Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Landlæknir
fólksi
. - -i
Olafur Olafsson lét af störfum landlæknis
fyrir rösku ári, eftir 26 ár í embætti. Hann
var óvenjulegur embættismaður sem fór
^ 7
ótroðnar slóðir í störfum sínum. I nýút-
komnum endurminningum sínum, sem
Vilhelm G. Kristinsson ritar, rekur Ólafur
viðburðaríkan feril sinn en hann er
sagnamaður af guðs náð.
OLAFUR Ólafsson freistað-
ist ekki til hóglífis í mak-
indum á embættisskrif-
stofu sinni. Hann var mað-
ur athafna og sætti oft andstöðu og
tregðu þeirra sem hægfara voru.
Honum voru engin málefni óviðkom-
andi og tók hlutverk sitt alvarlega
sem faglegur yfirmaður allra heil-
brigðisstétta og umboðsmaður sjúk-
linga.
„Mér hefur alltaf þótt grundvall-
aratriði að á milli almennings og
landlæknis ríki trúnaðarsamband.
Strax frá fyrsta degi mínum í emb-
ætti áttu allir greiðan aðgang að
mér. Því er ekki að leyna að sumum
embættismönnum í kerfinu, sem ég
umgekkst og eldri voru í hettunni en
ég, leist ekki meira en svo vel á þetta
frjálslyndi og fannst ég ganga of
langt. Einn þeirra tjáði mér þá skoð-
un sína að fráleitt væri að landlæknir
svaraði öllum bréfum. Helst ætti
hann ekki að svara öðrum en ráð-
herrum, hæstaréttardómurum og
AIþingi.“
Uppvöxtur og skólaganga
í bókinni segir Ólafur frá forfeðr-
um sínum, uppvexti á stóru sveita-
heimili innan um frændgarð sinn og
margt vinnufólk. Ólafur er kominn af
stórbændum og prestum í báðar ætt-
ir. Hann ólst upp við góð efni í for-
eldrahúsum á stórbýlinu Brautar-
holti á Kjalarnesi. Ólafur gekk í
Menntaskólann í Reykjavík þar sem
hann lauk stúdentsprófi 1948. Þaðan
lá leiðin í læknadeild Háskóla ís-
lands. Hann lýsir náminu, samstúd-
entum sínum, eftirminnilegum kenn-
urum, fyrstu læknisverkunum og
eldskírn sinni í Rangárvallasýslu,
þar sem hann komst í hann krappan
við að bjarga konu úr barnsnauð.
Ólafur ákvað að halda utan til sér-
náms strax eftir að hann útskrifaðist
úr læknadeild í ársbyrjun 1957, í
stað þess að ljúka kandídatsárinu
hér heima eins og venja var. í för
með honum til Danmerkur voru þau
Ragnar Arinbjarnar, félagi Ólafs úr
læknadeild, og Vigdís Finnbogadótt-
ir, þáverandi kona Ragnars.
^ „Við héldum til Kaupmannahafnar
með Flugfélagi íslands í febrúar. Ég
hafði aldrei komið til útlanda og við
höfðum engar ráðstafanir gert áður
en við lögðum af stað. Það eina sem
við höfðum ákveðið var að við mund-
um hringja í doktor Frandsen, land-
lækni Dana, og biðja hann um að út-
vega okkur Ragnari stöðu. Morgun-
inn eftir að við komum út til Hafnar
hringdum við á dönsku landlæknis-
skrifstofuna. Ég hafði orð fyrir okk-
ur enda sleipari í tungumálinu eftir
allar samræðurnar við dönsku fóður-
meistarana heima í Brautarholti. Ég
‘ bað um að fá að tala við doktor
Frandsen. Eftir nokkra stund kom
doktorinn í símann. Ég kynnti mig
og kvaðst vera íslenskur lækna-
kandídat ásamt félaga mínum og
okkur vantaði vinnu. Frandsen tók
mér vel og bauð okkur að koma á
skrifstofu sína næsta morgun. Þegar
við komum á fund hans hafði hann
■*. þegar gengið frá ráðningu okkar.
Þegar ég rifja þetta upp rösklega
fjörutíu árum síðar velti ég því fyrir
mér hvort þetta sé ekki dæmigerð ís-
lensk framganga; það er vaðið út í
óvissuna undirbúningslaust og treyst
á guð og lukkuna. Engin óþarfa
formlegheit. I okkar huga lék aldrei
neinn vafi á að okkur tækist það sem
við ætluðum okkur.“
Inga
Sumarið 1958 hélt Ólafur til Sví-
þjóðar og hóf framhaldsnám sitt.
Fyrst lá leiðin til Eskilstuna þar sem
hann kynntist Ingu eiginkonu sinni.
Inga kemur víða við sögu í bókinni,
enda „kjölfestan í Iífi mínu og besti
ráðgjafi minn“, eins og Ólafur kemst
að orði um konu sína. Þau kynntust
við heldur órómantískar aðstæður.
Samt gæti sú lýsing út af fyrir sig
staðið sem kafli í læknaróman.
,Árið 1958 geisaði síðasti lömunar-
veikifaraldurinn sem gengið hefur yf-
ir Norðurlönd ... Ég hélt til starfa á
farsóttardeildinni í Eskilstuna um
sumarið 1958 og þar var mikið ann-
ríki um haustið. Læknar og hjúkrun-
arfólk unnu dag og nótt við að hjúkra
fárveikum sjúklingum. Sjúkraflutn-
ingamennirnir komu stundum með
marga á hverjum degi. Einn daginn
var komið með unga afrekskonu í
sundi og annan daginn fílefldan og
stæltan lögregluþjón. Þau lömuðust
bæði mikið. Þriðja daginn var
þunguð kona flutt á deildina og svona
mátti áfram telja. Þetta virtist engan
enda ætla að taka. Sumir lömuðust
svo mikið að þeir gátu ekki andað af
sjálfsdáðum og voru settir í öndunar-
vélar sem nefndar voru respiratorar
... Þegar lömunarveikin gaus upp í
Eskilstuna hringdi starfsfólk farsótt-
ardeildarinnar á sjúkrahúsin í Stokk-
hólmi til þess að fá öndunarvélar að
láni. Svo var beðið og vonað að vél-
arnar kæmu á undan sjúklingunum.
Þungaða konan á deildinni var mjög
veik. Hún var orðin algjörlega lömuð
og var haldið lifandi í öndunarvél í
langan tíma þar sem fóstrið var lif-
andi. Svo var gerður keisaraskurður
sem heppnaðist vel og barnið lifði.
Skömmu síðar sló fyrir rotnunarlykt
á stofunni þar sem móðirin lá. Ég fór
inn til hennar og sá strax að hún var
látin. Hún var fyrsti sjúklingurinn í
faraldrinum sem dó á spítalanum. Ég
fór fram aftur til að sækja aðstoð því
þetta var í fyrsta sinn sem ég átti að
„slökkva" á sjúklingi en þar með var
hann allur. Það var einhver beygur í
starfsfólkinu frammi. Lömunarveikin
hafði hrifsað til sín fyrsta fórnar-
lambið. Enginn gaf sig fram fyrr en
ung kona kom aðvífandi og bauð
fram hjálp sína. Hún var tuttugu og
eins árs hjúkrunarnemi og hafði að-
stoðað við keisaraskurðinn daginn
áður. Við fórum saman inn til látnu
konunnar og hjálpuðumst að við að
slökkva á öndunarvélinni. Þessi hug-
aði hjúkrunamemi var Inga, eigin-
kona mín.“
Brautryðjendastarf
hjá Hjartavernd
Sumarið 1965 var Ólafur í góðri
stöðu á Karólínska sjúkrahúsinu í
j
Landlæknirinn bregður sér á þrekhjól í tilefni
af heilsueflingarátaki.
Stokkhólmi og fjölskyldan undi sér
vel í Svíþjóð. Þá barst honum form-
legt boð um að koma heim og verða
forstöðumaður Rannsóknarstöðvar
Hjartavemdar sem fyrirhugað var
að opna. Eftir nokkra umhugsun tók
Ólafur boðinu og fjölskyklan fluttist
til íslands vorið 1967. Ólafur lýsir
undirbúningnum að rekstri stöðvar-
innar en um var að ræða brautryðj-
andastarf hérlendis og þótt víðar
væri leitað. Sagt er frá forgöngu-
mönnum Hjartaverndar og ýmsum
uppákomum, meðal annars undar-
legri andstöðu sumra lækna við stöð-
ina, en einnig ágreiningi Ólafs og dr.
Sigurðar Samúelssonar, formanns
Hjartaverndar, en það ásamt öðru
varð til þess að Ólafur sótti um stöðu
landlæknis sumarið 1972.
Inga og Ólafur haustið 1999. „Inga segir að ég
nærist á baráttunni," segir Ólafur.
Átök um embættið
„Ég tók við embætti landlæknis 1.
október 1972. Fyrsti veturinn minn í
starfi var mesta átakatímabil sem ég
hef lifað. Svo einkennilega vildi til að
eitt af fyrstu verkefnum mínum var
að berjast fyrir tilvist embættisins
sem gegnt hafði lykilhlutverki í heil-
brigðisþjónustu landsmanna í meira
en 200 ár.“
I ársbyrjun 1973 var lagt fram
stjómarfrumvarp um heilbrigðisþjón-
Ólafur ásamt Elínborgu Ingólfsdóttur, yfirhjúkrunarfræðingi á rann-
sóknarstöð í Eskilstuna. Á sínum tíma bjóst Ólafur við að setjast að í
Svíþjóð en bauðst að verða yfirlæknir Hjartaverndar þar sem unnið
var mikið brautryðjandastarf.
ustu sem Ólafi þótti vega mjög að
sjálfstæði landlæknis. Heilbrigðisráð-
herra þá var Magnús Kjartansson.
„Viðbrögð mín voru þau að ég
gekk inn til Magnúsar með bréf þar
sem ég sagði upp störfum sem land-
læknir ef frumvarpið næði óbreytt
fram að ganga. Ég stóð fyrir framan
skriíborð Magnúsar og rétti bréfið
yfir borðið. Magnús hreyfði sig ekki
og við horfðumst í augu. Þegar hann
gerði sig ekki líklegan til þess að
taka við bréfinu lagði ég það á borðs-
hornið. Ég tjáði honum síðan að ég
hefði ákveðið að taka slaginn um
embættið, mundi beita mér af öllum