Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 56
' i',(l)STÓt)AGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Borgar sig að
virkja í Fljótsdal?
í TÍMARITINU
Frjálsri verslun, 6.
tbl. 1999, skrifar Sig-
urður Jóhannsson
hagfræðingur fróð-
lega gi’ein og tíma-
bæra og fjallar um
Fljótsdalsvirkun.
I stuttu máli er
* niðurstaða hans að 13
milljarða króna tap
yrði á virkjuninni,
eins og mál standa
nú. Stofnkosnaður
áætlaður 25 milljarð-
ar króna.
Aður hafði Þor-
steinn Siglaugsson
metið tapið ennþá
meira, eða 26 milljarða.
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, sem standa mun
að væntanlegri virkjun, hefur með
rökum mótmælt þessu, en þau eru
síður skiljanleg og óljósari en rök
Sigurðar. Honum til málsbóta er
að hann getur ekki nefnt ákveðna
tölu vegna væntanlegra samninga.
Vatnsaflsvirkjanir eru dýrar og
arðsemi er það sjónarmið sem
Sigurður telur vega mest og þá
tekur hann framlagðan kostnað
Landsvirkjunar við rannsóknir,
framkvæmdir og dreifikerfi og
einnig töpuð verðmæti við land-
spjöll. Hann telur að 88 aurar,
sem megi áætla í tekjur af hverri
kílóvattstund, standi ekki undir
kostnaði af lánum og vöxtum af
lánum sem taka þyrfti til fram-
kvæmda en 88 aurar hafa verið
’ tekjur af sölu rafmagns til stóriðju
(álvera) eftir því sem næst verður
komist. Hann telur að 130-160
aurar séu lágmarksverð til að
Landsvirkjun standi eftir taplaus,
en án hagnaðar.
Orkuveita Reykjavíkur seldi
undirrituðum rafmagn skv. reikn-
ingi 22. júní 1999 á verðinu 5,87
krónur fyrir kílóvattstund og ætla
má að aðrir landsmenn hafi borg-
að sama verð til heimilisnota.
Þegar rætt er um Fljótsdalsvir-
kjun er það aðalatriðið fyrir lands-
menn alla hvað fæst fyrir orkuna
þegar allur stofn- og
rekstrarkostnaður
verður reiknaður bæði
við upphaf fram-
kvæmda og til fram-
búðar.
Þá er komið að þeim
þætti sem er tilefni
Fljótsdalsvirkjunar.
Þessi virkjun er ætluð
til framleiðslu raforku
fyrir álver á Reyðar-
firði.
I grein Sigurðar er
ekki tekið fram til
hvers orka frá Fljóts-
dalsvirkjun sé ætluð,
en það er þó í órjúfan-
legu samhengi við
áætlun um álver á Reyðarfirði og
má óbeint skilja það svo af skrifum
hans að 88 aurar á kílóvattstund
yrði söluverð til álversins.
Mér hefur skilist að áætlaður
stofnkostnaður við byggingu ál-
versins yrði u.þ.b. 30 milljaðar
Hálendið
Þegar rætt er um
Fljótsdalsvírkjun, segir
Gunnsteinn Gunnars-
son, er það aðalatriðið
fyrir landsmenn alla
hvað fæst fyrir orkuna.
króna. Það fyrirtæki á að verða
sjálfstætt, sem myndi kaupa orku
af Landsvirkjun.
Samkvæmt áætlunum er nú gert
ráð fyrir að Islendingar fjármagni
80% og Norsk Hydro 20%, þ.e. Is-
lendingar leggi fram 24 milljarða
og Norsk Hydro 6 milljarða.
Fyrr á þessu ári var sagt frá
áhuga fjárfesta á þátttöku við
byggingu álvers á Reyðarfirði og
m.a. talað við Halldór Kristjáns-
son, bankastjóra Landsbankans,
og að vel væri líklegt að bankinn
myndi taka þátt í fyrirtækinu.
Þessi banki landsmanna á sjálfur
að eigin fé höfuðstól u.þ.b. 10 millj-
arða króna en samkvæmt nýlegu
mati á verðmæti bankans ef seldur
yrði, væri verðmæti u.þ.b. tvöfalt
hærra, þ.e. liðlega 20 milljarðar.
Hvað ætla væntanlegir kaupend-
ur bankans að reikna sér í arð?
Varla myndi höfuðstóllinn verða
lagður í áhættufjármögnun. Þá
þyrfti að taka langtímalán, e.t.v.
með 3,5% vöxtum, en þá má ætla
að bankinn vildi taka millivexti
vegna afborgana og vaxta af þeim
lánum, sem myndi væntanlega
koma fram í vöxtum til lántakenda
bankans, m.a. almennings. Nú eru
almennir útlánsvextir u.þ.b. 12% á
ári. Þá eru kallaðir til sterkir líf-
eyrissjóðir sem fjárfestar. Lífeyr-
issjóðir reyna nú að ná a.m.k. 8%
ávöxtun á ári.
Það yrði því séð fram á deilu
innanlands um fjármögnun 24
milljarða og staða Landsvirkjunar
tiltölulega veik gagnvart samn-
ingsaðila.
Fjárfestar yrðu eigendur álvers-
ins og tækju áhættu og vegur raf-
orkuverð þungt í rekstri og hins
vegar heimsmarkaðsverð á áli. Ef
vel gengur hagnast fjárfestar, ef
illa gengur tapa þeir.
Reyndar er nú þegar búið að spá
því að hagnaður yrði í byrjun en
síðan er spáin sú að tap yrði eftir
10-15 ár (2010-2015), m.a. vegna
nýrrar tækni við framleiðslu áls á
komandi árum og þyrfti þá að
stækka álverið í 360 og e.t.v. síðar
í 420 þúsund tonn á ári.
Það er undarleg fjárfesting að
reikna með ágóða en síðan tapi
fljótlega (samkv. Þórði Friðjóns-
syni og fleirum), þegar venjuleg
fyrirtæki reikna byrjunarerfiðleika
afstaðna.
Þar kemur að nokkru inn á grein
Sigurðar sem reiknar Fljótsdals-
virkjun, en hann er ekki kominn að
Kárahnjúkavirkjun, sem yrði nauð-
synleg til að stækka álverið á
Reyðarfirði 2015.
Þjóðhagslega yrði væntanlega
lítill sem enginn hagnaður af álveri
á Reyðarfirði. Að vísu koma laun
Gunnstcinn
Gunnarsson
Bókmenntir
ÞEGAR til þess
kom 1956, að ég léti af
nær fimm ára starfi
mínu við nýstofnaða
íslenzkudeild Mani-
tobaháskóla í Winnip-
eg og hyrfi hingað
heim til annarra verk-
efna, átti ég minn þátt
í því, að Haraldur
Bessason, sem þá
hafði nýlega lokið
cand. mag. prófi í ís-
lenzkum fræðum hér
við Háskóla Islands og
síðan gerzt starfsmað-
ur Ríkisútvarpsins,
tæki við starfinu
vestra. Hann mun þá
naumast hafa grunað, að hann
mundi gegna því full þrjátíu ár eða
unz hann 1987 réðst forstöðumaður
háskólakennslu á Akureyri og ári
síðar rektor Akureyrarháskóla.
Hann hefur nú látið af rektorsemb-
. ættinu, en gegnir kennslu við kenn-
aradeild skólans.
Eftir hina löngu dvöl vestan hafs
og fjölþætt starf hans við Manitoba-
háskóla og meðal fólks af íslenzkum
i ættum í Norður-Ameríku er hann
nú allra manna kunnugastur málum
þess og örlögum öllum. Það er því
mjög vel til fundið, að hann skuli nú
hafa setzt niður, litið yfir farinn veg
og frætt okkur um kynni sín og
reynslu af löndunum vestra og kos-
ið að gera það í formi bréfa, er hann
stílar á Brand Ólafsson fóstra sinn,
yem setzt hefur að í Toronto.
Sem eins konar ramma um frá-
sagnirnar að vestan
hefur hann nokkrar
æskuminningar úr
Skagafirði, þaðan sem
hann er upprunninn,
en meginþættirnir eru
um menn og málefni
vestan hafs. Kjarni
hvers þáttar er tíðum
saga, oft í gamansöm-
um tón, er hann bland-
ar saman við margvís;
legum fróðleik. f
fyrsta þættinum,
t.a.m., rifjar hann upp,
er hann var eitt sinn á
ferð frá Gimli til Winn-
ipeg með þau hjónin
Kristjönu og Einar Ól-
af Sveinsson prófessor, þá á fyrir-
lestraferð vestra, og var í umræddri
ferð staldrað við á bjórkrá við þjóð-
veginn, þar sem þeir Haraldur og
Einar fengu sér kaldan bjór, því að
heitt var í veðri, en Kristjana beið
frammi í anddyri, þar sem konur
máttu þá ekki fara inn á bjórstofur.
Vildi þá svo til, að í anddyrinu gaf
sig á tal við hana indíáni og mælti á
íslenzka tungu. Þegar hún spurði,
hvort hann væri íslendingur, sagð-
ist hann vera Skagfirðingur, hefði
alizt upp hjá íslenzkum hjónum, er
þaðan væru ættuð. Sem formála að
þessari frásögn brá Haraldur á
fróðlega hugleiðingu um kynni
Vínlandsfara af indíánum og eski-
móum, er væru raunar upphaflega
einnar ættar, komnir frá Asíu yfir
Beringssund.
En margar fræðilegar hugleið-
Hver verður að lesa fyr-
ir sig í þessum merku
bréfum Haralds,
segir Finnbogi Guð-
mundsson. Bréfín iða
af margvíslegum fróð-
leik og skemmtilegum
frásögnum.
ingar eru í bréfum Haralds svo sem
um forna goðafræði, er hann hefur
mjög fengizt við um dagana. Margir
eftirminnilegir þættir eru um ein-
staka menn, marga fædda vestan
hafs, og ótrúlegan áhuga þeirra og
þekkingu á íslenzkum efnum, svo
sem þátturinn um Magnús Elíasson
stjórnmálamann í Winnipeg, sem
oft hefur komið hingað heim og kom
eitt sinn til Haralds og bað um
Númarímur, sem hann kunni allar
utan að, en vildi sjá á prenti til að
sjá, hvort hann færi ekki rétt með
stöku staði í þeim.
Haralds um ferðir um ýmsa
kirkjugarða vestra, þar sem landar
hvíla, og atvik tengd þeim.
En þetta verður hver að lesa fyrir
sig í þessum merku bréfum Har-
alds, sem iða af margvíslegum fróð-
leik og skemmtilegum frásögnum.
Höfundur er fyrrvernndi
landsbdkavörður.
•> Litið yfír farinn veg
Finnbogi
Guðmundsson
starfsmanna, skattar af þeim,
hafnargjöld, e.t.v. skattur af út-
flutningi áls, skattar af tekjum
fólks við þjónustu, þau svokölluðu
margfeldisáhrif.
Skammtímatekjur við virkjun
yrðu skattar af starfsmönnum við
framkvæmdir. Það er líklegt að
meirihluti starfsmanna yrði þeir
sem þegar hafa fengið þjálfun fyrir
sunnan við virkjanir, því þau fyrir-
tæki yrðu væntanleg með best til-
boð sem verkþekkingu eiga við
virkjanaframkvæmdir og eiga
verkfæri til slíks. Því færi mesti
hluti skatta af starfsmönnum „suð-
ur“, nema sérstaklega yrði samið
að Austfirðingar fengju í þeim
hlutdeild.
Svo er það að leggja ekki öll
eggin í sömu körfu. Það að binda
þessa miklu orku í álver til margra
áratuga er varasamt.
Grein Sigurðar er tímabær og
góð en ég verð að mótmæla þessari
fullyrðingu hans: “Umhverfis-
nefndarmenn segja lítið um arð-
semi virkjana, enda kannski hafnir
yfir slíkan hégóma. Oftast má þó
skilja á málflutningi þeirra, að í
virkjunarmálum togist á spjöll á
náttúrunni og peningalegur gróði.
Það er nú svo að umhverfis-
verndarmenn eru flestir einmitt að
hugsa um það sama og Sigurður er
að skrifa um í grein sinni, þ.e. að
eyðileggja ekki náttúru fyrir óvis-
san ágóða og þar erum við sam-
ferðamenn og því ómaklega vegið
að, því Sigurður kemur einmitt
fram sem rökfastur umhverfissinni
og vil ég þakka honum fyrir að
gefa mér tölfræðileg rök sem ég
hef lengi beðið eftir.
Höfundur er læknir.
Lögformlegt
mat nauðsyn
UMHVERFISVIN-
IR hafa á undanförnum
vikum safnað undir-
skriftum meðal lands-
manna, þar sem krafist
er lögformlegs mats
vegna umhverfisáhrifa
fyrirhugaðrar Fljóts-
dalsvirkjunar. Undir-
tektir hafa yfirleitt ver-
ið góðar en geysihörð
og með köflum ósvífin
andstaða sumra virkj-
unarsinna hefur þó náð
að ti-ufla og tefja undir-
skriftasöfnunina.
Þannig hefur fjöldi
undirskrifta glatast,
þegar listar hafa verið
fjarlægðir af óprúttnum aðilum.
Einnig hefur verið reynt að hrekja
Umhverfisvini með undirskriftalista
burt úr verslunarmiðstöðvum á höf-
uðborgarsvæðinu og sums staðar
tekist.
Umhverfisvinir hyggjast þó ekki
láta neinn bilbug á sér finna og halda
baráttunni áfram þar til hin lýðræð-
Virkjanir
Umhverfísvinir hyggj-
ast halda baráttunni
áfram, segir Ólafur
F. Magnússon, þar til
hin lýðræðislega og
ar Jóhannessonar hag-
fræðings þar sem sýnt
er fram á, að orkuverð
þyrfti að hækka úr 88
aurum á kwst. í 140
aura á kwst. til að virkj-
unin bæri sig. Utilokað
má telja að Norsk
Hydro fáist til að sam-
þykkja slíka verðhækk-
un á raforku. Þegar til-
lit er tekið til þess, að
náttúruverðmæti eru
ekki metin til einnar
einustu krónu í þessum
útreikningum verður
virkjunin enn óhag-
kvæmari.
Lýðræðislegu rökin
íyrir endurskoðun þessara virkjun-
aráforma eru m.a. þau, að allar kann-
anir benda til þess að mikill meiri-
hluti þjóðarinnar vilji, að fram fari
lögformlegt mat á umhverfisáhrifum
Fljótsdalsvirkjunar, áður en ráðist
verður í framkvæmdir. Tilfinninga-
legu rökin eru m.a. þau, að með því
að sökkva Eyjabökkum undir 44 fer-
kflómetra uppistöðulón er um óaft-
urkræfa aðgerð að ræða. Komandi
kynslóðh' munu þá ekki geta notið
þeirra náttúruverðmæta sem glatast
og munu varla fyrirgefa núlifandi
kynslóð, að hafa hagað sér eins og
engin kæmi á eftir henni.
Tugir virkjunarmöguleika fyrir-
finnast á hálendi Islands og flestir
hafa í för með sér mun minni um-
hverfisröskun en fyrirhugaðar virkj-
anir norðan Vatnajökuls.
Ólafur F.
Magnússon
lögformlega leið nær
fram að ganga.
islega og lögformlega leið nær fram
að ganga. Aðeins með því móti getur
þjóðin gengið sátt til móts við nýtt
árþúsund. Krafan um lögformlegt
umhverfismat snýst fyrst og fremst
um vinnubrögð en segir ekkert fyrir-
fram um niðurstöðuna. Slíku mati er
m.a. ætlað að fá fram álit almennings
og sérhæfðra aðila um hvernig megi
draga úr skaðsemi framkvæmda.
Hvort sem menn eru fylgjandi eða
andvígir Fljótsdalsvirkjun eiga þeir
að geta sameinast um slík vinnu-
brögð.
Engum ætti heldur að dyljast að í
meðferð Alþingis á málinu þessa
dagana eru vinnubrögðin hroðvirkn-
isleg og stuðst við ófullnægjandi
rannsóknir á áhrifum virkjunarinnar
á gróðurfar og dýralíf. Aðilar sem
gera þjóðhagslegum og félagslegum
áhrifum virkjunarinnar skil eru van-
hæfir vegna hagsmunatengsla og
þannig mætti áfram telja. Þörfin á
hlutlausu og vönduðu umhverfismati
virðist augljós.
Þjóðhagsleg, lýðræðisleg og til-
finningaleg rök mæla með því að
stjórnvöld endurskoði áform sín um
Fljótsdalsvirkjun eða beiti a.m.k.
eðlilegum leikreglum. Aðeins á þann
hátt verða leidd í ljós frekari rök
með og á móti virkjuninni.
Varðandi þjóðhagslegu rökin leyfi
ég mér að vitna í fræga grein Sigurð-
Margar málamiðlunarleiðir
Sé það ætlun ráðamanna að ráðast
síðar í Kárahnúkavirkjun er alger
óþarfi að fórna Eyjabökkum líka, því
virkja má Jökulsá í Fljótsdal og Jök-
ulsá á Brú með einu uppistöðulóni og
þyrma Eyjabökkum. A sama hátt er
ljóst að ef virkjað verður á hálendinu
austan Snæfells er Hraunavirkjun
mun hagkvæmari kostur en Fljóts-
dalsvirkjun. Með stæn-i virkjun
austan Snæfells mætti komast hjá
Kárahnúkavirkjun og þeirri gríðar-
legu eyðileggingu, sem hún hefði í
för með sér. En málamiðlanir virðast
því miður ekki á dagskrá hjá stjórn-
völdum.
I fylgiriti Morgunblaðsins „Land-
ið og orkan“ föstudaginn 10. desem-
ber sl. kemur vel fram hversu víðtæk
náttúruspjöll munu hljótast af fyrir-
hugaðri Fljótsdalsvirkjun. Með
virkjun Gijótár, Hölknár og Laugar-
ár er verið að færa virkjanasvæðið
og náttúruspjöllin, sem af því hljót-
ast norður og vestur fyrir Snæfell.
Virkjun þessara þriggja bergvatns-
áa bætir tiltölulega litlu við heildar-
orku Fljótsdalsvirkjunar, en lýsir
því viðhorfi að blóðmjólka skuli nátt-
úruna til hins ýtrasta. Þessi aðgerð
yrði til þess, að strá salti í sár þeirra
tugþúsunda landsmanna, sem hafa
annan skilning á gildi náttúruvernd-
ar, en ráðamenn þjóðarinnar gera í
dag.
Höfundur er læknir og tnlsmaður
Umhverfisvina.