Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ kallaður upp í talstöð sem ég hafði alltaf á mér ef ég fór eitthvað frá skipinu. „Það er neyðarútkall. Við erum að sigla úr höfn. Þú átt að koma strax um borð!“ Ég klæddi mig í snarhasti og fór út. Þegar ég kom út úr húsinu heyrði ég betur í sírenunum og sá þrjá stóra geisla frá ljóskösturum Vædderens lýsa upp í loftið yfir höfninni. Það var tilkomumildl sjón. Ég stöðvaði næsta bfl sem ég sá, opnaði dyrnar og sagði: „Gott kvöld, fyrirgefðu ónæðið. Ég er læknir á Vædderen og verð að komast þangað strax. Gætir þú nokkuð verið svo góður að aka mér niður á höfn? Færeyingurinn kink- aði kolli, ég settist inn í bfl til hans og við ókum af stað með hraði.“ Arne Froge var á vaktinni og hafði meðal annars umsjón með „neyðarköllunum" og ljósamerkj- unum um borð í Vædderen: „Þeir sem voru í landi áttu með réttu að fá klukkustundar fyrirvara tfl að koma sér aftur um borð - hvar sem þeir voru staddir. En þar sem hér ríkti neyðarástand og við vorum þegar með flesta um borð sem máli skiptu í útkall sem þetta stefndi í að við gætum siglt mjög fljótlega af stað. Þyrluáhöfhin hafði öll verið um borð hvort sem var. Nú var því bara að bíða eftir að læknir- inn skilaði sér. Hann var með tal- stöð. Mér var sagt að von væri á honum innan tíðar.“ Lars Meinert læknir var á leið eftir bryggjunni í Þórshöfn með færeyska ökumanninum: „Við vorum komnir niður að höfn örfáum mínútum eftir að ég heyrði útkallið. Þegar við komum út á bryggju sá ég mér til mikillar undrunar að vélarnar voru þegar komnar í gang! Hvflíkur viðbúnað- ur. Það var byrjað að hita upp að- alvélina við bryggju. Skipið var látið keyra í tvær trossur. Búið var að sleppa öllum öðrum endum. Landgangurinn var tilbúinn til að verða kippt um borð - búið að fjar- lægja öll bönd úr honum. Það var eins og skipið biði bara eftir mér. Ég hljóp að landganginum. Þegar ég steig upp á hann við skipshlið- ina tóku tveir hásetar í axlirnar á mér og rykktu mér inn fyrir. „Læknirinn er kominn um borð!“ sagði annar þeirra í talstöð og landgangurinn var tekinn inn fyrir á augabragði. Ég hafði á tilfinning- unni að ég væri að stökkva um borð í hraðbát." ' WESTMINISTER einstaklega vandað borðstofusett úr hnotu. Selt í setti: Borð, 6 stólar og glerskápur kr. 337.580,- WESTMINISTER sófabakborð kr.39.120,- WESTMINISTER hornborð kr. 35.270,- WESTMINISTER sófáborð kr. 35.270,- I - ■ III W - SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 B 17 Gefðu henni eitthvað óvenjulegt frá Estée Lauder: Fallegur förðunarbakki. Verð kr. 5.890 Allt sem hún þnrf fyrir augu, varir, kinnar og neglur: 4 Re-Nutriv varalitir, 8 augnskuggar, 3 kinnalitir, 4 naglalökk, 4 varablýantar, 1 augnblýantur (svartur), 1 More than Mascara (svartur), ásamt 4 förðunarburstum ásamt spegli. Verðgildi með innihaldi er kr. 25.420. Ath.: Takmarkað magn! Sendum í póstkröfu. Ef Seiko Kinetic Auto Relay úrið er ekki hreyft í þrjá sólarhringa, hættir úrið aðganga og þannig sparast orka. Úrið getur beðið í óvirku ástandi í allt að fjögur ár en byrjað að ganga á réttum tíma að nýju þegar það er hrist. Aldrei þarf að skipta um rafhlöðu. Kinetic Auto Relay er enn ein byltingarkennda nýjungin frá Seiko.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)
https://timarit.is/issue/132324

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)

Aðgerðir: