Morgunblaðið - 17.12.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 17.12.1999, Síða 52
52 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elskuleg frænka okkar, SIGÞRÚÐUR J. SIGURÐARDÓTTIR, Seljavegi 5, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 15. desember. Jarðaförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 21. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Hólm. Elskulegur afi okkar og langafi, SIGURÐUR AUÐUNSSON, áður til heimilis í Varmahlíð 12, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju laug- ardaginn 18. desember kl. 13.30. Sigrún Birna Dagbjartsdóttir, Kristján Þór Guðmundsson, Sigurður Vilberg Dagbjartsson,Kadri Hint, Stígur Lúðvík Dagbjartsson, Garðar Bragason, Baldur Bragason, Jónheiður Kristjánsdóttir og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, LAUFEY ÞÓRMUNDARDÓTTIR, Reykholti, Borgarfirði, verður jarðsungin frá Reykholtskirkju laugar- daginn 18. desember kl. 11.00. Rútuferð verður frá BSÍ kl. 9.00. Þóra Þórisdóttir, Grétar Samúelsson, Sigrún Þórisdóttir, Ámundi G. Ólafsson, Kristján Þór Þórisson, Aðalheiður Helgadóttir, Steinþóra Þórisdóttir, Halldór Einarsson, Steingrímur Þórisson, Jón Þórisson, Halldóra Þorvaldsdóttir og aðrir aðstandendur. t Við þökkum af alhug auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug víð fráfall og útför föður okkar, tengdaföður og afa, STEFÁNS STEFÁNSSONAR trésmiðs, áður til heimilis á Holtsgötu 7, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa hjúkrunar- þjónustunni á 4. hæð Sólvangs í Hafnarfirði. Gunnar Guðmundsson, Guðrún L. Guðmundsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Soffía Bryndís Stefánsdóttir, Stefán Stefánsson, Óskar Karl Stefánsson, Jón Valgeir Stefánsson, Ágúst Stefánsson, Anna M. Þórðardóttir, Sigurður Stefánsson, Ragnheiður Sigurðardóttir og barnabörnin. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGNÚSÍNU (ÍNU) BÖÐVARSDÓTTUR, Gullsmára 9, Kópavogi. -j Alúðarþakkir s’endum við starfsfólki Heima- hlynningar Krabbameinsfélags fslands og líknardeildar Landspítalans fyrir frábæra hjálp og umönnun. Svala Arnfjörð Sigurgarðarsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Rita Arnfjörð Sigurgarðarsdóttir, Jón Jörundsson, Bjarmi Arnfjörð Sigurgarðarsson, Ólöf Ýr Lárusdóttir, Bylgja Arnfjörð Sigurgarðarsdóttir, Haraldur Eggertsson, Sindri Arnfjörð Sigurgarðarsson, Ása Erlingsdóttir, X ► barnabörn og barnabarnabarn. ÞÓRUNN GYÐA ÁRNADÓTTIR + Þórunn Gyða Árnadóttir fædd- ist í Neskaupstað 2. desember 1915. Hún lést á St. Jósefsspít- ala 6. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Árni B. Olafsson og Málfríð- ur Jónsdóttir. Systur Þórunnar eru Marta, Arndís og Málfríður. Hinn 15. ágúst 1942 giftist Þórunn Sigurði Baldvins- syni, f. 6.8. 1914, d. 31.5. 1984. Börn þeirra eru Sigríður G., f. 26.10. 1943, Ingibjörg M., f. 2.6. 1947, Þórunn A., f. 8.3. 1950, Málfríður S., f. 30.6. 1952, d. 1956, og Árni B., f. 9.4. 1955. Barnabörn Þór- unnar eru ellefu og barnabarna- börnin fimm. Utför Þórunnar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku amma er dáin. Þegar ég sagði dóttur minni fímm ára frá því að nú væri langamma Þórunn dáin setti hana hljóða. Ekki eru nema tveir mánuðir síðan önnur langamma hennar hvarf á braut. Stúlkan skildi sorg mína þegar ég játti því, þegar hún spurði með bamslegu sakleysi: „Mamma fékkst þú stundum að gista hjá lan- gömmu?“ Þessi litlu börn reyna að skilja hlutina eftir eigin leiðum. Þeg- ar hún Camilla mín kom heim úr skólanum, sagði litla daman: „Heyi'ðu, þetta var amma mömmu okkar.“ Þetta er einmitt það sem við höldum í þegar við syrgjum hana ömmu. Það eru tímarnir þegar hún bjó ennþá í Þing- vallastræti 8a á Akur- eyri. Við systkinin komum oft til afa og ömmu í Þingvallastræti til að spjalla og til að njóta ástríkis afa og ömmu. Þegar ég fór svo að læra á píanó var ég í Þingvallastrætinu á hverjum degi. Afi sat í sófanum og las í bók, ég æfði tónstigana af mikl- um móð og amma sýslaði í eldhúsinu. Þetta fannst mér notalegt. Þegar æf- ingunni lauk fórum við afí niður í eld- hús og þar átti amma alltaf eitthvað gott og gómsætt, Seinna þegar ég fullorðnaðist og amma var orðin ein og flutt suður voru það einnig börnin mín sem höfðu svo gaman að því að heimsækja ömmu í Þingvallastrætið, sem þá var nýtt sem hálfgerður sum- arbústaður. Þá sátum við öll í stof- unni hennar og spjölluðum um heima og geima, iðulega með dýrindis kon- fekt á borðinu, „eitthvað fyrir börn- in,“ sagði amma. Þórunn amma eða amma Dúdda, eins og hún sagði iðulega sjálf, var hlýleg, góð og mjög gáfuð kona sem fylgdist með öllu, jafnt í þjóðlífinu sem og því sem gerðist í fjölskyld- unni. Hún hafði gaman af litlu barna- barnabörnunum og vildi vita allt um þau þegar við sátum og spjölluðum. Eitt var það áhugamál sem við átt- um sameiginlegt og það var handa- vinnan. Amma heklaði yndislega dúka. Prýða þeir sjálfsagt hvert ein- + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fóst- urfaðir, tengdafaðir, afi og iangafi, JÓN Þ. KRISTJÁNSSON verkstjóri, Langagerði 90, Reykjavík, lést á Landakotsspítala aðfaranótt fimmtu- dagsins 16. desember. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 21. desemþer kl. 10.30. María Jónsdóttir, Jóhann B. Jónsson, Guðríður Bjarnadóttir, Guðbjörg S. Guðmundsdóttir, Gísli Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR SKAPTASON tannlæknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánu- daginn 20. desember kl. 10.30. Gunilla Skaptason, Kristján Kristjánsson, Hallgunnur Skaptason, Andrés B. Sigurðsson, Gunnar O. Skaptason, Gerður Hannesdóttir, Björn Skaptason, Hildur Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, HRÓLFS JÓHANNESSONAR frá Kolgröf, Freyjugötu 26, Sauðárkróki, fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 18. desember kl. 13.00. Jarðsett verður í Víðimýrarkirkjugarði. Börn, tengdabörn, afa- og langafabörn. asta heimili í fjölskyldunni. Þegar við komum suður og heimsóttum hana á heimili dóttur hennar vorum við oft og tíðum leyst út með falleg- um dúk eða dúkum. Þegar við svo sögðum við hana að þetta ætti hún að setja í jólapakkana hristi hún höfuð- ið. Svona var amma. Hún var örlát, vildi gefa öllum myndarlegar og fal- legar gjafír á afmælum, jólum og hvernær sem var. Amma hafði gaman af því að ferð- ast og fór hún iðulega eina, stundum tvær ferðir til útlanda á ári. Þá kom hún alltaf með eitthvað fallegt sem ýmist fór í jólapakkann eða afmælis- pakkann. Amma var alla tíð mjög jákvæð og jarðbundin kona, jafnvel þegai' hún núna síðustu vikurnar var orðin mik- ið veik sýndi hún mikið æðruleysi. Kvartaði aldrei, heldur einblíndi á jákvæðu þættina og tók hlutunum eins og þeir voru. Hinn 6. desember síðastliðinn var stríðinu lokið. Og eins og móðir mín sagði nú á dögunum: „Ef amma Dúdda hefði fengið að ráða hefði hún ekki farið að deyja í desember," því að henni ömmu fannst desember- mánuður eiga að vera tími gleðinnar en ekki sorgarinnar. En við stjórn- um víst ekki þessum þáttum lífsins, hvenær við fæðumst og deyjum. Nú er amma komin til afa og dótt- ur sinnar sem hún missti aðeins fjög- urra ára gamla. Nú líður henni vel. Eg veit að hún heldur áfram að fylgjast með okkur. Elsku amma, hvfl þú í friði. Sólveig, Jóhann, Camilla, Júlía og Sævar. Afmælis- og minningar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyr- ir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skila- tíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetr- ar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningai’- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingai- komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrh' hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Þar sem pláss er takmarkað, getur þurft að fresta birtingu minningar- greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.