Morgunblaðið - 17.12.1999, Page 51

Morgunblaðið - 17.12.1999, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 51 er svo margt sem kemur upp í huga minn þegar ég kveð hana að sinni. En fyrst og síðast er það gleði og þakklæti, því hún var vinur sem kastaði bii'tu og yl á allt sviðið hverja samverustund, svo stundin var önn- ur og betri en stundin sem var liðin, og sannaði um leið að í hverju lífsins spori að maður getur verið manns gaman, en samt notið alvöi-u lífsins. Frá fyrsta degi var Sigríður mér kær vinur, símalínan vai- okkar fremsti fundarstaður, en oft áttum við líka yndislegar samverustundir. Stundum sækir maður vini með leyndri þrá eftir að líkjast þeim að manngildi, stundum fyiár suma næst árangur, mér var gefið mikið. Eg þakka allt og allt, þetta allt er gejrmt í mínu hjarta. Kæri Kristján, kærleiksríku dæt- ur og sonur, Guðbjörg, Laufey, Odd- ur, og tengdasynir, Theodór og Val- ur, fjölskyldan hennar Siggu og aðrir aðstandendur, Guð styi’ki ykk- ur og blessi á þessum erfiðu stund- um og um alla framtíð. Guð gefi ykk- ur frið og gleði á fæðingarhátíð frelsarans sem framundan er. I okk- ur öllum er enn Sigríður eiginkonan, móðir og vinur sem gaf okkur öllum svo mikið. Guð blessi lifandi og fagra minningu Sigríðar Runólfsdóttur. Jóhanna Guðnadóttir. Hvenær verða nágrannar kunn- ingjar? Hvenær verða kunningjar vinir? Það veit ég ekki en ég veit að nú hef ég misst mína bestu vinkonu. Það var fyrir 20 árum eða haustið 1979 að fólk var í önnum að gera hús- in við Brautarás íbúðarhæf. Við á númer 14 fluttumst inn í desember og Kristján og Sigríður á númer 16 nokkru síðar. Svo skemmtilega vildi til að þau áttu tvær dætur Guð- björgu sex ára og Laufeyju fjögurra ára. Eins og allir vita eru börn fljót að kynnast og með þeim systrum og Signinu Erlu dóttur okkar tókst fljótlega góð vinátta. Seinna fæddist Oddur, þessi ljúfi fróðleiksfúsi drengur sem fljótlega varð heima- gangur hjá okkur líka. Þegai- að skólagöngu kom sátu þær Laufey og Sigrún Erla saman í bekk í Árbæjar- skóla allan grunnskólann. Það varð til þess að samgangur milli heimil- anna varð meiri og meiri. Við Sigga kynntumst æ betur og áður en varði var varla saumuð flík eða bökuð kaka án þess að við þyrft- um að bera saman bækur okkar. Þegar eitthvað var um að vera hjá okkur, t.d. ferming eða afmæli eða þegar eitthvað bjátaði á, var Sigga ætíð reiðubúin til hjálpar. Sú hjálp var látin í té á svo einstaklega hljóð- látan og hlýjan hátt eins og persóna hennar var. Sigríður var húsmæðrakennari að mennt og starfaði við eldhús Sjúkra- húss Reykjavíkur við sérfæði sjúkl- inga. Hún var góður fulltrúi sinnar stéttar. Það bar heimili hennar með sér, látlaust, smekklegt og hreint. Það sama má segja um fæðið, þar var hollustan í fyrirrúmi. Það var sama hvað Sigga tók sér fyrir hend- ur, aldrei óhóf eða bruðl, alltaf hagsýni og nýtni. Nú þegar leiðir skilja streyma fram minningar um gönguferðir, sundferðir og bæjarferðir sem oftast enduðu með tebolla við eldhúsborðið hjá annarri hvorri. Þá eru ótaldar stundirnar sem við eyddum saman í görðunum okkar. Nú á aðventunni sakna ég sárt þess árlega viðburðar sem var að skera út og steikja laufabrauð í eld- húsinu hennar Siggu. Svo breyttist allt. Það var fyrsta sunnudag í september fytir rúmu áin að við hjónin vorum að mála þakkan- tinn á húsinu okkar og fjölskyldan á númer 16 sat að snæðingi úti í garði, allir glaðir í góðu veðri. Um kvöldið fór Sigga með Odd í verslunarferð og þá fyrirvaralaust veiktist hún. Hún gekkst undir höfuðuppskurð og í kjölfarið erfiða geislameðferð. Óllu þessu tók hún með einstöku æðru- leysi, staðráðin í að ná heilsu á ný. Sigga styrktist smátt og smátt og þegar líða tók á vetur gat hún sinnt heimilisstörfum og var farin að stunda gönguferðir á ný. Um vorið var hún orðin sjálfri sér lík, farin að taka þátt í sundleikfimi i Arbæjar- lauginni og styi'ktist jafnt og þétt. Aflt leit svo vel út, hún var jafnvel farin að tala um að vinna aftur. En þegar líða tók á haustið var ljóst að ekki var allt með felldu. Það var sárt að horfast í augu við þegar þessi dugmikla kona varð að lúta í lægi-a haldi fyrir þessum illvíga sjúk- dómi. Eg hef aldrei orðið vitni að annarri eins ást og umhyggju sem Kiistján og börnin hennar sýndu henni þennan erfiða tíma. Eg þakka forsjóninni fyrir að hafa kynnst þessari einstöku mannkosta- konu og hafa átt hana að vinkonu þessi ár. Elsku Kristján, Guðbjörg, Laufey og Oddur, ég bið algóðan Guð að blessa ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Erla Frederiksen og fjölskylda. I dag kveð ég mína kæru vinkonu, Siggu Run. Undanfarna daga hafa minningabrotin komið upp í huga mér um þær stundir er við áttum saman. Þakklátust er ég fyrir að hafa fengið að hafa hana hjá mér síð- astliðið haust. Það var löngu ákveðið að ef hún hefði heilsu til og mynda- takan kæmi vel út kæmi hún austur á Stöðvarfjörð. Að þessu sinni kom hún keyrandi með Astu, yngstu syst- ur minni, en svo vildi til að ég var sjálf stödd á Höfn og beið þeirra inn hjá Nesjum, sitjandi á steini, prjón- andi sokka. Hvað við hlógum mikið er við hittumst og ég sagði frá því hvernig ég hefði varið tíma mínum á meðan ég beið. Það voru yndislegir haustdagar meðan hún dvaldi hjá mér. Veðrið dásamlegt og notuðum við margar stundir til að labba upp í brekkur og tína bláber. Sátum við í kyrrðinni og horfðum yfir Stöðvarfjörðinn, fæð- ingarstað hennar, yfir að Kamba- nesi og nutum fallega fjallahringsins þar sem Súlurnar, stolt Stöðvar- fjarðar, báru við himin. Það var á slíkri stundu er hún sagði eitt sinn við mig: „Þetta er yndislegt." Það var ýmislegt annað sem við gerðum þennan stutta tíma sem hún dvaldi hjá mér. Keyi'ðum við að Flögu í Skriðdal til að heilsa upp á frænd- fólk hennar og einnig fórum við í Þingmúla, þar sem foreldrar henn- ar, Guðbjörg og Runólfur, eni jörð- uð, en þau dóu bæði árið 1966 með aðeins tveggja mánaða millibili. Eitt kvöldið heimsóttum við Gúdda og skoðuðum gamlar myndir, þar á meðal frá síldarárunum og rifjaðist þá margt hlægilegt upp fyrir okkur. Óll síldarárin söltuðum við saman hlið við hlið, hún númer 19 og ég númer 18. Alltaf vorum við með jafn- margar tunnur í afrakstur, þó svo hún væri flj ótari að skera hafði ég hana á lokasprettinum þar sem ég var fljótari að leggja niður í tunn- urnar. Sumarið 1967 dvaldi hún á æskuheimili mínu, Vengi, en það var síðasta sumai'ið sem hún var á Stöðvarfirði. Eftir að hún fluttist suður höfum við alltaf haldið sambandi. Hún heimsótt mig og ég hana. Skemmst er að minnast afmælishátíðar á Stöðvarfirði fyrir þremur árum en þá vorum við fjölskyldan svo heppin að fá að njóta nærveru hennar, bræðra og fjölskyldna þeirra. Með söknuði í huga kveðjum við Viðar góða vinkonu okkar og biðjum þess að algóður guð styrki eigin- mann hennar, börn, bræður og aðra aðstandendur í sorg þeiiTa og sökn- uði. Heiðdís Guðinundsdóttir. Látin er langt um aldur fram, vin- kona mín frá barnæsku, Sigríður Þórunn Runólfsdóttir. Við ólumst upp á Stöðvarfirði, í litlu samfélagi. Það var ýmislegt sem krakkar gerðu sér til gamans, öðruvísi en nú, þá var ekkert sjónvarp og engin tölvuvæð- ing; A milli foreldra okkar var góð vin- átta og var það fastur liður, að einu sinni á vetri var farið í heimsókn sitt á hvað til að spila og fylgdu ki'akk- arnir með, þá var oft kátt á hjalla. Við vorum síðan saman tvo vetur á Eiðaskóla og herbergisfélagar ann- an veturinn. Eftir það fækkaði sam- verustundum eins og gengur, þú fluttist tU Reykjavíkur, Sigga mín, en ég varð áfram á æskustöðvunum. En þú komst af og til áustur, og með fjölskylduna þína, þá hittumst við oftast nær, en samfundirnir hefðu mátt vera miklu fleiri. Það verða mér ógleymanlegar minningar þegar þú varst hjá mér yfir helgi í september sl. Við gerðum ýmislegt okkur til gamans, fórum í berjamó í yndislegu veðri, skruppum inn að Stöð, heimsóttum mömmu á Sjúkrahúsið í Neskaupstað, og fór- um út að borða, og held ég að við höf- um báðar notið þessara stunda. Ég var búin að ákveða að hringja á afmælinu þínu, en þá varst þú orðin veik. Við Jói og móðh' mín sendum Ki’istjáni, Guðbjörgu, Laufeyju, Oddi, Eymundi, Erlingi og öðrum ástvinum okkai' innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Elsku Sigga mín. Því miður kemst ég ekki til að fylgja þér, en vil að lok- um þakka vináttu í gegnum árin og bið Guð að blessa minningu þína. Guðný E. Kristjánsdóttir. Láttu nú ljósið þitt logaviðrúmið mitt. Hafðuþarsessogsæti, signaði Jesú mæti (Höf. ók.) Gömul vinkona hefur kvatt langt um aldur fram. Við Sigga kynntumst fyrir nákvæmlega 40 árum þegar vð settumst á skólabekk í Alþýðuskól- anum á Eiðum haustið 1959. Ekki vorum við háar í loftinu þá, að verða 14 og 15 ára. Þar vorum við þrjá vet- ur og lærðum við oft saman enda fór enginn ólesinn í tíma. Við fluttumst til Reykjavíkur á sama tíma og var kunningsskapnum haldið áfram og fórum við oft saman í Breiðfirðingabúð og svo náttúrlega í Glaumbæ. Þó samgangurinn minnkaði um tíma þar sem ég var fyrri til að byrja búskap en leið Siggu lá í Húsmæðrakennaraskól- ann - vissum við alltaf hvor af ann- arri og hefur aldrei borið skugga á þá vináttu. Árið 1980 urðum við nági-annar í Selásnum. Börnin okkar voru á sama aldri - þar á meðal jafngamlar dætur sem voru í sama bekk í skóla og var mikill samgangur á milli heimilanna - báðar vorum við mikið að sauma á börnin og var skipst á sniðum og hjálpast að. Alltaf var gott að leita til Siggu því hún var einstaklega greið- vikin og góð vinkona og nágranni. Sigga var mjög myndarleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Bjó hún fjölskyldu sinni mjög smekklegt og notalegt heimili þar sem gott var að koma. Hún stóð sig eins og hetja í veik- indunum, aldrei heyrðist hún kvarta. í október kom hún í heimsókn og ekki datt mér í hug að það væri síð- asta heimsóknin. Hún dó heima í faðmi fjölskyldunnar er umvafði hana kærleika sínum. Ég og fjölskylda mín sendum Ki'istjáni, Guðbjörgu, Laufeyju, Oddi, tengdasonunum og öðrum að- standendum innilegustu samúðai'- kveðjur. Sigurlaug (Systa). Þeir sem verða samferða gegnum lífið hafa á einhvern hátt áhrif hver á annan. Mismunandi mikil eins og eðlilegt er og á mismunandi vegu. Sumir eru þeirrar gerðar að það er mikils vh'ði að hafa átt þá að sam- ferðamönnum og þeir sem þess hafa notið eru ríkari en ella. Þannig var því farið með Sigríði Runólfsdóttur, vinkonu mína, sem nú er látin eftir erfið veikindi. Við sem höfum átt hana að samferðamanni erum sann- arlega ríkari en ella. Ég kynntist Siggu fyrst þegar ég vann með Kristjáni manni hennar og stuttu síðar urðum við nágrannar í Brautarásnum. Ilætur okkar léku sér saman og stundum leit ég eftir Oddi ef mamma hans þurfti að skreppa frá. Við áttum margar góðar samverustundir bæði þá og síðar. Það var alltaf gott að fá Siggu í heim- sókn og ekki síður að koma til henn- ar. Hún var einstaklega góð móðir og húsmóðir, hlý og yfirveguð. Alltaf voru heimatilbúnar kræsingar á borðum því hún var framúrskarandi lagin og myndarleg við allt sem að heimilinu sneri. Við fylgdumst með gróðrinum í görðunum hvor hjá ann- arri og oft fengum við okkur líka göngutúra í Elliðaárdalnum því báð- ar kunnum við vel að meta að búa í nálægð við hann. í veikindunum sýndi Sigga sitt eðlislæga æðruleysi og jafnvægi og fjölskyldan umvafði hana þannig að vai’t hefði verið hægt að annast hana betur. Ég og fjölskylda mín vottum Kristjáni, börnum þeirra og öðrum aðstandendum innilega samúð. Guð blessi minningu Siggu. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt. (Þórunn Sig.) Steinunn Guðjónsdóttir. Okkur var þungt um hjartarætur þegar okkur barst til eyrna fregnin um andlát Sigríðar Runólfsdóttur sem hafði átt við erfið veikindi að stríða undanfarið ár. Það er alltaf þungbært að missa ástvini sína, það er sama á hvaða tíma árs, en jólin eru þungbær tími að fylgja sínum til grafar. Sigríður var einstaklega góð, vönduð og vinnusöm. Hún vildi öllum vel og mátti ekkert aumt sjá. Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst ogaldreiburtufer. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. (Margi'. Jónsd.) Við vottum eiginmanni hennar og börnum dýpstu samúð. Megi Guð gefa þeim styi’k og þrek til að takast á við sorgina. Megi hún hvíla í friði. Anna Edda og Svava. Nú er hún farin eftir stutta við- veru hér hjá okkur. Ég er svo stoltur að hafa kynnst þér, þennan stutta tíma sem við átt- um saman. Það er svo margt gott sem þú sýndir okkur, kærleiki, traust, ást og fyrirgefning var þér svo eðlilegt. Megi góður Guð vera með þér. Hvað hjálpar þér í heimsins glaumi, að heiminum verðirðu’ ekki að bráð? Þá berast lætur lífs með straumi, og lystisemdum sleppir taumi, hvað hjálpar, nema heirans náð? Og þegar allt er upp á móti, andinn bugaður, holdið þjáð, andstreymisins í öldu róti allir þá vinir burtu fljóti, guðserþóeftirgæzka’ognáð. ’f' Hver dugar þér í dauðans stríði, er duga ei lengur mannleg ráð, þá horfin er þér heimsins piýði, en hugann nístir angur og kvíði, hvað dugir, nema Drottins náð? (GrímurThomsen) Theodór Carl Steinþórsson. Látin er langt um aldur fram kær samstarfskona okkar Sign'ður Run- ólfsdóttir. Það var okkur vinnufélög- unum mikið áfall þegar Sigríður greindist með alvarlegan sjúkdóm, fyrir rému ári, sem nú hefur lagt hana að velli. Sigríður var hússtjórnai'kennari og matarfræðingur að mennt og stai'faði mestallan sinn starfsaldur í eldhúsi Borgarspítalans eða frá ár- inu 1970. Hún var mjög samvisku- söm og duglegur starfskraftur. Hennar starfssvið var m.a. að sjá um fæði fyrir sjúklinga með sérþarfir í mataræði. Hún tók virkan þátt í miklum tæknilegum breytingum sem urðu innan eldhússins á hennar starfstíma. Sigi'íður var náttúruunn- andi og hafði yndi af gönguferðum um landið. Síðastliðið sumar fór hún í ferðalag um Vestfirði og þrátt fyrir heilsuleysi naut hún ferðarinnar, Hún var einnig mjög listfeng og saumakona hin besta enda einstak- lega vandvirk. Sign'ður var hæglát og dul um eig- in hagi en bar hins vegar hag ann- arra mjög fyrir brjósti. Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þauberamestabirtu, en brenna líka hraðast En fyir en nokkur uggir - fer um þau harður bylur erdauðadómurfellur og dóm þann enginn skilur. Enskiniðlogskæra er skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr hörðum heimi nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við Sigríði Runólfsdóttur og biðjum henni blessunar. Innilegar samúðarkveðjur sendum við eigin- manni hennar og börnum. Samstarfsfólk cldhúsi Borgarspítala. j t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR KRISTJÁN JÓNSSON, frá Mjóabóli, Ásgarði 45, Reykjavík, síðast til heimilis í Brekkubæ 12, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 15. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Helene Pálsdóttir, Regína Jóhannsdóttir, Jón H. Ólafsson, Sævar Már Ólafsson, Grétar Þ. Ólafsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Ingibergur F. Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, EINAR SIGURÐSSON fv. flugstjóri, Lúxemborg, er látinn. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 20. desember kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Einarsdóttir, Sigurður Einarsson, Gunnar Óðinn Einarsson, Stella Ragna Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.