Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 32
32 B SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST unum, samæfa þau og þá er hægt að taka þau upp sem gengur frekar hratt fyrir sig.“ I Stjömukisa er alltaf sami þriggja manna kjaminn, en fjórði maður í sveitinni er Birk- ir Viðarsson sem leikur á trommur, forðum meðlimur Bisund. „Birkir spilaði aðeins með okkur fyrir nokkru og kom síðan inn í sveitina sem fastamaður eftir að Bisund hætti,“ segja þeir Stjörnukisa- menn og bæta við að það hafi talsverð áhrif á það sem þeir félagar séu að gera að vera aft- ur famir að vinna með fast- ráðnum trommara og að öðr- um eins trommara og Birkir sé. „Birkir hefur mikil áhrif á það sem við emm að gera en platan verður líka mjög víð, það verður mikið að gerast á henni enda höfum við ekki enn sent frá okkur stóra plötu. Flottur sófi er svo sýnishom af því hvert við stefnum." Morgunblaðið/Jim Smart Langstökk Liðsmenn Lands og sona, Hreimur Ö. Heimisson, Jón Guðfinnsson, Birgir Nielsen, Gunnar Þ. Eggertsson og Njáll Þórðarson. Björgunarað- gerðir Kjartan Ólafsson. HLJÓMSVEITIN Stjömukisi hefur lengi starfað og verið býsna dugleg við að gefa út, að minnsta kosti framan af. Þeir sveitarmen hafa verið iðnir við að gera tilraunir í útgáfu, gef- ið meðal annars út hvíta tíutommu á vínyl, en nú hillir loks undir breiðskífu. Fyrsti vottur um hana var diskurinn Flott- ur sófi sem gefinn var út í haust í orðsins fyllstu merkingu. inni, frábær upptökustjóri sem gerði mikið fýrir okkur.“ Ekki eru þeir Hreimur og Gunnar á því að stökkið verði eins stórt á næstu skífu, þeir séu komnir áleiðis í þróun sem þeir vilji halda áfram, „það er að segja ef vel gengur," segir Hreimur og kímir. „Það eru nokkur ný lög til nú þegar og væri gaman að fara með þau sömu leið ef fólk kann að meta það sem við erum að gera. Það getur annars eins gerst að við finnum okkur einhverja aðra leið til að gera næstu plötu, hver veit,“ og Gunnar tekur undir: „Það er svo rosalega gaman að prófa eitthvað nýtt.“ Þeir félagar segja að upp- tökuferlið hafi verið mjög langt og mjög erfitt en það hafi líka verið skemmtilegt. „Það kom smá bakslag í þetta hjá okkur í Færeyjum, tvær vikur er svo- lítið langur tími í Færeyjum, en burtséð frá því var þetta mjög skemmtilegt. Við erum líka að vinna á allt annan hátt en við höfum áður gert og það má heyra það á plötunni." Land og synir er vinsæl ballsveit og leikur allmikið af lögum eftir aðra til að halda uppi stemmningu og stuði. Þeir félagar segja að draumur sveitarinnar sé að geta leikið að mestu eða öllu leyti eigin lög á böllum og samt haldið uppi fjöri. Það mjakast í áttina eftir því sem sveitin gefui- út fleiri plötur og þeir segja að svo sé komið að hátt í helming- ur ballprógrammsins sé úr eig- in smiðju, þar á meðal fjögur lög af plötunni nýju. „Það verð- ur gaman þegar þetta er kom- ið,“ segir Hreimur dreyminn. QJJ omnr LAND OG SYNIR hefur lengi verið ein vinsælasta hljómsveit landsins og sent frá sér breiðskífur sem selst hafa bráð- vel. Aðal sveitarinnar hefur verið létt grípandi popp en á nýrri plötu hennar, Herbergi 313, kveður nokkuð við annan tón, því þar er á ferð útpælt rokkskotið popp, þyngri tónlist og metnaðarfyllri, þó ekki sé langt í léttpoppið. eir Hreimur Ö. Heimisson og Gunnar Þ. Eggertsson, liðsmenn Lands og sona, en félagar þeirra í sveitinni eru Jón Guðfinnsson, Birgir Niel- sen og Njáll Þórðarson, segja að þeim sem kunnað hafa að meta sveitina hingað til eigi ef- laust eftir að líka nýja platan, enda séu á henni lög í ætt við það sem þeir félagar hafa áður gert, en markmiðið hafi fyrst og fremst verið að gera ekki sömu plötuna aftur; að reyna að þróa tónlistina áfram. „Við vildum stíga smá skref áfram, reyna að búa til nýjan hljóm.“ Síðustu plötur Lands og sona hafa selst bráðvel og margur vísast talið að ekki væri ástæða til að breyta um stíl eða stefnu þegar vel geng- ur, en þeir félagar eru ekki á sama mái. „Það er engin trygging fyrir framtíðinni að vera vinsæll í dag, það er ekki víst að fólk vilji heyra það aft- ur í næsta mánuði sem er vin- sælt í þessum," segir Hreim- ur. „Menn verða að fylgjast með og reyna að þróast sjálfír. Þetta er kannski svolítið stórt stökk hjá okkur, en við erum afskaplega ánægðir með plöt- una og fullir af sjálfstrausti." Land og synir tók sér lang- an tíma til að vinna Herbergi 313 og tók hana upp víða um heim, meðal annars í Færeyj- um og á Spáni, til viðbótar við þá vinnu sem unnin var hér heima. „Við eyddum góðum tíma í hvert lag,“ segir Gunn- ar, „gáfum okkur góðan tima til að lifa með lögunum áður en við festum þau í endanlegri mynd.“ Hreimur segir að þó platan sé tekin upp á löngum tíma og mismunandi stöðum skipti máli að þeir notuðu til þess sama búnaðinn, enda keyptu þeir sér stafrænt hljóðver sem taka má með sér hvert á land sem er. „Það má kannski heyra tíðarandann á hverjum stað í þeim lögum sem þar voru tekin upp, en ekki má gleyma því að við vor- um með sama upptökumann- inn í öllum laganna, Adda 800, sem á jafn mikið í lögunum og við,“ segir hann ákveðinn og Gunnar tekur undir: „hann er sjötti meðlimur í hljómsveit- ákveðinn blær á tónlistinni frá þessum tíma sem mér flnnst mjög heillandi, því þá eru menn að ná tökum á raftækninni og fyrir vikið er bernskublær á þessu sem gerir diskinn heilsteyptari en margur myndi ætla.“ Kjartan segir að það hafí verið gaman að hlusta á lögin, enda séu þau mjög bundin við minningar og tilfínningar og þegar hann hafí heyrt þau aftur mundi hann hvað hann var að hugsa til að mynda þegar hann var að syngja Lalíf. „Það var eins og að fletta mynda- albúmi að hlusta á gömlu böndin, en ég hef varla heyrt neitt af þess- ari tónlist síðan þau voru gerð.“ Kjart an segir að mikil vinna hafi verið lögð í að hreinsa upptökurnar upp. „Eg fékk til þess mjög góðan mann, Gunnar Smára Hclgason, sem er sá alflinkasti í að hreinsa upp gamlar upptökur og það gerðist hið merkilega að tónlistin kom beinlínis út úr hátölurunum, er nánast eins og við skildum við hana í hljóðver- inu á sínum tíma, áður en hún var þrykkt í plast.“ TÓNSKÁLDIÐ Kjartan Ólafsson hefur ekki verið við eina Qölina fellt í tónlistarsköpun sinni. Kjartan kom fyrst fyrir eyru almennings sem framsækinn poppari með klassíkina í bland, eins og heyra má meðal annars á safnskífunni Lalíf 1985-1987 sem kom út fyrir skemmstu. IV n rjartan segir að hug- Lmyndina að útgáf- unni megi helst rekja til þess að Skífan óskaði eft- ir að fá gamalt lag eftir hann á safnplötu. Þegar hann fór að kanna ástand- ið á frumupptökunum kom í Ijós að böndin voru að eyðast, húðin að flagna af þeim og ekki seinna vænna að bjarga þeim. „Ég ákvað því að koma þeim í betra form, hreinsa vel og koma á disk,“ seg- ir Kjartan. A diskinum er tónlist eftir Kjartan úr ýmsum áttum frá ár- unum 1985 til 87, popptónlist, leikhústónlist og raftónlistar- verk. Fyrst koma þar fjögur lög sem hljómsveitin Smart- bandið, sem starfaði á árunum 1985 og 86, gaf út á fjögurra laga plötu 1986 og skáru sig nokkuð úr í þeirri tónlist sem hæst bar á þessum tíma. Þannig var eitt laganna, Lalíf, sungið afturábak og náði talsverðri hylli í útvarpi. Einnig eru á diskin- um fjögur lög úr leikritinu Hremm- ing sem Kjartan samdi tónlist við, en textar eru eftir Karl Ágúst Úlfs- son. Loks er á diskinum balletttón- list við ballettinn Pars pro toto ... en andinn er veikur, sem settur var á svið af danshópnum Pars pro toto 1988. Kjartan segir að verkin virðist kannski ólík við fyrstu sýn, en eigi þó sitthvað sameiginlegt. Þannig sé raftónlistarverkið, balletttónlistin, blanda af nútímapoppi og jafnvel mínimalisma. „Það sem tengir verkin saman er að þau eiga sér sameiginlegan höfund og það er Þeir Stjömukisamenn Bogi og Úlfur segjast hafa gefíð diskinn út sem einskonar for- smekk að því sem koma muni og sýna að þeir séu enn lifandi, en hann var gef- inn í fímm hundruð ein- tökum; er hvergi til sölu. Á disknum eru tvö lög sem verða á plötu sem Stjömukisa- menn hyggjast senda frá sér á næsta ári, lögin Fiottur sófí, sem fjallar um gimdina, og Lesbíuhælið. Flottur sófi er líka í þremur endurgerð- eftir Árna Matthiasson Þeir félagar segjast hafa byrjað á plötunni í sumar. Á þeirri plötu eru þeir með nýtt efni undir, nema Flottur sófi sem er gamalt lag að því þeir segja. „Það má segja að vinnan hafi ekki farið almennilega af stað fyrr en við gáfum út þessa smáskífu," segja þeir. „Það var eins og losnaði um einhveija stíflu.“ Þeir félagar segjast vera búnir að undirbúa upptökur af tíu lögum af fjórtán, en úr þeim pakka verða síðan tólf lög valin á plötuna. „Við emm búnir að forrita það sem þarf, síð- an á eftir að kynna hljóm- sveitina fyrir lög- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.