Morgunblaðið - 17.12.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.12.1999, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Mikil viðskipti með hlutabréf Landsbanka og; Búnaðarbanka Skiptar skoðanir á verðgildi bankanna Mikil viðskipti hafa verið með hlutabréf í Landsbankanum á Verðbréfaþinffl Islands undanfarna daga þrátt fyrir að nú standi yf- ir sala á 15% hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Mun minni viðskipti hafa verið með Búnaðarbankann á VÞI en í báðum bönkunum eru viðskiptin á mun hærra gengi en í útboðinu. VERÐBRÉFASÉRFRÆÐINGAR nefna umframeftirspum og skiptar skoðanir markaðsaðila á verðgildi bankanna sem skýringar á þeim miklu viðskiptum sem átt hafa sér stað með hlutabréf Landsbankans og Búnaðarbankans á Verðbréfa- þingi íslands undanfarið. Viðskiptin hafa verið á umtalsvert hærra gengi en í útboðunum sem lýkur í dag. Sérstaklega er um hlutabréf í Landsbankanum að ræða en í gær námu viðskipti með bankann 31,7 milljónum króna á Verðbréfaþingi íslands og hækkuðu þau um 1,7%. Lokaverð þeirra var 4,23 sem er 11,3% hærra en í hlutafjárútboðinu. Lítil viðskipti voru hins vegar með bréf Búnaðarbankans í gær og var lokagengi þeirra 4,32 sem er það sama og það var á miðvikudag og er um 5% hærra en útboðsgengi. Sérfræðingarnir virtust sammála um að ekki bæri á kennitölusöfnun vegna hlutafjárútboðanna enn sem komið væri en ekki verða gefnar upplýsingar um þátttöku í útboðun- um fyrr en þeim er lokið, að sögn aðstandenda útboðanna. Hlutafjárútboð bankanna fer fram í tvennu lagi, með almennri áskrift og tilboðsfyrirkomulagi þar sem lágmarksgengi er 3,8 í Lands- banka en 4,1 í Búnaðarbanka. Lágmarksfjárhæð í tilboðssölu er 270 þúsund að nafnverði í Lands- bankanum og 250 þúsund í Búnað- arbankanum. Hámark er 55 milljón- ir króna að nafnverði í Landsbankanum og 35 milljónir í Búnaðarbanka. Góð afkoma og samrunatal leiðir einnig til verðhækkunar Tryggvi Tryggvason, forstöðu- maður markaðsviðskipta á Við- skiptastofu Landsbankans, segir töluverð viðskipti hafa verið með hlutabréf í Landsbankanum undan- farið á nokkuð hærra gengi en í al- menna hluta útboðsins, bæði áður og eftir að útboðsgengið var ákveð- ið. „Þetta skýrist einfaldlega af framboði og eftirspurn en eftir- spurn hefur verið mikil eftir bréfum í bönkunum, ekki síst í Landsbank- anum,“ segir Tryggvi og nefnir að góð afkoma bankanna og tal um samrunaog hagræðingu stuðli einn- ig að hækkandi verði. „Landsbankinn er næststærsta félagið að markaðsverði á hluta- bréfamarkaðnum og vegur mjög þungt í Urvalsvísitölunni en ein- göngu 15% af hlutabréfunum hafa verið í umferð. Það má því gera ráð fyrir að hlutabréf í Landsbankanum vanti inn í ýmis söfn hjá stærri fjárfestum eins og lífeyrissjóðum og hluta- bréfasjóðum og hið sama má segja um Búnaðarbankann," segir Tryggvi. Hann segir útboðsgengið ekki breyta neinu um þá staðreynd að umframeftirspurn er til staðar og viðskiptin sem hafa átt sér stað á Verðbréfaþingi undanfarið gefi vís- bendingu um eftirspurnina. „Þrátt fyrir að gengi á bréfum Landsbank- ans sé 3,80 í almenna hlutanum má gera ráð fyrir að gengið í tilboðs- hlutanum verði annað og niðurstað- an úr honum komi til með að hafa meiri áhrif á framhaldið. Flestir gera sér grein fyrir að það er tiltölu- lega lítið sem hver fær í sinn hlut á þessu lága gengi í almenna hluta út- boðsins og það má búast við að gengið í tilboðshlutanum verði í ná- grenni við viðskipti sem verið hafa á markaði," segir Tryggvi. Andri Sveinsson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar markaðsvið- skipta hjá Búnaðarbankanum-Verð- bréfum, segir augljóst að einhverjir telji núverandi gengi hagstætt og vilji því kaupa bréf. „Þeir hinir sömu telja eflaust að erfitt verði að fá nægilegt magn í útboðunum. Þetta gefur vísbendingu um að verðið í til- boðsfyrirkomulaginu verði hærra,“ segir Andri. „Hver einstaklingur getur að hámarki óskað eftir 250.000 krónum að nafnverði í al- menna hluta sölunnar. Ef aðilar vilja kaupa stærri hlut í bönkunum en leyft er, verða þeir að taka þátt í til boðshlutanum, safna kennitölum eða eiga viðskipti á Verðbréfaþingi. Fjárfestar leitast ávallt við að kaupa á eins hagstæðu gengi og mögulegt er. Þeir aðilar sem eru að kaupa bréf, hljóta að telja að það gengi sem boðið er á Verðbréfaþingi nú, sé lægra en þeir geti keypt á í til- boðshlutanum eða með kennitölu- söfnun,“ segir Andri. Menn vænta kapphlaups um brófin Þórður Pálsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Kaupþings, segir mikil viðskipti með Landsbankann í fyrradag að öllum líkindum skýrast af skiptum skoðunum um verðgildi hans. „Einhver hefur séð ástæðu til að selja á meðan aðrir telja framtíð- arhorfurnar bjartari og hafa því keypt. Viðskipti á markaði hvíla á mismunandi skoðunum, töluverðar vangaveltur hafa verið að undan- íomu um samruna á banka og hefur Landsbankinn sem er stærsti banki landsins verið í brennidepli í þeim umræðum. Það er mat margra að verðgildi bankans geti aukist við slíkan samruna og því ýtir umræða sem þessi enn frekar undir skiptar skoðanir og þar af leiðandi frekari viðskipti. Það að menn skuli hafa verið tilbúnir að greiða hærra verð fyrir bankann á markaði en í boði er í útboðinu gefur til kynna að menn vænta kapphlaups um bréfin. Slíkt kapphlaup, ef af því verður, getur þrýst verðinu upp og ef hlutirnir sem til sölu eru dreifast þar að auki til margra í útboðinu mun það auka viðskiptakostnaðinn af því að safna þeim saman og geta þær væntingar því réttlætt hærra verð,“ segir Þórður. Hann segir ekki loku fyrir það skotið að kennitölusöfnun kunni að fara af stað þegar líður að lokum út- boðsins en í fyrri útboðum hefur kennitölusöfnun yfirleitt farið seint af stað. „Ég tel líklegra að kenni- tölusöfnun verði í Landsbanka en Búnaðarbankanum vegna þess lyk- ilhlutverks sem hann mun gegna í hagræðingu á íslenska fjármála- markaðinum en ég tel verðið betra á Búnaðarbankanum og hann að ýmsu leyti meira spennandi fjárfest- ingarkost vegna þeirrar arðsemi sem hann hefur náð,“ segir Þórður. Hann segir það valda nokkurri óvissu hversu mikil aukning verður á hlutafé í umferð á skömmum tíma þótt það leiki ekki vafi á að markað- urinn geti tekið við hlutafénu. „Nú eru í boði 1.435 milljónir króna að markaðsvirði í Búnaðarbankanum til almennings með áskriftafyrir- komulagi en viðskipti með bankann á Verðbréfaþingi það sem af er ári eru 634 milljónir króna. í Lands- bankanum eru 2.090 milljónir króna í boði með áskriftarfyrirkomulagi en viðskipti með bankann á þinginu hafa verið 1.190 milljónir króna það sem af er árinu,“ segir Þórður. „Snöggt framboð kann að valda ójafnvægi og lækka verðið til skamms tíma. Þeir sem ætla að kaupa í bönkunum eiga því fyrst og fremst að líta á það sem langtíma fjárfestingu og að mínu mati eru báðir bankarnir ágætis langtíma fj árfestingarkostir." Óvarlegt að gera ráð fyrir áfram- haldandi góðum árangri Hvað varðar verðlag bankanna nú segir Þórður óvarlegt að gera ráð fyrir jafngóðum árum hjá bönkun- um á næstunni og verið hefur. „Það er vert að hafa í huga að verðmæti banka er mjög viðkvæmt fyrir al- mennum skilyrðum í hagkerfinu. Endurskoðuð þjóðhagsáætlun virð- ist gefa til kynna að toppi hagsveifl- unnar sé nú náð í bili. Til dæmis er gengishagnaður Búnaðarbankans á fyrstu niu mánuðum ársins 712 milljónir króna eða 61,2% af hagnaði bankans fyrir skatt sem er vitanlega góður árangur en erfitt verður að leika eftir í lakara árferði," segir Þórður. „Það verður líka að hafa í huga að bankarnir hafa stækkað efnahags- reikninga sína verulega á síðustu misserum og þótt þeir hafi lagt dug- lega í afskriftasjóði og tekið upp ný vinnubrögð við lánveitingar, eigum við enn eftir að sjá hvernig þau standast niðursveiflu," segir Þórður að lokum. Ekki færi á hækkunum i bráð Heiðar Már Guðjónsson, sérfræð- ingur hjá íslandsbanka F&M, segir mikil viðskipti með bréf bankanna á markaði síðustu daga lýsa mismun- andi skoðunum markaðsaðila. „Það þarf tvo til þegar um viðskipti er að ræða og þeir sem selja nú, sjá ekki fyrir sér hækkanir á næstunni. Að mínum dómi er hæpið að til kenni- tölusöfnunar komi þar sem ég hrein- lega sé ekki þá aðila sem myndu verða kaupendur að slíkum bréfum. Forsendur eru allt aðrar nú en fyrir ári. Gengi bankanna hefur um það bil tvöfaldast á tímanum sem gefur ekki færi á miklum hækkunum í bráð. Lægra útboðsgengi en núver- andi markaðsgengi tryggir þó þátt- töku,“ segir Heiðar og býst við því að margir einstaklingar sem ætla sér að nýta skattafrádrátt vegna hlutabréfakaupa muni taka þátt í út- boðunum. „Enda eru bréfin í bönk- unum fjárfesting til lengri tíma þar sem ólíklegt er að skammtímahagn- aður myndist. Einnig býst ég við því að fleiri taki þátt í útboði Landsbankans en Búnaðarbankans. Það ræðst af því að Búnaðarbankinn hefur verið andsnúinn hugsanlegum sameiningum en Ijóst er að endur- skipulagning, með fækkunum fyrir- tækja, er framundan á fjármála- markaði. Hagræðing af slíkri endurskipulagningu mælist í mil- ljörðum og því fyrr sem af samein- ingum verður því meiri verður ábat- inn,“ segir Heiðar að lokum. Úrvalsvísitalan yfir 1.500 stig í fyrsta sinn Úrvalsvísitala Verðbréfaþings hækkaði um 1,1% í gær og fór í fyrsta skipti yfir 1.500 stig, endaði í 1.508,8 stigum. Hefur hún hækkað um 37,46% frá áramótum. Viðskipti með hlutabréf námu alls 269 millj- ónum, þar af voru mest viðskipti með bréf Eimskipafélag íslands fyr- ir 33 milljónir króna og hækkaði gengi bréfanna um 1,5%. Opið hjá EJS 2. janúar vegna 2000-vandans EJS-upplýsingatæknifyrirtækið mun hafa opið sunnudaginn 2. janúar nk. vegna hugsanlegs 2000-vanda. Guðný Benedikts- dóttir, markaðsstjóri EJS, segir fyi-irkomulagið eins og um venju- legan mánudag væri að ræða og sama gjaldskrá gildi og virka daga. A nýársdag verður haldið úti bakvakt, að sögn Guðnýjar, í sam- ræmi við sérstaka þjónustu- eða bakvaktarsamninga við viðskipta- vini EJS. „Við viljum koma til móts við viðskiptavini okkar og vera til staðar fyrir þá á þessum tímamót- um og ákváðum þess vegna að hafa opið á sunnudeginum. Starfsmenn tóku vel í þetta en þeir fá tvo frídaga í skiptum fyrir þessa vinnu,“ segir Guðný. Við- skiptavinir EJS eru margar af stærstu verslunum landsins, auk fjármálafyi-irtækja, að sögn Guð- nýjar. „Þeir stóla mjög mikið á upplýsingatæknina og við viljum styðja við bakið á þeim með þess- um hætti.“ Hún segist ekki búast við stórá- föllum um áramótin en undirbún- ingur fyrirtækisins í samráði við viðskiptavini hefur staðið síðustu tvö ár. „Við hvetjum alla til að prófa töívukerfi sín um áramóta- helgina svo eðlileg starfsemi geti hafist víðast hvar á mánudeginum 3. janúar,“ segir Guðný að lokum. í dag er si'ðasti dagur útboðs- og tilboðssölu á 15% hlut ríkisins í Búnaðar- bankanum og Landsbankanum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.