Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Elínóra Inga Sigurðardóttir er fjögurra barna móðir á miðjum fimmtugsaldri, menntaður jarðfræðingur, hjúkrunarfræðingur og kennari. En það er henni ekki nóg - Elínóra er ævinlega með hugann við hugann. Að henni sækja hugmyndir um nýjar leiðir eða lausnir á veruleikanum og hún reynir að hrinda þeim í framkvæmd. Hún er hugvitsmaður og, eins og fram kemur í samtali við Arna Þórarinsson, vill auð- velda og auka framgang samherja sinna í Landssambandi hugvitsmanna þar sem hún er formaður. Morgunblaðið/Sverrir Með opnum nuga HÚN segist allt frá bamæsku hafa fengið flugur í höfuðið, en ævin- lega bandað þeim frá sér eða bælt niður; hún vildi ekki vera álitin skrýtin. Það var ekki fyrr hún eignaðist sam- félag við fólk sem hugsaði líkt og hún að gaml- ir draumar gátu byrjað að rætast. Nú er hún formaður í Landssambandi hugvitsmanna á Islandi. I sama húsi og eitt sinn var afgreitt áfengi, sú forna uppgötvun mannkynsins, þ.e. gamla Ríkinu við Lindargötu, er íslenskt hugvit til beislunar og virkjunar. í skrifstofuherbergi landssambandsins, sem einmitt var stofnað undir kjörorðinu „Virkjum íslenskt hugvit", ræður Elínóra ríkjum en Reykjavíkurborg styður starfsemina með þessu endurgjalds- lausa húsnæði. Iðnaðarráðherra hefur styrkt sambandið árlega með hálfri milljón króna sem nægir að mestu til að fjármagna starf- semina sjálfa og skrifstofuna. Árið 1996 hafði Elínóra mannað sig upp í að skrá sig á námskeið undir formerkjunum „Ertu með hugmynd?“ og skömmu síðar var boðað til stofnfundar sambandsins, sem nú er tæplega fjögurra ára gamalt. Strax á stofn- fundinum var hún kosin í stjóm. „Við vorum tvær konur á fundinum og báðar kosnar í stjórn, ég sem ritari og Guðrún Sæmundsdótt- ir sem gjaldkeri," segir hún. „Svona eru nú hugvitsmenn framsýnir!" Elínóra var kosin formaður sambandsins í fyrra og Guðrún er enn gjaldkeri. Fjórar aðr- ar konur era í sambandinu en 46 karlmenn. Varla stafar munurinn af því að hugvitinu sé ekki skipt jafnt milli kynja? „Nei, áreiðanlega ekki. Kannski er þetta sambandinu sjálfu að kenna að einhverju leyti. Við höfum ekki verið nógu sýnileg. En á því verður breyting. Núna eftir helgina förum við Guðrún á fund hjá Norðurlandaráði þar sem endurvekja á Kven- félag norrænna hugvitsmanna og við viljum að íslenskar konur taki þátt í því samstaríl." Krónísk ólétta Hún heldur áfram: „Þegar Iðntæknistofnun setti á fót nú í mars Ympru, upplýsinga- og þjónustumiðstöð fyrir hugvitsmenn, kom ég að máli við forsvarsmann átaksins „Konur og fyrirtæki" og stakk upp á samstarfi þarna á milli. Ég fékk þau svör að hugvitskonur ættu ekki heima í því átaki vegna þess að þær hefðu ekki stofnað fyrirtæki. En manneskja sem er með tíu hugmyndir fer tæpast að stofna fyrir- tæki um hverja þeirra. Þetta kerfí er því ansi gloppótt. Hugvitsmenn vilja flestir selja hug- mynd sína til fyrirtækis fremur en að standa sjálfír að framkvæmd hennar og fara svo að vinna að næstu hugmynd, sem þess vegna get- ur verið á allt öðra sviði. Hins vegar er al- gengt þegar fólk kemm- með hugmyndir til fyrirtækja að þau segjast vera með sínar eigin þróunardeildir og vilja ekki hlusta, hvað þá meir. Ég held að opnara hugarfar að þessu leyti kæmi öllum til góða.“ Hún telur að Nýsköpunarsjóður eigi að geta virkað eins og hugmyndabanki en meira þró- unarstarf þurfi að koma til. „Ég sendi inn tvær hugmyndir í Nýsköpun ‘99. Þangað bár- ust á fjórða hundrað hugmyndir og sex vora styrktar. Ég fékk mínar til baka með þeim stimpli að þær væra góðar og ég hvött til að sækja um aftur. Önnur viðbrögð fékk ég ekki og sat uppi með spurningarmerki. Hvað átti ég að gera við hugmyndirnar? í hvaða átt væri best að þróa þær? Og hvernig? Þarna hefði þurft að boða umsækjendur með hugmyndir sem metnar vora góðar á fund með áhugasöm- um og kunnáttusömum aðilum, fyrirtækjum eða fjárfestum á viðkomandi sviði. Þessa teng- ingu vantar algerlega. Oft líður hugvitsmanni eins og hann sé með barni sem hann getur ekki fætt. Krónísk ólétta er ekki þægilegt ástand! Kostnaðurinn við fæðingu hugmynd- arinnar er okkur flestum ofviða. Það þarf að sækja um hönnunarvernd hugmyndarinnar og um einkaleyfí til að geta kynnt hana fyrir fyr- irtækjum, ef hún er einkaleyfishæf.“ Fokdýr formsatriði Hvað er að vera einkaleyfishæfur? „Maður sem telur sig vera með góða hug- mynd og vill koma henni í framkvæmd þarf að setja hana í svokallaða nýnæmiskönnun, þ.e. að ganga úr skugga um að hugmyndin sé í rauninni ný og hafi ekki verið framkvæmd áð- ur. Tilkoma gagnabankanna hefur mjög flýtt fyrir og auðveldað slíkar kannanir. Jón Ér- lendsson hjá Upplýsingaþjónustu háskólans er meistari í gera nýnæmiskannanir á dags- parti. En það kostar peninga að fullnægja öll- um þessum formsatriðum. Til dæmis kostar í sjálfu sér ekki mikið að leggja inn einkaleyfi en það er rosalega dýrt að fá lögfræðistofu eða verkfræðistofu til að útbúa umsóknina. Ég veit dæmi þess að loksins þegar einkaleyfið er í hendi hefur það kostað hálfa til eina milljón. Ef illa fer getur það orðið einstaklingum um megn.“ Og er engin önnur leið til að fjármagna ferl- ið en beint úr eigin vasa? „Það er hægt að sækja um svokallaðan frumkvöðlastyrk til Ympru hjá Iðntæknistofn- un. En við fáum mikið af hringingum frá fólki sem leitað hefur til stofnunarinnar og er ekki ánægt með þá fyrirgreiðslu, segir jafnvel að hún maki sjálf krókinn á hugmyndum ann- arra. Ef Landssamband hugvitsmanna hefði fjárráð og bolmagn er það mín skoðun að það væri betri vettvangur fyrir ráðgjöf og þróun en þessi stofnun. Ég hef sett upp skipurit fyrn- slíka framtíðarsýn með beinni tengingu út í þjóðfélagið, atvinnulífið sjálft. Umfram allt þarf að koma til áhættufjármagn frá fjárfest- um eða fyrirtækjum. Það er til lítils að fá einkaleyfi ef fólk missir í staðinn heimili sitt og hjónaband shtnar, eins og dæmi era um, og situr þá kannski uppi með einkaleyfi sem það hefur ekki fjármagn til að nýta. Maður sem er með einkaleyfi getur gert tvennt: Annaðhvort stofnað sjálfur fyrirtæki eða selt leyfið til fyrirtækis. Og hvor leiðin sem farin er krefst oft langrar þrautagöngu. Hér era veitt að meðaltali aðeins tvö einka- leyfi á ári af kannski tíu umsóknum. Þær koma fæstar frá fyrirtækjum, flestar frá þess- um þrjósku einstaklingum úr hópi hugvits- manna. Við þetta bætist að einkaleyfi eru ekki skotheld. Úti í heimi eru sjóræningjastöðvar sem stela hugmyndum og koma þeim í fram- kvæmd í skjóli þeirrar vissu að hugvitsmaður- inn hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til lög- sóknar. Þetta er alþjóðlegt vandamál. Sænska ííkisstjórnin hefur brugðist þannig við því að bjóða hugvitsmönnum gjafsókn upp á tvær til tíu milljónir króna; ef sjóræningjar vita fyrir- fram að þeir verða lögsóttir er hklegt að þeir meti áhættuna ekki þess virði. Óskandi væri að íslensk stjórnvöld fylgdu þessu fordæmi." Hefur slíkt sjórán gerst hérlendis? „Já, og sá sem fyrir því varð fór í mál og vann, að því leyti að einkaleyfi hans var stað- fest fyrir dómi. Þá hafði fyrirtækið sem stal hugmyndinni hins vegar markaðssett hana og náð forskoti sem hugvitsmanninum tókst ekki að vinna upp.“ Hugvit, vísindi og vítamín Þegar ég bið Elínóra að gefa dæmi um verk íslenskra hugvitsmanna sem komist hafa í framkvæmd nefnir hún „Iceblow“ Jóhannesar Pálssonai1, lyklakippuhólkinn sem afþýðir með andardrætti frosnar skrár á bílhurðum, og alls kyns nýjungar í fiskvinnsluvélum sem íslensk- ir hugvitsmenn séu sérfræðingar í, m.a. vara- formaður landssambandsins Arni M. Sigurðs- son sem seldi uppfinningar sínar grimmt á síð- ustu sjávarútvegssýningu. „Skuttogarinn vai- íslensk uppfinning," bætir hún við. „Hugvits- maðurinn Andrés Ragnarsson gekk hér milli stjórnvalda með þessa hugmynd sína og reyndi að sannfæra þau um að skuttogarinn væri framtíðin. Það tókst ekki. Að lokum stálu Bretai1 hugmyndinni og gerðu að sinni.“ Ég spyr hvers konar hugðarcfni sæki mest að íslenskum hugvitsmönnum þessi misserin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)
https://timarit.is/issue/132324

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)

Aðgerðir: