Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 B lj^. „Nefndu það,“ svarar hún. jrAIlt frá einhverju sem léttir daglegt líf fólks til uppfinninga sem efla eiga atvinnuvegina, tæknilegra lausna af ýmsu tagi, lyfja, nýtingar sjávarafla. Við eig- um ótrálega frjótt fólk sem ekki fær að njóta sín. Hver er munurinn á hugvitsmanni og vís- indamanni? „Ja, hann er ekki alveg skýr. Vísindamenn hafa fræðilegan menntabakgrunn á sínu sviði en hugvitsmenn stundum og stundum ekki. Hugvitsmaður þarf aðeins að fá góða hug- mynd og trúa nógu mikið á hana til að reyna að koma henni í framkvæmd. Hugvitsmaður- inn vinnur að hugmyndinni á eigin forsendum og oft upp á eigin spýtur en vísindamaðurinn er einatt hluti af formlegri og skipulegri starf- semi einhverrar stofnunar, skóla eða fyrirtæk- is. Ætli þetta sé ekki helsti munurinn." Hún segir að frá stofnun hafi Landssam- band hugvitsmanna unnið að því að byggja upp starfsemina og tekið þar einkum mið af aldarlangri reynslu Svía. „Þetta byrjaði eigin- lega þegar ég var í forföllum fyrsta formanns pkkar, Gests Gunnarssonar, send sem fulltrúi íslands á 100 ára afmæli sambands sænskra hugvitsmanna. A þeirri samkomu opnaðist fyrir mér nýr heimur. Svíar höfðu þá nýstofn- að uppfinningamiðstöð og lagt til hennar tíu milljarða íslenskra króna, hvorki meira né minna. I þennan sjóð gátu sænskir hugvits- menn sótt með sínar hugmyndir og árangur- inn hefur ekki látið á sér standa. Þar fyrir ut- an eru ráðgjafarnefndir og svæðisdeildir um allt land, mikið fræðslustarf unnið í þágu fé- lagsmanna og þeim leiðbeint um hvernig þeir geta þróað hugmyndir sínar í markaðsvöru, gjarnan í samstarfi við fyrirtæki. Þetta var mér opinberun og í rauninni vítamínssprauta til að koma á sambærilegu kerfi hérlendis fyr- ir okkar fólk. Langtímamarkmið okkar er að koma á svæðisdeildum um landið. Ekki síst finnst mér athyglisvert hvemig Svíar hlú að unga fólkinu; þeir rækta sérstakar ungmenna- deildir hugvitsmanna. Á íslandi hefur Ný- sköpunarkeppni grannskóla verið haldin sl. níu ár að frumkvæði Pauls Jóhannssonar, kennara í Tækniskólanum. Hann er nú kom- inn á eftirlaun og mér tókst að lokka hann sjö- tugan inn í félagið til okkar. Hann hefur unnið mikið brautryðjendastarf fyrir ungt hugvits- fólk og er með fullt af góðum hugmyndum; núna er hann t.d. að sækja um styrk til Norð- urlandaráðs um að stofna á Netinu samnor- ræna upplýsingavefsstöð fyrir hugvitsmenn og áhugafólk um nýsköpun. Fyrir utan ný- sköpunarkeppnina er sem betur fer efni um nýsköpun komið á námskrá grannskólanna, en það er að tilstuðlan Pauls og Gísla Þorsteins- sonar í Kennaraháskólanum. Ég vil koma á ungmennadeild hérlendis að sænskri fyrir- mynd, fyrir aldurshópinn 16-30 ára, því þar er gat í kerfinu. Að vísu er til vísindakeppni í framhaldsskólunum fyrir aldurshópinn 16-20 ára, sem kallast Hugvísir og á því starfi má byggja. I síðustu viku fengum við hingað með stuðningi menntamálaráðuneytisins starfs- mann ungmennadeildar sænska hugvitsfélags- ins og hún hélt fundi í framhaldsskólunum hér. Þetta er því að fara í gang hjá okkur. Unga fólkið er framtíðin. Þess vegna vil ég stefna að því að byggja upp ungmennastarf áður en við stofnum til dæmis svæðisdeildir úti um landið." Eftirhermur og önnur blóm Er ekki einmitt líklegt að börn og ungt fólk séu móttækilegri, opnari fyrir nýjum hug- myndum, nýjum lausnum en þeir sem eldri era, - að þau séu síður menguð af viðteknum venjum og vanahugsun? „Jú, og mikilvægt að loka ekki þessum opnu hugum með því að segja: Þú gerir þetta svona, „Jájá. Ég er formaður hinna skrýtnu! En þetta stafar af þekk- ingarskorti og kannski svolitlum hroka. Uppfinningamenn hafa reyndar alltaf haft skrýtna ímynd því svona hefur þetta alltaf verið gert. Ég er hrædd um að bæði uppeldisaðferðir og skóla- kennsla hafi einkennst um of af þessu gegnum tíðina. Á hugvitsmannaþingi sem ég sat nýlega erlendis var tekið dæmi um þetta: Ungum strák þótti óskaplega gaman að teikna myndir af blómum með miklu hugmyndaflugi og lita- dýrð. Svo settist hann í skóla, fékk blað og penna og kennarinn sagði: Nú skulum við teikna blóm. Strákurinn hugðist teikna blómin eftir sínu höfði en þá greip kennarinn inn í og sagði: Ekki bytja strax, og hóf sjálfur að teikna blóm á töfluna. Þegar hann var búinn að teikna rautt blóm með grænum blöðum sagði hann: Nú megið þið byrja. Börnin áttu sem sagt að herma eftir kennaranum. Og því nær sem þau komust því að teikna eins og hann, þeim mun betri nemendur vora þau tal- in. Seinna innritaðist strákurinn í annan skóla. Nýi kennarinn sagði: Nú er frjáls tími, nú skulum við teikna. Strákurinn beið og beið með hendur í skauti eftir því að kennarinn teiknaði eitthvað á töfluna. Kennarinn gekk til hans og spurði: Hvers vegna teiknarðu ekki? Strákm-inn spurði á móti: Hvað á ég að teikna? Kennarinn: Teiknaðu það sem þér finnst fallegt, eitthvað sem þér dettur í hug. Strákurinn hugsaði sig um lengi. Svo teiknaði hann rautt blóm með grænum blöðum að hætti gamla kennarans. Svona er hægt að drepa niður framlega hugsun með hægfara heilaþvotti.“ Eh'nóra segir að félagsmennirnir séu enn sem komið er flestir héðan af Reykjavíkur- svæðinu og af eldri kynslóð. „Margir þeirra hafa lengi verið að bauka með hugmyndir sín- ar og lent með þær á veggjum. Þeir era ekki margir í okkar röðum sem geta lifað af hugviti sínu en era þó nokkrir. „ Var ekki til félag á þessu sviði áður en Landssamband hugvitsmanna var stofnað? „Jú, Félag íslenskra hugvitsmanna, sem var stofnað 1987, en það félag ætlaði sér trú- lega of mikið og endaði í gjaldþroti. Við viljum engin tengsl hafa við þá leiðindasögu." Hinir skrýtnu Hefurðu orðið vör við að fólki finnist Lands- samband hugvitsmanna í besta falli sérvitr- ingaklúbbur, í versta falli ragludallafélag? Formaðurinn brosir. „Jájá. Ég er formaður hinna skrýtnu! En þetta stafar af þekkingar- skorti og kannski svolitlum hroka. Uppfinn- ingamenn hafa reyndar alltaf haft skrýtna ímynd. Sjáðu bara Georg Gírlausa í Andrésar Andarblöðunum; hann er að fást við eitthvað sem enginn skilur. Frjóir einstaklingar era öðravísi, jafnvel utanvið. Þannig hefur mér lið- ið alla tíð - alveg þangað til ég hitti Guðrúnu á stofnfundi sambandsins. Við smullum saman eins og sálufélagar. Þá fannst mér ég ekki lengur skrýtin. Eða a.m.k. ekki einsömul í skrýtilegheitum! “ Hún segist aldrei hafa getað farið eftir prjóna- eða matarappskriftum. ,Áður en ég vissi af var ég farin að prófa aðrar leiðir eða lausnir, aðra samsetningu á hráefninu.“ Er kannski eðli hugvitsmanna að taka engu sem gefnu, ekkert er sjálfsagður hlutur? „Ætli það ekki, opinn hugur og leitandi?" Og hvenær byrjaðir þú að hugsa á þessum brautum? „Ég held að ég hafi verið svona alla tíð, en bælt hugsunina niður þar til núna síðustu árin.“ Leið þér þá eins og litglaða stráknum í sög- unni sem þú sagðir áðan? „Ja, ég held ég hafi alltaf reynt að gera eins og mér var sagt. Reynt að vera góða stelpan." Hvernig gekk það? „Ágætlega. Mér hefur gengið vel í skóla. En ég var frekar óframfærin og feimin og hélt hugmyndunum fyrir sjálfa mig. Og sjálfsagt taldi ég mér trú um að þær ættu ekki að fara lengra og væru tóm vitleysa." Leitin hefst Hvað vildirðu verða þegar þú yrðir stór? „Þegar ég var lítil stelpa safnaði ég grjóti í gríð og erg. Ég veit ekki tilganginn með því en lærði síðar jarðfræði! Það nægði mér þó ekki. Ég hef trúlega verið með Florence Night- ingale-komplex og varð hjúkranarfræðingur ofan á jarðfræðinginn. Og náði mér í kennslu- réttindi." Hvaða tengsl era milli þessara greina - ann- ars vegar innrétting landsins, hins vegar mannfólksins? „Tja, ég veit ekki. Móðir mín er ljósmóðir, á dönsku , jordmor" eða „móðir jörð“, sem aftur sameinast með langsóttum hætti í hjúkran og jarðfræði! Nei, útúrsnúningalaust hef ég verið ósköp stefnulaus í gegnum árin. Hef látið til- finninguna ráða, elt skyndihugmyndir ef mér líst á þær án þess að hafa alltaf hugsað málið til enda. Ég þarf sífellt að gera eitthvað nýtt, hugsa ekki í beinni línu. Kannski er jákvæðari hlið stefnuleysis að vera leitandi." Og nú hefurðu fundið þig? „I þessum félagsskap, já. Hér er svo margt sem mig langar til að koma í framkvæmd. Ekki veit ég hvar ég verð eftir nokkur ár en vil klára þetta dæmi ef ég get.“ Hún hefur á tímabilum unnið við bæði jarð- fræði og hjúkrunarfræði en fyrir tveimur ár- um ætlaði hugvitsmaðurinn að sameina grein- arnar. „Ég fékk þá frábæra hugmynd, að mér fannst, að kanna heilnæmi kranavatnsins okk- ar. Ég hafði lesið um sænska rannsókn sem leiddi í ljós dulda mengun í kranavatninu í Sví- þjóð, þ.e. mengun sem ekki sést með berum augum. Hún kom fram í tæringu lagna sem aftur getur haft áhrif á heilsu fólks sem drekk- ur vatnið því málmar setjast fyrir í taugavef og beinvef. Ég fór til fyrram prófessors míns í Háskóla íslands með þessa hugmynd. Honum leist vel á hana en sagði skólann í fjársvelti og benti mér á að leita til Vatnsveitunnai’ eftir styrk. Ég útbjó gróft vinnuplan og vitnaði í ýmis erlend gögn og gekk með þetta á fund fyrrverandi vatnsveitustjóra. Hann blaðaði í gegnum plöggin, horfði svo á mig og sagði: „Þú ætlast þó ekki til að fá þessa milljón út á andlitið á þér?“ Ég hló, sagði að mér hefði ekki dottið það í hug og fór við svo búið aftur á fund kennarans míns. Hann sagði mér að panta annan tíma sem við skyldum fara saman í. Við gerðum það. Vatnsveitustjórinn talaði allan tímann við prófessorinn, eins og ég væri ekki á staðnum, og sagði: „Ef þú værir að sækja um þessa peninga horfði málið öðravísi við.“ Þannig fór um sjóferð þá. Síðar kom að vísu annar gamall kennari minn, Þorleifur Einarsson, til liðs við mig og sagði að við skyldum gefa skít í Vatnsveituna. Hann sótti um til Rannís en entist ekki aldur til að fylgja málinu eftir. Sjálfur hafði hann rannsakað sýrastig kranavatnsins okkar og komist að því að það er allt of hátt. Mér finnst hiklaust að svona rannsókn þurfi að fara fram og vona að svo verði einhvem tíma.“ Og að hverju er svo hugvitsmaðurinn Elínóra að vinna sjálf? Hugmynd og hvatning „Ég skal segja þér það eftir nokkra márfBfc uði,“ svarar hún og verður æ dularfyllri eftir því sem ég spyr frekar. Loks fæst hún til að upplýsa að hugmyndin snúist um „fullnýtingu sjávarafla". Hún hafi tvö síðustu ár unnið að þessari hugmynd, „og ég lagði út í það nánast einvörðungu íyrir hvatningu Árna varafor- manns okkar og handleiðslu hans. Ég er ekki ein um að þurfa slíka hvatningu til að láta til skarar skríða. Ég veit að margir eru með fínar hugmyndir en þurfa einhvem til að segja við þá: Frábært hjá þér, drífðu nú í að fram- kvæma hugmyndina. Ég held að landssam- bandið gæti komið þarna til hjálpar með þró- unarráðgjöf, en ekki til að setja sig í dómara- sæti yfir hugmyndum, eins og Iðntæknistofn- un gerir of mikið, því miður. Hver er þess um- kominn að kveða upp dóma um markaðs- eða framtíðargildi hugmynda? Hver hefði trúað því fyrir nokkrum áram að vélhundarnir, sem nú era framleiddir í massavís í Japan, ættu er- indi á markað? Á sínum tíma sagði þáverandi forstjóri IBM að einkatölvan ætti ekkert er- indi við fólk; það væru engin not fyrir hana. Núna era einkatölvur á öðra hverju heimili, en ekki veit ég hvar forstjóri IBM er; hann er ábyggilega fyrrverandi forstjóri." Er draumur þinn að fá stóra hugmynd og selja hana fyrir milljarða? „Nei. Ætli minn draumur sé ekki að láta gott af mér leiða. Ég fæ útrás fyrir gamla Florence Nightingale- komplexinn í félaginu - einbeitt í að bjarga hugvitsmönnunum,“ segir hún og hlær. „Sérstaklega finnst mér spenn^fc andi að ná til unga fólksins." Elínóra Inga Sigurðardóttir var skírð Elínóra í höfuðið á ömmu sinni. Töluverð hug- vitssemi við nafngiftir er greinilega í ættinni því móðir hennar er Dýrfinna Helga Klingen- berg Sigurðardóttir ljósmóðir. Faðir hennar heitir einfaldlega Sigurður Ingvar Jónsson og var verkamaður. Elínóra er næstelst sjö systkina og hún og eiginmaður hennar, Júlíus Valsson, læknir eiga fjögur börn á aldrinum fjögurra til tuttugu og fjögurra ára. Hefurðu reynt að ýta undir hugmyndaflugið hjá þínum börnum? „Sjálfsagt allt of lítið. Ætli ég hafi ekki alið þau upp eins og ég var alin upp. Ég er langt frá því að vera fullkomin og heldur ekki sem móðir! Elsta dóttir mín er reyndar alltaf að fá hugmyndir og sjá nýja möguleika." Og þú hefur aðstöðu til að sinna hug- vitsvinnunni og félaginu eingöngu? „Að þvi leyti að við hjónin höfum efni á því. Ég sinni börnunum á morgnana og fer svo inn í minn heim um hádegið. Það eru auðvitað for- réttindi sem ekki allir njóta, því miður. Mér hefur jafnvel tekist að smita manninn minn; hann er orðinn hugvitsmaður og genginn í fé- lagið!“ Stundaskráin kann að virðast full hjá for- manni Landssambands hugvitsmanna en svo er ekki: Hún og félagar hennar í danshópnum Hvelli hafa orðið Islandsmeistarar, bikar- meistarar og skólameistarar í línudansi og ð-* þriðjudagskvöldum fer hún á námskeið til að læra frekar. Fimmtudagskvöldin era oftast notuð til að sinna landssambandinu. Til skamms tíma fór hún á mánudags- og mið- vikudagskvöldum að syngja með Kvennakór Reykjavíkur en segist afsakandi ekki hafa tíma til þess lengur. „Nú era elstu börnin, báð- ar dætur mínar fluttar að heiman og þá verð ég að taka meira til hendinni." Þangað til hugvit leysir hendina af hólmi. 1 s <>njóbörnin eru komin til íslands 8 Fallegar postulíns- styttur, jólahengi og spiladósir. Verð jrá kr. 1.690 Whittard 10 iet Bláu húsin við Fákafen, KRINGLUNNI - SMÁRANUM Suðurlandsbraut 52,sími 553 6622

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)
https://timarit.is/issue/132324

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)

Aðgerðir: