Morgunblaðið - 17.12.1999, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 57
UMRÆÐAN
„Macintosh til Mæðra-
styrksnefndar“
ÉG TRÚÐI ekki
mínum eigin eyrum.
Hvaða snillingur er hér
á ferðinni? Jú, það var
Nýkaup að þessu sinni.
Hugsið ykkur rausn-
ina, ef þú kaupir dós af
Mackintosh hjá Ný-
kaup senda þeir aðra í
þínu nafni til Mæðra-
styrksnefndar! Flott,
frábært og þú þarft
ekkert meira um það að
hugsa, góðverki jól-
anna er þar með redd-
að hvað þig varðar. En
mér er ánægja að upp-
lýsa þig um það, að ein dós af Mack-
intosh bjargar engu í þeirri neyð og
þrengingum, sem einstæðir foreldr-
ar með börn á framfæri lifa við. Bara
undanfarna tvo daga hafa komið til
minna kasta þrjú alvarleg mál ein-
stæðra mæðra þar sem um var að
ræða í öllum tilfellum algert þrot
bæði efnalega, félagslega og tilfinn-
ingalega. Álag það, sem það er að
bera ábyrgð á efnalegri og tilfinn-
ingalegri næringu lítilla þurfandi
einstaklinga var að buga þessar
mæður. Ein þeirra var að því komin
að binda enda á þetta allt saman. Og
veiztu það, þetta er hreina satt! A
tveimur dögum koma til sama prests
þrjár mæður, sem sjá enga lausn
lengur, enga von, úrvinda af þreytu
og leita hjálpar. Hjálpin, sem þær
þurfa er ekki einungis efnisleg, held-
ur einnig tilfinningaleg. Pær þurfa á
því að halda að vera virtar sem
manneskjur með ábyrgðarhlutverk,
sem er mikilvægt, ein-
stakt, hlutverk uppa-
lenda næstu kynslóðar,
kynslóðarinnar, sem
erfir allan auðinn, sem
safnast hefur upp í
þessu landi. Þær þurfa
að vera metnar að
verðleikum fyrir það,
að blóðmjólka sig til að
veita börnum sínum
allt, sem þær framast
geta og þú ert sá eða
sú, sem átt að virða
þær og styðja. Slepptu
Mackintosh-dósinni til
Mæðrastyrksnefndar
og taktu þér heldur frí einn dag og
hjálpaðu þeirri einstæðu móður eða
föður með forræði, sem þér stendur
næst, og gefðu þurfandi einn frídag
fyrir jólin. Ef þú ert einn af feðrun-
um, sem átt þessi börn, minnstu þá
þess að því verr, sem móður barn-
anna þinna líður, þeim mun verr líð-
ur bömunum þínum. Þín ábyrgð er
mikil.
Ég bið Nýkaupsmenn afsökunar á
því, að það var þeirra auglýsing, sem
varð kveikjan að þessari grein, það
hefði eins getað verið hver sem er
Jólasöfnun
Slepptu Mackintosh-
dósinni til Mæðra-
styrksnefndar, segir
Þórey Guðmundsdóttir,
og taktu þér heldur frí
einn dag og hjálpaðu
þeirri einstæðu móður
eða föður með forræði.
önnur. Þeir bera svo sem ekkert
meiri ábyrgð á andlegri og efnalegri
örbirgð fjölda landsmanna en hver
annar, en heldur ekkert minni. Ég á
mér þann draum, að hér geti orðið
samfélag byggt á fordæmi hins
miskunnsama Samverja, þið þekkið
hann öll, er það ekki?
Höfundur er prestur og félags-
ráðgjafi, Mosfellsbæ.
(Hvar í lík
56
Hvar í líkamanum endaði skyndibitinn í gær?
-1-
Salur 32.015 kr. stgr.
Gullfallegir stólar
d góðu verði rH '
Dolphine 23.655 kr. stgr.
húsgögn
Armúla 44
sími 553 2035
I
0'ólagjöfin í ar!
0Comdu elshunni fmni a óvari
gjafabréfx frá oíckur.
met
Q-^ertð velííovnxn /
Heilsustúdió snyrtistofa
Garðatorgl 7 Sími: 565 8770
6 hœð "Turninum”
ilHoiuson
GREG NORMAN Smm
COLLUCTION I / /@£2331033
Kylfúr og putterar frá PINE og
m&m
Frábœrt verð á golfvörum
Fatnaður frá Greg Norman - Galvin Green - Hippo - Adidas - Nike
1/2 golfsett frá kr. 12.500, stgr. kr. 11.875 Stakar kyifúr frá kr. 2.090
1/1 golfeett frá kr. 19.900, stgr. kr. 18.905 Stök tré frá kr. 2.900
m/poka+kerru kr. 29.900, stgr. kr. 28.405 Pútterar frá kr. 1.480
Unglingasett m/poka frá kr. 13.900
Gollþokar frá kr. 3.500
Standpokar íirá kr. 8.900
Golfkerrur frá kr. 4.400
Rafmagnskerrur firá kr. 49.900
Tilboð á golfekóm og golfikúlum
Eirt stærsta sportvöruverslun
5% staðgreiðsluafiláttur
Ármúla 40
Símar 553 5320
oe 568 8860
Iferslunin
SUÐURLANDSBRAUT 22 SÍMI: 553 6011- 553 7100
Sjónvarpsskápur kr. 41.200
Glerskápur kr. 60.900
*r
U