Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.11.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1999 B 23 heira til þess að leysa deiluna. Ég skýrði frá níu alvarlegum tilvikum sem að öllum líkindum mætti rekja til ástandsins. Eftir að viðtalið hafði verið flutt hringdi þáverandi settur heilbrigðisráðheira í mig heim og var óhress með málflutning minn. Ég tjáði ráðherra að hann tæki mig ekki á hné sér og spurði hvort við ættum ekki að ræða málið með lausn í huga, sem við og gerðum. Um kvöldið samdi ráðherra við læknana og ég held að skýringin á því sé að nokkru viðtalið þar sem greint var fi-á því_ hversu alvarlegt málið var orðið. Ég frétti fljótlega að sumum ráðherrum ríkisstjórnarinnar líkuðu ekki þessi afskipti landlæknis og ég bauð heilbrigðisráðherra að ég segði af mér. Það boð var ekki þegið.“ Óvenjuleg verkefni Mörg verkefna landlæknisemb- ættisins voru það brýn að mati land- Ólafur Bjarnason í Brautarhoiti ásamt börnum sínum. Standandi frá vinstri Páll, Ingibjörg og Bjami; Jón og Ólafur sifja við hlið föður síns. Ólafur ólst upp á stórbýlinu Brautarholti þar sem m.a. danskir fóður- meistarar vora við störf. Það kom sér vel síðar þegar hann reyndi að ná fundi danska landlæknisins, að loknu læknanámi á íslandi. mætti, skeytti engu þótt það kostaði átök og gekk að því búnu út. Magnús sagði ekki orð. Hann opnaði aldrei umslagið en stakk því niður í skúffu og það hvarf. Ég held að hann hafl geymt þetta atvik með sér. Ég átti lengi afrit af bréfinu.“ Ólafur tók slaginn og hann lýsir átökum um frumvarpið og viðsjám, meðal ann- ars í hliðarherbergjum Alþingis. „Þar féllu ýmis orð sem betur hefðu verið ósögð, meðal annars milli mín og sumra ráðuneytismanna.“; Svo fór að stjórnarliðið klofnaði í afstöðu til eigin stjórnarfrumvarps ög'niður- staðan varð sú að landlæknisemb- ættið hélt velli. Almannaheill eða yfirvaldið? „A 26 ára ferli mínum sem land- læknir hefur aldrei hvarflað að mér að þær hugmyndir sem ég gerði mér upphaflega um embættið væru rang- ar þó að ég hafl sjálfsagt bakað mér óvild og óþægindi með því að standa við þær. Émbættismenn eru í flest- um tilvikum fagmenn sem ber að gefa stjórnvöldum fagleg ráð. Svo er einnig um landlækni. Óneitanlega urðu á stundum árekstrar milli land- læknis og ráðherra. Ég stóð oft frammi fyrir þeirri spurningu á ferli mínum, þegar ráðherra hafði aðra skoðun en ég og fór aðrar leiðir en ég lagði til og málið varðaði al- mannaheill, hvort mér bæri sem embættismanni að virða meir, al- mannaheill eða yfirvaldið ... Alvar- legasta málið var þegar 120 heilsu- gæslulæknar sögðu upp störfum árið 1996 vegna óánægju með launakjör og gengu út... Deilan virtist í illleys- anlegum hnút og alvarleg tilvik fóru að skjóta upp kollinum í kjölfar þess að iæknisþjónusta lá niðri í heilsu- gæslustöðvunum. Meðal annars vöknuðu grunsemdir um dauðsfóll... Ég stóð frammi fyrir þeirri spurn- ingu hve langt ég gæti gengið. Mátti ég til að mynda segja opinberlega skoðun mína á málinu eða ótti ég að beina því alfarið til ráðherra að hann leysti deiluna, eins og ég hafði oft gert? Ég valdi þann kostinn að skýra frá því í fjölmiðlum hverjar afleiðing- arnar voru orðnar og hvetja ráð- læknis að þau þoldu ekki bið, þrátt fyrir að fjármagn væri ekki tryggt. Því greip hann til embættisfjár og reiddi sig á skilning fjárlaganefndar Alþingis og þar átti landlæknir oft hauk í horni. Ólafur rifjar upp ýmis eftirminnileg atvik í samskiptum við alþingismenn. „Á fundi með fjárlaganefnd um fjármál landlæknisembættisins spurði einn nefndarmanna mig, eftir að hafa rýnt í greinargerð embættis- ins, hvað landlæknir hefði að gera með vetrarmann á launum. Þá hafði embættið keypt tuttugu kindur og ráðið vetrarmann austur í Landeyj- um til þess að fóðra þær eftir kúnst- arinnar reglum vegna rannsókna á Omega-3 fitusýrum í íslensku sauðfé. - Eftir að hafa hlustað á útskýringar mínar þótti nefndarmönnum þetta verðugt verkefni og einum nefndar- manna varð að orði að sér þætti bara alveg sjálfsagt að landlæknir hefði vetrarmann og nokkrar rollur!“ Ryðgaður vasahnífur Meðal verkefna landlæknis var að útvega lækna til starfa á lands- byggðinni. Það gekk misvel og því fór Olafur oft sjálfur út á land til af- leysinga. Það hafði hann raunar einnig gert á meðan hann starfaði hjá Hjartavernd. „Við Inga notuðum sumarleyfi okkar í þessar ferðir og tókum börn- in með okkur. Við unnum vel saman og það var ómetanlegt fyrir mig að hafa hjúkrunarfræðing mér við hlið. Mér telst til að ég hafi leyst af £ ein- um fímmtán héruðum, sumum oftar en einu sinni. Þessi störf gerðu mér ómetanlegt gagn í embættinu vegna þess að með þeim kynntist ég af eig- in raun stöðu mála á landsbyggðinni. Enn fremur gerðu þau mér kleift að endurnýja tengslin við fagið, ella hefði ég átt á hættu að einangrast sem embættislæknir." í bókinni lýsir Ólafur læknisstörf- um sínum og margra starfsbræðra sinna við erfíð skilyrði á landsbyggð- inni, einkum áður en heilsugæslan í landinu var efld, en í því starfi tók A iimmíiiiMlaH Með eða an afþurrkunarbursta Tilvalið fyxir heimili, stofnanir, húsfélög og fyrirtæki. HIISASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Þú ert kominn á slóðina... www.boksala.is PORCELANOSA GERAMICA Flísar fyrir vandláta KNARRARVOGI 4 • * 568 6755 | BURNHAM INTERNATIONAL VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI SÍMI S10 1600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)
https://timarit.is/issue/132324

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Sunnudagur (21.11.1999)

Aðgerðir: