Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 34
34 B SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Fjör Beastie Boys-félagar, Mike D, MCA og Ad-Rock. Stiklað li VÍÐA UM heim keppast menn við að gera upp áratugi og árhundruð, enda ekki nema rúmt ár til aldamóta. Meðal annars hafa tímarit og tölvuverslanir valið hljómsveitir og tónlistarmenn síðustu áratuga og kemur ekki á óvart að víðast hefur bandaríska rappþrenningin Beastie Boys verið ofarlega á lista og margir sagt hana merkasta tónlistarfyr- irbæri þessa áratugar vestan hafs. Kemur sér vel að í lok síðustu viku kom á markað tveggja diska safnpakki með "^érkum þeirra félaga þar sem stiklað er á stóru á ferlinum, aukinheldur sem ný lög eru viðruð. eir Beastie Boys-félagar, Mike D, sem heitir Mich- ael Diamond, MCA, eða Adam Yauch, og Ad-Rock, sem móð- ir hans nefndi Adam Horovitz, voru pönkarar í New York í lok áttunda áratugarins, en þá var mikið líf í þeirri gerð tón- listar í austurhluta Manhatt- an. Allsráðandi var pönkskot- ið rokk, en mikið að gerast í hip-hop og fönki. Diamond var í hljómsveitinni Young Aborigines, en eftir að hann komst í kynni við Adam - 'it'auch varð til hardcore- hljómsveitin Beastie Boys 1979. Adam Horovitz var þá hljómsveitinni The Young and the Useless, en eftir manna- breytingar í Beastie Boys var honum boðið að vera með. Þeim félögum var boðið að taka upp plötu fyrir Ratcage- útgáfuna, stuttskífuna Polly Wog Stew. Sumir hafí haldið því fram að að ekkert á fyrstu skífunni bendi til þess að þeir félagar búi yfír tónlistarhæfí- leikum, en þó bauðst þeim að gera meira. I næstu upptöku- lotu varð til lagið Cooky Puss og vakti athygli útgefandans Ricks Rubins, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á þá félaga og kom þeim meðal annars á samning hjá Def Jam, sem Rubin átti stóran hlut í. Hjá Def Jam voru ýmsar merkis- sveitir á þessum tíma, Kurtis Blow, Public Enemy og Run DMC, svo dæmi séu tekin. Fyrsta breiðskífan, Licenced to 111, kom út 1986, vakti gríð- arlega athygli og seldist í stærra upplagi en nokkur rappskífa til þessa. Framan af fannst mörgum lítið til Beastie Boys koma, þótti sem sveitin væri tilbún- ingur þeirra Def Jam-manna til að græða sem mest á því að láta bleiknefja rappa. Með næstu skífu sem kom út 1989 afsönnuðu þeir félagar þó allt slíkt jóss, því platan, Paul’s Boutique, er talin með því besta sem bandarískir tónlist- armenn hafa sent frá sér á síð- ustu árum. Ekki naut hún þó teljandi hylli framan af, þótti óðagengileg og full þung, en með tímanum lærðu menn að meta hana. Næsta skífa, Check Your Head, kom út 1992, en á henni njóta þeir meðal annars aðstoð- ar hljómborðsleikarans Marks Ramos-Nishita, Money Mark, sem starfaði með þeim um hríð. Tveimur árum síðar kom svo önnur plata, 111 Commun- ication, og þykir h'tið síðri en þær sem á undan komu. Fimmta breiðskífan, Hello Nasty, kom svo út á síðasta ári og fékk fyrirtaks dóma líkt og fyrri skífur þeirra félaga. Hello Nasty er fjölbreyttasta skífa Beastie Boys þótt hipphopp sé helst í hávegum á henni. Undir lok síðustu viku kom svo tvöfaldur safndiskur eins og áður er getið, þar sem stiklað er á stóru í ferli þeirra félaga. Á skífunni er til að mynda að finna ýmis sjald- heyrð lög og óútgefín, meðal annars endurgerðir laga, auk þess sem þar er að fínna lög frá fyrstu skrefunum á tónlist- arbrautinni, áður en hipphoppið átti hug þeirra fé- laga allan. Einnig eru þrjú ný lög á plötunum tveimur, þar á meðal Alive, sem nýtur mikill- ar hylli nú um stundir. Hello Nasty var með bestu skífum síðasta árs og þeir fé- lagar Beastie Boys á hátindi frægðar sinnar og sköpunar- gleði. Safnplatan nýja, The Sounds of Science, sýnir að þótt ferill þeirra félaga sé ekki samfelld röð snilldarverka, þá standa fáar sveitir þeim á sporði í sköpunargleði, fjöri og gamansemi. fynst i| fremst LÍTIÐ hefur borði á Stjórninni undanfarin ár, þótt hún hafí veri á fullu í ballspilamennsku undanfarna vetur. Nú finnst Stjórnarliðum tími til kominn að taka til hendinni að nýju, hyggjast fara víða um land í dansleikjahald á næstu mánuðum og sendu að auki frá sér breiðskífu fyrir skemmstu, þá fyrstu í nookkur ár. Grétar og Sigríður segja að hugmyndin um plötu hafi kviknað í surriar, þegar þau fóru að spá í það hvernig best væri að fagna tíu ára samstarfi þeirra. „Og ekki síst í ljósi þess að það eru fjögur ár síðan við sendum síðast frá okkur breiðskífu,“ segir Grétar. Sigríður bætir við að þótt hugmyndin hafí kviknað þá hafi ekki orðið frekar úr henni í bili. „Við fórum ekki að safna lögum á plötuna fyrr en í september, sem er vitanlega með seinna móti. Það setti náttúrlega strik í reikninginn að ég fór í sum- arfrí Spánar,“ segir hún, en Grétar skýtur inn í: „Og komst með fín lög með þér þaðan." „Já,“ heldur Sigríð- ur áfram, „ég fór í rann- sólmafleiðangur." Á plötunni eru lög úr ýmsum áttum. Tveggja laga er getið, Spánargóssið, tvö lög voru til fyrir, eitt eftir Sigríði og Grétar og annað eftir Grétar og Mána Svavarsson. Gömul lög voru endurgerð að hætti Stjóm- arinnar, Þó líð ár og öld, „sem enginn hefur þorað að snerta við“, Reykjavíkur- borg og Einskonar ást. Friðrik Karlsson á lag á plötunni og Þorvaldur Bjami og Andrea Gylfadótt- ir eiga eitt lag og loks á Ein- ar Bárðarson eitt. Þau segja að þó lögin séu ólík hafi þau á sér sinn sterka Stjómar- svip, en þau hafa löngum leyft sér að gera tilraun- bir í stílum og stefnum á plötum sínum. ,Á fyrstu plötunum gerðum við mikið af því að taka fyrir ólíkar stefnur og stíla, sem gerir vinnuna alla mun skemmtilegri,“ segir Sigríður. Grétar leggur áherslu á að Stjómin sé danshljóm- sveit og lagaval hennar markist alltaf nokkuð af því og því hversu markaðurinn sé lítill. „Við eigum enga stóra drauma um að kom- ast áfram út í löndum, sættum okkur vel við heimamarkaðinn, en geram okkur líka grein fyrir því að hann er viðkvæmur. Þess vegna höfum við hvílt lögin okkar á böllum og fólk er reyndar farið að kvarta yfir því hvað við spil- um lítið af okkar eigin lög- um.“ „Það hefur sitt að segja að við vorum búin að spila mörg laganna í hátt í áratug," segir Sigríður, „en mörg þeirra lifa áfram, það er hreinlega ekki hægt að sleppa þeim, þá verður fólk brjálað. Við ætlum að reyna að fjölga eigin lögum á dag- skránni og síðan detta lögin á nýju plötunni beint inn á hana.“ Grétar segir að þau séu ánægðari með plötuna nýju en nokkra plötu hljómsveit- arinnar til þesa, því þó þær hafí verið góðar hafí oftar en ekki eitthvert eitt lag að minnsta kosti staðið í ein- hverjum. „Eg held ég verði að segja að þessi plata er sú fyrsta þar sem mér finnst ekki snöggur blettur á. Stjórninni hefur iðulega tekist vel upp með að setja á plötu eingin lög og þau Grétar og Sigríður segja að þau hafi upphaflega hugsað sér að hafa fleiri lög úr eig- in smiðju, en það kosti tíma og vinnu. „Við höfum aldrei komist inn í þá rútínu sem þarf til að semja lög, það fer svo mikill tími og orka í að reka ballhljómsveit," segir Grétar. „Þó að við getum vitanlega öll samið lög þá verðum við taka frá tíma til þess að gera það eins og lagasmiðir gera.“ „Mér finnst mjög gaman að semja lög,“ segir Sigríður, „og vil gjarnan taka þetta fastari tökum.“ Stjórnin hélt útgáfuball, „við eram ekki mikið tón- leikaband", 19. nóvember sl. í Leikhúskjallaranum sem Grétar segir að sé að hluta haldið til þess að „kveðja“ kjallarann, þau séu búin að spila þar af og til undanfarna fjóra vetur, en nú finnist þeim tími til kom- inn að láta meira á sér bera, halda böll víðar í Reykjavík og úti um landið. „Við stefn- um á það að fara að spila markvissara úti á landi aft- ur, en við höfum ekki farið eiginlegan hring í fjögur ár,“ segir Grétar, „það er löngu orðið tímabært að taka upp þráðinn aftur eftir að hafa tekið góða hvíld.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)
https://timarit.is/issue/132324

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)

Aðgerðir: