Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 30
SUNNUDAGUR 21. NOVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Heimdellingar í heimsókn í Eyjum á sjötta áratugum. F.v. eru Sigfús J. Johnsen, Þór Vil-
hjálmsson, síðar prófessor, og Ragnhildur Helgadóttir, síðar alþingismaður.
Harðsnúinn hópur „húsaviðgerðarmanna" Eyverja. Lengst til vinstri situr Sigfús J.
Johnsen. Frændi hans, Árni Johnsen, situr í efstu röð t.v. Lengst til vinstri í miðröð er
Sigurgeir Sigurðsson. Maðurinn með börnin er Garðar Árnason. Fyrir ofan hann eru
Sigrún Þorsteindóttir, Sigurgeir Jónsson og Árni OIi.
Árin með Eyverjum
Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka eiga
sér nm margt athyglisverða sögu innan
íslenskra stjórnmála. Þar hafa margir
áhrifamenn í íslensku samfélagi stigið sín
fyrstu spor inn í sitt framtíðarstarf.
Sigfús J. Johnsen var lengi félagsmála-
stjóri í Garðabæ. Guðrún Guðlaugsdóttir
fékk að heyra um starf hans með Eyverj-
um - Félagi ungra sjálfstæðismanna í
Vestmannaeyjum á fímmta og sjötta
áratugnum - en félagið á raunar 70 ára
starfsafmæli í næsta mánuði.
IJULIMANUÐI 1962 var mik-
ið rót á hugum ungra sjálf-
stæðismanna í Vestmannaeyj-
um. Ekki var það þó „pólitík-
in“ margfræga sem hugarrótinu olli
í það sinnið heldur voru menn að
velta fyrir sér hugsanlegum leiðum
til þess að félag þeirra Eyverjar
vgæti mögulega fest kaup á gömlu
húsi sem Helgafell var nefnt, það
var byggt sem íbúðarhús af Magn-
úsi Guðmundssyni í Vesturhúsum
en síðar hafði það nokkuð lengi hýst
bamaheimili Bamadagsnefndar.
Undir forystu Sigfúsar J. Johnsen,
formanns Eyverja - Félags ungra
Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyj-
um, vora kaupin gerð hinn 27. júlí
og fylgdu með fjórir hektarar af
landi. „Við kölluðum húsið í gamni
Betlehem - af því að við betluðum
ef svo má segja nánast allt sem
þurfti tO þess að setja húsið í stand,
það var nokkuð farið að láta á sjá
þegar við keyptum það - það hafði
staðið autt um tíma,“ segir Sigfús
- þegar hann rifjar upp þennan hluta
af sögu Félags ungra Sjálfstæðis-
manna í Vestmannaeyjum. Hinn 20.
desember árið 1929 var þetta félags
stofnað svo það á sér nú hartnær 70
ára sögu. Framkvöðull að stofnun
félagsins var Hinrik Jónsson og
fyrsti formaður þess var Páll Eyj-
ólfsson sem síðar var forstjóri
Sjúkrasamlags Vestmannaeyja.
Sigfús var fímmti formaður félags-
ins og tók við embættinu nokkru
eftir 1950 og gegndi því í tíu ár.
„Reyndar bætti ég nafninu Eyverj-
» ar inn í nafn félagsins. Segja má að
ég hafí tekið það traustataki af
tengdaföður mínum, Þorsteini
Víglundssyni, sparisjóðsstjóra og
skólastjóra Gagnfræðaskólans í
Eyjum. Hann skrifaði oft pistla
undir nafninu Eyverji, hann var
eins sanntrúaður framsóknarmaður
og ég var að mínu leyti sjálfstæðis-
-^naður - svo hann hætti að nota
I
Sigfús J. Johnsen.
Morgunblaðið/Kristinn
þetta nafn á pistlana sína, gaf af
mikilli höfðingslund nafnið eftir við
tengdasoninn,“ segir Sigfús og
brosir er hann vitnar til hinna fjör-
ugu pólitísku umræðna sem fram
fóru í Eyjum á umræddu tímabili.
Kona hans Kristín kinkar kolli þeg-
ar hann bætir við að stjórnmál í
Eyjum á þessum áram hafi óneitan-
lega verið sérlega átakamikil. Eg
hitti þau hjón á glæsilegu heimili
þeirra við Sóltún í Reykjavík. Þar
hafa þau búið í skamman tíma, lengi
vora þau búsett í Fýlshólum í
Breiðholti - en Sigfús var um skeið
formaður Félags sjálfstæðismanna í
Breiðholti. Þau hjón era raunar fyr-
ir margt löngu flutt upp á „megin-
landið“ eins og þau orða það. „Við
Kristín eigum sex börn og þegar
þau fóru að vaxa úr grasi og vildu
fara í langskólanám var ljóst að
heppilegast væri að flytja búferlum
til Reykjavíkur," segir Sigfús. „Við
fluttum sem sagt og ég fór að kenna
við Vogaskólann, jafnhliða því hóf
ég smám saman að starfa að félags-
málum í Garðabæ. Þar varð ég síðar
félagsmálastjóri og gegndi því starfi
þar tO fyrir tveimur áram,“ segir
hann. Sigfús átti á sjöunda áratugn-
um um skeið sæti á Alþingi Islend-
inga sem varaþingmaður. Þingsetan
kom til m.a. vegna starfa hans fyrir
Eyverja - Félag ungra sjálfstæðis-
manna í Vestmannaeyjum og þótti
að sögn Sigfúsar mörgum félags-
mönnum „ekki verra“ að félagið
ætti þingmann innan sinna vé-
banda.
Fólk úr öllum stéttum
lagði okkur lið
Sigfús fæddist 1930 í Vestmanna-
eyjum, yngstur sex systkina, faðir
hans var Ami Johnsen, kaupmaður
í Eyjum, en móðir hans og kona
Árna var Margrét Jónsdóttir frá
Suðurgarði. Áður en Sigfús tókst á
hendur formennskustarf í hópi
Helgafell - félagsheimili Eyverja á sjötta og sjöunda áratugnum.
ungra sjálfstæðismanna í Eyjum
hafði hann stundað verslunarskóla-
og kennaranám í Reykjavík og
starfaði á námsáranum af áhuga í
Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðis-
manna í Reykjavík. Að loknu kenn-
araprófi sneri hann til sinna heima-
haga og hóf að kenna í Eyjum. „Eg
var að hugsa um að læra lögfræði
en þá bað Þorsteinn, tengdafaðir
minn, mig að leysa sig af í ár í skóla-
starfinu og ég gerði það,“ segir Sig-
fús. Jafnhliða kennslunni í gagn-
fræðaskólanum og síðar við Iðn-
skólann tók hann af miklum krafti
þátt í pólitísku starfi Félags ungra
sjálfstæðismanna í Vestmannaeyj-
um. „Það var óskaplega mikill hug-
ur í mönnum þegar Helgafell, sam-
komuhúsið okkar, hafði verið keypt
og við vorum að koma okkur þar
upp aðstöðu. Fólk úr öllum stéttum
lagði okkur lið. Við fjármögnuðum
kaupin með því að selja hlut okkar í
Samkomuhúsinu sem við höfðum
átt í félagi við Sjálfstæðisflokkinn
og Kvenfélagið Líkn, þeir aðilar
keyptu af okkur. Við fengum líka
framlög frá Reykjavík - ég fór tvær
Sigfús J. Johnsen var um árabil
formaður Félags sjálfstæðis-
manna í Breiðholti, myndin er
tekin um 1970.
ferðir til að „betla“ hér. Þegar ég
kom til starfa sem formaður Félags
ungra sjálfstæðismanna í Vest-
mannaeyjum var starfsemin að
sumu leyti stokkuð upp, m.a. tókum
við að standa fyrir svokallaðri hvíta-
sunnuhátíð - félagar úr Heimdalli
tóku Esjuna eða Hekluna á leigu og
' sigldu til Vestmannaeyja og þéldu
hátíð með okkur Eyverjum. Arviss
atburður í félagsstarfinu var á sama
hátt ferðalög Eyverja upp á megin-
landið. Einnig var árviss þáttur
mikil þrettándagleði - grímuball
fyrir börnin og skemmtun fyi’ir full-
orðna um kvöldið. Eins og fyrr
sagði var „dúndur“áhugi hjá félags-
mönnum meðan verið var að koma
upp hinni góðu aðstöðu í Helgafelli
(Betlehem), við komum öllu í hið
fínasta horf.“ í Fylki, blaði Sjálf-
stæðismanna í Vestmannaeyjum,
sem Sigfús J. Johnsen ritstýrði
raunar um árabil, var skrifað um
vígsluhátíð hins nýja félagsheimilis í
Helgafelli: „Félagsheimilið er 140
fermetrar á einni hæð. I því er sam-
komusalur fyi-ir a.m.k. 80 manns ...
Er innrétting í sal mjög nýstárleg
og skemmtileg, opið upp í rjáfur,
sér þar á brenndar sperrur og bita,
þar era og reknetakaplar og net
strengd til prýðis."
En hélst hinn eldlegi áhugi fé-
lagsmanna þegar húsið var komið í
„hið fínasta horf‘? „Það er nú göm-
ul saga og ný - áhuginn er mestur í
baráttunni," segir Sigfús. „Með ár-
unum dvínaði áhugi félagsmanna
óneitanlega heldur, niður duttu að
mestu ferðir Heimdellinga á vorhá-
tíð í Vestmannaeyjum og ferðalögin
strjáluðust. Það kom svo margt nýtt
fram í samfélaginu sem glapti fyrir
fólki og það hefur gert það að verk-
um að félagsstarf á borð við það
sem blómlegast varð hjá Eyverjum
heyrir að sumu leyti sögunni til.
Mér þótti persónulega mikilvægt á
starfsáram mínum með Eyverjum
að geta virkjað unga menn til að
taka þátt í fundarskapanámskeiðum
og mælskunámskeiðum - jafnvel
iðulega menn sem ekki tilheyrðu fé-
lagsskap ungra sjálfstæðismanna
en höfðu ríkan áhuga á félagsmála-
störfum. Skemmtanaþátturinn, sem
var eins og fyrr sagði áberandi í
starfinu, en var í raun aðeins eins
konar „toppur“ upp úr annars þéttu
streymi funda þar sem tekin vora
fyrir margvísleg málefni og við-
fangsefni. Síðar seldi félagið Helga-
fell og keypti hús sem heitir Vík og
er í miðbæ Vestmannaeyja, Gunnar
Ólafsson kaupmaður, og útgerðar-
maður, átti þetta hús. Eyverjar áttu
það um tíma en seldu það svo og
fengu inni í Samkomuhúsinu á ný.
Þannig var staðan um nokkurn
tíma. Starfsemin núna hjá Eyverj-
um er að því ég best veit þó nokkuð
fjörag og stefnt er að því að gera
starfið enn öílugra. Gunnar Frið-
fmnsson er formaður Eyverja í dag
og félagið á sér samastað í Sjálf-
stæðishúsinu Ásgarði við Helga-
fellsbraut - svo segja má að nafnið
Helgafell sé á ný orðið áhrifaorð í
sögu þessa félags sem fagnar senn
sjötíu ára starfsafmæli. Eg fyrh-
mitt leyti minnist áranna með Ey-
verjum með ánægju, þar lærði ég
margt sem kom mér að góðu gagni
síðar á ævinni," sagði Sigfús að lok-
um.