Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ Þau Inga og Ólafur gengu í hjónaband í Svíþjóð 1960. Fyrstu kynni þeirra voru ekki við ýkja rómantískar að- stæður - þau hittust við dánarbeð sjúklings. deildinni á Sogni og afskiptum af frá ráðherranum. málefnum fanga. ítarlegur kafli er um kvartanir og kærur sem land- læknisembættinu bárust vegna meintra mistaka starfsmanna heil- brigðisþjónustunnar og samskipti læknis og sjúklings eru Ólafi hug- leikin. „Ég held að gömlu læknarnir hafi reist um sig ákveðinn múr, einfald- lega vegna þess að þeir skynjuðu vanmátt sinn. Sannleikurinn er sá að fyrir síðari heimsstyrjöld voru læknavísindin mjög skammt á veg komin. Menn segja að um níu tíundu hlutar þess sem eitthvað gagnar í nútíma læknisfræði hafí komið fram eftir styrjöldina. Nú á dögum er mun auðveldara að sýna fram á ár- angur við lækningar og því er hæg- ara fyrir lækna að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir og tala hreint út um kunnáttu sína og van- kunnáttu. Læknastéttin hefur hins vegar glatað völdum og virðingu, segja sumir, þrátt fyrir meiri kunn- áttu og getu og í því er fólgin ákveð- in þversögn.“ Gagnrýnin umfjöllun um al- þjóðamál og lyfjamál Ólafur fjallar á gagnrýninn hátt um alþjóðlegt samstarf í heilbrigðis- málum og einnig lyfjamál og lýsir baráttu sinni fyr- ir lækkun lyfja- verðs. „I lyfjaiðnaðin- um eru unnin frábær vísinda- störf og þróun í greininni hefur verið gífurlega mikil. Hins vegar er kaupmennsk- an með lyf óvæg- in og bitnar oftar en ekki á þeim sem síst skyldi, svo sem fátækum ríkjum þriðja heimsins. Lækn- ar hafa nær allar upplýsingar um lyf frá fyrirtækj- unum sem fram- leiða þau. Hér á landi hafa sumir einstaklingar hagnast mjög á lyfsölu þar sem lyfjaverð hefur verið óheyrilega hátt. Eitt sinn er ég gekk á fund heilbrigðisráð- herra mætti ég brosmildum manni á leið út Ráðherrann sat hugsi við skrifborð sitt og sagði um leið og ég lokaði dyrunum á eftir mér: „Ég var að afhenda manni fimmtíu milljónir króna í árstekjur! Ég var að úthluta honum lyfsölu- leyfí!“„ Ný viðfangsefni „Mestu viðbrigðin við að hætta í landlæknisembættinu voru í fyrstu þau að þurfa ekki að fara að heiman á morgnana. Inga fór í vinnuna en ég varð eftir heima. Hins vegar liðu ekki margir dagar þangað til ég hafði fengið verkefni á ný. í gríni hef ég sagt að ég dauðsjái eftir því að hafa hætt að vinna vegna þess að ég hafi svo mikið að gera!“ Nýverið var Olafur kjörinn for- maður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og hefur hellt sér út í baráttu á því sviði. „A vettvangi samtaka aldraðra er mikið verk óunnið sem mig fýsir að glíma við ásamt félögum mínum. Ljóst er að lausn margra baráttu- mála aldraðra þolir ekki langa bið. Ef við fáum ekki hljómgrunn hjá stjórnvöldum er það persónuleg skoðun mín að fyllilega komi til álita að við bjóðum fram í næstu alþingis- kosningum!" innmi Með eða án afþurrkunarbursta mottxir Tilvalið fyrir heimili, stofnanir, húsfélög og fyrirtæki. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 B 25 LYKILL AÐ GÓÐRI ÁVÖXTUN Ef þú hefðirfjárfest í Framsækna alþjóða hlutabréfasjóðnum í Lúxemborg þegar hann var stofnaður þann 10. desember á síðasta ári, þá hefði fé þitt aukist um 50,4%. 155 150 145 140 135 130 125 120 115 110 105 100 des 98 jan 99 feb 99 mar 99 apr 99 maí 99 jún 99 júl 99 ágú 99 sep 99 okt99 Sjóðurinn nýtir reynslu helstu sérfræðinga heims í sjóðstýringu með því að fjárfesta í safni hlutabréfasjóða sem sýnt hafa góða ávöxtun. Stefna sjóðsins er að fjárfesta í félögum í vaxandi atvinnugreinum og félögum á nýjum hlutabréfamörkuðum. Einnig er fjárfest í félögum sem verið er að einkavæða og eru að koma ný inn á markaðinn. Ávöxtun tteknigcinius ávöxtun á ársgrundvelli 3 ár 204,24% 44,90% 5 ár 543,60% 45,12% 10 ár 1058,20% 27,76% Vinsamlcgast athugið að gengi gctur lækkað ckki síður cn hækkað og ávöxtunartölur liðins tíma cndurspcgla ckki nauðsynlcga framtíðarávöxtun. BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF ■ byggir á trausti Ilafnarstræti 5 • sími 525 6060 • fax 525 6099 • www.bi.is • verdbref@bi.is *■>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)
https://timarit.is/issue/132324

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)

Aðgerðir: