Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Jim Smart
Veigar Margeirsson, Þórir Baldursson, Róbert Þórhallsson og Einar
Scheving, sem var fjarverandi þegar myndin var tekin, flytja djasslög í
útsctningu Veigars.
Jóladjass í Salnum og
Nj ar ðvíkurkirkj u
Morgunblaðið/Ásdís
Á jólatónlcikum Sinfóníuhljómsveitar Islands verður efnisskráin til-
einkuð börnum. ,
Jólatónleikar SI tileink-
aðir börnunum
JÓLADJASSTÓNLEIKAR verða
haldnir í Ytri-Njarðvfkurkirkju
annað kvöld, laugardagskvöld, kl.
20.30 og í Salnum í Tónlistarhúsi
Kópavogs sunnudagskvöldið 19.
desember kl. 20.30. Flytjendur eru
Veigar Margeirsson trompet- og
flugelhornleikari, Þórir Baldursson
píanisti, Róbert Þórhallsson bassa-
leikari og Einar Scheving trommu-
leikari. A efnisskránni eru ýmis vel
þekkt. og kunn jólalaög í út-
setningum Veigars.
Veigar Margeirsson lauk meist-
aragráðu í tónsmíðum og út-
setningum frá University of Miami
árið 1998. Að því loknu nam hann
kvikmyndatónsmíðar í Los Angeles
í einn vetur og hefur búið þar síðan.
Þar starfar hann við tónsmíðar og
útsetningar og hefur m.a. nýlokið
útsetningarverkefni fyrir sinfón-
íuhljómsveitirnar í Oregon og
Spokane.
Þórir Baldursson píanóieikari
hefur leikið með öllum helstu tón-
listarmönnum landsins. Hann bjó
lengi erlendis og vann m.a. annars
fyrir Elton John og Donnu Sum-
mer.
Róbert Þórhallsson stundar nám
í bassaleik í Conservatorium van
Amsterdam í Hollandi og hefur
leikið inn á íjölmargar hljómplötur
og komið fram með mörgum af
helstu tónlistarmönnum landsins.
Einar Scheving stundar nám við
University of Miami. Hann hefur
leikið inn á yfir 40 íslenskar
hljómplötur og ferðast víða um
heim með Djasskvartett Reykjavík-
ur.
Þrír barna-
kórar og
SÁ
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhuga-
manna heldur tónleika í Neskirkju á
sunnudaginn kl. 17. Stjórnandi á tón-
leikunum er Ingvai- Jónasson, ein-
söngvari Inga Backman og einleikari
á píanó er Jónas Ingimundarson.
Á efnisskránni er Elegía í minn-
ingu Jakobs Hallgrímssonar eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur, Jól, kant-
ata eftir Jakob Hallgrímsson við ljóð
Stefáns frá Hvítadal, Exultate, jub-
ilate eftir Mozart, og kammerkon-
sert í F-dúr, K 413, fyrir píanó og
hljómsveit eftir Mozart. Tónleikun-
um lýkur með því að sameinaðir
barnakórar úr Melaskóla, Granda-
skóla og Vesturbæjarskóla syngja
jólalög við undirleik hljómsveitar-
innar.
Hildigunnur Rúnarsdóttir tón-
skáld hefur leikið með SÁ í mörg ár.
Hún samdi Elegíuna til minningar
um Jakob Hallgrímsson, annað tón-
skáld í röðum hljómsveitarinnar,
sem lést sl. sumar. Jakob var tónlist-
armaður og einn af stofnendum
hljómsveitarinnar. Jólakantatan er
æskuverk hans, skrifuð fyrir Austur-
bæjai’skólann árið 1961. Ingvar Jón-
asson hefur búið hana til hljómsveit-
arflutnings. Inga Backman
sópransöngkona syngur einsöng í
kantötu Jakobs og einnig í kantötu
Exultate, jubilate eftir Mozart.
Flutningur Jónasar Ingimundarson-
ar á píanókonsert Mozarts er frum-
raun hans með Sinfóníuhljómsveit
áhugamanna.
Aðgangseyrir er 1.000 kr., frítt
fyrir böm og eldri borgara.
HINIR árlegu jólatúnleikar Sinfón-
íuhljómsveitar Islands verða í Há-
skólabíói á niorgun, laugardag, kl.
15. Einsöngvari er Halla Dröfn
Jónsdóttir og einleikari á trompet
Einar St. Jónsson. Á tónleikunum
koma fram unglingakórar Hall-
grímskirkju og Selfosskirkju.
Tónleikar hljómsveitarinnar á
aðventu eru að vanda helgaðir
yngstu hlustendunum og efnis-
skráin því sett saman af jólalögum
og öðru Iéttu tónlistarefni sem
kynnir tónleikanna, Margrét Orn-
ólfsdóttir, mun kynna jafnóðum
sem og einsöngvara, einleikara og
kóra. Leikin verða og sungin lög
sem tengjast hátíð ljóssins, lög sem
sungin eru hér á landi og einnig lög
frá Bandaríkjunum, Brctlandi,
Þýskalandi og Frakklandi. Megin-
efnið verður þó íslenskt, og munu
því unglingakórar syngja jólalög og
jólasálma sem allir þekkja. Þá verð-
ur flutt kvæðið um Hurðaskelli, við
ljóð Jóhannesar úr Kötlum við lag
Guðna Franzsonar, Hurðaskelli til
heiðurs.
Þá verður flutt verkið Christmas
eftir Leroy Anderson: Christmas
Festival. Eftir Benjamin Britten
tveir þættir úr Ceremony of Carlos,
Trompetkonsert eftir J.F. Fasch.
Eftir Leroy Anderson Bugler’s
Iloliday. Fjögur jólalög f útsetningu
Þóris Baldurssonar. Eftir Franz
Schubert Drottinn er minn hirðir
og eftir Charles Gounod: Sanctus.
Hljómsveitarstjóri er Bernharð-
ur Wilkinson.
Af hetjum o g
ofurhetjum
tegundum. Sú fjórða geymir höfuð-
kúpuna af myrtum föður sínum í
gegnsærri keilukúlu og notar fyrir
vopn. Og svo mætti áfram telja.
Allar vilja þær verða alvöruhetjur
eins og fyrirmynd þeirra, kapteinn
Ótrúlegur, en eiga langt í land. Tak-
ist þeim hins vegar að sigrast á ill-
menninu Casanova Frankenstein er
aldrei að vita nema þær komist í
flokk með helstu hasarblaðahetjum
veraldar.
Þannig gerir gamanhasarmyndin
„Mistery Men“ grín að sjálfri sér og
tegundinni sem hún tilheyrir um leið
og hún er ótrúlega delluleg úttekt á
amerísku hasarblaðamennskunni.
Hún er einnig eðalfínt dæmi um doll-
arabruðlið sem viðgengst í Holly-
wood þegar gerðar eru vondar dell-
umyndir. Það er eins og
framleiðendur myndarinnar hafí séð
Batman 4 og ákveðið að gera verri
mynd sem kostaði jafn mikið. Þeir
hafa fengið einstaklega kræsilegan
hóp leikara til þess að fara með
Sterkum áhrifum náð
með einfaldleika
KVIKMYIVPIR
B í « b o r g i n
„MISTERY MEN“ ★ >£
Leikstjóri: Kinka Usher. Aðal-
hlutverk: Ben Stiller, William H.
Macy, Hank Azaria, Geoffrey Rush,
Wes Studi, Janeane Garofalo, Paul
Rubens, Greg Kinnear. 1999.
HETJUR amerísku hasarblaða-
menningarinnar eru til í öllum
stærðum og gerðum en líklega eru
fáar eins gersamlega misheppnaðar
og þær í „Mistery Men“. Þær geta
ekki neitt. Ein þeirra berst með
skóflu. Önnur hendir skeiðum. Sú
þriðja prumpar nær banvænum gas-
TOJVLIST
Glerárkirkja
KÓR TÓNLISTARSKÓL-
ANSÁ AKUREYRI
Jólaóratóría Saint Saéns og Missa
Brevis eftir Oliver Kentish. Stjórn-
andi Michael Jóns Clarke. Kórinn
skipaður 45 körlum og konum. Ein-
söngvarar í Jólaóratóríunni voru
Björg Þórhallsdóttir sópran, Elví
G. Hreinsdóttir mezzósópran, Sig-
ríður Elliðadóttir alt, Snorri Wíum
tenór og Jóhann Smári Sævarsson
bassi, en í Missa brevis söng Sveinn
Arnar Sæmundsson tenór auk
þeirra Bjargar og Jóhanns Smára.
Strengjasveit skipuð 15 hljóðfæra-
leikurum og hörpuleikari lék með í
báðum tónverkunum, og orgel
hljómaði með í Jólaóratóriunni.
Miðvikudaginn 15. desember.
KÓR Tónlistarskólans á Akureyri
stendur öllu söngfólki opinn; er nú
skipaður 45 körlum og konum, og er
ánægjulegt hversu margt ungt fólk
er þar á meðal.
Tónleikamir hófust á verki Oliv-
ers Kentish (f.1956), en hann hefur
mikið látið að sér kveða sem tón-
skáld nú á síðustu árum og hafa
mörg tónverka hans vakið verð-
skuldaða athygli. Hann hefur kennt
tónlist við nokkra tónlistarskóla, og
m.a. starfað sem kennari á selló við
Tónlistarskólann á Akureyri um ára-
bil. Oliver hefur leikið á selló með
Sinfóníuhljómsveit Islands og Sin-
fóníuhljómsveit Norðurlands. Hann
hefur samið fjölda hljómsveitar- og
kórverka ásamt einsöngslögum og
hefur Sinfóníuhljómsveit Islands
frumflutt hljómsveitarverk eftir
hann. Missa brevis er í fímm þáttum,
en nafnið þýðir stutt messa. Verkið
samdi Oliver í júní 1998, en á þessu
ári samdi hann nýjan þátt “0, dulce,
o, pie Jesu...“ (O, blíði, ó, dygðugi
Jesú ...) sérstaklega fyrir þessa tón-
leika með Björgu Þórhallsdóttur í
huga og var sá þáttur sunginn af
henni við undirleik strengjasveitar
og hörpu. Þennan hluta fellir Oliver
inn á milli credo- og sanctus-þátt-
anna. Tónverkið fylgir hefðbundnum
latneskum messutexta með þáttun-
um Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og
Agnus Dei. Sumir textanna eru þó
styttir verulega. Verkið var í heild
frumflutt á þessum tónleikum og
heyrir slíkt jafnan til mikilla tíðinda
fyrir tónlistarunnendur. Oliver tekst
í tónsmíð sinni að ná fram sterkum
áhrifum með einfaldleika. 1 byrjun
verks hljómar miskunnarbænin, en
kven- og karlaraddir skiptast á söng
við undirtón langra bundinna tóna í
strengjum (orgelpunktur). Dýrðar-
söngurinn - gloriaþátturinn - er
dansrænn og kröftugur. Þar notar
Oliver áhrifamikla og taktfasta þrá-
stefjun í strengjaröddum. Credo- og
sanctus-þættirnir voru áhrifamiklir
og ná yfír þær tilfinningar sem
spanna allt frá innhverfum tilfínn-
ingum til útrásar í fagnaðarsöngn-
um, „hósíanna í upphæðum". í loka-
þættinum, Agnus dei, var hringnum
lokað og raddir karla og kvenna
skiptust á líkt og í upphafi, en þá
hljómaði hár tónn í fíðlum móti kórn-
um öllum í sannfærandi og mjúku
niðurlagi. Vonandi á þetta verk eftir
að heyrast oft.
Þá var komið að Jólaóratoríu eftir
Saint Saéns.
Saint Saéns (1835-1921) var eitt af
áhrifamestu tónskáldum Frakka á
síðari hluta 19. aldar. Það kann að
hljóma kaldhæðnislega að þekktasta
tónverk Saint Saéns, Karneval dýr-
anna, sé einmitt það verk sem tón-
skáldið vildi ekki binda nafn sitt við
og veitti engum leyfi til að gefa það
út.
Kirkjuleg tónverk Saint Saéns eru
aðeins lítið brot af fjölda þeirra tón-
helstu hlutverkin eins og Ben Stiller,
William H. Macy og Hank Azaria svo
nokkrir séu nefndir, en þeir virka,
sérstaklega Azaria, eins og bjánar í
hlutverkunum og kannski var það
ætlunin.
Einstaka brandari gengur upp.
Þannig leikur Wes Studi einskonar
andlegan leiðtoga hópsins með klisj-
urnar á hraðbergi og gerir margt
íyndið við það. Macy er sem fyrr ein-
staklega bældur með sína skóflu að
vopni. Og Janeane Garofalo á einnig
sínar stundir sem eina kvenhetjan í
hópnum. En það er ekki mikið annað
að hafa úr furðuverki þessu, sem
virkar ábyggilega betur sem hug-
mynd en kvikmynd.
Arnaldur Indriðason
verka sem hann samdi, en þó liggur
eftir hann ein Messa, Requiem (sálu-
messa) og fjórar óratoríur, og er
Jólaóratórían ein þeirra.
Hann lék jöfnum höndum opinber-
lega á píanó og orgel. Organisti var
hann við La Madelein-kirkjuna í
París, þar sem hann stjórnaði frum-
flutningi Jólaóratoríu sinnar 15. des-
ember 1869, nákvæmlega upp á dag,
130 árum áður en flutningur verks-
ins í Glerárkirkju fór fram. Jólaóra-
tórían er í tíu þáttum og einkennist
af mikilli gleði og fögnuði. Við inn-
gangsþátt (prelúdíu), sem flutt er af
hljómsveitinni einni, ritar tónskáldið
túlkunarvísbendingu “að hætti Seb-
astian Bach“ og er þar vafalítið vísað
til upphafs Jólaóratóríunnar eftir
Bach.
Prelúdían er í 12/8 takti og færir
okkur með sínu pastoral-hjarðlagi í
námunda við tíðindin miklu á Betl-
ehemsvöllum. í öðrum þætti er okk-
ur svo kunngerð fæðingarsaga
frelsarans af munni tenóreinsöng-
varans. Smátt og smátt tekur at-
burðarásin á sig sterkari mynd og
Saint Saéns notar sér það stílbragð
að auka áhrifin með því að nota sér
stígandann frá einsöng - dúett, upp í
Söngelskar
raddir í Vík
AÐVENTUTÓNLEIKAR verða
haldnir í félagsheimilinu Leikskál-
um í Vík sunnudaginn 19. desem-
ber kl. 20 Söngelskir Mýrdælingar
flytja list sína.
Þeir sem fram koma eru: Skóla-
kór Mýrdalshrepps undir stjórn
Önnu Björnsdóttur tónmennta-
kennara. Kór Víkurkirkju undir
stjórn Krisztinu Szklenár organ-
ista. Nemendur Tónskóla Mýrdæl-
inga undir stjórn Krisztinu Szklen-
ár skólastjóra tónskólans og
Zoltáns Szklenár tónlistarkennara.
Kynnir verður Kolbrún Hjör-
leifsdóttii’.
kvintett einsöngvara með hljómsveit
og kór eftir því sem við á. í lokaþætt-
inum er fögnuður lofgjörðarinnar í
95 sálmi Davíðs orðanna samslung-
inn tónlistinni. Saint Saéns var 25
ára þegar hann samdi Jólaórator-
íuna og þræddi í tónsmíðum hefð-
bundinn veg; var ekki búinn að móta
þann persónulega stíl að fullu, en
verkið er eigi að síður næm og sann-
færandi heilsteypt tjáning. Frammi-
staða flytjenda var yfirleitt góð.
Gott jafnvægi er á milli raddanna í
kórnum, helst fannst mér skorta á
mýkt í söngnum og of mikil spenna
dróg úr blæbrigðum, sérstaklega í
verki Olivers. Raunar þyrftu flytj-
endur að fá að flytja slíka tónleika
oftar en einu sinni, þegar hugsað er
til allrar þeirrar vinnu sem í þá hefur
verið lögð. Þannig fengju bæði flytj-
endur og verkin að njóta sín betur.
Frammistaða einsöngvara var prýði-
leg. Michael Jón Clarke á lof og
þakkir skildar fyrir flutning þessara
verka og músíkhandleiðslan fórst
honum vel úr hendi. Hann hefur
reyndar áður flutt okkur jólaboð-
skapinn með Kór Tónlistarskólans á
Akureyri, einsöngvurum og hljóm-
sveit; bæði með flutningi á Jólaóra-
toríu Bach og Messíasi Hándels. Eg
óska þess að framhald megi verða á
slíkum jólaundirbúningi af hans
hálfu og ekki síst að enn þá fleiri nýti
sér einstakt tækifæri til að fá sannan
jólaglaðning.
Jón Hlöðver Áskelsson