Morgunblaðið - 17.12.1999, Side 1
STOFNAÐ 1913
288. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR17. DESEMBER1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Friðarfundur fsraela og Sýrlendinga
Viðræðum
haldið áfram
* •
íjanuar
Wahington, Arab Saiim. AP, AFP.
SAMNINGAMENN ísraela og Sýr-
lendinga komust í gær að samkomu-
lagi um að friðarviðræðum þjóðanna
yrði fram haldið þriðja janúar á
næsta ári. Bill Clinton Bandaríkja-
forseti tilkynnti ákvörðunina í Was-
hington þar sem tveggja daga friðar-
viðræðum ríkjanna lauk í gær.
„Við verðum nú vitni að nýju upp-
hafi að tilraunum til að koma á víð-
tækum friði í Mið-Austurlöndum,“
sagði Clinton.
Ekki kom fram í máli forsetans
hvar viðræðurnar yrðu haldnar eða
hversu lengi þær myndu standa yfir.
UtanríkisráðheiTa Sýrlands, Farouk
A1 Sharaa, sagði í gær að Sýrlend-
ingar stefndu að því að ná samkomu-
lagi fyrir lok næsta árs.
Lítið spurðist út um gang við-
ræðnanna en hermt er að meðal ann-
ars hafi verið rætt um tímaáætlun í
sambandi við afhendingu Israela á
Gólan-hæðum. Gólan-hæðirnar hafa
verið helsta deiluefni þjóðanna allt
frá því að Israelar hemumu þær árið
1967.
Óttast var að ræða sýrlenska ut-
anríkisráðherrans við setningarat-
höfn viðræðnanna á miðvikudag
hefði spillt upphafí þeima en sá ótti
mun ekki hafa verið á rökum reistur.
Al-Sharaa, sem neitaði við athöfnina
að taka í hönd Baraks, krafðist þess í
ræðu sinni að Israelar skiluðu öllu
því landsvæði sem þeir hefðu tekið af
Sýrlendingum í ófriði. Hann sagði
einnig í ræðunni að ísraelar bæru
einir ábyrgð á deilum ríkjanna.
Israelar lögðu fram formlega
kvörtun vegna ræðu Al-Sharaa áður
en viðræðurnar hófust í gær en
Davíð Levy, utanríkisráðherra Isra-
els, sagði síðar um daginn að vel
hefði farið á með samninganefndun-
um. Sagði hann að samningamenn
hefðu jafnvel slegið á létta strengi í
viðræðunum.
Tuttugu börn særast
í árás Israela
Tuttugu börn særðust í sprengju-
árás Israela á búðir Hizbollah-
skæruliða í Líbanon í gær. Sprengj-
ur lentu nálægt barnaskóla með
fyrrnefndum afleiðingum og sögðu
talsmenn skæruliða að árásinni yrði
svarað í sömu mynt.
Að minnsta kosti þrjú barnanna,
sem voru á aldrinum 9-15 ára, voru
alvarlega slösuð en önnur höfðu hlot-
ið skurði af völdum sprengju- og
glerbrota. Skólinn hefur fjórum
sinnum áður orðið fyi-ir sprengjuár-
ás og árið 1991 létust sjö börn í slíkri
árás.
Fjórtán ára gamall skólapiltur hreinsar glerbrot af borði sínu eftir sprengjuárásina í Líbanon í gær.
Svara gagnrýni NATO
Brussel, Grosní. AP, AFP.
RÚSSNESKA utamíkisráðuneytið
sendi í gær frá sér mjög harðorða yf-
irlýsingu í kjölfar gagnrýni NATÓ á
stríðsreksturinn í Tsjetsjníu. I loka-
ályktun fundar utanríkisráðherra
NATO í Brussel eru hótanir Rússa í
garð óbreyttra borgara í héraðshöf-
uðborginni Grosní fordæmdar.
Einnig segir að hernaðaraðgerðir
þeirra séu ekki samrýmanlegar þeim
skuldbindingum sem Rússland hafi
tekið á sig sem meðlimur Öryggis-
og samvinnustofnunar Evrópu
(ÖSE), Sameinuðu þjóðanna og
Evrópuráðsins.
„Yfirlýsingin frá NATO-ráðinu er
merkingarlaus, óviðunandi og sið-
ferðilega röng ef haft er í huga hverj-
ir höfundar hennar eru,“ sagði í yfir-
lýsingu rússneska utanríkisráðu-
neytisins. Telur ráðuneytið
Vesturlöndum ekki stætt á því að
gagnrýna Rússa eftir loftárásir
þeirra í Kosovo. „Rússnesk innan-
ríkismál eru ekki, geta ekki verið og
munu ekki verða rædd á alþjóðavett-
vangi, síst af öllu við NATÓ.“
Chris Patten, sem fer með utan-
ríkisviðskiptamál innan fram-
kvæmdastjórnar Evi’ópusambands-
ins (ESB), lýsti í gær áhyggjum
ESB af stríðinu í Tsjetsjníu og til-
kynnti að til athugunar væri að end-
urskoða viðskiptasamninga við
Rússa. Hann bætti við að hann hygð-
ist taka málið upp við Igor Ivanov,
utanríkisráðherra Rússlands, á
fundi G-8 ríkjanna sem nú stendur
yfir í Berlín. Deilur hafa staðið yfir
um nokkra hríð vegna meintra van-
efnda Rússa á samningunum.
■ Rússneskar/27
A
Aætlanir um samruna Telia og Telenor fóru út um þúfur í gær
Astæðan sögð vera ólík
túlkun samningsins
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
FYRIRHUGAÐUR samruni síma-
fyrirtækjanna Telia og Telenor fór í
gær út um þúfur með því að stjórn-
völd í Svíþjóð og Noregi riftu samn-
ingi um samrunann. Þar með er ljóst
að stærsti fyrirtækjasamruni í sögu
Norðurlanda hefur mistekist.
„Jafnvel þótt samruninn gæti hafa
verið heppilegur, þá hafa síðustu
mánuðir sýnt að erfitt væri að hrinda
samruna í framkvæmd," sagði Kjell
Magne Bondevik, forsætisráðherra
Norðmanna, á blaðamannafundi í
Ósló í gær er hann kynnti að ekkert
yrði úr samruna norsku og sænsku
ríkissímafyrirtækjanna. „Skjót
lausn var nauðsynleg úr því sem
komið var,“ sagði Bondevik.
„Mér þykir miður að samruninn
strandaði,“ sagði Björn Rosengren,
atvinnumálaráðherra Svía, á blaða-
mannafundi í Stokkhólmi, sem hald-
inn var á sama tíma og fundur
Bondeviks. Hann sagði að samrun-
inn hefði verið heppilegur bæði út
frá viðskiptalegu og pólitísku sjónar-
miði, en hefði ekki tekist sökum
ólíkrar túlkunar sænsku og norsku
stjórnarinnar á þeim samningi sem
fyrir lá.
Á báðum fundunum var lesin upp
sameiginleg tilkynning Bondeviks
og Göran Perssons, forsætisráð-
herra Svía, þar sem aðeins var sagt
að samningnum yrði rift.
Sökudólgs leitað
I báðum löndum var ákaft spurt
hver bæri ábyrgð, en ráðherrarnir
voru kurteisir hvor í annars garð og
létu engin hranaleg orð falla. Ros-
engren var mjög gagnrýndur fyrir
það er hann sagði við blaðamenn síð-
astliðið haust að Noregur væri síð-
asta Sovétlýðveldið. Talið er að um-
mæli hans hafí ekki orðið til að bæta
andrúmsloftið í samskiptum ríkj-
anna.
Það var hins vegar túlkun samn-
ingsins sem á endanum varð til þess
að samrunatilraunin fór út um þúfur.
Margir hafa bent á að viðskiptaleg
sjónarmið hafi hvað eftir annað orðið
að víkja fyrir pólitískum og þjóðern-
islegum sjónarmiðum í þessari
fyrstu tilraun til að sameina tvö rík-
issímafyrirtæki á Norðurlöndum.
Upp úr sauð 8. desember er kom að
því að stjórn fyrirtækisins ákvað
með atkvæðum sænsku stjórnar-
mannanna að farsímadeild hins nýja
fyrirtækis yrði í Svíþjóð, en Norð-
menn vildu hana til sín. I kjölfar
þeirrar ákvörðunar kom í ljós að
norska og sænska stjórnin túlkuðu
samrunasamninginn ólíkt.
Síðan þessi deila kom upp hafa
hnútur flogið milli norskra og
sænskra stjórnarmanna og innan
forystu hins nýja fyrirtækis. Eftir
því sem dagar hafa liðið og deilan
orðið hatrammari hafa líkur á riftun
aukist.
Aukaklausu kennt um
Bjöm Rosengren sagði í gær að
orsök deilunnar væri sú að norska
stjórnin hefði skrifað inn aukaklausu
í frumvarpið um samrunann, sem
samþykkt var í norska þinginu. Þar
með hefðu Norðmenn bætt inn í
samninginn, en síðan ekki getað vik-
ið frá skilningi sínum þegar á reyndi.
Hann sagðist hafa fullan skilning á
athöfnum norsku stjórnarinnar, en
sem sænskur ráðherra hefði hann
ekki getað blandað sér í norska um-
ræðu.
Það sem um ræðir er að í sam-
runasamningnum kveður á um að
ákveðin mál sé ekki hægt að afgreiða
áðeins með atkvæðum frá sænskum
eða norskum stjórnarmönnum.
Norska stjórnin áleit þessa grein ná
til staðsetningar farsímadeildarinn-
ar, sem hefði verið ólögleg, þar sem
eingöngu Svíarnir í stjórninni sam-
þykktu hana.
Kjell Magne Bondevik sagði að
sænski stjórnarformaðurinn hefði
með ákvörðun sinni um staðsetningu
farsímadeildarinnar sýnt að skiln-
ingur hans væri annar en Norð-
manna.
Neitar
ásökunum
Berlín. AP.
HELMUT Kohl, fyrrverandi
kanslari Þýskalands, neitaði í
sjónvarpsviðtali í gærkvöldi
ásökunum um að hann hefði
gerst sekur um spillingu. Þetta
er í fyrsta skipti sem Kohl tjáir
sig opinberlega um ásak-
anirnar sem eru til komnar
vegna gruns um að greiðslur í
leynilega sjóði
flokks hans,
Kristilegra
demókrata
(CDU), hafi
haft áhrif á
ákvarðanir í
valdatíð hans.
I viðtalinu
sagðist Kohl
fagna því að fá
tækifæri til að greina frá sinni
hlið málsins í sjónvarpi. Hann
sagði að hann hefði á sex ára
tímabili tekið við gjafafé í sjóði
flokksins sem hefði numið
1,5-2 milljónum þýskra marka,
jafnvirði um 55-75 milljóna ís-
lenskra króna. Féð hafi verið
notað til að styrkja stöðu
flokksins í austurhluta landsins
þar sem jafnaðarmenn og
kommúnistar hafi haft sterka
stöðu.
„Ég var aldrei spilltur,"
sagði Kohl, „ég dró mér aldrei
fé og ekkert fór inn á mína eig-
in bankareikninga."
MORGUNBLAÐIÐ 17. DESEMBER 1999
690900 090000