Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sveipur af mesólíti. Rýni menn niður fyrir fætur sér er út fyrir malbikið er komið, eða láti eftir sér að skoða nærliggjandi klett, er ekkert líklegra en að fagur eða furðulegur steinn grípi augað. Steinaríki Islands er bæði dularfullt og fag- urt þó það sé fremur fábreytt miðað við það sem gerist í ýmsum löndum. En það hefur ekki beinlínis verið op- in bók og úr því vildu jarðfræðingarnir Krist- ján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson bæta og það hafa þeir gert með dyggri aðstoð Grétars Eiríkssonar s ljósmyndara. Ut er * komin Islenska steina- bókin sem Mál og menning gefur út. VIÐ vorum aðallega að þessu vegna þess að það hefur ekld verið til nein handbók um íslenska steina. Það eru til vandaðar bækur í stóru broti, en ekki bók sem menn geta stungið í bakpokann eða vas- ann. Mál og menning hefur áður gefíð út bækur um fugla og plöntur á svipaðan máta,“ sagði Einar Gunnlaugsson í samtali við Morgun- blaðið. Einar er jarðefnafræðingur og starfar hjá Orkuveitu Reykjavíkur við jarðhitarannsóknir, en Kristján starfar hjá Orkustofnun, m.a. við jarðfræðikortlagningu og jarðhita- rannsóknir. Grétar Eiríksson, sem tók flestar myndirnar í bókinni er tæknifræðingur og Ijósmyndari og hafa myndii’ hans af náttúru Islands víða birst. Bókin byrjar á jarðfræðilegum þáttum sem miða að því að glöggva fyrir lesandanum við hvaða kring- umstæður hinar ýmsu steindir myndast og hvar líklegt er að við- komandi lesendur finni hinar ýmsu tegundir. Einnig er kafli um steina- söfnun, en bókin mun ugglaust hvetja til aukningar í þeirri tóm- stundagrein. Síðan rekur hver kafl- inn annan og í þeim eru bergteg- undii’ og steindir flokkaðar eftir efnasamsetningu og fleii’a. Fyrir þá sem hafa takmarkaða þekkingu á steinaríki Islands er óhætt að segja að fjölbreytnin komi á óvart. „Bókin er þó ekki tæmandi um ís- lenska steinaríkið því flestöllu er sleppt sem er svo smágert að ekki verður greint með góðu stækkunar- gleri. Bókin miðast því einkum við þarfir áhugafólks sem vill læra að þekkja hið algengasta og auðsæi- lega í hinu fasta bergi lands okkar. Það eru kannski ekki margir virkir steinasafnarar hér á landi, en flestir eru þannig gerðir að þeir taki upp það sem þykir sérkennilegt," segir Einar. Átti hinn hlutann Einar segir þá félaga ekki virka steinasafnara þótt þeir taki upp og beri með sér heim steina sem veki eftirtekt þeirra. Þeir leituðu þó mjög í smiðju nokkurra steinasafna, m.a. safn Hermanns Tönsbergs og í Steinaríki íslands á Akranesi. í fæstum tilvikum eru fundarstaðir steinda í bókinni nefndir með neinni Höfundarnir, Einar, Kristján og Grétar. Baggalútar úr Hvaifirði. nákvæmni, aðeins sagt: „Hvalfjörð- ur“, eða „Suðausturland", eða ,A-Ustfirðir“. Einar er spurður um ástæður þessa. „Hluti ánægjunnar við steinaleit er útiveran og að finna sjálfur frem- ur en að láta vísa sér á staðina. Yfir- leitt er því aðeins vísað á hérað, fjörð eða fjall þar sem helst er að leita fanga ef um fágætar tegundir er að ræða. A móti er textinn þar sem reynt er að benda á við hvaða aðstæður hinar ýmsu steindir myndast. Þetta er einnig gert af til- litsemi við landeigendur sem ekki eru alltaf ánægðir ef átroðningur er mikill, sérstaklega ef ekki er leitað leyfis til að fara um lönd þeirra. Steinaleit verður að fara fram með samþykki landeigenda þar sem svo ber undir. Hitt er svo annað mál, að þegar menn fara að þekkja dálítið til geta þeir séð eitt og annað út. Ég man að ég heimsóttu Petrínu á Stöðvarfirði fyrir nokkrum árum, sá þar fallegan stein og sagði um leið, „þessi er frá Reyðarfirði!“ og það stóð heima. Vegagerðin hafði verið þar á ferðinni og Petrína fylgdist vel með því. Ég var þarna einnig á ferð og átti hinn hlutann af steininum. Fleira svona dæmi mætti nefna,“ segir Einar. Hvert er helsta sérkenni íslenska steinaríkisins? „Islenska steinaríkið á íslandi hef- ur nokkra sérstöðu. Það er frekar tegundafátt, en það sem upp úr stendur er hversu zeolítar, eða geislasteinar, eru áberandi. Island er einn þekktasti fundarstaður slíkra steina í heiminum og frægasti stað- urinn, Teigarhom við Djúpavog, er friðlýstur. Annars finnast geisla- steinar miklu víðar en á Teigarhomi og tegundirnar em margar. Enda em geislasteinar áberandi í bókinni.“ I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)
https://timarit.is/issue/132324

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)

Aðgerðir: