Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Jim Smart Veigar Margeirsson, Þórir Baldursson, Róbert Þórhallsson og Einar Scheving, sem var fjarverandi þegar myndin var tekin, flytja djasslög í útsctningu Veigars. Jóladjass í Salnum og Nj ar ðvíkurkirkj u Morgunblaðið/Ásdís Á jólatónlcikum Sinfóníuhljómsveitar Islands verður efnisskráin til- einkuð börnum. , Jólatónleikar SI tileink- aðir börnunum JÓLADJASSTÓNLEIKAR verða haldnir í Ytri-Njarðvfkurkirkju annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.30 og í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs sunnudagskvöldið 19. desember kl. 20.30. Flytjendur eru Veigar Margeirsson trompet- og flugelhornleikari, Þórir Baldursson píanisti, Róbert Þórhallsson bassa- leikari og Einar Scheving trommu- leikari. A efnisskránni eru ýmis vel þekkt. og kunn jólalaög í út- setningum Veigars. Veigar Margeirsson lauk meist- aragráðu í tónsmíðum og út- setningum frá University of Miami árið 1998. Að því loknu nam hann kvikmyndatónsmíðar í Los Angeles í einn vetur og hefur búið þar síðan. Þar starfar hann við tónsmíðar og útsetningar og hefur m.a. nýlokið útsetningarverkefni fyrir sinfón- íuhljómsveitirnar í Oregon og Spokane. Þórir Baldursson píanóieikari hefur leikið með öllum helstu tón- listarmönnum landsins. Hann bjó lengi erlendis og vann m.a. annars fyrir Elton John og Donnu Sum- mer. Róbert Þórhallsson stundar nám í bassaleik í Conservatorium van Amsterdam í Hollandi og hefur leikið inn á íjölmargar hljómplötur og komið fram með mörgum af helstu tónlistarmönnum landsins. Einar Scheving stundar nám við University of Miami. Hann hefur leikið inn á yfir 40 íslenskar hljómplötur og ferðast víða um heim með Djasskvartett Reykjavík- ur. Þrír barna- kórar og SÁ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhuga- manna heldur tónleika í Neskirkju á sunnudaginn kl. 17. Stjórnandi á tón- leikunum er Ingvai- Jónasson, ein- söngvari Inga Backman og einleikari á píanó er Jónas Ingimundarson. Á efnisskránni er Elegía í minn- ingu Jakobs Hallgrímssonar eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Jól, kant- ata eftir Jakob Hallgrímsson við ljóð Stefáns frá Hvítadal, Exultate, jub- ilate eftir Mozart, og kammerkon- sert í F-dúr, K 413, fyrir píanó og hljómsveit eftir Mozart. Tónleikun- um lýkur með því að sameinaðir barnakórar úr Melaskóla, Granda- skóla og Vesturbæjarskóla syngja jólalög við undirleik hljómsveitar- innar. Hildigunnur Rúnarsdóttir tón- skáld hefur leikið með SÁ í mörg ár. Hún samdi Elegíuna til minningar um Jakob Hallgrímsson, annað tón- skáld í röðum hljómsveitarinnar, sem lést sl. sumar. Jakob var tónlist- armaður og einn af stofnendum hljómsveitarinnar. Jólakantatan er æskuverk hans, skrifuð fyrir Austur- bæjai’skólann árið 1961. Ingvar Jón- asson hefur búið hana til hljómsveit- arflutnings. Inga Backman sópransöngkona syngur einsöng í kantötu Jakobs og einnig í kantötu Exultate, jubilate eftir Mozart. Flutningur Jónasar Ingimundarson- ar á píanókonsert Mozarts er frum- raun hans með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Aðgangseyrir er 1.000 kr., frítt fyrir böm og eldri borgara. HINIR árlegu jólatúnleikar Sinfón- íuhljómsveitar Islands verða í Há- skólabíói á niorgun, laugardag, kl. 15. Einsöngvari er Halla Dröfn Jónsdóttir og einleikari á trompet Einar St. Jónsson. Á tónleikunum koma fram unglingakórar Hall- grímskirkju og Selfosskirkju. Tónleikar hljómsveitarinnar á aðventu eru að vanda helgaðir yngstu hlustendunum og efnis- skráin því sett saman af jólalögum og öðru Iéttu tónlistarefni sem kynnir tónleikanna, Margrét Orn- ólfsdóttir, mun kynna jafnóðum sem og einsöngvara, einleikara og kóra. Leikin verða og sungin lög sem tengjast hátíð ljóssins, lög sem sungin eru hér á landi og einnig lög frá Bandaríkjunum, Brctlandi, Þýskalandi og Frakklandi. Megin- efnið verður þó íslenskt, og munu því unglingakórar syngja jólalög og jólasálma sem allir þekkja. Þá verð- ur flutt kvæðið um Hurðaskelli, við ljóð Jóhannesar úr Kötlum við lag Guðna Franzsonar, Hurðaskelli til heiðurs. Þá verður flutt verkið Christmas eftir Leroy Anderson: Christmas Festival. Eftir Benjamin Britten tveir þættir úr Ceremony of Carlos, Trompetkonsert eftir J.F. Fasch. Eftir Leroy Anderson Bugler’s Iloliday. Fjögur jólalög f útsetningu Þóris Baldurssonar. Eftir Franz Schubert Drottinn er minn hirðir og eftir Charles Gounod: Sanctus. Hljómsveitarstjóri er Bernharð- ur Wilkinson. Af hetjum o g ofurhetjum tegundum. Sú fjórða geymir höfuð- kúpuna af myrtum föður sínum í gegnsærri keilukúlu og notar fyrir vopn. Og svo mætti áfram telja. Allar vilja þær verða alvöruhetjur eins og fyrirmynd þeirra, kapteinn Ótrúlegur, en eiga langt í land. Tak- ist þeim hins vegar að sigrast á ill- menninu Casanova Frankenstein er aldrei að vita nema þær komist í flokk með helstu hasarblaðahetjum veraldar. Þannig gerir gamanhasarmyndin „Mistery Men“ grín að sjálfri sér og tegundinni sem hún tilheyrir um leið og hún er ótrúlega delluleg úttekt á amerísku hasarblaðamennskunni. Hún er einnig eðalfínt dæmi um doll- arabruðlið sem viðgengst í Holly- wood þegar gerðar eru vondar dell- umyndir. Það er eins og framleiðendur myndarinnar hafí séð Batman 4 og ákveðið að gera verri mynd sem kostaði jafn mikið. Þeir hafa fengið einstaklega kræsilegan hóp leikara til þess að fara með Sterkum áhrifum náð með einfaldleika KVIKMYIVPIR B í « b o r g i n „MISTERY MEN“ ★ >£ Leikstjóri: Kinka Usher. Aðal- hlutverk: Ben Stiller, William H. Macy, Hank Azaria, Geoffrey Rush, Wes Studi, Janeane Garofalo, Paul Rubens, Greg Kinnear. 1999. HETJUR amerísku hasarblaða- menningarinnar eru til í öllum stærðum og gerðum en líklega eru fáar eins gersamlega misheppnaðar og þær í „Mistery Men“. Þær geta ekki neitt. Ein þeirra berst með skóflu. Önnur hendir skeiðum. Sú þriðja prumpar nær banvænum gas- TOJVLIST Glerárkirkja KÓR TÓNLISTARSKÓL- ANSÁ AKUREYRI Jólaóratóría Saint Saéns og Missa Brevis eftir Oliver Kentish. Stjórn- andi Michael Jóns Clarke. Kórinn skipaður 45 körlum og konum. Ein- söngvarar í Jólaóratóríunni voru Björg Þórhallsdóttir sópran, Elví G. Hreinsdóttir mezzósópran, Sig- ríður Elliðadóttir alt, Snorri Wíum tenór og Jóhann Smári Sævarsson bassi, en í Missa brevis söng Sveinn Arnar Sæmundsson tenór auk þeirra Bjargar og Jóhanns Smára. Strengjasveit skipuð 15 hljóðfæra- leikurum og hörpuleikari lék með í báðum tónverkunum, og orgel hljómaði með í Jólaóratóriunni. Miðvikudaginn 15. desember. KÓR Tónlistarskólans á Akureyri stendur öllu söngfólki opinn; er nú skipaður 45 körlum og konum, og er ánægjulegt hversu margt ungt fólk er þar á meðal. Tónleikamir hófust á verki Oliv- ers Kentish (f.1956), en hann hefur mikið látið að sér kveða sem tón- skáld nú á síðustu árum og hafa mörg tónverka hans vakið verð- skuldaða athygli. Hann hefur kennt tónlist við nokkra tónlistarskóla, og m.a. starfað sem kennari á selló við Tónlistarskólann á Akureyri um ára- bil. Oliver hefur leikið á selló með Sinfóníuhljómsveit Islands og Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands. Hann hefur samið fjölda hljómsveitar- og kórverka ásamt einsöngslögum og hefur Sinfóníuhljómsveit Islands frumflutt hljómsveitarverk eftir hann. Missa brevis er í fímm þáttum, en nafnið þýðir stutt messa. Verkið samdi Oliver í júní 1998, en á þessu ári samdi hann nýjan þátt “0, dulce, o, pie Jesu...“ (O, blíði, ó, dygðugi Jesú ...) sérstaklega fyrir þessa tón- leika með Björgu Þórhallsdóttur í huga og var sá þáttur sunginn af henni við undirleik strengjasveitar og hörpu. Þennan hluta fellir Oliver inn á milli credo- og sanctus-þátt- anna. Tónverkið fylgir hefðbundnum latneskum messutexta með þáttun- um Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Agnus Dei. Sumir textanna eru þó styttir verulega. Verkið var í heild frumflutt á þessum tónleikum og heyrir slíkt jafnan til mikilla tíðinda fyrir tónlistarunnendur. Oliver tekst í tónsmíð sinni að ná fram sterkum áhrifum með einfaldleika. 1 byrjun verks hljómar miskunnarbænin, en kven- og karlaraddir skiptast á söng við undirtón langra bundinna tóna í strengjum (orgelpunktur). Dýrðar- söngurinn - gloriaþátturinn - er dansrænn og kröftugur. Þar notar Oliver áhrifamikla og taktfasta þrá- stefjun í strengjaröddum. Credo- og sanctus-þættirnir voru áhrifamiklir og ná yfír þær tilfinningar sem spanna allt frá innhverfum tilfínn- ingum til útrásar í fagnaðarsöngn- um, „hósíanna í upphæðum". í loka- þættinum, Agnus dei, var hringnum lokað og raddir karla og kvenna skiptust á líkt og í upphafi, en þá hljómaði hár tónn í fíðlum móti kórn- um öllum í sannfærandi og mjúku niðurlagi. Vonandi á þetta verk eftir að heyrast oft. Þá var komið að Jólaóratoríu eftir Saint Saéns. Saint Saéns (1835-1921) var eitt af áhrifamestu tónskáldum Frakka á síðari hluta 19. aldar. Það kann að hljóma kaldhæðnislega að þekktasta tónverk Saint Saéns, Karneval dýr- anna, sé einmitt það verk sem tón- skáldið vildi ekki binda nafn sitt við og veitti engum leyfi til að gefa það út. Kirkjuleg tónverk Saint Saéns eru aðeins lítið brot af fjölda þeirra tón- helstu hlutverkin eins og Ben Stiller, William H. Macy og Hank Azaria svo nokkrir séu nefndir, en þeir virka, sérstaklega Azaria, eins og bjánar í hlutverkunum og kannski var það ætlunin. Einstaka brandari gengur upp. Þannig leikur Wes Studi einskonar andlegan leiðtoga hópsins með klisj- urnar á hraðbergi og gerir margt íyndið við það. Macy er sem fyrr ein- staklega bældur með sína skóflu að vopni. Og Janeane Garofalo á einnig sínar stundir sem eina kvenhetjan í hópnum. En það er ekki mikið annað að hafa úr furðuverki þessu, sem virkar ábyggilega betur sem hug- mynd en kvikmynd. Arnaldur Indriðason verka sem hann samdi, en þó liggur eftir hann ein Messa, Requiem (sálu- messa) og fjórar óratoríur, og er Jólaóratórían ein þeirra. Hann lék jöfnum höndum opinber- lega á píanó og orgel. Organisti var hann við La Madelein-kirkjuna í París, þar sem hann stjórnaði frum- flutningi Jólaóratoríu sinnar 15. des- ember 1869, nákvæmlega upp á dag, 130 árum áður en flutningur verks- ins í Glerárkirkju fór fram. Jólaóra- tórían er í tíu þáttum og einkennist af mikilli gleði og fögnuði. Við inn- gangsþátt (prelúdíu), sem flutt er af hljómsveitinni einni, ritar tónskáldið túlkunarvísbendingu “að hætti Seb- astian Bach“ og er þar vafalítið vísað til upphafs Jólaóratóríunnar eftir Bach. Prelúdían er í 12/8 takti og færir okkur með sínu pastoral-hjarðlagi í námunda við tíðindin miklu á Betl- ehemsvöllum. í öðrum þætti er okk- ur svo kunngerð fæðingarsaga frelsarans af munni tenóreinsöng- varans. Smátt og smátt tekur at- burðarásin á sig sterkari mynd og Saint Saéns notar sér það stílbragð að auka áhrifin með því að nota sér stígandann frá einsöng - dúett, upp í Söngelskar raddir í Vík AÐVENTUTÓNLEIKAR verða haldnir í félagsheimilinu Leikskál- um í Vík sunnudaginn 19. desem- ber kl. 20 Söngelskir Mýrdælingar flytja list sína. Þeir sem fram koma eru: Skóla- kór Mýrdalshrepps undir stjórn Önnu Björnsdóttur tónmennta- kennara. Kór Víkurkirkju undir stjórn Krisztinu Szklenár organ- ista. Nemendur Tónskóla Mýrdæl- inga undir stjórn Krisztinu Szklen- ár skólastjóra tónskólans og Zoltáns Szklenár tónlistarkennara. Kynnir verður Kolbrún Hjör- leifsdóttii’. kvintett einsöngvara með hljómsveit og kór eftir því sem við á. í lokaþætt- inum er fögnuður lofgjörðarinnar í 95 sálmi Davíðs orðanna samslung- inn tónlistinni. Saint Saéns var 25 ára þegar hann samdi Jólaórator- íuna og þræddi í tónsmíðum hefð- bundinn veg; var ekki búinn að móta þann persónulega stíl að fullu, en verkið er eigi að síður næm og sann- færandi heilsteypt tjáning. Frammi- staða flytjenda var yfirleitt góð. Gott jafnvægi er á milli raddanna í kórnum, helst fannst mér skorta á mýkt í söngnum og of mikil spenna dróg úr blæbrigðum, sérstaklega í verki Olivers. Raunar þyrftu flytj- endur að fá að flytja slíka tónleika oftar en einu sinni, þegar hugsað er til allrar þeirrar vinnu sem í þá hefur verið lögð. Þannig fengju bæði flytj- endur og verkin að njóta sín betur. Frammistaða einsöngvara var prýði- leg. Michael Jón Clarke á lof og þakkir skildar fyrir flutning þessara verka og músíkhandleiðslan fórst honum vel úr hendi. Hann hefur reyndar áður flutt okkur jólaboð- skapinn með Kór Tónlistarskólans á Akureyri, einsöngvurum og hljóm- sveit; bæði með flutningi á Jólaóra- toríu Bach og Messíasi Hándels. Eg óska þess að framhald megi verða á slíkum jólaundirbúningi af hans hálfu og ekki síst að enn þá fleiri nýti sér einstakt tækifæri til að fá sannan jólaglaðning. Jón Hlöðver Áskelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.