Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 B 9 Prjónaði og reykti á kvöldin Pað var fínt að vinna í KRON, ég hafði ánægju af búðarvinnunni, hafði og hef enn góða þjónustulund. Eg var raunar alin upp til þess að giftast og eiga böm. Eg var þónokkuð svartsýn á að það gengi upp, ég hafði mikla minnimáttar- kennd sem unglingur og fannst ég ekki beint falleg ásýndum. Þetta viðhorf hafði þau áhrif að ég fór sjaldan á skemmtistaði. Eg sat frekar heima og prjónaði. Ég kynntist enda ekki manninum mín- um á batli heldur í mötuneyti þar sem ég vann og hann borðaði. Þá var ég hætt að vinna í KRON og flutt úr herberginu sem ég leigði uppi yfír þeirri ágætu verslun. Einn ósið lærði ég meðan ég vann í KRON, ég byrjaði að reykja. Aldrei þessu vant hafði ég farið á ball með vinkonum mínum og einhver strák- ur hafði við orð að ég hlyti að vera úr einhverjum sértrúarsöfnuði, ég væri svo hræðilega gamaldags, reykti hvorki né drykki. Eg hugsaði um þetta og ákvað að byrja að Guðrún með eina af dúkkunum sinum sem eru hver annarri fallegri og fjölbreytilegri. reykja, taldi það saklausara. Það gekk frekar illa að læra að reykja, mér varð mjög óglatt - en ég lét mig hafa það og sat eftir það og reykti og prjónaði á kvöldin þar til ég flutti suður á Keflavíkurflugvöll og fór að vinna þar í mötuneyti fslenskra að- alverktaka. Ég fékk þar hærri laun og mig langaði að breyta til. Ertu að vagga barninu okkar, ástin mfn? Maðurinn minn var rakari á Vell- inum og borðaði í mötuneytinu þar. Hann hét Hörður Snævar Harðar- son og við eignuðumst saman þrjú börn. Áður hafði hann eignast tvö börn sem hafa verið mér góð. Fyrsta barn okkar Harðar misstum við, það dó í fæðingu. Ég fékk ekki að sjá barnið, það var bara tekið, ég hefði viljað sjá það en ég bað ekki um það - ég var svo tilfinningalega dofin. Ég var ekki nema nítján ára og hafði verið veik allan meðgöngu- tímann og vissi að mikil hætta væri á að barnið yrði ekki heilbrigt. Ég varð fljótlega ófrísk aftur og eignað- ist heilbrigðan strák. Nokkru síðar eignaðist ég annan strák. Þegar hann var fjögurra mánaða dó mað- urinn minn úr krabbameini. Þá var ég tuttugu og eins árs gömul. Hörð- ur fékk ristilkrabba og var skorinn upp, en það dugði ekki, hann dó ári síðar þá aðeins tæplega þrítugur. Þegar ég hugsa til baka finnst mér einkennilegt að Hörður bað mig að láta litla drenginn heita í höfuðið á sér. Hann var þá á sjúkrahúsi en sunnudaginn sem drengurinn var skírður var hann óvenjulega frískur þótt hann kæmist ekki í kirkjuna til að vera við athöfnina. Daginn eftir fór ég með drenginn í skímar- myndatöku til Reykjavíkur en þeg- ar ég kom til baka var Hörður orð- inn meðvitundarlaus. Það var hringt í mig og ég var beðin að koma strax upp á spítala, þegar ég kom var hann meðvitundarlaus - en þegar ég var að ganga út úr sjúkra- stofunni reis hann upp og sagði: „Ertu að vagga baminu okkar, ástin mín?“ Þetta vom síðustu orðin hans. Ég sneri við en þá var hann hniginn niður í meðvitundarleysi á ný. Um kvöldið dó hann. Keflvíkingar reyndust mér vel Fósturfaðir minn var nýlega dá- inn þegar þetta var og mér fannst ég eiga fáa að til að snúa mér til. Ég var eignalaus með öllu, við höfðum ekkert átt nema skuldir. Ég fékk að vera hjá foreldrum mínum í einn vetui’, þau voru þá flutt til Keflavík- ur, ég get aldrei nógsamlega þakk- að þeim þeirra hjálp þá. Ég fékk barnapíu fyrir annan drenginn og leikskólapláss fyrir hinn og fór að vinna úti. Eftir veturinn fór ég að leigja mér húsnæði. Sóknarprestur- inn Björn Jónsson stóð fyrir söfnun fyrir mig og Keflvíkingar gáfu mér hundrað og fimmtíu þúsund krónur, sem var ekki lítill peningur þá. Þessir peningai’ dugðu sem útborg- un í tveggja herbergja íbúð sem kostaði röskar fjögur hundruð þús- und krónur. Það varð önnur ung kona ekkja í Keflavík um sama leyti Við héldum í ham- ingju okkar að þetta yrði ekkert mál að takast á við en auð- vitað varð þetta heil- mikið mál - ég sé samt ekki eftir að við réðumst í þetta, Jdlin fara að nálgast - þess sér stað í dúkkugerð Guðrúnar í Eystra-Fíflholti. og það var einnig safnað fyrir hana. Þetta bjargaði okkur. Mér leið mun betur þegar ég var flutt í íbúðina og gat unnið fyrir mér og börnunum með verslunarstörfum. Nokkru síð- ar kynntist ég öðrum manni, giftist honum og átti með honum tvo syni. Við vorum gift í nítján ár en þá skildu okkar leiðir. Líkaði ekki við manninn fyrst Yngsti strákurinn minn var fimmtán ára þegar ég varð aftur ein. Ég hafði unnið meira og minna und- anfarin ár og mér óx ekki í augum að vera ein með strákinn. Ég gat keypt mér íbúð í Reykjavík og starf- aði í tískuvöruverslun og í sjoppu. Allt gekk prýðilega þau tvö ár sem liðu þar til ég fór að vera með mann- inum mínum sem nú er. Ég hafði raunar unnið hjá honum í sjoppu og fannst hann hreint ekki þægilegur þá, fannst erfitt að tala við hann — ekki síst um launamál. Síðar lágu leiðir okkar saman á ný og þá fannst mér hann öllu skemmtilegri í við- ræðum. Það endaði með því að við giftum okkur og traustari og betri maður er ábyggilega vandfundinn," segir Guðrún og hlær. Fjölskylda þeirra Hafsteins og Guðrúnar er í stærri kantinum, þau eiga níu börn samtals og fjórtánda bamabamið er á leiðinni. „Fjölskyldulífið hefur gengið ótrúlega vel. Tveir synir Haf- steins hafa alist upp hjá okkur, þeir voru fimm og tólf ára þegar við tók- um saman. Mér gekk að vísu betur að ná til yngri drengsins en sam- band mitt við hinn var líka furðu gott. Það er auðvitað alltaf erfiðara að ganga þeim bömum í móðurstað sem eiga móður á lífi.“ Synir Guð- rúnar heita Jóhannes og Hörður, Eiríkur og Kristján. Stjúpsynimir heita Hafsteinn Þór og Arnar. Hin böm Hafsteins af fyrra hjónabandi heita Hulda, Alfreð og Edda. „Fíflagangurinn" endaði Fíflholti En hvernig skyldi standa á því að þau Guðrún og Hafsteinn hófu bú- skap í Eystra-Fíflholti - bæði orðin rótgrónir höfuðborgarbúar? „Við höfðum bæði átt þann draum frá unga aldri að búa í sveit en eignast maka sem deildu þessum áhuga ekki. Þegar við tókum saman fómm við smám saman að ræða þennan möguleika af sívaxandi alvöru. Við fórum að skoða jarðir hér og þar um landið. Mörgum fannst þessi sveita- rómantík í okkur óttalegur fífla- gangur, en þessi „fíflagangur“ í okk- aðferðinni. Hún kenndi mér svo námsefni á veturna og ég tók próf á vorin. Henni þótt ég talsvert mikið á ferðinni. Hún sagði stundum: „Þú eignast aldrei stelpur, stelpan mín - því það er svo mikill skvettugangur í þér.“ Spá hennar rættist, ég eignað- ist bara stráka þótt mig langaði alla tíð svolítið að eignast dóttur. Tíu ára gömul fór ég í bamaskóla á Olafs- firði. Mér fannst óskaplega gaman í skólanum, ég var með skemmtileg- um krökkum. Mér fannst hins vegar ekki mjög gaman að læra - bókin höfðaði aldrei til mín, ég var meira fyrir hið verklega. Ég fór snemma að sauma föt á mig og seinna saum- aði ég allt á bömin mín, bæði upp úr gömlu og nýju. Fósturfaðir minn hafði mikil áhrif á mig Ég fór í gagnfræðaskóla á Siglu- fírði og bjó þá hjá foreldrum mínum en var heima á Karlsstöðum á sumr- in. Það gekk þokkalega fyrir mig að aðlagast heimilishaldinu hjá for- eldram mínum en ég átti fremur litla samleið með systur minni þótt ekki væri nema þriggja ára aldursmunur á okkur. Ég leitaði satt að segja alltaf meira til fósturforeldra minna ef eitthvað bjátaði á. Fósturfaðir minn er stærsta persónan í mínu lífi. Hann hafði mest áhrif á mig. Hann var óvenjulega heilsteyptur maður og hjálpsamur, ég treysti hon- um vel. Ég er alltaf þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp með honum.“ Varla hafði Guðrún sleppt þessum orðum þegar kona úr nágrenninu kemur á gluggann og biður hana að lána sér skæri og bursta til að bursta tunnur. Og Guð- rún sýnir samstundis að áhrif fóstra hennar vara enn í dag. Hún vindur sér þegar út um dyrnar, sækir bæði skærin og burstann og réttir kon- unni út um gluggann. Sú ekur alls- hugarfegin á brott en við nöfnur höldum samtalinu áfram. „Ég hugsa alltaf meira og meira um það sem fóstri minn ráðlagði mér. Hann lagði mikla áherslu á heiðarleika, dugnað og eljusemi og að standa við orð sín. Hann taldi mikilvægt að segja aldrei meira en maður gæti staðið við, hann kenndi mér allt það besta sem ég hef lært í lífinu,“ segir Guðrún. Eiríkur var að hennar sögn óvenju- lega vandaður í öllu sínu dagfari. Aðeins einu sinni segist Guðrún hafa fundið vínlykt af fóstra sínum sem hún nefndi raunar alltaf pabba. „Það geri ég auðvitað enn í daglegu tali,“ segir hún. Guðrún var ekki lengi hjá foreldrum sínum á Siglufirði. Hún fór út á vinnumarkaðinn strax að loknu gagnfræðaprófi. Hana langaði að vísu til að læra meira, verða hjúkrunarkona, en sá draumur varð ekki að vemleika. „Ég átti aldrei næga peninga. Ég fór suður til þess að vinna fyrir mér átján ára. Þá hafði ég unnið um tíma á elliheimili á Akureyri en í Reykjavík fór ég strax að vinna í versluninni KRON á Skólavörðustígnum. Guðrún og eiginmaður hennar, Hafsteinn Alfreðsson, bóndi í Eystra-Fíflholti. Tertur húsnióJ^Temi end alum. Fífiholti eru ekki at ven ur endaði hér í Fíflholti. Hingað fór- um við í brúðkaupsferð vorið 1990 og í henni emm við enn,“ segir Guð- rán. „Við héldum í hamingju okkar að þetta yrði ekkert mál að takast á við en auðvitað varð þetta heilmikið mál - ég sé samt ekki eftir að við réðumst í þetta,“ bætir hún við. „Við komum að jörðinni hér í niðumíðslu - meira að segja loftið í svefnher- berginu var ónýtt, ég varð að hafa fötu á milli okkar í hjónaráminu til þess að taka á móti lekanum úr þak- inu. Það lak alls staðar, við sulluð- umst um í húsinu á morgnana þegar rigndi úti. Það vom líka talsverð við- brigði að fara úr tískuvöruverslun í fjósið. Við emm með 42 mjólkandi kýr en alls emm við með um 150 nautgripi. Þótt ég kannski puntaði mig ekki sérstaklega fyrir fjósaferð- imar þá lagði ég ekki af að halda mér til. Þegar ég fór í íyrsta skipti til þess að taka þátt í hátíðahöldum hinn 17. júní þá varð ég mér líklega til stórskammar. Ég mætti á svæðið í mínu fínasta pússi en allir hinir voru í gallabuxum. Ég er í sauma- klúbb hér í sveitinni og ég mæti alltaf í mínum besta skráða, stund- um fer ég meira að segja í pels. Ég segi við konumar: „Hvenær á ég annars að nota fínu fótin mín?“ Félagsheimilið sorglega sjaldan notað En hvemig hefur þeim hjónum gengið að aðlagast lífinu í sveit þar sem töluverð óeining ríkir sam- kvæmt fréttum í fjölmiðlum? „Við höfum eins og aðrir orðið vör við þessa óeiningu, slíkt setur sitt mark á félagslífið. Hér er lítið um að vera og sorglega sjaldan er félagsheimilið í sveitinni notað. Þetta var öðmvísi fyrst eftir að við komum hingað, þá var meira af böllum og öðram sam- komum. Ef hins vegar eitthvað vera- legt er að hjá einhveijum þá kemur samhjálpin til skjalanna, hún er haf- in yfii- alla flokkadrætti." Það kemur fram í máli Guðránar að mikið hefur breyst í sveitastörfunum frá því hún var bam í Ólafsfírði. „Ég aðlagaðist starfsvettvangnum hér þó mjög fljótt,“ segir hún. Hundrað og tutt- ugu þúsund lítra framleiðslukvóti er á Eystra-Fíflholti. „Við höfum bætt við kvóta og þurfum að kaupa enn meiri kvóta - og við þyrftum að fá meira fyrh’ mjólkina. Öf mikið fer að mínu mati í alls kyns sjóðsgjöld. Framtíðin í þessum efnum era færri og stærri bú,“ segir Guðrán. Gigt og síþreyta Þau hjón hafa bætt jörð sína með ræktun og endumýjað húsakost sem var orðinn sárþuifandi íyrir viðhald. „Við voram með kindur en ég varð fyrir því óláni að missa heilsuna fyrir þremur áram og þá urðum við að láta kindumar." Guðrán fékk gigt og sí- þreytu og tók að þjást af kæfisvefni, allt þetta dró svo mjög úr starfsþreki hennar að hún mátti ekki vinna neitt í heilt ár. „Mér finnst mjög leiðinlegt að sitja auðum höndum. En ég varð, ég var orðin þannig að ég komst ekki án aðstoðar í bað. Svo fékk ég ein- hvers konar loftvél — þegar ég byrj- aði að sofa með þessa vél tengda við mig þá var ég hætt að geta reimað skóna mína sjálf og átti erfitt með gang. Vélin hefur bætt mér mikið, ég finn að vísu enn fyrir verkjum og þarf jafnvel að leggja mig eftir há- degi þegar ég fæ síþreytuköstin - eigi að síður hefur heilsa mín stór- batnað síðan ég fór að sofa í um- ræddri loftvél sem myndar súrefni í líkamanum. Einmitt af því að ég get ekki lengur unnið erfiðisvinnu þá hef ég farið meira út í föndrið. Ég á svo erfitt með að vera aðgerðarlaus. Það er létt að sitja við að skera út eða mála og ég geri aldri mikið í einu. Svolítið kveðst Guðrán hafa selt af framleiðslu sinni en meira hafi þó farið í gjafir. „Tengdadætranum finnst gaman að dúkkunum," segir hún. Þrátt fyrir umrætt heilsuleysi kveðst Guðrán alís ekki vilja hætta búskap og fara frá Eystra-Fíflholti. „Okkur líður óskaplega vel héma, við eram okkar eigin húsbændur og garðurinn er mín Paradís," segir hún og bætir við að Hafsteinn maður hennar ætli að verða hundrað ára og á þeim tímamótum eigi hún, þá 97 ára gömul, að aka honum í þjólastól um landareignina: „Hann heldur sem sé að mér skáni gigtin með árunum,“ segii’ hún kímin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)
https://timarit.is/issue/132324

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)

Aðgerðir: