Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hydro-víkingarnir koma. Lögreglumönnum og tollvörðum fjölgað á Keflavíkurflugvelli Hert landamæraeftir- lit vegna Schengen RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að fjölga lögreglumönnum í umdæmi lögreglustjórans á Keflavíkurflug- velli um ellefu og tollvörðum um þrjá. Sýslumaðurinn á Keflavíkur- flugvelli segir brýna þörf á því að fjölga starfsmönnum vegna aukinn- ar flugumferðar og aukins landa- mæraeftirlits samkvæmt ákvæðum Schengen-samningsins, sem Islend- ingar hyggjast taka þátt í innan eins árs, en landamæragæslan verður samstarfsverkefni lögreglu og toll- gæslu. Samningurinn felur m.a. í sér hert landamæraeftirlit og aukið samstarf lögreglu innan aðildarríkja Schengen-samningsins en aðild að 1,3 milljomr manns fóru um völlinn á síðasta ári samningnum er einungis heimil ríkj- um innan Evrópusambandsins. 35 lögreglumenn eru nú í lögregluliði sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og jafnmargir tollverðir og verða því 46 lögreglumenn og 38 tollverðir eftir fjölgunina í umdæminu sem er annað stærsta umdæmið á landinu bæði hvað varðar lögreglu og toll- gæslu. Um Keflavíkurflugvöll fóru 1.300 þúsund manns á síðasta ári og að sögn Jóhanns R. Benediktssonar sýslumanns verður íslenskum landamæravörðum samkvæmt ákvæðum Schengen-samningsins skylt að rita alla farþega utan Schengen-svæðisins, sem fara um Leifsstöð til Evrópu inn á Scheng- en-svæðið og á sama hátt skylt að rita flugfarþega á leið sinni vestur um haf með millilendingu á Kefla- víkurflugvelli út af Schengen-svæð- inu. Með tilkomu Schengen-samn- ingsins, sem gert er ráð fyrir að komist í framkvæmd hérlendis í október árið 2000, verður ísland því hluti af ytri landamærum Schengen- ríkjanna, að sögn Jóhanns. Lax & síld Góðgœti á jóiaborðið ÍSLENSK MATVÆLI Fjölskyldubréf frá nítjándu öld Merkar heim- ildir gefa ótelj- andi möguleika GÖMUL bréf eru ómetanleg heimild umlíf og störf fyrri kynslóða. Ut er komin bók sem inniheldur bréf frá ís- lenskri alþýðufjölskyldu á síðustu öld. Bókin heitir; Elskulega móðir mín, syst- ir, bróðir, faðir og sonur - fjölskyldubréf frá 19. öld. Sigrún Sigurðardóttir sagnfræðingur tók bréfin saman og bjó til útgáfu og ritar inngang að bókinni. En hvaða fjölskylda skyldi eiga þarna bréf sín í þess- ari bók? „Foreldrarnir voru hjónin Anna Guðrún Eir- íksdóttir og Jón Borgflrð- ingur Jónsson. Hann starf- aði sem lögregluþjónn í Reykjavík og hún sem barnakennari en þau voru bæði sjálfmenntuð. Þau áttu sex börn og Jón átti eina dóttur utan hjónabands. Bréf frá þeirri stúlku eru í bókinni líka og varpa þau skemmtilegu ljósi á hlutskipti lausaleiksbarns á þeim tíma. Börn hjónanna voru Guðrún Borgfjörð sem var elst, Finnur Jónsson sem síðar var prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, Klemens Jónsson landritari, Guð- ný sem varð sýslumannsfrú, Vil- hjálmur sem var póstmaður í Reykjavík og Ingólfur sem var kaupmaður. Foreldrarnir lögðu mikla áherslu á að koma börnum sínum til mennta svo þau kæmust upp á við í þjóðfélagsstiganum. En bréfin varpa mjög athyglis- verðu ljósi á þá togstreitu sem ríkti á milli stétta í Reykjavík á nítjándu öld.“ - Var hún mikil? „Já, það kemur meðal annars í ljós í bréfum systkinanna sín á milli, en þau lentu oft upp á kant við „fína fólkið" í viðleitni sinni til þess að komast inn í þess hóp. Sem dæmi má nefna að Ólafur Stephensen, sonur Magnúsar Stephensen landfógeta, sleit trú- lofun við Guðnýju vegna þrýst- ings frá ættingjum sínum sem ekki Jjótti stúlkan samboðin hon- um. I bókinni er lögð áhersla á að einstaka persónur hennar skipti ekki öllu máli heldur bréfin sem heimild um viðhorf og líf fólks frá fyrri tíð. Til dæmis hvernig sam- félagið mótar tjáningu fólks á til- finningum sínum.“ - Var þetta fólk fátækt? „Það er erfitt að skilgreina fá- tækt en svo mikið er víst að það tókst að koma þremur elstu son- unum til náms í Kaupmannahafn- arháskóla. Bréfin eru frá 1878 til 1902 og á þessum tíma eru systk- inin einmitt að marka sér stefnu í lífinu og stíga sín fyrstu spor sem sjálfstæðir einstaklingar. Það bryddir víða á mikilli sorg í þess- ari bók, bæði vegna dauða barns og móðurmissis. Svo ----------- og verða þrjú systkin- anna fyrir mikilli ást- arsorg sem mótar þeirra stefnu í lífmu __________ töluvert." - Hvernig er þessi bók byggð upp? „Bréfin eru í aðalhlutverki en ég skrifa inngang að þeim 28 köfl- um sem eru í bókinni og bý þann- ig í raun til samfellda sögu um h'f fólksins. Lesandinn getur nýtt sér kaflana mina og lesið bókina þá sem samfellda sögu eða lesið bréfin í engri ákveðinni röð og þá nýtt sér þau sem sagnfræðilegar Sigrún Sigurðardóttir ► Sigp-ún Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 1973. Hún lauk stúd- entsprófí frá Verslunarskóla ís- lands 1993 og BA-prófi í sagn- fræði 1998. Hún hefur unnið sem lausráðinn blaðamaður í tíu ár, unnið við kennslu um tima en vinnur nú að fræðistörfum innan Reykjavíkurakademíunnar sem meðal annars felst í að undirbúa sýningu á gömlum bréfum sem opna á í Þjóðarbókhlöðu næsta sumar. Sigrún er gift Birni Þor- steinssyni heimspekingi og eiga þau eina dóttur, Snædísi. heimildir eingöngu." - Af hverju valdir þú þessi bréf til útgáfu? „Ég bjó í Kaupmannahöfn um tíma og rakst þá á bréf Finns Jónssonar sem varðveitt eru á Konunglega bókasafninu í Kaup- mannahöfn. Þar er meðal annars að finna bréf frá móður hans, Onnu Guðrúnu, og þau voru ólík öllum öðrum bréfum sem ég hafði séð frá þeim tíma. Þar skrifar al- gerlega óskólagengin kona og tjá- ir sig um líf sitt og framtíðarvonir án þess að reyna að upphefja það á einhvem hátt eða kvarta yfir hag sínum. Bréfin þeirra varpa einstöku ljósi á samband móður og sonar. Þetta varð til þess að ég fór að leita að fleiri bréfum frá fjölskyldunni og fann þau bæði úti í Kaupmannahöfn og hér á hand- ritadeild Landsbókasafnsins." - Hvers vegna geymdust þessi bréfsvona vel? „Finnur var ekki trúaður mað- ur en hann óttaðist samt algeran dauða og vildi því skilja eitthvað eftir sig, einhver ummerki sem gerðu honum kleift að lifa óbeint áfram í hugum síðari tíma manna. Þess vegna ánafnaði hann Kon- unglegu bókhlöðunni í Kaup- mannahöfn öllum fjölskyldubréf- um sem voru í hans vörslu. Bréfin sem lentu á Landsbókasafninu voru einkum bréf Jóns Borgfirð- ings og hann hefur ef til vill haft heimilda- gildi þeirra í huga, hann stundaði fræða- _______ störf þótt hann hefði ekki hlotið neina form- lega menntun á því sviði. Mér finnast þessi bréf vera merkileg af því að þau varpa ljósi á viðhorf fólks, sjálfsímynd þess og hvernig viðtekin gildi í samfélaginu settu tjáningu þess takmörk en heim- ildagildi bréfanna er síbreytilegt eftir því hver það er sem nálgast þau. Þau fela í sér óteljandi möguleika - eftir því hver á held- ur.“ Bréfin sýna viðhorf og sjálfsímynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.