Morgunblaðið - 17.12.1999, Qupperneq 50
50 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
SIGRÍÐURÞ.
> R UNÓLFSDÓTTIR
+ Sigríður Þórunn
Runólfsdóttir
fæddist á Stöðvar-
firði 27. október
1944.
Hún lést á heimili
sínu að morgni 7.
desember síðastlið-
ins. Hún var yngsta
barn hjónanna Guð-
bjargar Helgu Eli-
mundardóttur ljós-
móður á Stöðvar-
- firði, f. 1. nóvember
1909, d. 24. ágúst
1966, og Runólfs Ein-
arssonar kennara og
skólastjóra á Stöðvarfirði, f. 10.
júní 1902, d. 17. júní 1966. Bræður
Sigríðar eru: Eymundur Runólfs-
son verkfræðingur í Reykjavík,
maki Alfhildur Erlendsdóttir, og
Erlingur Runólfsson verkfræð-
ingur í Reykjavík, maki Jóna Hall-
dórsdóttir.
Hinn 23. júní 1972 giftist Sigríð-
ur Kristjáni Franklín Oddssyni
frá Steinum í Stafholtstungum, f.
4. október 1944. Foreldrar hans
eru Oddur Kristjánsson fyrrver-
andi bóndi og hreppstjóri á Stein-
•• um, f. 11. ágúst 1914, og kona
hans Laufey Pétursdóttir, hús-
freyja á Steinum, f. 29. nóvember
Elsku mamma. Við munum alltaf
minnast þín vegna þeirrar ástar og
umhyggju sem þú sýndir okkur og
allar þær góðu stundir sem við áttum
með þér verða okkur dýrmæt minn-
ing um ókomna tíð.
Þú sýndir dugnað og æðruleysi í
baráttu þinni við erfiðan sjúkdóm og
sá tími sem þú áttir með okkur síð-
vlstu ár var yndislegur.
Þakka þér fyrir að vera alltaf til
staðar þar sem við gátum leitað til
þín þegar við þurftum á þér að halda.
Við vitum að þú ert nú á góðum
stað og það styrkir okkur öll í þessari
miklu sorg.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
litogblöðniður lagði,
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgr. Pét.)
Guð geymi þig, elsku mamma.
-* Guðbjörg, Laufey og Oddur.
Kallið erkomið,
komin er nú stundin,
vinarskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimirkveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem)
í dag kveðjum við mæta konu, ást-
ríka eiginkonu og móður, Sigríði
Runólfsdóttur. Komin er stundin
sem við höfum kviðið fyrir, vinar-
skilnaðurinn.
Fyrir rúmu ári greindist Sigríður
með illkynja sjúkdóm sem ekki var
Jfflegt að ráða neina bót á, aðeins var
hægt að halda honum í skefjum um
sinn. Nú í októberlok heijaði sjúk-
dómurinn á ný og enn harðar en áður
svo engum duldist að hverju stefndi.
Það var aðdáunarvert að sjá hve fjöl-
skyldan stóð þétt saman í veikindum
hennar og hjúkraði henni og létti
henni síðustu stundirnar og vék ekki
frá henni augnablik uns yíir lauk.
Sign'ður, Sigga eins og við kölluð-
um hana, var í föðurætt frá Flögu í
Skriðdal og í móðurætt frá Stakka-
bergi í Klofningshreppi. Hún fædd-
ist lýðveldisárið austur á Stövarfirði,
j#ir sem hún ólst upp í skjóli tignar-
legra fjalla í faðmi foreldra sinna og
bræðra. Hún fékk gott uppeldi og
menntun sem nýttist henni vel.
Ég kynntist Siggu fyrir rúmum 30
árum þegar ég giftist bróður hennar.
Við vorum báðar ungar og höfðum
álíka reynslu að baki, hún búin að
^jpissa báða foreldra sína og ég móð-
ur mína. Sjálfsagt hefur þessi
1906, d. 5. septem-
ber 1999. Börn Sig-
ríðar og Kristjáns
eru: 1) Guðbjörg,
starfsmaður ÍTR, f.
31. júlí 1973. Sam-
býlismaður hennar
er Theodór Carl
Steinþórsson, raf-
virki, f. 6. maí 1970.
2) Laufey, nemi í
matvælafræði, f. 15.
apríl 1975. Unnusti
hennar er Valur
Norðri Gunnlaugs-
son, matvælafræð-
ingur, f. 28. júní
1973. 3) Oddur, nemi í VÍ, f. 24.
júlí 1982.
Sigríður ólst upp á Stöðvarfirði
Hún vann á sumrin almenna vinnu
bæði til sjávar og sveita. Lands-
prófi lauk hún frá alþýðuskólan-
um á Eiðum 1962 og Húsmæðra-
skóianum á Laugalandi 1963. Hún
var við nám í Húsmæðrakennara-
skólanum frá 1964 og brautskráð-
ist þaðan 1966. Hún vann í mötu-
neyti fsal árin 1967-1969 og
Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Foss-
vogi 1970-1998.
Utför Sigríðar fer fram frá Ár-
bæjarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
reynsla fært okkur nær hvor annarri
og styrkt fjölskylduböndin.
Hún bjó með okkur Eymundi á
Rauðalæk í nokkur ár þar til hún
festi ráð sitt. Við bjuggum þarna
saman í sátt og samlyndi og þannig
var samband okkar alla tíð.
Það var henni mikil gæfa þegar
hún giftist Kristjáni og eignaðist
með honum þrjú börn sem öll eru
gott og traust fólk og hafa verið
miklir gleðigjafar.
Sigga var mjög lagin í höndum,
mikil verkmanneskja og bjó til
marga fallega muni sem prýða heim-
ilið. Hún var flink að sauma föt og
það gat verið eríitt að sjá hvað var
keypt og hvað var saumað heima.
Sigga hafði góða greind, var fjölhæf
og góður námsmaður, fylgdist vel
með og las mikið sér til fróðleiks og
skemmtunar. Hún varð húsmæðra-
kennari en fékkst ekki við kennslu
heldur vann lengst af við að setja
saman sjúkra- og sérfæði á Borgar-
spítalanum, fyrir þá sem þurftu þess
með.
Við hittumst nokkuð reglulega og
áttum saman góðar stundir þar sem
margt var spjallað. Eina slíka sam-
verustund áttum við á heimili Siggu
og Kiástjáns fyrir rúmu ári. Það var
létt yfir okkur þetta kvöld en sólar-
hríng síðar kom skellurinn mikli eins
og hendi væri veifað. Þannig er Iífið
að ekkert er upphaf án endis. Við
sem eftir stöndum syrgjum hana
sárt en það er trú mín að þegar
Sigga kvaddi þetta líf hafi ljósmóður-
hendur móður hennar tekið á móti
henni og fleiri ástvinir sem þegar eru
farnir af þessum heimi. Sigga var
einstaklega nærgætin og góð við
frændfólk sitt og vini og er því treg-
uð af mörgum.
Við erum þakklát fyrir að hafa átt
hana, þessa hógværu, tryggu og
góðu konu, og kveðjum hana í hljóðri
bæn.
Guð blessi minningu hennar.
Við Eymundur vottum fjölskyldu
Siggu, þeim Kristjáni, Oddi, Guð-
björgu, Theodórí, Laufeyju og Vali
innilega samúð og biðjum guð að
blessa þau.
Álfliildur Erlendsdóttir.
Þegar dagurinn er skemmstur og
myrkrið grúfir yfir lauk baráttu
mágkonu minnar sem staðið hefur
frá því í september á síðastliðnu ári.
Þó að nokkur bjartsýni hafi ríkt á
síðastliðnu sumri um bata varð ljóst
er leið að hausti að um slíkt var ekki
að ræða. Eflaust hefur hún gert sér
ljóst hvert stefndi, en ekki voru
mörg orð höfð um það af hennar
hálfu. Þegar litið er til baka koma
ýmsar minningar upp í hugann, svo
MINNINGAR
sem móttökur er komið var til henn-
ar, hvort sem var í kaffi eða mat og
gistingu.
Sigga vann í mörg ár í mötuneyti
Borgarspítala og hefur eflaust nýzt
þar þekking hennar í öllu er lýtur að
matargerð ásamt hógværð i allri
framkomu sem kemur sér vel á stór-
um vinnustað.
En þó um vinnu utan heimilis væri
að ræða vai- ekki um vanrækslu þar
að ræða. En nú er hennar lífsgöngu
lokið, sá dómur hefur verið felldur
sem ekki verður áfrýjað og ekki ann-
að að gera en þakka fyrir tæplega
þrjátíu ára kynni.
Eftir fáa daga tekur sól aftur að
hækka á lofti, vonandi bæði hjá eftir-
lifandi fjölskyldu og henni sjálfri, þó
í öðru sólkerfi sé.
Pétur Oddsson.
Ég ætla að minnast föðursystur
minnar Sigríðar Þórunnar Runólfs-
dóttur, sem verður lögð til hinstu
hvíldar í dag. Hún Sigga frænka mín
var sómakona mikil í alla staði, og ég
er hreykin af því að bera sama blóð í
mínum æðum og hún. Hún var yndis-
leg kona, og lagði mikla rækt við
heilsu sína, bæði á sál og líkama.
Hún tók snemma upp alla þá lifnað-
arhætti sem við köllum holla í dag,
eldaði mat af mikilli natni án fitu og
sykurs. Hún var á undan sinni sam-
tíð á þessu sviði. Einnig var hún
mjög dugleg að halda sér í góðu for-
mi og stundaði sund og göngu.
Sumarið 1995 fórum við átta saman
að ganga Laugaveginn milli Land-
mannalauga og Þórsmerkur. Hún
var í góðri þjálfun og átti ekki í nein-
um vandræðum með gönguna, en
mér er minnisstætt þegar við vorum
að koma að Álftavatni þá þurftum við
að ganga niður mjög bratta malar-
brekku, og Siggu leist ekki á blikuna
sökum lofthræðslu og ætlaði bara að
snúa við og ganga til Landmanna-
lauga og taka rútuna í bæinn. En
með dyggum stuðningi frá eigin-
manni og tveimur göngustöfum
tókst henni að hafa það að fara niður
brattann, öllum til mikillar ánægju.
Ég var mikið hjá dætrum hennar
um helgar í barnæsku minni, og allt-
af tók hún mér opnum örmum og
kom fram við mig eins og eina af
stelpunum sínum, hún var einstak-
lega góð kona og margs er að minn-
ast.
Síðasta ár hefur verið erfitt hjá
fjölskyldunni í Hraunbænum. Sigga
greindist með krabbamein fyrir
rúmu ári, en hún lét það ekki aftra
sér og notaði þetta ár vel og ferðaðist
víða um landið. Ég var með í för um
verslunarmannahelgina, þegar við
vorum með hálfgert fjölskyldumót á
ættaróðali okkar í Dölunum, það var
gott veður og við notuðum allan tím-
ann til að ganga og skoða okkur um.
Við fórum meðal annars upp í Katla,
sem er fyrir ofan bæinn, og vorum
þar að rifja upp gamla sögustaði. Þar
spiluðu pabbi minn og Sigga stærstu
hlutverkin því það voru þau sem
sögðu okkur sögumar.
Sigga var kölluð frá okkur fyrir
aldur fram, en hún hefur haft önnur
hlutverk sem hún hefur þurft að
sinna, með góðmennsku sinni og
kænsku. Það er stórt skarð sem eftir
situr í fjölskyldunni, ekki síst hjá
Kristjáni og krökkunum. Pabbi,
mamma, Eymundur og Alfhildur,
þið vorum svo náin henni að það
verður erfitt að láta sárin gróa en ég
bið guð að styðja ykkur. Elsku Krist-
ján, Guðbjörg, Teddi, Laufey, Valur
og Oddur minn, ég sendi ykkur mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur og
vona að guð veiti ykkui' styrk í sorg
ykkar.
Ingveldur.
í dag felldu blómin blöðin sín,
og húmið kom svo óvænt inn til mín.
Eg hélt þó enn væri sumar og sólskin.
(Tómas Guðm.)
Þessar ljóðlínur eiga vel við að
mínum dómi er ég minnist frænku
minnar sem látin er aðeins 55 ára, ég
held að flestir lifi þær stundir að
langa til að hrópa og spyrja, af
hverju einmitt hún, eða hann.
Ég spurði líka út í bláinn fyrir ári
síðan, er frænka mín, Sigríður Run-
ólfsdóttir, greindist með þann sjúk-
dóm er marga leggur að velli þrátt
fyrir margþættar læknisaðgerðir.
Sigríður gekk í gegnum allar þessar
aðgerðir með sínu einstaka æðru-
leysi og jafnaðargeði, og við sem átt-
um hana að vonuðum það besta. En
sú von brást, því spyr eg eins og
Tómas Guðmundsson: Ég hélt þó
enn væri sumar og sólskin.
Ég þekkti Siggu frá því að hún var
ungbarn, hétum báðar nafni ömmu
okkar er var að allra dómi mikil
sómakona.
Sigga var Ijúf í allri framkomu,
farsæl í námi og starfi, hún var mild
og hlý eins og vestanblíðan getur
best verið á æskustöðvum hennar -
fallega Stöðvarfirði.
Við frænkurnar unnum hjá sömu
stofnun, Borgarspítala, í mörg ár,
byrjuðum þar báðar er sú stofnun
var enn ung að ámm.
Sigríður var húsmæðrakennari og
var því þátttakandi í að sjá til þess að
rétt væri matreitt fyrir þá er sjúkir
voru. Hún hefir eflaust gert sitt
besta í þeim málum, sep og öðru er
hún lagði hendur að. Ég efast ekki
um að hennar sé saknað af vinnufé-
lögum en sárari er þó söknuðurinn
hjá eiginmanni og börnum. Ég segi
því við ykkur, Kristján, Guðbjörg,
Laufey, Oddur og tengdasynir, Guð
gefi ykkur huggun í harmi.
Blessuð sé minning hennar.
Sigríður Eymundsdóttir.
Mig langar til þess að minnast
Sigríðar Runólfsdóttur, ástkærrar
frænku minnar, í fáeinum orðum.
Hún veiktist fyrir rúmu ári og er nú
látin. Það er mjög sárt að horfa upp á
konu með fulla krafta missa þá
vegna sjúkdóms sem sýnir enga
vægð. Sigga frænka var sterk kona
og tók því sem að höndum bar. Sjúk-
dómi sínum tók hún hetjulega, barð-
ist ekki gegn honum en nýtti hverja
stund sem gafst. Dauðinn vitjaði
hennar hljóðlega þegar öllum var
orðið ljóst að ekki yrði aftur snúið.
Fjölskyldan hjúkraði henni heima af
ást og hlýju þar til yfir lauk. Krist-
jáni, Guðbjörgu, Laufeyju og Oddi
sendi ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigga frænka mín var ung og ógift
þegar ég fæddist og bjó hjá bróður
sínum og konu hans, sem eru for-
eldrar mínir. Fljótlega kynntist hún
Kristjáni og ég fylgdist vel með því
þegar Guðbjörg kom í heiminn og
svo Laufey tveimur árum síðar. Við
hittumst mjög oft frænkurnar og
fengum að gista hver hjá annarri. Yf-
irleitt var ég ekki mikið fyrir að gista
annars staðar en umhyggja Siggu og
festa veitti mér öryggi. Sigga var
mjög skipulögð og notaði tímann vel,
saumaði föt á alla fjölskylduna og
stundum handa mér og fleirum. A
sunnudögum tóku þau mig oft með í
bíltúr og á söfn.
Svona liðu árin þangað til Oddur
yngsti spnur Siggu og Kristjáns
fæddist. Ég var þá ellefu ára og fékk
að taka þátt í þeirri gleði sem var
líka stór viðburður í lífi mínu. Hann
var svo lítill með pínulítinn nebba og
pínulitla putta. Við stelpurnar um-
turnuðumst við þetta undur og ég
hjólaði á hverjum degi úr Breiðholt-
inu í Árbæinn til þess að fá að passa
litla frænda. Ég kom minna til þeirra
á unglingsárunum, en þegar ég var
sjálf orðin móðir fann ég að ég átti
aðra fjölskyldu í Árbænum sem
fylgdist með og samgladdist mér.
Þegar við Sigga kynntumst aftur
sem tvæi' fullorðnar manneskjur
fann ég vel hvað hún var ákveðin,
greind, hlý og velviljuð kona. Á milli
okkar voru sterk tengsl sem ég veit
að dauðinn er ekki megnugur að
rjúfa.
Margrét Eymundardóttir.
Úti um allt voru fallegu jólaljósin
komin í glugga, á trén og veggi þeg-
ar ég kom í mína síðustu heimsókn.
Jólagleðin var að vakna í vitund þar í
Árbænum sem annars staðar. En
hugurinn dvaldi ekki við þessa sýn
þó hún sé alltaf kærkomin, heldur
baráttuna sem ástkær vinur háði í
kærleiksríku skjóli eiginmanns og
barnanna þeirra. Við vorum í skugg-
anum, dimmum, köldum og skelfi-
legum. En samt hlýnaði um hjartar-
ætur að sjá þá miklu reisn, sem
Sigríður og fjölskylda hennar sýndu
á þessum erfiða tíma.
Hvaðan kemur allur þessi styrk-
ur? Ég held að það sé fjölskyldurótin
, ég veit að hún er mjög sterk. Kær-
leikurinn er sterkasta aflið og ég veit
að kærleikurinn var þar á ferð. Fjöl-
skyldan var Sigiáði allt og faðmur
fjölskyldunnar umvafði hana í stríð-
inu við vágestinn af einstökum kær-
leik. Heima skyldi hún vera, að heim-
an skyldi farið í lausnarferðina.
Heima voru ástkærar dæturnar áv-
allt til staðar.
Ég bliknaði og varð að líta undan
yfir til Bláfjallanna, yfir skógarlund-
ina fagurgrænu í Breiðholtunum
sem breiddu blíðusvipmót yfir
hrjóstrugt landið og tóku æðrulaust
á sig norðanvindinn sem bylgjaði sig
niður frá Esjunni kaldur en þrótt-
mikill, eftir ferðalagið yfir sundin.
Ég hugleiddi hin mannlegu gildi.
Gildi grenilundarins fyrir hrjóstruga
hlíðina var auðsætt. Én hvað er það
sem færir fram og nærir svo mikla
mannlega reisn, sem Sigríður og
fjölskyldan hennar sýndu á þessum
erfiða tíma? Það var gildi kærleikans
sem sáð var í hvert hjarta og kær-
leikurinn var að verki.
Þegar andlátsfregnin barst, kom
nístandi stefið: „Ég skil þetta eigi.
Ég skil það ennþá eigi,“ úr Systurláti
Hannesar Hafstein í huga minn, því
þótt vitund um bjartari lífsvang sé
huggun í hai-mi, eru ómar efans í
huga og hjarta sárir. Já, við skiljum
þetta ekki. Við finnum til, en fáum
engin svör og kannski er líka best að
fá að fmna til og leita engra svara en
í hljóðri bæn þakka fyrir að hafa
fengið að njóta samfylgdar góðs vin-
ar um tíma og átt samvistarstundir
sem geta ekki gleymst.
„Við lifum sem blaktandi blakt-
andi strá.“ Þessi hending þjóð-
skáldsins gefur okkur sýn á stöðu
mannsins í náttúrunni, á leiksviði
lífsins. Áreitið er alls staðar, gott og
illt. Að finna sjálfan sig og staðsetja
er ekki auðvelt verk, maður sér illa
sitt næsta spor. Það er þess vegna
sem við verðum að halda fastar og
fastar um einföldu gildin í hinni
kristnu siðfræði og móta skipti okk-
ar við náungann og innra sjálfið með
vonina að vopni. Vonin er okkar dýr-
asti fjársjóður. Vonin um að allt
þetta sé til einhvers var okkur gefin
við upprisu frelsarans. Vonin er
Guðs gjöf og ég hafði von í hjarta að
Sigríður myndi ná heilsu á ný, því
hún var dugleg og áfram í að styrkja
líkama sinn. Vann sína heimavinnu
af alúð við að ná lækningu á mein-
semdinni og hún átti þrátt fyrir allt
marga góða daga. En við áttum þá
líka með henni góðar og dýrmætar
stundir á þessari vegferð. Fyrir þær
vil ég þakka nú þegar baráttu vinu
minnar er lokið með reisn og fullnað-
arsigri á sársaukanum. Guð blessi
látinn vin og gefi hinum líkn sem lifa.
Þegar ég nú minnist Sigríðar vin-
konu minnar koma mér í hug stef frá
Eyjafjarðarskáldinu Davíð:
en stundum lýsir ljós, sem
aldrei var kveikt
lengur en hin, sem kveikjum
sínum brenna.
Sigga var ein af þessum sérstæðu
boðberum birtu og vinarþels, sem
aldrei þarf að „kveikja" á, því í þeirra
innra sjálfi er birtan svo skær að hún
lýsir sjálfkrafa upp allt þeiira um-
hverfi. Hin fölskvalausa góðvild með
raunsæju ívafi, lítillæti og myndug-
leiki, listrænir hæfileikar og ábyrgð-
arkennd, dugnaður og velvilji, allt í
ríkum mæli, gaf hún sínu umhverfi
og létti göngu samferðamanna um
grýttar götur lífsbaráttunnar.
Að mínu mati var Sigríður lista-
maður í öllu handverki, allt lék í
höndum hennar, ekki bara sérgrein
hennar matvælafræðin, allt hand-
verk. Hún átti alltaf ráð fyrir mig
þegar á móti blés í mínu handverki.
Mitt lífslán var að kynnast hjónun-
um Kristjáni og Sigríði og vita af
þeim þegar á móti blés á minni lífs-
göngu og meitlaðar setningar Sigríð-
ar settar fram með góðvild og lítil-
læti hjálpuðu meir en orð fá lýst.
Hún er ein af þeim sem lifir þótt hún
sé dáin. Því hvernig sem syrti í sálu
hennar eða okkar, lék hugur hennar
og kraftur öll sín ljóð. Hennar bros
gat dimmu í dagsljós breytt, sem
dropi breytir veig heillar skálar. Það