Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hydro-víkingarnir koma.
Lögreglumönnum og tollvörðum
fjölgað á Keflavíkurflugvelli
Hert landamæraeftir-
lit vegna Schengen
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að
fjölga lögreglumönnum í umdæmi
lögreglustjórans á Keflavíkurflug-
velli um ellefu og tollvörðum um
þrjá. Sýslumaðurinn á Keflavíkur-
flugvelli segir brýna þörf á því að
fjölga starfsmönnum vegna aukinn-
ar flugumferðar og aukins landa-
mæraeftirlits samkvæmt ákvæðum
Schengen-samningsins, sem Islend-
ingar hyggjast taka þátt í innan eins
árs, en landamæragæslan verður
samstarfsverkefni lögreglu og toll-
gæslu.
Samningurinn felur m.a. í sér
hert landamæraeftirlit og aukið
samstarf lögreglu innan aðildarríkja
Schengen-samningsins en aðild að
1,3 milljomr
manns fóru
um völlinn á
síðasta ári
samningnum er einungis heimil ríkj-
um innan Evrópusambandsins. 35
lögreglumenn eru nú í lögregluliði
sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli
og jafnmargir tollverðir og verða því
46 lögreglumenn og 38 tollverðir
eftir fjölgunina í umdæminu sem er
annað stærsta umdæmið á landinu
bæði hvað varðar lögreglu og toll-
gæslu.
Um Keflavíkurflugvöll fóru 1.300
þúsund manns á síðasta ári og að
sögn Jóhanns R. Benediktssonar
sýslumanns verður íslenskum
landamæravörðum samkvæmt
ákvæðum Schengen-samningsins
skylt að rita alla farþega utan
Schengen-svæðisins, sem fara um
Leifsstöð til Evrópu inn á Scheng-
en-svæðið og á sama hátt skylt að
rita flugfarþega á leið sinni vestur
um haf með millilendingu á Kefla-
víkurflugvelli út af Schengen-svæð-
inu. Með tilkomu Schengen-samn-
ingsins, sem gert er ráð fyrir að
komist í framkvæmd hérlendis í
október árið 2000, verður ísland því
hluti af ytri landamærum Schengen-
ríkjanna, að sögn Jóhanns.
Lax & síld
Góðgœti á jóiaborðið
ÍSLENSK MATVÆLI
Fjölskyldubréf frá nítjándu öld
Merkar heim-
ildir gefa ótelj-
andi möguleika
GÖMUL bréf eru
ómetanleg heimild
umlíf og störf fyrri
kynslóða. Ut er komin bók
sem inniheldur bréf frá ís-
lenskri alþýðufjölskyldu á
síðustu öld. Bókin heitir;
Elskulega móðir mín, syst-
ir, bróðir, faðir og sonur -
fjölskyldubréf frá 19. öld.
Sigrún Sigurðardóttir
sagnfræðingur tók bréfin
saman og bjó til útgáfu og
ritar inngang að bókinni.
En hvaða fjölskylda skyldi
eiga þarna bréf sín í þess-
ari bók?
„Foreldrarnir voru
hjónin Anna Guðrún Eir-
íksdóttir og Jón Borgflrð-
ingur Jónsson. Hann starf-
aði sem lögregluþjónn í
Reykjavík og hún sem
barnakennari en þau voru bæði
sjálfmenntuð. Þau áttu sex börn
og Jón átti eina dóttur utan
hjónabands. Bréf frá þeirri stúlku
eru í bókinni líka og varpa þau
skemmtilegu ljósi á hlutskipti
lausaleiksbarns á þeim tíma.
Börn hjónanna voru Guðrún
Borgfjörð sem var elst, Finnur
Jónsson sem síðar var prófessor
við Kaupmannahafnarháskóla,
Klemens Jónsson landritari, Guð-
ný sem varð sýslumannsfrú, Vil-
hjálmur sem var póstmaður í
Reykjavík og Ingólfur sem var
kaupmaður. Foreldrarnir lögðu
mikla áherslu á að koma börnum
sínum til mennta svo þau kæmust
upp á við í þjóðfélagsstiganum.
En bréfin varpa mjög athyglis-
verðu ljósi á þá togstreitu sem
ríkti á milli stétta í Reykjavík á
nítjándu öld.“
- Var hún mikil?
„Já, það kemur meðal annars í
ljós í bréfum systkinanna sín á
milli, en þau lentu oft upp á kant
við „fína fólkið" í viðleitni sinni til
þess að komast inn í þess hóp.
Sem dæmi má nefna að Ólafur
Stephensen, sonur Magnúsar
Stephensen landfógeta, sleit trú-
lofun við Guðnýju vegna þrýst-
ings frá ættingjum sínum sem
ekki Jjótti stúlkan samboðin hon-
um. I bókinni er lögð áhersla á að
einstaka persónur hennar skipti
ekki öllu máli heldur bréfin sem
heimild um viðhorf og líf fólks frá
fyrri tíð. Til dæmis hvernig sam-
félagið mótar tjáningu fólks á til-
finningum sínum.“
- Var þetta fólk fátækt?
„Það er erfitt að skilgreina fá-
tækt en svo mikið er víst að það
tókst að koma þremur elstu son-
unum til náms í Kaupmannahafn-
arháskóla. Bréfin eru frá 1878 til
1902 og á þessum tíma eru systk-
inin einmitt að marka sér stefnu í
lífinu og stíga sín fyrstu spor sem
sjálfstæðir einstaklingar. Það
bryddir víða á mikilli sorg í þess-
ari bók, bæði vegna dauða barns
og móðurmissis. Svo -----------
og verða þrjú systkin-
anna fyrir mikilli ást-
arsorg sem mótar
þeirra stefnu í lífmu __________
töluvert."
- Hvernig er þessi bók byggð
upp?
„Bréfin eru í aðalhlutverki en
ég skrifa inngang að þeim 28 köfl-
um sem eru í bókinni og bý þann-
ig í raun til samfellda sögu um h'f
fólksins. Lesandinn getur nýtt
sér kaflana mina og lesið bókina
þá sem samfellda sögu eða lesið
bréfin í engri ákveðinni röð og þá
nýtt sér þau sem sagnfræðilegar
Sigrún Sigurðardóttir
► Sigp-ún Sigurðardóttir fæddist
í Reykjavík 1973. Hún lauk stúd-
entsprófí frá Verslunarskóla ís-
lands 1993 og BA-prófi í sagn-
fræði 1998. Hún hefur unnið sem
lausráðinn blaðamaður í tíu ár,
unnið við kennslu um tima en
vinnur nú að fræðistörfum innan
Reykjavíkurakademíunnar sem
meðal annars felst í að undirbúa
sýningu á gömlum bréfum sem
opna á í Þjóðarbókhlöðu næsta
sumar. Sigrún er gift Birni Þor-
steinssyni heimspekingi og eiga
þau eina dóttur, Snædísi.
heimildir eingöngu."
- Af hverju valdir þú þessi bréf
til útgáfu?
„Ég bjó í Kaupmannahöfn um
tíma og rakst þá á bréf Finns
Jónssonar sem varðveitt eru á
Konunglega bókasafninu í Kaup-
mannahöfn. Þar er meðal annars
að finna bréf frá móður hans,
Onnu Guðrúnu, og þau voru ólík
öllum öðrum bréfum sem ég hafði
séð frá þeim tíma. Þar skrifar al-
gerlega óskólagengin kona og tjá-
ir sig um líf sitt og framtíðarvonir
án þess að reyna að upphefja það
á einhvem hátt eða kvarta yfir
hag sínum. Bréfin þeirra varpa
einstöku ljósi á samband móður
og sonar. Þetta varð til þess að ég
fór að leita að fleiri bréfum frá
fjölskyldunni og fann þau bæði úti
í Kaupmannahöfn og hér á hand-
ritadeild Landsbókasafnsins."
- Hvers vegna geymdust þessi
bréfsvona vel?
„Finnur var ekki trúaður mað-
ur en hann óttaðist samt algeran
dauða og vildi því skilja eitthvað
eftir sig, einhver ummerki sem
gerðu honum kleift að lifa óbeint
áfram í hugum síðari tíma manna.
Þess vegna ánafnaði hann Kon-
unglegu bókhlöðunni í Kaup-
mannahöfn öllum fjölskyldubréf-
um sem voru í hans vörslu. Bréfin
sem lentu á Landsbókasafninu
voru einkum bréf Jóns Borgfirð-
ings og hann hefur ef
til vill haft heimilda-
gildi þeirra í huga,
hann stundaði fræða-
_______ störf þótt hann hefði
ekki hlotið neina form-
lega menntun á því sviði. Mér
finnast þessi bréf vera merkileg
af því að þau varpa ljósi á viðhorf
fólks, sjálfsímynd þess og hvernig
viðtekin gildi í samfélaginu settu
tjáningu þess takmörk en heim-
ildagildi bréfanna er síbreytilegt
eftir því hver það er sem nálgast
þau. Þau fela í sér óteljandi
möguleika - eftir því hver á held-
ur.“
Bréfin sýna
viðhorf og
sjálfsímynd