið stóðu upp úr sjónum. Þetta var skelfileg sjón.“ Botn gúmbátsins rifínn Skipbrotsmennirnir höfðu smeygt sér inn í bátinn í skjól. Yfir- breiðslan var þó rifin. Þegar menn- irnir stóðu allir á botninum lyftist þakið. Þeim varð æ ljósara hve mikill sjór var í bátnum. Ekkert austurtrog fannst í bátnum. Menn- irnir tóku þá til seglpoka utan af smáhlutum og reyndu að nota hann til að ausa. Kristinn háseti tók það sem hendi var næst: „Ég jós og jós og jós. Þegai’ ég var að færa mig steig ég allt í einu niður úr einhverju. Ég fór á bólakaf. Annar fóturinn fór hrein- lega langt niður úr bátnum. Ég varð alveg hlessa. Þetta voru mikil vonbrigði. Það var stórt gat á botn- inum. Bæði botnlögin voru rifin. Ég brölti á lappir og sagði strákunum að tilgangslaust væri að ausa meira. „Þetta þýðir ekkert. Það er stórt gat á botninum á bátnum, örugg- lega mema en fet í þvermál." Við gátum nú lítið annað gert en að reyna að loka því sem hægt var að loka, reyna að mynda skjól, standa og reyna að harka af okkur. Sjórinn náði upp í hné, fór stundum upp á mitt læri og jafnvel hærra." Ljóst var að hinn ungi nemandi í Sjómannaskólanum, Sigurður Ölv- ir, var að verða örmagna eftir bar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)
https://timarit.is/issue/132324

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)

Aðgerðir: