Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 B 15 VLom^ -JCSs ooo 11 Verðlaunahátalarar áratugarins. Frábær hljómgæði frábært verð! { HLJÓMSÝN ^ ^ HLJÓUTÆKITHEIUABIÓYOeiSLADISKAR Ármúla 38 - Síml 588-5010 Einn af bjargvættum Islendinganna, Arne Frage sigmaður frá Sjálandi, í fullum herldæðum á þeim tima sem fímm mönnum af Suðurlandi var bjargað. Þyrlan að baki honum er sú sem lenti á siðustu stundu, nær eldsneytislaus á þilfari Vædderens í miklum veltingi. I bókinni er einnig greint frá því þegar sama þyrla fórst með hörmulegum hætti í febrúar 1987. áttuna í sjónum þegar Suðurlandið sökk. Hann þoldi líka Ola ógnvekj- andi sjólagið, veltinginn og vistina í gúmbátnum. Félagar hans reyndu að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að hjálpa honum en allt kom fyr- ir ekki. Aður en langur tími var lið- inn frá því að Suðurlandið sökk var Sigurður Ölvir látinn. Nú voru að- eins sex menn á lífi í gúmbátnum: Anton viðgerðarmaður, vélstjór- arnir Hlöðver og Halldór, Jón yfir- stýrimaður og hásetarnir Júlíus Víðir og Kristinn. í gúmbát fullum af sjó Júlíusi Víði hafði fundist aðstæð- ur versna eftir að Suðurlandið sökk: „Sjógangurinn jókst til allra muna þegar skipið var farið. Mér fannst ástandið á okkur orðið hrikalegt. Gúmbáturinn var óhugn- anlega þungur og það braut á hon- um með miklum látum. Mér fannst hann því mun verr varinn fyrir ágjöf en tómur bátur. Ekki gátum við setið í hvíldarstöðu - menn urðu að standa af sér veltinginn tO að fara ekki á kaf í ískaldan sjóinn í botninum. Við vorum alltaf að missa takið, grípa hver í annan, detta inn í miðjan bátinn og fara á kaf.“ Jóni Snæbjörnssyni fannst allt hafa gerst svo ótrúlega hratt. Suð- urlandið var sokkið með farmi upp á 19 þúsund síldartunnur - tæplega þrjú þúsund tonn - nánast sama tonnatala og brúttóþyngd skipsins sjálfs. Verðmæti fannsins var 70 milljónir króna: „Mér fannst þetta allt hafa gerst með svo miklum hraða. Varla hafði meira en hálftími liðið frá því að ég fann fyrst að eitthvað var að um borð í Suðurlandinu um kvöldið þangað tO við vorum allir komnir í sjóinn. Við höfðum fundið neyð- arsendi í gúmbátnum og tekist að kveikja á honum. Að vísu brotnaði á honum loftnetið í öllu bramboltinu. Við höfðum líka fundið blys og rak- ettur.“ Ljós á sjónum Þeir Halldór og Kristinn stóðu úti við op gúmbátsins - aðrir stóðu innar og nær miðju. Hlöðver gekk manna harðast fram í að ausa bát- inn tö að reyna að lækka vatns- borðið. Hann reyndi auk þess að stappa stálinu í menn. Kristinn horfði út: „Við Halldór sáum ljós á sjónum mjög fljótlega. Þetta voru ljóskast- arar, kannski í um 200 metra fjar- lægð. Mér fannst þetta vera ein- hver vinnuljós. Allt var á rúi og stúi í bátnum. Við fundum vasaljós sem ég tók. Ég fór með það út um gatið á bátnum og veifaði tO hliðanna fyr- ir ofan höfuðið á mér - reyndi að vekja á okkur athygli. En við þessu kom engin svörun. Ég sá ekkert blikk eða neitt slíkt sem beint var í átt til okkar. Mér fannst eins og menn væru að vinna þarna ein- hvern veginn lágt á sjónum. Það var eins og þetta gæti verið bátur. Hann bar hins vegar ekki við sjón- deddarhringinn, bara ljósin. Þetta var eins og tveir til þrír kastarar." Halldór vélstjóri sá líka ljós á sjónum: „Ég stóð við opið á bátnum og var mest á útkikkinu. Kristinn var SJÁNÆSTU SÍÐU máli! Gull seria þgr sem tónlist skiptir Vísindi í leit að pólitík RAÐSTEFNA UM GRUNNVÍSINDI 30. NÓVEMBER 1999 Á HÓTEL LOFTLEIÐUM Rannsóknarráð Islands boðartil ráðstefnu um stöðu íslenskra grunnvísinda og hlutverk þeirra í þjóðfélagi framtíðarinnar. DAGSKRÁ Ráðstefnustjóri: Dr. Þorsteinn I. Sigfússon 8:45 Afhending fundargagna - kaffi 9:00 Setning Björn Bjarnason, menntamálaráðherra 9:10 Grunnvísindi á Islandi - niðurstöður úttektar Inga Dóra Sigfúsdóttir og prófessor Þórólfur Þórlindsson 10:00 Hlutverk grunnvísinda í þekkingarsamfélaginu - alþjóðlegt samhengi Prófessor Luke Georgiou, PREST, University of Manchester 10: 35 Kaffi 10:55 Gæðamat í grunnvísindum Prófessor David Baker, Penn State University 11:25 Viðbrögð úr vísindasamfélaginu Prófessor Þorsteinn Loftsson og dr. Bryndís Brandsdóttir 12:00-13:15 Matur 13:15 Vinnuhópar á 5 sviðum 15:00 Kaffi 15:30 Formenn vinnuhópa gera grein fyrir niðurstöðum 16:00 Panelumræður 16:50 Niðurstöður dregnar saman Dr. Finnur Geirsson, formaður Samtaka atvinnulífsins 17:00 Ráðstefnuslit Móttaka Þátttaka í ráðstefnunni er öllum heimil og ókeypis. Væntanlegir þátttakendur vinsamlega skrái sig hjá RANNÍS í síma 562 1320 eða með tölvupósti í rannis@rannis.is VtAIWMÍS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)
https://timarit.is/issue/132324

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)

Aðgerðir: