Morgunblaðið - 17.12.1999, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.12.1999, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 15 AKUREYRI Milljónatjón í íbúðarhúsi er eldur kom upp út frá kertum Hefði getað farið mun verr en áhorfðist LITLU munaði að illa færi er eldur kom upp í raðhúsaíbúð við Háhlíð á Akureyri snemma á miðvikudagsmorgun. Hjón og ung dóttir þeirra voru sofandi í íbúðinni er eldurinn kom upp en húsbóndanum tókst að ráða niðurlögum eldsins með vatni. Ekki kom því til þess að slökkvilið bæjarins kæmi á staðinn. Heimilis- fólkinu láðist að slökkva á kertum í glugga- kistu í eldhúsi fyrir svefninn og brunnu þau niður í gegnum korkplötu. Eldurinn læsti sig í gluggakistuna, útvarp sem þar var og upp eftir gluggapósti. Mikið tjón varð af sóti og reyk og er það talið nema milljónum króna. Raðhúsaíbúðin er á fjórum pöllum og eru svefnherbergi heimilisfólks á neðstu hæðinni. Húsbóndinn, Hörður Benediktsson, vaknaði við reykjarlykt á sjötta tímanum og tókst honum með snarræði að slökkva eldinn á mjög skömm- um tíma. Hörður sagðist í samtali við Morgun- blaðið sofa frekar laust og oft vakna upp af ýmsum ástæðum. Hann sagði að eldurinn hefði ekki verið mikill en dimmt af reyk á efstu hæð- inni. Reykur og sót smaug um allt hús og m.a. í fataskáp í herbergi á neðstu hæðinni. „Þama mátti ekki miklu muna því það voru einnig komnir dökkir blettir í loftaklæðningu í eldhúsinu og eldurinn hefur því vafalítið verið búinn að krauma í einhvern tíma. Gluggar í eldhúsi og stofu vom opnir og það hefur verið fóður fyrir eldinn að fá súrefni inn um glugg- ana,“ sagði Hörður. Hann er lærður húsgagna- smiður og hafði komið sjálfur að nánast hverju handtaki í íbúðinni, hvort sem það var smíði innréttinga eða annað. Sárt að ienda í þessu Húsmóðirinn, Hafdís Freyja Rögnvaldsdóttir, sagði ekki hægt að lýsa þeirri tilfínningu að vakna upp við svona atvik. ,Adrenalínið fór á fulla ferð en sjokkið kom svo á eftir. Það er alveg ofboðslega sárt að lenda í þessu og sorglegt að maður skuli ekki hafa passað betur upp á kertin. Og það er líka gi-átlegt að eitthvað svona þui-fí til að kenna manni að skilja ekki eftir opin eld. En þetta verður til þess að ég kveiki aldrei aftur á nema sprittkertum," sagði Hafdís Freyja. Hún sagði að jólahreingerningum hefði að mestu verið lokið fyrir þetta óhapp en það er ljóst að fjölskyldan á mikið verk fyrir höndum. Húsgögn á efstu hæðinni, í stofu og fleiri rým- um, hafa verið flutt út en eftir er að hreinsa sót, mála veggi, skipta um loftaklæðingu og margt fleira áður en íbúðin verður söm aftur. Einnig sprungu allar rúðurnar í glugganum þar sem eldurinn kom upp. „Við ætlum að reyna að gera það besta fyrir jól en það er mik- il vinna framundan," sagði Hafdís Freyja. Þótt slökkviliðið hafi ekki komið að þessum bruna hafa slökkviliðsmenn landsins allt of oft orðið vitni að því að jólaljósin sem prýða um- Morgunblaðið/Kristján Berglind Harðardóttir við gluggakistuna þar sem eldurinn kom upp. hverfíð og heimili hafí spillt þeim friði sem ein- kennir hátíðahöldin. Birgir Finnsson, vara- slökkviliðsstjóri á Akureyri, sagði aldrei af varlega farið í þessum efnum og hann hvetur landsmenn til að fara varlega með kerti og skreytingar. Héraðsdómur Norðurlands eystra Sekt vegria brota á vopna- lögum RÚMLEGA þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sekt- ar í ríkissjóð og þess að sæta upp- töku haglabyssu og skota í hana. Maðurinn var ákæður fyrir vopna- lagabrot með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 12. september síðast- liðinn við veitingahúsið Setrið í Sunnuhlíð verið með á almannafæri og undir áhrifum áfengis haglabyssu og sex haglaskot. Til ýfínga hafði komið milli mannsins og útlends sjómanns á veitingastaðnum og var lögregla kvödd á staðinn. Var maðurinn flutt- ur á slysadeild vegna áverka á auga. I viðræðum við lögreglu um nóttina vísaði maðurinn á byssuna og lét af hendi skotin sem hann hafði í fórum sínum. Byssan reyndist var óhlaðin við athugun lögreglu. Maðurinn viðurkenndi sakargiftir, en kvaðst í greint sinn hafa verið mjög ölvaður og eftir viðskipti sín við sjómanninn hafi hann skotist í bræðiskasti heim til sín, en náð söns- um að nýju og þá komið vopninu fyr- ir í skoti á veitingastaðnum. Framleiðslufyrirtækið MT-bílar í Ólafsfírði Smíðar slökkvibifreið fyr- ir Vestmanna í Færeyjum Slökkvibíll frá MT-bflum í Ólafsfirði, sömu gerðar og Vestmanna í Færeyjum hefur keypt af fyrirtækinu. Héraðsdómur Norðurlands eystra Sýknaður af ákæru um að vera valdur að hnífstungu FRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKIÐ MT-bílar í Olafsfirði hefur samið við bæjarfélagið Vestmanna í Færeyj- um um smíði slökkvibifreiðar af gerðinni MT-2000. Bifreiðin verður afhent næsta vor og er samningur- inn mikil lyftistöng fyrir fyrirtækið sem hefur starfað um rösklega eins árs skeið og byggir tilveru sína fyrst og fremst á þróun, hönnun og smíði slökkvibíla. Fram til þessa hefur verið lítið um útflutning á bifreiðum frá Islandi og mun þetta vera í fyrsta sinn sem slökkvibifreið, sem er hönnuð og byggð hér á landi, er seld á erlend- um markaði. Hjá MT-bílum eru framleiddar trefjaplastsyfírbygging- ar á slökkvibíla og er þyggt yfír stóra sem litla vörubíla. I yfirbygg- ingunni eru vatns- og froðutankar, dælur, slöngur og skápar fyrir búnað en það sem gerir bílana fyi’st og fremst frábrugðna öðrum, er hversu léttar yfirbyggingarnar eru. Hönnun yfírbygginganna og út- færsla bifreiðanna er alfarið í hönd- um aðaleigenda MT-bíla, Sigurjóns Magnússonai’, sem bæði er bifvéla- virki og varaslökkviliðsstjóri í Ólafs- fírði. Hönnunarvinna hófst fyrir rösku ári en undanfai’na mánuði hef- ur verið unnið að kynningu MT- JÓLABÆRINN Akureyri býður upp á dagskrá í miðbænum um helgina og verður mikið um dýrðir í tilefni þess að nú er síðasta helgi fyrir jól. Verslanir verða opnar á föstudags- og laugardagskvöld til kl. 22 og á sunnudag til kl. 18. A föstudag verða jólasveinai’ á ferð, Kór Menntaskólans á Akur- eyri syngur jólalög og eldgleypar, trúðar og fleiri furðuskepnur verða á ferli. Á laugardag verður dagskrá í miðbænum frá kl. 14 og fram á kvöld. Jólasveinar, Skralli trúður, slökkvibíla á innlendum markaði, sem og í Færeyjum. Vestmanna í Færeyjum er bær með um 1.200 íbúa og leysir MT- 2000-slökkvibifreiðin af hólmi yfir 30 ára gamla slökkvibifreið bæjarins. Bifreiðin er með 2.000 lítra vatns- tanki og verður byggt yfír Ford F- 550-bifreið. Andvirði kaupsamnings- ins er um 8 milljónir króna. Mikilvægnr samningur Sigurjón Magnússon sagði samn- inginn við Vestmanna mjög mikil- vægan fyrir starfsemi MT-bíla og Kolrassa og Ketilríður verða á ferð- inni, Kór MA syngur, harmoniku- leikarar líta við í verslunum og kaffihúsum og Barna- og unglinga- kór Glerárkirkju syngur, sem og einnig Kór Tónlistarskólans. Lesið verður upp í Bókvali og þar árita Álftagerðisbræður disk sinn kl. 20. Dagskráin heldur áfram á sunnu- dag, m.a. má nefna að Jólabærinn og Nýja bíó bjóða börnum í bíó kl. 13.30, þá syngur Kór MA, Hjálp- ræðisherinn einnig og jólasveinar verða á ferðinni með karamellur. Jólaball verður í Sjallanum kl. 16. leggi salan lóð á vogarskálarnar í áframhaldandi uppbyggingu fyrir- tækisins. Hann sagði að við hönnun á minni gerðum MT-slökkvibílanna hafí þarfir fámennari byggðarlaga á Islandi verið hafðar til viðmiðunar og þess vegna henti bílarnir afar vel í Færeyjum. Unnið hefur verið að markaðssetningu þar í landi, jafn- framt markaðssetningu hér heima og gerir Sigurjón sér vonir um frek- ari viðskipti við Færeyinga. Sigurjón sagði að slökkviliðsmenn í Færeyjum væru sammála um að MT-bílarnir hentuðu þeim vel og að þeir teldu einnig kost að hér væri um að ræða hönnun og smíði á Islandi. I þessu tilfelli var fyrirtækið að keppa við önnur tilboð frá þekktum fyrir- tækjum í Danmörku og sagði Sigur- jón það mikið fagnaðarefni að MT- bflar hefðu haft betur í þeim saman- burði. Margir sýnt bílunum áhuga Hér á landi hafa margir sýnt bfl- unum áhuga og skiptir sá markaður mestu, að sögn Sigurjóns, þó svo að útflutningur sé mikill og góður bón- us fyrir fyrirtækið, Olafstjörð og þjóðarbúið í heild. Starfsmenn MT-bfla eru nú sex talsins en jafnframt því að þróa og smíða slökkvibfla eru trefjaplastsyfir- byggingar útfærðai’ fyrir aðra notk- un, t.d. sendibfla og tækjabfla. Þá framleiðir fyi’ii’tækið trefjaplastsbáta, heita potta, náttúruvæn salerni fyrir fjölfarna ferðamannastaði og fleira. ÞRÍTUGUR karlmaður á Akureyri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið sýknaður af ákæru um líkamsárás. Maðurinn var ákærður í vor fyrir að hafa að morgni sunnu- dagsins 15. nóvember á liðnu ári stungið rúmlega þrítugan karl- mann í bakið með hnífí með þeim afleiðingum að hann fékk tveggja sentímetra langt sár á bakið yfir hægra nýra. Málavextir eru þeir að óskað var eftir aðstoð lögi’eglu að húsi í Glæsibæjarhreppi skammt norðan Akureyrar vegna manns sem hlotið hafði hnífstungu. Sá var húsráð- andi. Nokkrir menn voru saman komnir í húsinu og flestir mjög ölv- aðir. Maðurinn, sem hafði verið stunginn, var á baðherbergi húss- ins, sljór og rænulítill. Samkvæmt skýrslu lögi’eglu báru ummerki í húsinu þess merki að átök höfðu átt sér stað. Einn mannanna bar að ákærði Tónleikar söngdeildar TÓNLEIKAR Söngdeildar Tón- listarskólans á Akureyri verða á sal Tónlistarskólans á föstudags- kvöld, 17. desember kl. 20.30. Á tónleikunum koma fram nemendur á efri stigum. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Að- ventukvöld í Laufáskirkju á sunnudagskvöld kl. 21. Söngur, hljóðfæraleikur, upplestur og ljósahelgileikur. Ræðumaður kvöldsins er Valgerður Sverris- dóttir alþingismaður. Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju á mánudagskvöld, 20. desember, kl. 21. hefði orðið valdur að hnífstungunni. Við yfirheyrslur vísaði hann ítrekað til minnisglapa vegna áfengis- drykkjunnai’ en neitaði ekki að hafa beitt hnífnum. Fyrir dómi neitaði hann hins vegar alfarið sakargift- um og staðhæfði að þrátt fyrir mikla ölvun umrædda nótt væri hann þess fullviss að hann hefði ekki stungið húsráðanda í bakið. Samkvæmt niðurstöðu dómsins lá fyrir að nokkrir menn höfðu um hríð setið að áfengisdrykkju í um- ræddu húsi og bar frásögn þeirra af atvikum málsins öll merki ástands þeirra. Maðurinn gaf þá skýringu á breyttum framburði sínum að hann hefði verið miður sín vegna eft- irkasta áfengisdrykkjunnar, en auk þess af ótta, vegna minnisglapa og loks leiðandi spurninga hefði hann ranglega játað á sig sakargiftir. Að áliti dómsins var ekki unnt að hafna þessari skýringu. Maðurinn var því sýknaður af öllum ákærum. Jólasöngvar í Akureyrar- kirkju HINIR árlegu jólasöngvar Kórs Akureyrarkh’kju verða í kirlq- unni sunnudagskvöldið 19. des- ember kl. 20. Á efnisskránni er aðventu- og jólatónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, Áskel Jónsson, Jakob TYyggv’ason, Jón Hlöðver Áskelsson, Francis Poulenc og John Rutter. Einsöngvari er Sigrún Arngrímsdóttir, messósópran. Stjómandi og org- elleikari er Björn Steinar Sól- bergsson. Auk þess að hlýða á kórinn gefst kirkjugestum kost- ur á að æfa jólasálmana fyrir jól- in þvi einnig verður almennur safnaðarsöngur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Jólabærinn Akureyri Fjölbreytt dagskrá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.