Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 B 27 H huga að stuðla að félagslegum og lagalegum umbótum í íslensku samfélagi. Almenningur var með öðrum orðum að verða atkvæða- meiri og setti fram þá kröfu að eiga sér rödd sem heyrðist í samfélag- inu. Pað lá beint við að þjóðkirkjan, sem var óneitanlega stirðbusalegt embættisvald, yrði fyrir gagnrýni. Þjóðfélagslegar aðstæður, fordæmi Fríkirkjunnar á Reyðarfírði og til- vist hugsjónamannsins Lánisar Halldórssonar eru því grundvöllur- inn að stofnun fríkh’kju í Reykja- vík. Einnig hefur nærvera tveggja presta úr Vesturheimi haft sitt að segja, en þeir Jón Bjarnason, svili Lárusar, og Friðrik J. Bergmann virðast hafa verið lífið og sálin á trúarsamtalsfundi haustið 1899. Skömmu síðar var samin viljayfír- lýsing um að stofna fríkirkju. Um það bil mánuði síðar, eða 19. nóv. 1899, var Fríkirkjan í Reykjavík formlega stofnuð. Lárus Halldórsson nálgaðist stofnun fríkirkju á öðrum forsend- um en aðrir. Ljóst er að Lárus var sannkristinn og heittrúaður maður. Allt sem hann tók sér fyrir hendur, hvort heldur á Reyðafírði eða í Reykjavík, bar þessari lífssýn hans vitni. Hann greindi á við þjóðkirkj- una í ýmsum efnum. Hann taldi sig endurspegla skilning Lúters á kristni betur en þjóðkirkjan gerði. Lárus messaði því hempulaus og breytti bæði skímarathöfninni og kvöldmáltíðinni samkvæmt sann- færingu sinni. Ekki sótti hann þó allar hugmyndir sínar til Lúters. Snemma fór hann sjálfur að aðhyll- ast hvíldardag gyðinga og Sjöunda- dags aðventista, án þess þó að hróíla við hefðbundnu helgidags- haldi þjóðkirkjunnar, og kvöldmál- tíðarvenjur sótti hann sennilega til kalvínista. Kvöldmáltíðarathöfnin var mjög frábrugðin því sem ís- lensk kirkja hafði stundað. Brauðið og vínið var sett á borð þar sem hver og einn meðlimur safnaðarins kom og neytti af sjálfsdáðum. Presturinn neytti kvöldmáltíðar- innar einnig með þessum hætti, sem hluti af söfnuðinum frekar en leiðtogi. Strax að lokinni stofnun Frí- kirkjunnar í Reykjavík var Lárus kosinn fyrsti prestur hennar. Hann var fullur starfsorku og ritstýrði og gaf út tímaritið Frí- kirkjan samhliða prestsstörfum sínum. Lárus vann af krafti og slíkt hið sama má segja um söfnuðinn. Fljótlega var áformað að byggja kirkju þó bið yrði á því þar til fjár- hagslegur grundvöllur safnaðarins varð aðeins tryggari. Árið 1902 var keypt lóð undir kirkju og lokið við grunninn sama ár. Það gekk ekki átakalaust að byggja sjálfa kirkj- una þar sem nauðsynlegt reyndist að flytja efnið í kh’kjuna yfir land- spildu sem vai’ í eigu Sigurðar Thoroddsens verkfræðings sem þverneitaði að leyfa fríkirkjufólkinu að fara inn á landið. Það vandamál varð þá leyst með því að byggja staurabrú í Tjörninni og koma efn- inu þannig á byggingarstað. Árið 1904 var kirkjan tilbúin til notkun- ar og létti eflaust mörgum við það þar sem lög gerðu ráð fyrir að frjáls kirkjusamfélög yrðu að geta sýnt fram á húsakost undir starf- semi sína tvö ár fram í tímann. Sambúðin við þjóðkirkjuna gekk erfíðlega á þessum fyrstu árum og andaði oft köldu frá embættis- mönnum hennar. Á móti var Lárus vægðarlaus í gagnrýni sinni á þjóð- kirkjuna. Þess voru dæmi að frí- kirkjufólkið færi fram á afnot af Dómkirkjunni til kirkjulegra at- hafna, en jafnvel á viðkvæmum stundum, svo sem við andlát var fríkirkjufólki synjað um útför frá vígðri kirkju. Lárus gat einnig verið óvæginn í gagnrýni sinni á safnaðarfélaga Fríkirkjunnar. Hugsanlega vegna þess hve andstreymið var mikið, fór það fyrir brjóstið á meðlimum Frí- kirkjunnai’ að fá á sig skammir frá presti Fríkirkjunnar en þær voru oft birtar í mánaðarritinu Fríkirkj- an. Einnig virðist Ijóst að ekki kunni söfnuðurinn að meta nýja kirkjusiði þótt guðfræðileg rök væru fyrir þeim. Sumarið 1902 hætti Lárus útgáfu mánaðarritsins Frá safnaðarstarfi Fríkirkjunnar í Reykjavík. og með haustinu hætti hann sem prestur Fríkirkj- unnar. Höfðu þá staðið yfir harðar deilur innan safnað- arins. Eftir erfiða og há- vaðasama fundi varð ljóst að ekki yrði sáttum komið á innan safnaðarins og Lárusi gert að kveðja söfn- uðinn. Tilvera safnaðarins var þó orðin trygg og kaus hann sér Ólaf Ólafsson sem arftaka Lárusar. Með tilkomu Ólafs féll safnaðarstarfið í Ijúfa löð. Ólafur var ekki minni hug- sjónamaður en Lárus en á annan hátt. Ólafur tók und- ir gagnrýni Lárusar á þjóð- kirkjuna en var mýkri í umfjöllun sinni. Hann ein- beitti sér í stóram dráttum að umbótum er lutu að daglegu lífi fólks, umbætur sem lutu meðal annars að stöðu hjúa, réttindum kvenna og menntun. Söfnuðurinn stækkaði og blómstraði og aðsókn var svo mikil að kirkjan varð strax á fyrsta ári of líti) til að rúma þann fjölda sem vildi sækja þar kirkju. Nauðsynlegt reyndist því að stækka kirkjuna tafarlaust og var það gert árið 1905 en sama ár var einnig fjár- fest í orgeli fyrir kirkjuna. Seinna átti Fríkirkjan eftir að fjárfesta í stærra og betra orgeli og verða miðstöð tónlistar í Reykjavík og er þáttur þeirra bræðra Páls og Sig- urðar Isólfssona þar veigamestur. Fólksflutningar til Reykjavíkur voru miklir upp úr aldamótunum og Fríkirkjan var önnur tveggja lút- erskra kirkna í Reykjavík. Þetta varð til þess að söfnuðurinn stækk- aði ört. Því hefur verið haldið fram að um helmingur Reykvíkinga hafi tilheyrt Fríkirkjunni um 1910 en þá voru íbúar Reykjavikur orðnir um 11.600. Á þessum áram færðist Frí- kirkjan nær þjóðkirkjunni í guð- fræði og kirkjulegum athöfnum. Viðhorf safnaðarfélaga Fríkirkj- unnar einkenndist af víðsýni og um- burðarlyndi, sérstaklega gagnvart þeim sem ekki áttu samleið með þjóðkirkjunni eða jafnvel Fríkirkj- unni sjálfri. Hefur það að mörgu leyti verið Ólafi Ólafssyni að þakka því kristilegt viðhorf hans krafðist jafnréttis og kærleiksríkrar fram- komu í garð náungans. Einn þeirra sem sannarlega nutu góðs af opnu hugarfari Fríkirkjumanna var Har- aldur Níelsson. Það var á sviði spír- itisma undii’ guðfræðilegum for- merkjum að Haraldur vakti slíka athygli að nafn hans lifir á vöram manna fram á þennan dag. Harald- ur virðist sjálfur ekki hafa verið hrifinn af því að vera kallaður hreinræktaður spíritisti, en engu að síður vora niðurstöðui’ hans og þeirra sem sameinuðust í félagi við hann, þess eðlis að erfitt er að koma auga á hvað ber í milli. Haraldur komst fljótlega að því að skoðanir hans áttu ekki upp á pallborðið hjá embættismönnum þjóðkirkjunnar. Mörgum þóttu sálarrannsóknir afar forvitnilegar og hneigðust til þess ./ '***fÉ'7*Z c•' '*.****.** _ f*.'*té**+t■*4*aJ*& J ■sJn.f***'*Y 'Sa ««« .««£*• W - - «*♦■**-»<k- ***'■ • ..♦» » «* ** *' ■***-< *■ - - — V" 'j* • « »* i « :■***■* <* < l *»,***,-Aí^r, j**.' / c/ f.'jp a. * j y *•.». «*ýt:. ** • <««* »-«»« , v- .-*■ /-♦. .•..-fyV.Ár .......... «y- ■** •• M Cy'jrií*,'. $■ ./+■*■■ yfyJ&C •* uago cu.. Ei Fyrsta fundargerðin, 19. nóvember 1899. að trúa ýmsu sem öðram en félög- um Sálarrannsóknarfélagsins þótti ósennilegt og ósæmandi lærðum mönnum. Fríkirkjan kaus sér það hlutskipti að veita Haraldi svigi’úm til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Sérstakar guðsþjónustur Haralds Níelssonar hófust í Frí- kirkjunni árið 1914 og hélt hann slíkar guðsþjónustur allt til dauða- dags árið 1928. ftir að hafa starfað sem , prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík í tuttugu ár, dró Ólafur Ólafsson sig í hlé árið 1922. Hann starfaði þó áfram sem prest- ur hjá Fríkirkjunni í Hafnarfirði en hann hafði sinnt þeim söfnuði sam- hliða söfnuði Fríkirkjunnar í Reykjavík allt frá því að fríkirkja var stofnuð í Hafnarfirði árið 1914. Árið 1922 var Árni Sigurðsson kos- inn þriðji prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík og hlaut hann yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða í því sem kalla má fyrstu alvöra kosningar Fríkirkjunnar. Áður höfðu bæði Lárus og Ólafur á undan honum verið nánast sjálfkjörnir þar sem enginn keppti við þá um starfið. Ólíkt Lárusi og Ólafi, sem báðir höfðu borist á í íslensku þjóðlífi, virðist Árni Sigurðsson hafa tekið meðvitandi ákvörðun um að ein- beita sér frekar að Fríkirkjunni og láta þjóðmálin afskiptalaus. Hann var þó líkur forveram sínum að því leytinu til að hann var víðsýnn og frjálslyndur. Af prédikunum og hugleiðingum sem liggja eftir Ái’na er greinilegt að Árni var afskaplega andlega sinnaður maður. Meginá- herslur hans voru trú og von og fannst honum upprisutrúin liggja þessu tvennu til grandvallar. Það var í upprisu Krists að von mann- kynsins varð að raunveruleika, trú- in og vonin um eilíft líf. Þá var skoðun Árna á prestastéttinni full- komlega í anda Lúthers. Oft hefur borið á því í sögu kristinnar kirkju að klerkastéttin hefur talið sig út- valda og jafnvel skipa sérstakan sess. Var það einmitt eitt umkvört- unarefni þeirra sem stóðu að stofn- un fríkirkju á Islandi, hvort sem er á Reyðarfirði, í Reykjavík eða í Hafnar- firði. Árni Sigurðsson áleit hins vegar prestastéttina ekki vera fámennan hóp embættismanna heldur taldi hann til presta leik- menn, konur og karla, unga sem aldna. Allir vora þetta lærisveinar Krists að mati Áma. Þannig stóðu allir jafnir hvert sem ævi- starf eða stéttarstaða þehra var. í tíð Árna fóra samskipti Fríkirkjunnar og þjóð- kii-kju sífellt batnandi. Frí- kirkjan átti gott samstarf við dómkirkjuna við sér- stök verkefni. í api-íl 1925 barst t.d. bréf frá dóm- kirkjunni þar sem óskað var eftir samstarfi við Frí- kirkjuna við að knýja það fram að bæjarstjórnin byggði kapellu í kirkjugarðinum. Ólafur Ólafsson talaði óljóst um erf- iðleika í sambúð Fríkirkju og Þjó- kirkju í tuttugu og fimm ára afmæl- isriti Fríkirkjunnar sem honum var falið að skrifa. Þai’ hafði hann einnig orð á því að margt væri breytt frá upphafsáranum og að Fríkirkju- söfnuðurinn væri nú kominn ,,út úr kuldabelti hinna fyrri ára“ (Ölafur Ólafsson: Minningarrit, bls. 21.). Þá viðhélt Árni tengslunum við Sálar- rannsóknarfélag Islands og skrifaði greinar í tímaritið Morgunn sem gefið var út á vegum félagsins. Stærstan þátt í að gera Fríkirkj- una að miðstöð tónlistar, eins og áð- ur hefur verið minnst á, áttu bræð- urnh’ Páll og Sigurður Isólfssynh’. Þegar nýtt og betra orgel var keypt árið 1926 kom Páll til starfa sem organisti Fríkirkjunnar og starfaði þar fram til ársins 1939. Þá tók við organistastöðunni Sigurður bróðir hans og stjórnaði tónlistarlífi frí- kirkjunnar í 44 ár, eða fram til árs- ins 1983. Þeir bræður héldu uppi merkjum tónlistarinnar með tón- leikum, bæði sem fulltrúar Frí- kirkjunnar og á eigin vegum, í meira en hálfa öld. Á sinn hátt stuðluðu þeir þannig að blómlegu safnaðarlífi og óvíða hefur verið kh’kja sem naut starfski-afta jafn framúrskarandi listamanna. Þegar leið að hálfrar aldar afmæli safnað- arins árið 1949 lést Árni, langt um aldur fram, efth’ að hafa átt við veikindi að stríða um nokkurt skeið. Með andláti Árna má segja að uppbyggingu eða mótun safnað- arins hafi lokið. Fyrstu þrír prestar Fríkirkj- unnar mótuðu Fríkirkjuna í Reykjavík fyrstu fimmtíu ár- in í sögu hennar. Láras stofnaði söfnuðinn, uppbyggingin kom í hlut Ólafs og með Arna varð stefnu- mörkun safnaðarins Ijós og friði komið á milli Fríkh’kju og þjóð- kirkju. Prestar Fríkirkjunnar sem fylgdu í kjölfarið hafa aJlir markað spor á sinn sérstæða hátt en söfn- uðurinn var fullmótaður eftir að starfi þriggja fyrstu prestanna lauk. Eftirleikurinn var auðveldari og hefur stöðugleiki einkennt starf- semi Fríkirkjunnar í Reykjavík síð- an. Þrisvar sinnum hefur verið deilt í hundrað ára sögu safnaðarins, ár- in 1902, 1950 og 1988, en deilurnar hafa aldrei ógnað tilvist Fríkh’kj- unnar og falla í skuggann af hlut- verki hennar í sögu Reykjavíkur. Það er meðal annars fríkirkjufólki á íslandi að þakka að fólk utan þjóðkirkjunnar nýtur þess frelsis sem það gerir í dag. Frumherjarn- ir, sem höfðu fríkirkjuhugsjónina að leiðarljósi, brutu ísinn, skil- greindu umræðuna, knúðu fram lagabreytingar og sköpuðu jarðveg fyi’ir frjáls kirkjusamfélög á Is- landi. Tilvist Fríkirkjunnar í Reykjavík er minnisvarði um áunn- ið frelsi íslendinga í trúmálum og hún stendur á sinn hátt vörð um þann arf sem samvisku- og trúfrels- ið er. Hlutverki hins frjálsa kirkju- samfélags er því langt í frá lokið. Þegar Fríkirkjan lítur yfir sögu sína þá er það til að rifja upp upp- runa sinn, hlutverk og arf. Það skýrir stöðu safnaðarins í dag og gerir honum stefnumörkun sína til framtíðar auðveldari. Höfundur er með MA-gráðu í sagnfræði. 30% Ginsenosíðar Aðeins 1 hylki á dag Staðtað ginseng þykkni frá Indena. > „Ef ginsengafurðir eru ósviknar innihalda þær ginsenosíð Því meira þeim mun betra. Mönnum er því ráðlagt að kaupa aðeins afurðir með stöðluðu ginsenosíð-innihaldi". (Ur bókinni Lækningamáttur líkamans, með leyfi útgefanda). Innfl. Cetus, sími 544 4040

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)
https://timarit.is/issue/132324

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)

Aðgerðir: