Morgunblaðið - 17.12.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 17.12.1999, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Heildarafli íslenskra skipa í nóvember, 1996 til 1999 ------------- Úr íslenskri ------------- iögsögu Loðnuafli Þús. tonn 140 127.562 1996 1997 1998 1999 Heildarafli íslenskra skipa í jan.- nóv., 1996 til 1999 2.500 þús. tonn--------- 2.082.477 2.000 Úr íslenskri lögsögu 3® Kolmunni Skel-og krabbadýr Loðnuafli 1996 1997 1998 1999 Lítill fískafli í nóvember FISKAFLINN í nóvembermánuði síðastliðnum var aðeins um 85.000 tonn og hafa aflabrögð í nóvember ekki verið svo rýr mörg síðastliðin ár. Þrjú síðustu ár hefur aflinn í nóv- ember verið á milli 120.000 og 130.000 tonn. Fiskaflinn frá áramót- um til loka nóvember er svipaður og í fyrra, en mun minni en í fyrra og hitteðfyrra. Þrátt fyrir minni þorskgengd nú en í fyrra, er þorskafli litlu meiri en þá og raunar hefur þorskafli ekki verið meiri í umræddum mánuði síð- ustu fjögur árin. Hann var nú ríflega 24.300 tonn, en 1997 var hann aðeins 17.240 tonn. Minni botnfískafli Botnfiskafli í heildina dróst lítil- lega saman og varð nú tæplega 38.200 tonn, þúsund tonnum minni en í fyrra. Árið 1997 varð botnfisk- aflinn 47.000 tonn. Afli af ýsu, ufsa og karfa varð minni nú en í fyrra og mun minni en 1996. Það er loðnan að vanda sem ræður mestu um aflamagnið. í nýliðnum nó- vembermánuði veiddust aðeins 703 tonn, sem svarar til fullfermis hjá minnstu loðnuskipunum, en slatta hjá þeim stærstu. í fyrra veiddust tæplega 55.000 tonn af loðnu í nóv- ember og 66.000 tonn í hitteðfyrra. Síldveiðar hafa á hinn bóginn gengið betur nú. Nærri 35.000 tonn bárust á land í mánuðinum, sem er langleiðina í tvöfalt meira en í fyrra. 1997 veidd- ust aðeins 13.000 tonn af síld. Kol- munnaafli nú varð 6.500 tonn, sem er tvöfalt meira en í fyrra, en skel- og rækjuafli varð aðeins 4.700 tonn, sem er mun minna en undanfarin ár. Heildaraflinn 1,4 milljónir tonna Heildaraflinn fyrstu ellefu mánuði ársins varð 1,4 milljónir tonna. Það er örlítið meira en í fyrra en mun minna en árin 1996 og 1997. Þá varð aflinn umrætt tímabil 1,8 milljónir og 2,1 milljón tonna. Þorskaflinn hefur farið vaxandi þessi ár, var 163.600 tonn 1996 og er nú kominn í 237.100 tonn. Afli af ýsu, ufsa og þorski þetta tímabil í ár er mjög svipaður og hann var í fyrra, en mun minni en fyrir fjórum árum. Síldarafli úr íslenzku lögsögunni er nú 75.000 tonn, sem er töluvert meira en í fyrra. Loðnuaflinn er nú orðinn 700.000 tonn, sem er nokkru minna en í fyrra. Tvö árin þar á undan var loðnuaflinn á þessu tímabili í kring- um 1,2 milljónir tonna. Nú bárust 105.500 tonn af kolmunna á land, 63.500 í fyrra en ekkert tvö árin þar á undan. Loks er um gífurlegan sam- drátt í veiðum á skel og rækju að ræða. þessi afli nú er aðeins 42.000 tonn, hann var 71.500 tonn í fyrra og 85.500 tonn 1997. Siglingaráð vill nýjar reglur fyr- ir farþegaskip Hverfa ekki frá kröfu um losunar- og sjósetningarbúnað SIGLINGARAÐ hefur samþykkt að ekki verði horfið frá kröfu um losun- ar- og sjósetningarbúnað gúmmí- björgunarbáta um borð í farþega- skipum. Jafnframt hefur siglingaráð beint því til Siglingastofnunar að hún móti reglur þar að lútandi. Um þessar mundir er unnið að endurskoðun reglna um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa. Til að ræða efni þeirra reglna, nánar til- tekið ákvæði er lúta að losunar- og sjósetningarbúnaði gúmmíbjörgun- arbáta, kom siglingaráð saman í gær og samþykkti eftirfarandi ályktun: Nýjar reglur fyrir fyrsta mars „Siglingaráð samþykkir að á þessu stigi verði ekki horfið frá kröfu um losunar- og sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunarbáta í farþegaskip- um. Jafnframt leggur siglingaráð til að Siglingastofnun íslands verði fal- ið að gera tillögur að reglum fyrir 1. mars 2000 um nánari útfærslu á sjó- setningu björgunarfara farþega- skipa með það að markmiði að far- þegum sé komið frá borði með tryggum hætti í björgunarför á sem skemmstum tíma. Tillögurnar verði unnar í samráði við siglingaráð. Fram til þess tíma verði þeim farþegaskipum sem hafa gilt haffærisskírteini heimilt að hafa þann búnað sem er um borð 1. janúar 2000 og viðurkenndur var skv. eldri reglum um losunar- og sjósetningar- búnað.“ Hentar illa fyrir farþegaskip „I gildandi reglum eru kröfur um losunar- og sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunarbáta íslenskra skipa. Sá losunar- og sjósetningar- búnaður gúmmíbjörgunarbáta sem krafist er fyrir fiskiskip hérlendis hentar í flestum tilvikum illa fyrir farþegaskip sem flytja marga far- þega. Fai’þegaskipin eru almennt búin stærri gúmmíbjörgunarbátum en fiskiskip. Sá losunar- og sjósetn- ingarbúnaður sem er á markaðnum í dag er ekki gerður fyrir stærstu gerðir björgunarbáta sem eru notað- ir á farþegaskipum. Þess má einnig geta að vegna mikillar borðhæðar sumra farþegaskipanna, eins og t.d. Herjólfs, er gert ráð fyrir að skip- brotsmenn fari um borð í gúmmí- björgunarbátinn frá bátaþilfari skipsins og að bátnum með skip- brotsmönnum sé slakað niður í sjó með sérstökum búnaði. Ef losunar- og sjósetningarbúnaður sem krafist er fyrir fiskiskip er notaður yrði slíkt ekki hægt. Af þessum sökum taldi siglingaráð nauðsynlegt að gerð yrði sjálfstæð úttekt á sjósetningu björg- unarfara farþegaskipa," segir í frétt frá siglingaráði. Sama lága verðið og á Spáni, Portúgal og Englandi Rúllukragapeysa: 3.900 Leðurpils: 3.900 Jakki: 9.900 alla daga: 10-22.00 Þorláksmessu: 10-23.30 aðfángadag: 10-14.00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.