Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Sýning á vélsleðum, varahlutum, ýmsum
aukabúnaði, öryggisbúnaði, leiðsögutækjum,
fatnaði í miklu úrvali og mörgu fleiru tengdu
vélsleðamennsku og almennri útivist.
Það er ekki nóg að „VERA TIL" við verðum
að „VERA VIÐBÚIN" vetrinum, hann kemur.
Aðgangur ókeypis.
* yznm
r1
í húsi ingvars Helgasonar, Sævarh
Laugardaginn 20. nóv. kl. 10 -18.
Sunnudaginn 21. nóv. kl. 12 • 18.
ÚTILÍF
GLÆSIBÆ
Sími 581 2922 • www.utilif.is
Ólafur ríkan þátt. eins og rakið er. í
desember 1971 fór hann ásamt fjöl-
skyldu sinni til afleysinga á Ólafsfirði.
Hann varð að fá lækningartæki lánuð
á Akureyri því á Ólafsfírði voru nán-
ast engin tæki eins og algengt var
víða á landsbyggðinni á þessum ár-
um. „Ég hef stundum orðað það svo
að þar hafí aðeins verið einn ryðgaður
vasahnifur og hann legið á gólfínu."
Læknisverk á jólanótt
„Múlinn var lokaður allar hátíð-
arnar og bærinn algjörlega einangi’-
aður. Á jólanótt hringdi síminn. Á
línunni var maður sem sagði að kona
sín hefði fengið alvarlegt kast. Ég
fann til sjúkraskrá konunnar á
læknastofunni. Þar kom fram að hún
átti vanda til að fá mjög slæm
asmaköst og hafði alltaf verið lögð
samstundis inn á sjúkrahús. Nú var
Múlinn lokaður, engin leið að koma
konunni á sjúkrahús á Akureyri og
engin asmalyf við höndina. Ég man
að mér varð að orði við Ingu, áður
en ég fór til konunnar, að nú þyrfti
einhver hönd að vera með okkur.
Svo gekk ég út í jólanóttina og braut
heilann um hvernig ég ætti að taka á
málum. Skyndilega mundi ég eftir
að hafa lesið grein í læknatímariti
þar sem fram kom að asmaköst
gætu magnast upp við sálræna
spennu. Svo kom ég að húsinu og
hringdi dyrabjöllunni. Maðurinn
kom til dyra og leiddi mig inn að
rúmi konunnar. Hún sat uppi í rúm-
inu og var mjög illa haldin. Ég byrj-
aði á því að tala við konuna um
stund en spurði því næst manninn
hvort hann ætti ekki koníak. Jú,
hann átti koníak en þótti spurningin
skrýtin. Ég bað hann að hella í staup
sem ég síðan bað konuna að dreypa
á. Síðan hélt ég áfram að tala við við
hana. Þegar ég fór leit ég á klukk-
una og sá að ég hafði setið þarna í
þrjá tíma. Konan var nú orðin róleg
og asmakastið liðið hjá. Ég held að
hún hafi ekki fengið nema tvö staup
af koníaki.“
Kærumál og samskipti
læknis og sjúklings
í bókinni er greint frá viðburða-
ríkri setu landlæknis í almanna-
varnaráði, sérkennilegu fóstureyð-
ingarmáli þegar fóstureyðingar-
nefnd kærði ðlaf til ríkissaksókn-
ara, með fulltingi heilbrigðisráðu-
neytisins, fyrir meinta aðild að ólög-
legri fóstureyðingu og ennfremur
ræðir Ólafur um óhefðbundnar
lækningar af ýmsu tagi. Sagt er frá
baráttu landiæknis fyrir réttargeð-
i\ý, SpENNANdÍ LEÍkFÖNq
Á hvERjuivi dsqi.
TAklMARliAð IVIAqN!
FyRSTUR líEMUR,
íyRSTUR Fær.
Sendum
i postkrofu
Lanu
urval
FUSARNAR FÆRÐU HJÁ OKKUR
w 0
I CCC WLM J\ I I T Itl BORGARTÚNI 33 ♦ 105 REYKJAVÍK ♦ S. 561 7800 ♦ FAX 561 7802
\J Lm ■ JLm B Mm ID \J' WmJ X IX LAUFÁSGATA 9 ♦ 600 AKUREYRI ♦ S. 461 4910
■ traust undirstaða fjölskyldunnar