Morgunblaðið - 17.12.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 17.12.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 49 BJÖRN RÍKARÐ UR LÁRUSSON + Björn Ríkarður Lárusson fæddist í Reykjavík 7. nóv- ember 1942. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 6. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ilallgríms- kirkju 15. desember. Fyrstu kynni okkar Björns tengdust iðkun á sameiginlegu tóm- stundagamni, hrað- skák. Þetta var fyrir um 30 árum. Við hitt- umst nokkrir áhugmenn á sunnu- dögum og tefldum. Man ég enn þeg- ar féll í minn hlut að halda mótið í fyrsta sinn, að til þess var tekið að þá þótti fullskipaður bekkurinn við fjög- urra manna borðsenda er þeir sátu þar kapparnii- Bjöm Lárusson, sem lagði þá stund á lyftingar, og Sig- tryggur glímukappi Sigurðsson. Seinna urðum við Björn félagar í skákklúbbi sem hefur starfað óslitið í meira en aldarfjórðung. Við skák- borðið var Björn skemmtilegur en afar erfiður andstæðingur. Vinning- ar á hendur honum voru harðsóttir og ávallt teflt til þrautar. Ósjaldan sneri Björn að því er virtist íakara tafli sér í vil með þrautseigju og út- sjónarsemi. Fyrir hálfu öðra ári veittist mér sú ánægja að byrja á gönguferðum með Birni heitnum meðfram Ægisíðu og Skerjafírði. Þessar gönguferðh- hafði Björn þá stundað í mörg ár með fé- lögum í KR. Ferðirnar voru farnar hvernig sem viðraði enda sagði Björn við mig í upphafi að „annað- hvort væru menn í þessu eða ekki“. Á göngunni var að sjálfsögðu rætt um það sem efst var á baugi en jafn- framt kynntist ég betur áhuga og þekkingu Björns á þjóðlegum fróð- leik og náttúrufræði. Björn var mik- ill göngugarpur og glöggur náttúru- skoðari og þekkti vel jarðfræði og náttúru landsins, sérstaklega á suð- vesturhorninu. Björn var áhugamaður um stjórn- mál og hafði þar ákveðnar skoðanir. Hann var maður einkaframtaksins og taldi lítinn sóma að atvinnurekstri sem þreifst undir verndarvæng hins opinbera. Hann var enginn jámaður í viðræðum og mótaði skoðanir sínai’ á þjóðmálum á eigin forsendum að vel athuguðu máli en tók lítt undh’ slag- orð eða sleggjudóma. Hinar jákvæðari hliðar keppnis- íþróttanna birtust vel í lund Björns. Áldrei að gefast upp, sýna ástundun og vandvh’kni, vera góður félagi og koma jafnan vel undirbúinn til leiks með sterkan vilja til að ná árangri. Á þessum forsendum skilaði Björn Lárusson sínu dagsverki. Fjölskyldu Björns sendi ég einlægar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Björn G. Ólafsson. Kveðja frá Glímudeild KR í dag kveðjum við góðan félaga og vin, Björn Ríkharð Lárusson, sem lést langt um aldur fram. Hann kom inn í starf glímudeildar KR árið 1986 er hann fylgdi Orra syni sínum til æfinga og keppni. Mikil fengur vai’ að fá slíkan drengskaparmann, sem hafði mikla reynslu af keppnisíþrótt- um og félagsmálum. Gott var að leita til Björns með mál sem varðaði glímudeildina enda var hann ein- staklega bóngóður og hjálpsamur maður. Björn hafði stálminni og var einn af þessum mönnum sem var vel heima á mörgum sviðum íþrótta, sér- staklega frjálsum og lyftingum enda keppn- ismaður í þeim báðum. Frásagnargáfu hafði hann skemmtilega og ófáar sögurnar heyrð- um við af hrikalegum görpum fortíðarinnar. Sem ungur maður fór hann til að vera við- staddur á Ólympíuleik- unum í Róm 1960 og þaðan átti hann góðar minningar sem hann miðlaði okkur strákun- um. Björn átti stóra fjöl- skyldu og sinnti henni afar vel. Það var aðdáunarvert að sjá hvað hann studdi börn sín í verki, hvort sem var í skák, leiklist, glímu eða öðru sem þau tóku sér fyrir hendur. Við kveðjum félaga okkar með söknuði ogvirðingu og vottum Eddu, Orra, Ingibjörgu og Sigurbirni okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Glímudeild KR. Með Birni Lárussyni er genginn einn ötulasti og áhugasamasti liðs- maður íslenskrar íþróttahreyfingar. Fyrst sem framúrskarandi kepp- andi, hvort heldur í gh'mu, frjálsum íþróttum eða lyftingum, en síðar og mun lengur sem forystumaður og þátttakandi í uppbyggingu og félags- störfum á sviði íþróttamála. Við Björn höfum verið lengi sam- ferða um dagana, enda var ekki langt á milli okkar í aidri. Hann kom mér fyrir sjónir sem rammefldur, traustur og framúrskarandi heill persónuleiki. Ég vissi aldrei hvort hann minnti mig meir á strákana sem ég var með á sjónum og drógu björg í bú eða bændurna, sem yrkja jörðina, nema hvorutveggja væri, þar sem hann stóð álútur eins og sláttumaður eða sjómaður sem steig ölduna. Ekki leiðum að líkjast, enda Björn sjálfsagt með ættir í allar áttir í það þjóðlega umhverfi og atvinnu- hf, sem hann bar svo sterkan svip af. Knattspyrnufélag Reykjavíkur naut ki-afta hans og hðsstyrks og munaði um minna. Þau afrek sem hann vann á þágu félagsins á keppn- isvelli og í félagsstjóm munu vænt- anlega aðrir rekja, en enginn sem tekið hefur virkan þátt í íþróttafor- ystumálum undanfarna áratugi hef- ur farið varhluta af nærveru Björns Lárussonar. Það hefur ekki verið með hávaða eða bægslagangi, ekki með yfirlæti né yfirgangi. Hógværð, vinnusemi og sjentilmennska voru einkenni Björns í öllu því sem hann tók að sér. Hann var einlægur áhugamaður um íþróttir og framgang þeima og tranaði sjálfum sér ekki fram nema til að leggja hönd á plóginn. Hann var stólpi sem mátti reiða sigá. Það sama má segja um afskipti Björns af stjórnmálum. Þar naut Sjálfstæðisflokkurinn starfskrafta hans um árabil og þar lágu leiðir okkar Björns sömuleiðis saman um tíma og aftur þar var að finna heil- steyptan og áreiðanlegan félaga, sem vissi hvar hann stóð. Og stóð í báðar fætur. Þar sem ég ligg rúmfastur þessa dagana og á ekki heimangengt til að fylgja mínum gamla vini síðasta spölinn sendi ég þessum látna heið- ursmanni hinstu kveðju og þakkir fyiir ómetanleg störf í þágu íþrótt- anna og votta fjölskyldu hans, eigin- konu og börnum, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ellert B. Schram, forseti fþrótta- og Ólympíu- sambands Islands. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1116, eða á netfang )>ess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má iesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Steinunn Þ. And- ersen var fædd í Vestmannaeyjum 23. júní 1926. Hún lést í Landspftalan- um 11. desember síðastliðinn. Hún ólst upp hjá ömmu- systur sinni, Stein- unni Guðmundsdótt- ur, f. 19.8. 1867, d. 12.4. 1944, og Þor- leifi Einarssyni, f. 7.1. 1878, d. 22.5. 1960. Steinunn átti einn bróður, Barða Hjaltason, f. 8.12. 1928, d. 9.2. 1945. Eftirlifandi eiginmaður Steinunnar er Þor- steinn Sveinsson rafvirkjameist- ari, f. 28.5. 1923. Foreldrar hans voru Hallbera Þorsteinsdóttir, f. 16.1. 1898, frá Meiðarstöðum í Garði, og maður hennar, Sveinn Stefánsson, frá Krókvöllum í Garði, f. 3.4. 1893, d. 7.2. 1925. Börn Steinunnar og Þorsteins eru: 1) Barði Valdimarsson, f. 19.6. 1950, kennari í Noregi, og er hann kvæntur Evu Öveled, þroskaþjálfa. Þau eiga tvö börn, í dag verður til moldar borin kær vinkona mín, Steinunn Þorleifs And- ersen, Básenda 12 í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum 11. desember eftir stutta sjúkrahúslegu, en lang- varandi erfið veikindi í mörg ár sem hún umbar með ótrúlegu æðruleysi. Við andlát Steinunnar leita á huga minn minningar um bernsku og æskuár okkar í Vestmannaeyjum. Steinunni eða Dídí, eins og hún var ævinlega kölluð, hefi ég alltaf þekkt því við vorum jafnöldrur og bjuggum við sömu götuna við Vest- urveginn, hún á Túnsbergi, en ég á Selalæk. Við gengum saman í barna- skólann og gagnfræðaskólann og saman fermdust við í Landakirkju. Við Vesturveginn bjó stór hópur barna á svipuðum aldri sem léku sér jafnan saman við hina ýmsu leiki sem nú virðast heyra sögunni til. Þar má nefna langbolta, parís, boltaleik, sippuleik, yfir og að hverfa. Allur hópurinn lék sér saman frjáls úti í fersku sjávarloftinu. Ég minnist þess er við nokkrar telpur í götunni ákváðum að stofna „leikhús“, þar á meðal var Dídí. Við lögðum mikla vinnu í að læra hver sitt hlutverk og metnað í að allir skiluðu sínu sóma- samlega. Það gekk eftir og fengum við hrós fullorðna fólksins fyrir frammistöðuna. Ég man ekki betur en að við ákvæðum allar að verða leikkonur þegar við værum orðnai’ stórar. Aðgangurinn að leiksýning- unni kostaði eina tölu, en það kom snurða á þráðinn þegar tölunum var skipt milli „leikaranna“. Ein talan var sýnu fegurst og allar vildu fá þá tölu í sinn hlut. Þessi örlagatala varð til þess að „leikhúsið" lagðist niður. Oft höfum við hlegið að þessu upp- hlaupi í okkar annars samrýnda leik- systkinahópi, en víst er um það að engin okkai’ lagði leiklistina fyrir sig. Oft lögðum við leið okkar á Skans- inn á eftirmiðdögum til að fylgjast með þegai’ fiskibátarnir komu að, hver á fætur öðrum. Við vorum ekki háar í loftinu þegar við skynjuðum mikilvægi þess fyrir afkomu heimil- anna að vel fiskaðist. Bernsku- og æskuárin liðu fljótt og fyrr en varði stóðum við and- spænis þeiiTÍ staðreynd að tími væri kominn til að hleypa heimdraganum. Eftir miklar vangaveltur ákváðum við þrjár vinkonur af Vesturvegin- um, Dídi þar á meðal, að fara til Kaupmannahafnar í húsmæðra- skóla. Heimsmyndin hjá okkur stöll- um sem höfðum alist upp í litlu og einangruðu eyjasamfélagi gjör- breyttist þegar við komum til Dan- merkur. Kaupmannahöfn var í okkar augum ævintýraleg heimsborg, nafli alheimsins. I skólanum eignuðumst við danskar vinkonur og höfum við haft samband við sumar þeirra allt fram á þennan dag. Að loknu prófi frá húsmæðraskól- Fríðu, f. 5.2. 1978, háskólanema, og Snorra, f. 5.3. 1980, stúdent og gegnir nú herþjónustu. 2) Hadda Sigríður, f. 11.8. 1952, bóka- safnsfræðingur, og er hún gift dr. Ant- on Galan, sjávarlíf- fræðingi frá Baska- landi, f. 14.9. 1947. Dóttir þeirra er Sigrún, f. 28.5. 1986, grunnskólan- emi. 3) Sveinn Ósk- ar, f. 7.10. 1962, og er hann kvæntur Sigurjónu Báru Hauksdóttur frá Siglufirði, f. 1.1. 1966. Þau eiga Þorstein Sveinsson, f. 27.5. 1991. 4) Ásta Kristín, f. 17.7. 1965, ökukennari í Noregi. Hún var í sambúð með Frank Sandvik, bifreiðaeftirlits- manni, f. 8.10. 1965. Börn þeirra eru Iða Kristín, f. 24.9. 1991, Þór Martin, f. 15.12. 1993 og Óðinn, f. 27.2. 1996. IJtFór Steinunnar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. anum fór Dídí í fóstruskóla í Kaup- mannahöfn og lauk þaðan prófi. Dídi giftist Þorsteini Sveinssyni raf- virkjameistara 30. september árið 1951. Þorsteinn er greindur öðlings- maður sem reyndist Dídí traustur lífsförunautur og börnum þeirra ein- staklega góður faðir og uppalandi. Dídí og Þorsteinn eignuðust þrjú börn. Börnin eru nú uppkomin, vel menntuð, hafa stofnað eigið heimili og eiga maka og börn. Öll börn þeiira hjóna bera traustu uppeldi í foreldrahúsum fagurt vitni. Oft tal- aði Dídí um sín góðu tengdabörn sem allt vildu fyrir hana gera. Barna- bömin vom hennar sólargeisli og gleðigjafi. Hún fylgdist náið með þeim öllum, jafnvel þótt vík væri milli ástvina, en tvö börn þeirra era búsett í Noregi. Iðulega var hringt á milli og ljósmyndir vom sendar sem Dídí hafði jafnan við höndina og sýndi vinum með móðurlegu stolti. Þorsteinn og Dídí byggðu sér stórt og fallegt hús að Básenda 12 hér í Reykjavík og í garðinum við húsið þehra standa hávaxin tré sem þau hafa gróðursett. Er vora tekur spretta upp páskaliljur og túlípanar ásamt fögrum sumarblómum sem Dídí jafnan sáði til. Gróðurinn veitti Dídí mikla gleði enda dvaldi hún mikið í garðinum þegar vel viðraði^- Það veitti henni mikla lífsfyllingu því að Dídí var mikið náttúrubarn alla tíð. Þegar vinir Dídíar heimsóttu hana í garðinn voru þeir oftar en ekki leystir út með fögi’um blóm- vöndum, en gjafmildi var einn af mörgum góðum eðliskostum Dídíar. Hún var kærleiksrík og heilsteypt kona, með öllu fordómalaus, mjög gestrisin og tryggur vinur vina sinna. Sérstakar þakkir langar mig að flytja hér fyrir hönd kærrar einka- systur minnar, Hönnu, sem notið hefur einstakrar vináttu og velvildar; Dídíar og Þorsteins um áratuga skeið. Öll samskipti við þau hafa létt henni lífsgönguna, einkanlega eftir að hún varð ekkja með þverrandi heilsu. Ég er þakklát fyrir að hafa átt ævivináttu Dídíar og hlýhug þeima hjóna beggja. Merk kona er gengin, hversdagshetja sem lét lítið yfir sér, en bjó yfir miklu andlegu atgervi. Fjölskyldu Dídíar allri sendum við Egill okkar dýpstu samúðarkveðjur Gerður H. Jóhannsdóttir. Nú hefur kvatt jarðvistina hún Dídí í Básendanum, eins og við syst- ur vorum vanar að kalla hana. Á, þessari stundu hvarflar hugurinn til baka. Margar góðar minningar eig- um við um Dídí allt frá því að við munum eftir okkur. Dídí var um margt sérstök kona og hjartahlý með afbrigðum. Hún var órjúfanleg- ur hluti af fjölskyldu okkar, enda stóðum við systur alltaf í þeirri trú að hún væri frænka okkar. Dídí var æskuvinkona mömmu okkar og því kærkominn gestur á bernskuheimil- inu. Heimili hennar stóð okkur ávallt opið þegar við komum í bæinn og tók hún þá á móti okkur á sinn einstaka? hlýja hátt. Vom heimsóknirnar í Bá- sendann ætíð tilhlökkunarefni. Ekki stóð á henni að opna heimili sitt þeg- ar við urðum tímabundið heimilis- laus vegna eldgoss í Eyjum. Börnum okkar systra sýndi hún sömu elsku og hlýleika og aldrei brást að undir jólatrénu væri pakki til þeirra allra með kveðju frá jólasveininum. Við kveðjum elskulega konu, en hlýja hennar og nálægð mun lifa í minningunni. Megi Guð styrkja hennar nánustu á erfiðum tímum. Systurnai’ á Brimhólabrautinni, Helga, Kristín og Lilja. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA GUÐNÝ LAXDAL, Hólmgarði 3, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 11. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu mánu- daginn 20. desember kl. 10.30. Ríkharð Laxdal, Helga Kristinsdóttir, Rannveig Laxdal, Helgi Jóhannsson, Anna Laxdal Agnarsdóttir, Óli Viðar Thorstensen, Magnús Agnarsson, Bjarnveig Ingimarsdóttir, Agnar ívar Agnarsson, Kristín Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÓLAFUR GUÐJÓNSSON fyrrum bóndi, Miðhjáleigu í Austur-Landeyjum, verður jarðsunginn frá Voðmúlastaðakapellu laugardaginn 18. desember kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hins látna, láti Voð- múlastaðakapellu njóta þess. Bílferð verður frá BSl kl. 11.00 og Fossnesti á Selfossi kl. 12.15. Bóel Kristjánsdóttir og börn. STEINUNN ÞOR- LEIFS ANDERSEN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.