Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 26
 26 B SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fríkirkjan í Reykjavík. Upphaf, uppbygging- og mótun Fríkirkjunnar í Reykjavík Saga Fríkirkjunnar í Reykjavík í heila öld er sérstök og að mörgu leyti einstök vegna þess að um er að ræða kirkjusamfélag sem klýfur sig frá íslensku þjóðkirkjunni og þótt hún kunni að hafa leitað sér erlendra fyrirmynda er hún fyrst og fremst íslensk, en ekki útibú erlends kirkjusamfélags eins og kaþólskir, aðventistar og mörg önnur trúarsamfélög utan þjóðkirkjunnar á Islandi í dag. Guðjón S. Björgvinsson hefur skrifað sögu Fríkirkjunnar í Reykjavík og í þessari grein stiklar hann á stóru úr sögu kirkjunnar. FRÍKIRKJA stendur frjáls og óháð á hverjum stað og lýtur engu yfírvaldi öðru en safnaðarstjóm og presti. Prestur- inn stýrir trúarlífi safnaðarins og safnaðarstjórnin leysir hagnýt mál af ýmsum toga sem þarf að sinna. Bæði prestur og safnaðarstjóm eiga stöðu sína undir kosningu safnaðarmeðlima. Fríkirkja kann að starfa með öðmm söfnuðum eða kirkjusamfélögum, en lýtur engri yfírstjóm og starfar með öðram á jafnréttisgrandvelli og ávallt að eigin vali. Hver og ein fríkirkja er því einstök og mótast af þeim að- stæðum sem á starfssvæði hennar era. Ákveðin grandvallaratriði ein- kenna þó flestar fríkirkjur. Þau ein- ' kenni era fyrst og fremst skipulag kirknanna. Einnig hafa fríkirkjur svipaðan og sambærilegan grann í trúarafstöðu sinni sem tengir þær óbeint saman. Árið 1849 tók gOdi ný stjómar- skrá í Danmörku sem tryggði þegnum Danaveldis trúfrelsi. Is- lendingar afþökkuðu þessa stjórn- arskrá þar sem í henni var ekki gert ráð fyrir því að ísland yrði nokkurn tímann sjálfstætt ríki. ís- lendingar þurftu að bíða enn um stund eftir nýrri stjórnarskrá, en **■ hana fengu þeir árið 1874. Þar var íslendingum tryggt trúfrelsi upp að vissu marki. Á þetta trúfrelsi létu Reyðfírðingar reyna árið 1881 þeg- ar þeir sögðu sig úr þjóðkirkjunni og stofnuðu fyrstu fríkirkju íslands vegna óánægju með veitingarvald- ið, sem hafði úthlutað embætti prests án tiilits til óska safnaðar- <*’meðlima. Prestslaust var hjá Frí- kirkjunni á Reyðarfirði í tvö ár. Þá kom tíl sögunnar Láras Halldórs- son, sem hafði nýverið sagt skilið við þjóðkirkjuna eftir að hafa verið vansæll innan hennar í nokkurn tíma. Hann átti eftir að verða aðal- talsmaður og hugmyndasmiður Fríkirkjunnar á Reyðarfirði og þátttakandi í stofnun Fríkirkjunnar í Reykjavík þegar fram í sótti. Árið 1885 var samþykkt fram- varp sem festi í sessi lagalega stöðu utanþjóðkirkjumanna. Þá hafði Láras Halldórsson verið prestur Fríkirkjunnar á Reyðarfirði í tvö ár og var þá einnig þingmaður. Láras var mikil hugsjónamaður þegar frí- kirkjan og trúmál vora annars veg- ar og ljóst að hann hefur haft mikið um framvarpið að segja. Fram- varpið tryggði rétt allra sem vildu standa utan þjóðkirkjunnar. Utan- þjóðkirkjurnönnum var þó enn gert að greiða sín gjöld til þjóðkirkjunn- ar og því Ijóst að réttarstaða þeirra var eídd sú sama og þjóðkirkju- manna. Hvatinn að stofnun frí- kirkju í Reykjavík er margþættari en á Reyðarfirði. í Reykjavík bjuggu um aldamótin um 6.000 ein- staklingar. Knýjandi þörf var því fyrir aðra kirkju þar sem Dóm- kirkjan ein átti að sinna þessum fjölda. Þá vora einnig gjöld tii kirkjunnar aukin á þessum tíma og Ijóst að ekki voru allir ánægðir með þá hækkun, sér í lagi vegna þess að þjónustan var að áliti sumra ófull- nægjandi og þjóðkirkjan hafði setið undir harðri gagnrýni fyrir sinnu- leysi og trúarlegan doða. Á sama tíma fór að bera á ýmsum félögum sem stofnuð vora með það eitt í Morgunblaðið/Golli Fríkirkjan í Reykjavík að innan, eftir breytingar og lagfæringar. Starfið byggist á sjálfstæði og arfleifð Sigurður E. Guðmundsson er formaður safnaðarstjórnar Frí- kirkjunnar í Reykjavík og hann sagði í samtali við Morgunblaðið að mikillar bjartsýni gætti í söfnuðinum, hann færi sífellt vaxandi og áform væru um það á þessum tímamótum að láta meira til hans taka og gera hann sýnilegri á ýmsum sviðum þjóð- félagsins. „Saga Fríkirkjunnar er afar merkileg og tengist ny'ög sjálftæðisbaráttu landsmanna um aldamótin. Þá tók sig saman al- múgafólk, sjómenn, tómthús- menn og verkamenn, og braust út úr dansk stýrðri ríkiskirkju. Það var og er stefna Fríkirkjunn- ar að lúta ekki misvitru ríkis- valdi, síst af öllu erlendu. Um líkt Ieyti óx hópum eins og bindindis- hreyfingunni, verkalýðs- og kvennahreyfingunni fiskur um hrygg og við höfúm átt samleið með þeim. Það hefur verið merkileg samleið og á mörgu hefúr gengið í tímans rás,“ segir Sigurður. Sigurður segir að lyft hafi ver- ið grettistaki siðasta áratuginn og í dag sé starfsaðstaða safnað- arins sú besta á þessum aldar- helmingi. Fyrir áratug var tekið í notkun nýtt og glæsilegt safn- aðarheimili á Laufásvegi 13 og fyrir 2-3 árum var byrjað að end- urnýja kirkjuna meira og minna að innan sem utan og er því starfi nú lokið. í lok þessa mán- aðar verður síðan vígð ný kapella í safnaðarheimilinu. Sóknarfærin Sigurður segir það skemmti- lega tilviljun að aldarafmæli Frí- kirkjunnar beri nánast upp á aldamót og því fylgi viss meðbyr í því starfi sem framundan er, en það starf er margvíslegt að sögn formannsins. „Þetta er sjálfstæð kirkja byggð á gamalli arfleifð og við munum byggja starf okkar einmitt á því. Lögð verður aukin áhersla á barna- og unglinga- starf og trúar- og kirkjuskiining- ur verður efldur auk þess sem við munum gera okkur sýnilegri út á við. Fríkirkjan hefur verið og mun auka enn að vera málsvari smælingja, svo sem ör- yrkja og fleiri. Kristniboð verður eflt og við munum hafa skoðun á fleiri hlutum en áður. Þá verður hafin aukin barátta fyrir því að styrkja kristið siðgæði í Ijósi ritn- ingarinnar og samvisku manna,“ segir Sigurður E. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)
https://timarit.is/issue/132324

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)

Aðgerðir: