Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 20
B SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLÍFSSTRAUMAR
XVIatarlist/jE'r huggulegast heima?
’Odýrt og persónulegt
SENN líður að jólum og áramótum, nánar tiltekið aldamótum, þótt menn
deili um það hvort þau séu um næstu áramót eða þar næstu. Engu að síður
fer fólk hvað úr hveiju að setja sig í jólastellingamar; baka, skreyta, kaupa
gjaflr, senda jólakort, þrífa og annað sem fylgir jólaundirbúningi og áramótin
verða vafalaust ansi skrautleg þótt menn séu ekki á einu máli um aldamótin.
Vikumar fyrir jól eru einnig til-
valinn tími til þess að undirbúa
komu jólahátíðarinnar á andlegan
hátt og koma sér í þægilega
* jólastemmningu. Bókabúðir sumar
hverjar hafa opið
til tíu á kvöldin og
er upplagt að
bregða sér í þær í
rólegheitum og
glugga í jólabæk-
umar og fá sér
kaffisopa. Jóla-
hlaðborð era orðin
afar vinsæl hér á
landi og oft erfltt að fá laust borð á
aðventunni í mörg hver. Ekki ætla
ég að hallmæla þeim, en það þarf
ekki endilega að fara út að borða til
að hafa það huggulegt og alls ekki á
allra peningafæri. Það er alltaf
gaman að borða góðan mat í góðum
■Aélagsskap og maturinn þarf alls
ekki að vera dýr og íburðarmikill.
Það er hvort sem er til fullt af fólki,
sem bara læst sem því finnist snigl-
ar, kavíar og ostrar sælkeramatur.
Það er nóg að maturinn sé bragð-
góður, nærandi og smekklega fram-
reiddur. Sniðug hugmynd er að
biðja gestina um að koma með for-
rétt eða eftirrétt í stað blómvönds
eða vínflösku og síðan gerir maður
það sama þegar maður fer til
þeirra.
Þar sem flestir borða frekar
þungan mat yfír jólin er rakið að
borða og bjóða upp á léttari rétti og
jafnframt ódýrari á aðventunni.
Þykkar grænmetisvetrasúpur era
alltaf góðar og vinsælar og við mat-
reiðslu þeirra kemur matvinnslu-
tækið töfrasprotinn sér vel. La-
sagna, grænmetis- eða fiskgratín
eða matarmikil salöt eru heldur
ekkert til að skammast sín fyrir.
Margir búa orðið til sitt eigið vín,
sem færi afar vel með svona léttri
máltíð í góðra vina hópi. Því ekki að
drekka það heitt með matnum, búa
til nokkurs konar glögg og slá þar
með tvær flugur í einu höggi: mat-
arboð og jólaglögg. Eplacider pass-
ar einnig með flestu og er ódýr, eins
vatn, tómatsafi, nú eða te! Þó ekki
séu hunangsristaðir humarhalar í
forrétt, „coq au vin“ í aðalrétt og
koníaksflamberaðir bananar í eftir-
rétt má samt skapa huggulegt og
„hátíðlegt" (í afslappaðri merkingu
þó) andrúmsloft. Það gerist með
ljúfri tónlist, dempaðri birtu og
kertaijósum (þannig sést heldur
ekki hvort að jólahreingerningin
hefur farið fram eður ei), það sakar
heldur ekkert að klæða sig ögn upp
á, jafnvel þó maður sé sjálfur gest-
gjafinn. Hér fylgir uppskrift að
góðri og matarmikilli vetrarsúpu.
—B—f
Blómkálssúpa
uppskrift fyrir 4
600 g blómkól
1 sellerístöngull
1 laukur
4 steinseljukvistir
________3A I grænmetiskraftur
1 tsk. salt
200 ml mjólk
1 tsk. kartöflumjöl
2 eggjarauður þeyttar með
ögn af mjólk
50 gr óðalsostur
Setjið blómkál, sellerí, niðurskor-
inn laukinn, steinseljuna og kraftinn
í pott og sjóðið undir loki í 25 mínút-
ur. Bregðið því næst töfrasprotan-
um ofan í pottinn og tætið græn-
metið. Leysið kartöflumjölið upp í
kaldri mjólkinni, bætið henni því
næst út í súpuna og látið suðuna
koma upp (þetta er hægt að vera
búið að gera daginn áður). Rétt áð-
ur en súpan er borin fram er suðan
látin koma aftur
upp, hitinn settur
á lægsta straum
og eggjarauðun-
um bætt út í í litl-
um skömmtum.
Gætið þess að
hræra stöðugt í
með písk á með-
an, alls í um eina
mínútu. Takið af
hita og bætið
rifnum ostinum
út í (auk smjör-
klípu, ef vill) og
hrærið stöðugt í á
meðan. Heima-
bakað brauð er
ómissandi með
súpunni og ferskt
salat á undan eða
eftir er líka grá-
upplagt. Eftirfar-
andi grískt salat
er t.d. góður
fylginautur súp-
unnar.
2 stórir tómatar
1 skalotlaukur
Vi qgúrkq
10 ólífur
__________2 origano-stönglar__________
1 dós feta-ostur
ólífuolía
salt og pipar
Skerið grænmetið, blandið því
saman, kryddið, dreifið ostbitinum
yfir, þar næst origano og síðan olí-
unni.
eftir Álfheiði Hönnu
Friðriksdóttur
Image skemill
Microvin áklæði
24.900 kr.
Margir litir
Image
Microvin áklæði
69.900 kr.
Margir litir
Fákafeni 9 Reykjavík Sími 568 2866
WHAT HTFI?
Style Systems
Product of the Year
Technoioay & Design
★ ★ ★ ★ *
8 o u n d S p a c e 8
STIKIO MUSIC SVSTEM
r*
Þegar hönnun og frábær hljómgæði fara saman
Nakamichi
■ l'oksins fáanlegt á fslandi
t (
JL
{'huómsýn
Ármúla 38 - Síml 588-5010
TÆKNI/Deila Bohrs og Einsteins um túlkun skammtafrœðinn-
ar; eða: Die Herumspringerei
Skar Maó formaður
úr um hana?
Einstein og Bohr á Solvay-ráðstefn-
unni í Brussel 1930.
TÆKNI byggist á vísindum. Tölvu-
tækni sem er undirstaða þróaðs at-
vinnulífs, hefði verið óhugsandi án
skammtafræði. Hegðun rafeinda í
föstu efni er óskiljanleg nema með
tilkomu þeirra efnisvísinda sem
urðu einkum tii í Englandi, Dan-
mörku, Þýskalandi og Austurríki
frá um 1902 tfl 1930. Framkvöðl-
amir voru N. Bohr, W. Heisenberg,
E. Schrödinger, P. Dirac, W. Pauli
og margir aðrir. Alberts Einsteins
er oft getið meðal helstu fram-
kvöðla, en yfirtak hans verks er
minna en svo að honum beri slíkt.
Honum ber hins vegar heiður fyrir
annað.
Einstein varð hins vegar, með
þeirri atorku og þeirri virðingu
sem hann naut, tfl þess að meir var
unnið að skýringu þeirrar dulúðar
sem einkennir agnir í heimi ör-
smæðarinnar.
Orðið defla er sett
í gæsalappir að of-
an því að þótt
skoðanaskiptum
lyki aldrei með að
menn yrðu sam-
mála, var Bohr
þakklátur fyrir að
einbeitni Ein-
steins flýtti fyrir að skýra óskýra
þætti. Allt snerist um það hvort
rekja mætti þróun efnisheimsins frá
einu stigi tfl annars á rökrænan
hátt. Sú skoðun hefur orðið ofan á
að það sé ekki hægt. Það er í þessu
samhengi broslegt að E. Schrödin-
ger, sem fann bylgjujöfnu sem stýr-
ir útbreiðslu efnisfyrirbrigða, vissi
ekki hvað það var sem gekk í bylgj-
um, heldur aðeins hvemig bylgjurn-
ar breiddust út. Það vissu aðrir ekki
heldur í byijun. Bohr og Heisen-
berg samverkamaður hans vora
fyrri tfl að skilja það. Schrödinger
kom til Hafnar, lfldega um 1926, að
fyrirlesa um jöfnu sína. Hann þoldi
flla loftslag Norðurlanda og kvefað-
ist. Bohr lá svo á að rökræða við
hann, að hann gekk fram og aftur
við rúsmtokk Schrödingers og þuldi
rök sín. Hinum veika varð svarafátt.
Uns hann segir í örvæntingu að ef
Bohr hætti ekki þessu „Herum-
springerei“ (randi fram og aftur),
sjái hann eftir að hafa fundið þessa
jöfnu upp. Bohr gekk ekkert til
nema ákafi vísindamannsins, og
svaraði af vinsemd að hann, höfund-
urinn, væri sá eini sem leiddist jafn-
an, allir aðrir hefðu fagnað henni.
Ákafa Bohrs í sannleiksleit mátti
misskflja sem ágengni. Hann varð
t.d. til að slitnaði upp úr samvinnu
hans við J.J. Thompson í Cam-
bridge. Skoðanaskipti hans við Ein-
stein út af skammtafræðinni era
kunn. Bohr taldi þau aldrei deflu,
heldur ögran tfl að skflja betur
fræðin, og var þakklátur framlagi
Einsteins. Þegar Einstein er að átta
sig á meginhugtaki Bohrs, sem er
tvíeðlið, spyr Bohr hann hvort eigi
að banna notkun Ijósteljara, úr
því að Ijósið kemur fram í lfld
bylgna, og síðan hvort eigi að
banna raufagler, úr því að ljósið
kom fram í líki einda. Þetta var
með vísun til ástandsins í
Prússlandi, en þar var löngum
hægt að fá samþykkt hin fárán-
legustu bönn með samþykki
lögregluyfirvalda. Glettnin fólst
í að Einstein var þá prófessor í
Berlín.
Það er á þessum áram að
Einstein spyr Bohr: „Glauben
Sie wirklich das Gott wiirfelt"?
(Trúið þér í raun að guð íeiki
teningaspil?)
Þessu lauk að líkindum upp
úr 1935, er Einstein hafði birt
líkan af því hvemig ætti að
komast hjá þeim skorðum er
óvissa skammtafræðinnar setur
oss. Bohr svaraði því, að því er
sumir telja á ekki alltof sann-
færandi hátt, og Einstein kvað
upp úr um að tilgangslaust væri
að halda rökræðunum áfram
með orðunum: Sjónarmið Bohrs
era að vísu rökfræðflega mögu-
leg, en svo algerlega andstæð
vísindalegri eðlisávísun minni, að ég
get ekki hætt að leita rækflegri
skilnings.
Tfl gamans má geta að skömmu
eftir lát Bohrs 1962 kom bréf tfl
stofnunar hans í Höfn frá eðlisfræð-
ingi í Peking, um að Maó formaður
hefði litið á deflu þeirra jöfranna
tveggja, og kveðið upp úr um að
Bohr hefði haft rétt fyrir sér en
Einstein rangt.
Þessi skoðanaskipti hafa haldið
áfram af endumýjuðum krafti síð-
ustu áratugi. Um það má lesa á ís-
lensku í grein eftir Jakob Yngvason
í afmælisriti Þorbjamar Sigurgeirs-
sonar, I hlutarins eðli, frá 1987. Lík-
an Einsteins frá 1935 er gert mæl-
anlegt með vissum breytingum. Til-
raunaniðurstöður era staðfesting
þess að hin fræðflega óvissa
skammtafræðinnar er óhjákvæmi-
leg.
eftir Egil
Egilsson