Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Ólánið byrjar að elta sfra Jón sem hér nemur staðar til að svala þorsta sinum í Drekkingarhyl.
flf gæsku
guð oss
kvelur
mér á enda. Þetta var l'eiknarlega
erfítt og um leið heillandi og skemmti-
legt. Erfiðleikarnir eru til að sigrast á
þeim og það er gaman þegar það
tekst. Eg hafði líka ágætan aðstoðar-
leikstjóra, Sigrúnu Só;, hörkukonu og
stóð með mér í gegnum þykkt og
þunnt. Og í aðalhlutverkinu var leikari
sem er ótrúlegur, Hilmir Snær. Hann
er hetja. Það er ekkert smávegis sem
var lagt á hann í fárviðrum, ríðandi
jökulvötn og bíðandi tímunum saman í
margra stiga frosti.“
Mikil vinna var lögð í að undirbúa
leikarana og hófust æfingar nær ári
fyrir upptökur á Myrkrahöfðingjan-
um. „Það sem persónumar gera í
þessari mynd er oft svo fjarri nútíma-
manninum að til þess að fá leikarana
til að trúa á þessar persónur, upplifa
þær og hreinlega verða persónumar
þurfti ansi langan meðgöngutíma,"
segir Hrafn. „Það á ekki síst við þegar
unnið er með fólki sem aldrei hefur
leikið í kvikmynd; þótt það hafi rétta
karakterinn, útlitið og burði til að
ganga inn í hlutverkið felst í því mun
meiri vinna fyrir leikstjórann. Sumir
halda að kvikmyndagerð sé eitthvert
hopp og hí, að stilla sér upp í pósu og
vera sætur, nánast eins og sumarfrí,
en veruleikinn er annar og þegar
óvant fólk eða fólk sem þekkir aðeins
leikhús kynnist þeim miklu kröfum,
aga og hörku, sem ekki verður komist
hjá að beita, þá gerist það stundum að
það hrekkur upp af standinum og
gefst upp. Þegar leikarar eru sóttir í
hóp áhugafólks þarf mikla vinnu og
undirbúning til að kenna því og láta á
það reyna hvort það stenst átökin og
getur leikið þegar kemur að upp-
töku.“
Sara Dögg Ásgeirsdóttir leikur
helstu kvenpersónu Myrkrahöfðingj-
ans, Þuríði. Þetta er fyrsta hlutverk
Söru í kvikmynd. „Við auglýstum í
dagblöðum að við værum að leita að
ungri konu og með hjálp Sigrúnar
Sólar fann ég Söru,“ segir Hrafn.
„Sara þurfti að sýna mikinn styrk til
að leika hlutverkið til enda; skila
þeirri miklu persónubreytingu sem
verður á Þuríði; frá því að vera ung
og glöð stúlka full af trú á lífið og
breytast í að verða harðsnúnari
hörðustu karlmönnum - til þess að
lifa af,“ segir Hrafn.
„Þuríður verður að beita sömu
brögðum og temja sér sömu aðferðir
og þeir karlmenn sem hún á í höggi
við. Bo Jonsson sagði við mig þegar
hann las handritið: „Þú ert að skrifa
feminískt verk. Þú ert að bfya til nú-
tímakonu í miðaldarverki.“ Eg hafði
ekki endilega hugsað Þuríði þannig,
svo ef svo er, hefur það gerst í undir-
meðvitundinni."
Höfuðið á höggstokknum
Guðrún Kristín Magnúsdóttir, sem
leikur eiginkonu síra Jóns, er einnig í
stóru hlutverki. Hún hefur leikið ýmis
minni hlutverk áður í myndum
Hrafns en er hér í fyrsta sinn í aðal-
hlutverki. „Hún vann vel,“ segir
Hrafn. „Eg vildi að hún vekti samúð.
Að maður skildi þessa konu, angist
hennar og afstöðu. Hún er sú kvöð
sem fylgir brauðinu; í Myrkrahöfð-
ingjanum fær síra Jón brauðið af því
hann er reiðbúinn að ganga_ að eiga
eiginkonu fyrirrennara síns. I mínum
skáldskap er hún um þrjátíu árum
eldri en síra Jón. í raunveruleikanum
var hún eldri en ekki svona mikið. En
það skiptir ekki máli, því þetta er alls
ekki tilraun til að búa til sögulega
heimild um síra Jón.“
Blaðamaður veitti því athygli að í
upphafstextum myndarinnar er
myndin helguð dr. Gunnlaugi Þórðar-
syni, föður Hrafns. „Faðir minn féll
frá í miðjum tökum,“ segir Hrafn.
„Eg fékk fréttina um andlát hans
þegar við vorum í einu af erfiðustu at-
riðum verksins. Ég sakna hans mikið.
Hann var minn besti vinur og
óbilandi bakhjarl.“
Hrafn hugsar sig um. Svo heldur
hann áfram: „En þessi tileinkun er þó
ekki vegna þess að faðir minn lést
undir tökum myndarinnar, síður en
svo, heldur vegna þess að ég vildi
sýna honum virðingarvott, ég á hon-
um það að þakka að myndir mínar
hafa orðið til. Hann stóð alltaf með
mér, veðsetti eigur sínar svo ég næði
að fjármagna myndir mínar og þegar
ég var að bresta dró hann mig upp úr
rúminu og sagði mér að halda áfram.
Hann hafði mikið örlæti í hjartanu,
lífstrú og gleði. Ef maður er sjálfur
loftkenndur að upplagi, listamaður,
og einblínir á það eitt að reyna að
segja sögu, er það mikils virði að hafa
einhvern sem gefur manni jarðsam-
band og hefur trú á því sem maður er
að gera. Oft er ein manneskja nóg.
Ég hef líka verið mjög heppinn með
mína fjölskyldu, konu mína og böm.
Hvað sem á hefur dunið hef ég alltaf
átt stuðning þeirra. Það er mikið
Ég hef aldrei
fundið sjálfan mig
jafn nærri barmi
örvæntingar... og
heldur ekki fundið
fyrir jafn himn-
eskri gleði; nánast
því líkt að maður
hefði beint sam-
band við sköpun-
arafl tilverunnar
áhættuspil að gera bíómynd. Burtséð
frá fjárhagslegu áhættunni er mikið
lagt undir. Leikstjóri er aldrei betri
en síðasta mynd sem hann gerir.
Hann leggur höfuðið á höggstokkinn í
hvert skipti sem hann gerir nýja
mynd.“
Margir sem fara út í leikstjóm ná
aðeins að gera tvær til þrjár myndir,
að sögn Hrafns. Þá hafa þeir fengið
nóg eða heimurinn er of harður. Lifi
menn hins vegar af að gera fleiri en
þrjár myndir, er viðbúið að þeir geri
30 eða 40. Hrafn tekur dæmi af einum
degi við upptökur á „í skugga hrafns-
ins“ á Jökulsárlóni þai- sem hann var
með tvö víkingaskip á lóninu, þrjá
hraðbáta, 20 hesta á bakkanum að
ógleymdum leikurunum.
„Bara það að koma þessu þunga
hjóli, sem kvikmyndin er, í snúning
kostar milljónir. Hver mínúta sem líð-
ur án þess að upptökuvélin fari í gang
er tapaður tími og þess vegna verður
maður, sama hvernig manni líður, að
mæta þann dag og gefa frá sér alla þá
orku og trú og gleði sem þarf til að
keyra atriðið áfram. Upptökuplanið
sem ekki verður vikist undan gerir
starf kvikmyndaleikstjórans hvað erf-
iðast. Ef þú ert að skrifa með penna
leggurðu hann frá þér ef þú þreytist.
En þegar þú ert að gera kvikmynd
ertu undir stjórn kvikmyndarinnar
sjálfur; allir starfsmenn og leikarar
stíga í takt við leikstjórann og ef þú
stoppar stöðvast allt. Þú setur svo
þungt hjól í snúning í kvikmyndinni
að það snýr þér; þetta eru svo miklir
peningar og svo mikið af starfsfólki í
hvert skipti sem þú reynir að segja
kvikmyndasögu. Kvikmyndin er
harður húsbóndi."
Ekki nóg með það heldur sameinar
hún, að mati HraJfns, öll fjögur fjögur
höfuðlistformin. „Þetta er saga, þetta
er myndlist sem hreyfist því myndleg
sýn á verkið verður að vera til staðar,
þetta er leiklist með leikurum og
þetta er tónlist, því myndfrásögnin
byggist á klippingu; sleginn er taktur
og búinn til tónlistargrunnur um leið
og tökur fara fram. Svo er þetta
stöðug frumsýning því tökudagurinn
verður ekki endurtekinn. I leikhúsi er
langur æfingatími og svo koma mis-
góðar sýningar en í kvikmyndum er
alltaf frumsýning; maður er sífellt að
fást við eitthvað endanlegt sem er
hluti af löngu ferli sundurslitinnar ai>
burðarásar sem enginn getur haft í
höfðinu nema leikstjórinn. Ef til vill
er kvikmyndin víðfeðmasta og mis-
kunnarlausasta tjáningarformið í list-
inni. Svo lengi sem maður er að segja
sögu en ekki bara búa til veggfóður af
eftirprentunum; ég er að tala um höf-
undarverk kvikmyndaleikstjórans.“
Biskupinn kom til bjargar
Tökur á Myrkrahöfðingjanum
gengu ekki áfallalaust fyrir sig og
gárungar létu í veðri vaka að um væri
að ræða galdra á borð við þá sem síra
Jón þurfti að þola, jafnvel að klerkur-
inn sjálfur gengi aftur og vildi láta
vita af sér. Raunar fann Hrafn fyrst
fyrir þeim kröftum sem fylgdu við-
fangsefninu þegar hann vann að leik-
riti upp úr Píslarsögunni í Stokkhólmi
á háskólaárum sínum.
„Þá varð svo reimt hjá mér að ég
hélst þar ekki við og spurði vin minn
Baldur Hermannsson, sem var að
lesa kjarnorkueðlisfræði, hvort hann ‘
gæti tekið við síra Jóni. Hann hélt
það lítið mál og var fús að hjálpa vini
sínum. En þá tók ekki betra við, því
Baldur neyddist til að hringja í ofboði
í biskupinn í Stokkhólmi um hánótt.
Eftir að vígðu vatni hafði verið skvett
á íbúðina í tvær reisur, hvarf svip-
mynd síra Jóns og ró færðist yfir íbúð
Baldurs. Ég er samt ekki frá þvi að
síra Jón komi enn í humátt á eftir
okkur báðum.“
Það gekk oft mikið á í upptökunum.
En það gerðist líka ýmislegt stórkost-
legt við tökumar og ég upplifði ein-
stæðar gleðistundir þegar allt gekk
upp, og ég fann að verkið hafði vængi,
en það voru líka ögurstundir.“ Hrafn
þagnar um stund, hugsar sig um og
heldur áfram: „Ég hef aldrei fundið
sjálfan mig jafn nærri barmi örvænt-
ingar og við upptökur á þessari mynd
og heldur ekki fundið fyrir jafn
himneskri gleði; nánast því líkt að
maður hefði beint samband við sköp-
unarafl tilverunnar, hvað sem menn
nú vilja kalla það afl. Þannig að mað-
ur upplifði þessi augnablik náðarinn-
ar þegar sköpunin fer í gang og það
gerist eitthvað stórkostlegra en mann
hafði órað fyrir. Og það komu líka
augnablik þegar maður velti því
hreinlega fyrir sér hvort síra Jón
væri að bregða fyrir mann fæti. Ég
held nú ekki; ég held að hann verði að
skoða þetta með opnum hug eins og
hver annar áhorfandi."
Aðspurður hvort hann haldi að síra
Jón geti verið sáttur við myndina
svarar Hrafn: „Síra Jón í Myrkra-
höfðingjanum er einungis hugarburð-
ur; hann er ekki maðurinn sjálfur
sem skrifaði Píslarsöguna í eina tíð.
Minn síra Jón er allt annar karakter.
Ef þeir eni líkir er það tilviljun“.
Að sögn Hrafns er skemmtilegasti
tíminn við hverja kvikmynd að semja
handritið. „Þá er maður að skapa
söguna og þarf ekki að komprómera
við nokkurn mann; allt er frjálst og
mögulegt. Svo er mjög spennandi
þegar æfíngar hefjast og persónurn-
ar fara að koma út úr verkinu. Ég
man eftir þessu augnabliki þegar ég
var að æfa með Hilmi og Söru og við
vorum búin að æfa vikum saman en
mér fannst aldrei að ég væri að horfa
á sfra Jón og Þuríði. Svo eitt kvöldið
gerðist allt í einu eitthvað. Eins og
maður sem er að reyna að hitta á
tón. Hann veit að tónninn er ein-
hvers staðar þarna,“ segir Hrafn og
tónar í veitingasalnum á Hótel Holti
svo aðrir gestir líta um öxl, „en það
verður aldrei sá samhljómur sem
hann leitar að og svo allt í einu kem-
ur réttí tónninn. Hinn eini sanni
tónn. A svona augnablikum er gam-
an að vera kvikmyndaleikstjóri, þeg-
ar maður fínnur persónuna rísa úr
öskunni og verða til. Og leikarinn
skynjar það líka. Leikarinn skynjar
að hann er búinn að búa eitthvað til.
Þá kemur þessi stórkostlega þörf til
að halda áfram. Og það er í þetta
sem maður sækir orkuna. Þegar
maður skynjar allt í einu að þetta
þunga hjól fer að snúast fyrir eigin
krafta. Þá verður maður eiginlega
þjónn verksins.“
Hver syngur með sínu nefí
Það vekur óneitanlega athygli
blaðamanns að sálmaskáld myndar-
innar er Hrafn Gunnlaugsson. ,A-f
gæsku Guð oss kvelur,“ segir hann og
hlær. „Ég eiginlega lenti óvart í hlut-
verki sálmaskálds þegar ég var að
skrifa handritið. Ég las mikið af liter-
atúr frá þessum tíma. A þessu tíma-
bili eru búnir til sálmar sem eru það
mikill leirburður að ég treysti mér til
að búa til álíka mikinn leirburð sjálf-
ur; því ekki er ég mikill hagyrðingur
eða sálmaskáld. í raun og veru eru
þessir sálmar þannig að ég hafði lesið
yfir mig af sálmakveðskap þessa tíma
Heit að sálmum sem féllu inn í verkið.
A endanum bráðnaði saman í huga
mínum fjöldinn allur af sálmum og
varð að þeim sem eru í verkinu.“
Hann fer með einn sálmanna:
Þó að Guð þér kasti burt
og brauðið þitt sé ekki smurt
aumi syndaselur
hef ég það hjá englum spurt:
af gæsku Guð oss kvelur.
Hrafn brosir í kampinn eftir flutn-
inginn og það riíjast upp fyrir blaða-
manni að söngurinn er ekki síðri í
myndinni, skemmtilega fjörlegur og
ósamstæður. „Það syngur hver með
sínu nefi,“ segir Hrafn. „Hugmyndin
er sprottin af lestri ferðabóka eftir
útlendinga sem komu til íslands hér
áður fyrr. Það sem lætur verst í eyr-
um þeirra er kirkjusöngui' við ís-
lenskar messur því þjóðin hafði
næstum týnt öllum lagboðum við
upptöku Lúterstrúarinnar. Þá var
bannaður dans í kfrkjum og þjóðin
týndi honum niður. Hann varðveittist
í Færeyjum en hvarf á Islandi. Dans-
inn í Hruna er ekkert annað en þjóð-
saga orðin til í Lútersku til að hræða
fólk frá þeim kaþólska sið að dansa í
kirkjum; að djöfullinn sökkvi kirkj-
unni. íslendingar urðu því eiginlega
tónlistarlaus þjóð; hún hvarf á þess-
um niðurlægingartímum þjóðarinn-
ar. Þannig að þegar menn voru að
syngja söng bara hver með sínu nefi.
Það var ekki einfalt mál hvemig ætti
að koma þessu til skila í myndinni en
ég naut hjálpar Guðmundu Elías-
dóttur; ég fékk sem sé mjög góða
söngkonu til að syngja í falsettu.“ Og
er ekki ráð að slá botninn í viðtalið
með öðrum sálmi úr smiðju Hrafns;
lagið er að finna í myndinni Myrkra-
höfðingjanum:
Laugarpíning það líflát er
ef hægt skal holdið deyja
syndarinn galdri særður af,
vakni sá upp er í saumum svaf,
í dýrðar eldi er Drottinn gaf
dauðastríð skal hann nú heyja
logarnir hægt hann laugi þá
svo iðrandi fái hann að deyja.