Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir Guðrún Jóhannesdóttir og Hörður Snævar Ilarðarson skömmu áður en hann lést. Guðrún varð ekkja 21 árs og hafði þá misst sitt fyrsta barn. Synir hennar tveir á myndinni eru f.v. Jóhannes og Hörður. Lífíð í öllum sínum margbreytileik er um- ræðuefnið í heimsókn Guðrúnar Guðlaugs- dóttur til Guðrúnar Jóhannesdóttur hús- móður í Eystra-Fíflholti. Hún á að baki ríkulega lífsreynslu og er óvenjulega hög í höndum, svo sem verk hennar bera vott um, innan húss sem utan. Eystra-Fíflholt er gamalt höfuð- ból og landnámsjörð í Vestur- Landeyjum. Þegar grafa þurfti fyrir lögnum við breytingar á íbúðarhúsinu var komið niður á ævafornt bænhús og mannabein. Meðan ég sit og drekk kaffi og borða glæsilegar tertur velti ég fyr- ir mér hvemig sú manneskja hafi litið út sem á bein sín djúpt í mold undir gólfinu þar sem ég hef fætur mína. Auðvitað er tómt mál að tala um slíkt, fortíðin geymir sína vel og gefur ekkert upp þótt forvitið nú- tímafólk langi til að krefja hana sagna. Ég er heldur ekki komin í Eystra-Fíflholt til þess að eiga orðastað við fólk löngu liðins tíma heldur ræða um tíma sem enn er í fersku minni Guðrúnar Jóhannes- dóttur sem er húsfreyja á þessum stóra og myndarlega bæ. Það er auðvitað hún sem hefur bakað tert- umar sem ég og eiginmaður hennar Hafsteinn Alfreðsson spænum í okkur með kaffinu. Guðrún er ekki aðeins fær í kökubákstri, það er auðséð á öllu heimilinu að flest leik- ur í höndum hennar. Á kaffiborðinu er hvítur gatasaumsdúkur sem Guðrún saumaði út undir hand- leiðslu hinnar þekktu hannyrða- kennslukonu Amfinnu Björnsdótt- ur á Siglufirði, það kostaði að vísu blóð, svita og tár í eiginlegri merk- ingu - en fallegur er dúkurinn. Upp um alla veggi hanga brúður úr tré í margvíslegum fatnaði, sumar með hatta aðrar með tilkomumikið hár. Þær ýmist sitja, hanga eða standa í hinum margvíslegustu stellingum og eiga raunar það eitt sameiginlegt að vera vel og fagmannlega unnar. Skapari þeirra Guðrún segir hóg- vær að það sé ekkert mál að búa til svona brúður. „Ég vildi bara að ég hefði aðeins hlýrri „skurðstofu“,“ segir hún og hlær. Gamlar vélar í bland við grjót Eftir kaffið fylgir Guðrún mér út í verkstæði sitt sem er í stórri skemmu. Aðstaðan er að sönnu ágæt en víst hlýtur að vera kalsamt í skemmunni þegar frost er á Fróni og ískaldir norðanvindar næða utan við gluggann. Guðrún hefur ekki verið húsfreyja á Eystra-Fíflholti nema í tæp tíu ár en á þeim tíma hefur henni tekist að rækta afar fal- legan garð sem ber vitni fjörugu ímyndunarafli hennar og útsjónar- semi að nýta hið fjölbreytilegasta efni á hinn margbreytilegasta hátt. í gamalli sáningarvél skarta nú fjöl- ær blóm sem raunar hafa lifað sitt fegursta þetta árið. Gömul sláttuvél hefur fengið andlitslyftingu og sóm- ir sér vel við hlið hvítrar kolavélar sem er ættuð af Vestfjörðum. Ymsir aðrir landshlutar eiga fulltrúa í lystigarðinum í Eystra-Fíflholti, þar er jaspis og geislasteinar frá Austfjörðum, lágbarið grjót frá Vík í Mýrdal, hlaðinn veggur úr hafn- firsku hraungrjóti og þannig mætti lengi telja. Það er með ólíkindum að hægt sé að búa til svona garð á ekki lengri tíma meðfram óteljandi störf- um og snúningum sem til falla á stóru sveitaheimili. „Auðvitað hef ég fengið hjálp stundum, t.d. hlóðu synir mínir tveir hraungarðinn og maðurinn minn hefur líka rétt mér hjálparhönd," segir Guðrún hóg- værlega þegar ég býsnast yfir dugnaði hennar. Það kemur líka í ljós þegar við hefjum samtal inni í húsi að henni hefur ekki veitt af að sýna dugnað og útsjónarsemi í lífs- baráttu sinn - hún hefur stundum verið harla óvægin við Guðrúnu sú barátta. Ólst upp hjá fósturforeldrum Guðrún fæddist á Siglufirði 18. júní árið 1943 en fluttist þaðan á þriðja ári til Olafsfjarðar þegar for- eldrar hennar, Jóhannes Ásgríms- son smiður og Jóhanna Þorláksdótt- ir, skildu. „Ég ólst þar upp frammi í sveitinni, á Karlsstöðum, hjá föður- systur minni Þórnýju Ásgrímsdótt- ur og eiginmanni hennai', Eiríki Jónssyni. Foreldrar mínii' tóku fljótlega saman aftur en ég fór ekki til þeirra fyrr en ég var komin undir fermingu og þurfti að fara í gagn- fræðaskóla. Systir mín ólst hins vegar upp hjá þeim alveg. Fóstur- foreldrar mínir áttu fjögur böm sem voru eldri en ég og bættu að auki við tveimur öðrum fósturbörn- um. Ég á því mörg uppeldissystkini. Ég veit ekki af hverju ég fór ekki aftur til foreldra minna strax þegar þau fóru að búa saman aftur en ég er sátt við þessa tilhögun. Ég man þó eftir því að það fór illa í mig að þegar þau komu í heimsókn að Karlsstöðum þá fóru þau alltaf án þess að kveðja mig. Líklega hafa þau verið hrædd um ég vildi þá fara með þeim. Ég held líka að fósturfor- eldrar mínir hafi ekki viljað sleppa mér. Átti hlandblöðruveski Ég á margar góðar og hlýjar minningar frá uppvextinum á Karlsstöðum. Oft var nú reyndar kalt þar nyrðra á vetrum, það var til dæmis alltaf farið með okkur krakk- ana á sleða dregnum af hestum eftir harðfrosnu Ólafsfjarðarvatni á jóla- böll í Hringveri. Fósturforeldrar mínir tóku ekki fósturbörn af því að þau væru svo rík, þvert á móti bjuggu þau við þröngan efnahag. Eg hugsa oft um fóstru mína þegar hún var að þvo á bretti, fara út í læk til að skola af okkur fataplögg og baða okkur upp úr bala - þetta hef- ur verið mjög erfitt hjá henni. Timburhús var á Karlsstöðum, en það var gisið og gamalt. Kamar var þar þangað til ég var orðin tíu ára gömul, en þá kom fyrst vatnskló- sett. Óg ég átti sauðskinnsskó sem barn. Mínir krakkar trúa þessu varla. Þau urðu langleit þegar ég sagði þeim að amma mín hefði búið til veski handa mér úr þurrkaðri hlandblöðru úr kind. Þetta var mjög fallegt veski, gulleitt á litinn og í laginu eins og poki, varpað að ofan. Ég notaði þetta hlandblöðruveski þegar ég fór í kaupstað og fannst ég mjög fín með það. Amma mín Guð- finna Steinsdóttir var sjúklingur, hún fór aldrei úr rúmi frá því ég man eftir mér, hún var svo slæm af liðagigt. Fóstra mín annaðist hana eins og hjúkrunarkona þar til hún dó nær níræð. Fóstra mín hafði mikið að gera en hún var mjög dug- leg kona og skapmikil - við urðum að hlýða henni. Ég lærði að lesa fimm ára gömul, amma kenndi mér með bandprjóns-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)
https://timarit.is/issue/132324

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)

Aðgerðir: