Morgunblaðið - 17.12.1999, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 65
ið fé. Fyrirtækið hefur nákvæmar
áætlanir um orkugetu virkjunarinn-
ar og alla kostnaðarliði og með því
að nota ávöxtunarkröfuna er unnt
að reikna lægsta ásættanlega verð.
Það er hins vegar skoðun Lands-
virkjunar að markmið fyrirtækisins
sé ekki að ná lágmarksverði. Þess
vegna kýs fyrirtækið frekar að
nálgast samninga við Norsk Hydro
út frá „heimsmarkaðsverði“ á raf-
orku til iðnaðar af þessu tagi. Þetta
er einnig ein af ástæðum þess að
fyrirtækið vill ekki greina frá for-
sendum sínum í smáatriðum. Það
má líkja þessu við smásala, sem
ógjarnan vill gefa upp heildsöluverð
í samningum sínum við viðskipta-
vin, enda veit hann að þá er erfiðara
að selja á uppsettu verði. Það er
vissulega rétt sem Þorsteinn heldur
fram, að álfyrirtæki hafa sérfræð-
inga innan sinna vébanda, sem geta
nálgast að greina lágmarksverð
Landsvirkjunar. Nálgun segir hins
vegar ekki alla söguna eins og þeir
félagar geta best séð.
Líftími Fljótsdalsvirkjunar
Við viljum ekki fjölyrða um for-
sendur þeirra félaga um stofnkostn-
að, rekstrarkostnað og orkugetu.
Þar eru þeir í einstökum liðum mis-
langt frá því sem rétt er. Hins vegar
er rétt að fara nokkrum orðum um
endingartíma Fljótsdalsvirkjunar,
enda skiptir hann verulegu máli við
mat á hagkvæmni samningsins. I
útreikningum þeim sem hafa verið
til umræðu gerir Sigurður ráð fyrir
45 ára líftíma, sem hann telur með-
alafskriftatíma fasteignanna. Þor-
steinn kýs að reikna með 40 ára líf-
tima en af skrifum hans verður ekki
séð hvað ræður þvi mati. Hér er
Sigurður á faglegum villigötum og
Þorsteinn í öræfaferð. Afskriftir og
afskriftatími skipta engu máli í
þeirri aðferð sem þeir félagar beita.
Aðferðin byggist einvörðungu á
fjárstreymi. Sannleikurinn er sá,
eins og Landsvirkjun veit af eigin
reynslu og reynslu erlendra fyrir-
tækja, að vatnsaflsvirkjanir sem fá
eðlilegt viðhald endast mun lengur
en sem nemur afskriftatíma. Það
sem meira er, hæfi þeirra til að afla
tekna, þ.e. framleiða rafmagn,
minnkar ekki með aldrinum. Þessu
má að vissu leyti líkja við afskriftir
af skrifstofuhúsnæði. Til lengi’i
tíma var skrifstofuhúsnæði afskrif-
að á 50 árum en hætt er við að fáir
haldi því fram að aðalbygging
Landsbanka íslands eða höfuð-
stöðvar Eimskipafélagsins séu
verðlausar þó svo að þær séu
byggðar löngu fyrir 1950.
Þorsteinn hefur eytt nokkru
púðri í að leiða að því rök að ekki
megi gera ráð fyrir öruggri orku-
sölu í meira en 15 ár. Vísar hann í
iðnaðarráðherra í þessu sambandi,
sem hann segir hafa lýst yfir að ál-
verið verði óhagkvæmt eftir 10-15
ár. Hjá Landsvirkjun könnumst við
ekki við þessa skoðun ráðherra. Það
er ekkert sem bendir til þess að ál-
verið verði óhagkvæmt á umræddu
árabili. Þvert á móti álíta erlendir
sérfræðingar að álver hafi mjög
langan líftíma og benda á að enn séu
mörg álver í gangi í Bandaríkjunum
sem byggð voru á stríðsárunum.
Það er rétt hjá Þorsteini að öllu
jöfnu eru stærri álver hagkvæmari
en hin smærri. Það þýðir þó ekki að
alhæfa megi að smærri álver séu
óhagkvæm og er ÍSAL nærtækt
dæmi um hið gagnstæða. Þorsteinn
lætur einnig í það skína að það sam-
runaferli sem nú gengur yfir áliðn-
aðinn muni gera það að verkum að
smærri álver verði óhagkvæm.
Þarna eru skoðanir hans á öndverð-
um meiði við skoðanir sérfræðinga
sem Landsvirkjun hefur leitað tfi.
Þeir telja einmitt að hin stóra
blokkamyndun muni opna ný tæki-
færi fyrir óháða aðila. Auðvitað er
ávallt einhver áhætta fyrir hendi.
Það er til dæmis mögulegt að ein-
hver ný vara taki við hlutverki áls á
heimsmörkuðum. Ekki nægir þó að
líta einungis á áhættu tengda áli í
slíkri greiningu. Það sama getur átt
við fjölmarga þætti í efnahagslífi ís-
lendinga, s.s. fiskveiðar og vinnslu,
og nægir í því sambandi að benda á
mótmæli ýmissa umhverfisverndar-
samtaka gegn fiskveiðum.
Orkuverð
Ekki er hægt að segja skilið við
umræðu um arðsemi saminga við ál-
ver á Reyðarfirði án þess að fara
nokkrum orðum um raforkuverðið
sjálft. Eins og margoft hefur komið
fram standa nú yfir viðræður milli
aðila um orkuverð og fjölmarga
aðra þætti sem fjalla þarf um í svo
viðamiklum samningum. Það á ekki
að vera nokkur leið fyrir menn að
misskilja hlutina þannig að búið sé
að semja um orkuverð. Landsvirkj-
un hefur margoft lýst hinu gagn-
stæða yfir. Það kemur þó ekki í veg
fyrir að þeir Sigurður og Þorsteinn
gefi sér ítrekað orkuverðið 0,88 kr7
kWst og noti það til að reikna stór-
fellt tap af orkusölunni.
Meðalverð til stóriðju er fundið
með því að bera saman heildartekj-
ur af sölu til stóriðju og seldar
kWst. Menn mega þó ekki líta fram-
hjá því að inni í þessum heildartöl-
um er einnig sala á ótryggðri orku,
eða orku sem seld er á lágu verði
sökum þess að Landsvirkjun má
skerða afhendingu þegar fyrirtækið
sér ástæðu til. Segja má að hér sé
um sölu á varaafli að ræða.
Meðalverð Landsvirkjunar til
stóriðju á árinu 1998 var 0,884 kr./
kWst og er fúslega viðurkennt að
það var fremur lágt. Hins vegar má
ekki líta á orkuverð á hverju einu
ári sem mælikvarða á hagkvæmni
orkusölu til stóriðju. Landsvirkjun
gerir 20 ára saminga við ný stór-
iðjufyrirtæki með það að markmiði
að heildarsamningurinn, metinn til
núvirðis, skili a.m.k. jákvæðu nú-
virði („positive NPV“) að gefinni
þeirri ávöxtunarkröfu sem fyrir-
tækið notar hverju sinni. Reynst
hefur nauðsynlegt í þeim samning-
um sem gerðir hafa verið við nýja
stóriðju á undanförnum árum, að
semja um lægra orkuverð í upphafi
sem verður í staðinn þeim mun
hærra á síðari stigum samningstím-
ans. A árinu 1998 seldi Landsvirkj-
un rafmagn sem nægir til fram-
leiðslu á um 220 þús. tonnum af áli.
Þar af voru 120 þús. tonn framleidd
með rafmagni sem enn var á lægra
verði. Það má líkja þessu við leigu-
sala sem leigir viðskipta- eða hag-
fræðistúdent húsnæði í langtíma-
leigu. Hann getur verið tilbúinn til
þess að lækka leiguna tímabundið
ef hann hefur tryggingu fyrir hærri
leigugreiðslum á síðari stigum er
greiðsluhæfi leigjandans hefur
hækkað til muna. Það sama gildir
um hin nýju stóriðjufyrirtæki. Hæfi
þeirra til greiðslu fyrir raforku
eykst þegar frá líður.
Álverð var fremur lágt á árinu
1998 og kom það fram í lægra verði
frá álfyrirtækjunum. Sérfræðingar
eru sammála um að verðið hafí verið
óeðlilega lágt þannig að varasamt
er að draga of miklar ályktanir af
þessu eina ári. Við hjá Landsvirkj-
un erum hins vegar sammála Þor-
steini um það að heimsmarkaðsverð
á áli sé líklegt til að lækka að raung-
ildi eftir því sem tímar líða þar sem
tækniframfarir eru ekki minni í ál-
iðnaði en öðrum framleiðslugrein-
Lokaorð
Það er von okkar að með þessum
skrifum hafi tekist að útskýra hvaða
aðferðum Landsvirkjun beitir við
mat á arðsemi orkusölusamninga
við álver á Reyðarfirði. Jafnframt
vonum við að tekist hafi að slá á ótta
manna um að fyrirtækið sé að ana
út í tugmilljarða fjárfestingar í því
skyni einu að skapa atvinnu á Aust-
urlandi. Það er vissulega ánægju-
legt ef Fljótsdalsvirkjun og álver á
Reyðarfirði hleypa fleiri stoðum
undir atvinnulíf á þessu svæði. Hins
vegar er ljóst að Landsvirkjun get-
ur ekki ráðist í virkjunarfram-
kvæmdir nema því aðeins að arð-
semi verkefnisins sé tryggð. Allur
undirbúningur fyrirtækisins, með
aðstoð innlendra og erlendra sér-
fræðinga, miðar að því marki.
Stefán er deildarstjóri fjánmílít-
deildar Landsvirkjunar og er við-
skiptafræðingur frá HI oghefur
MBA-próf frá Babson College í
Bandaríljunum.
Kristján er ytirmaður fjárhags- og
hagmála hjá Landsvirkjun og er við-
skiptafræðingur frá HI.
COMfOST
ALVÖRU SKÍÐAVERSLUN
Skíðakennarcir adstoda vid val á skídum
SKIÐAPAKKAR
Bama stgr. fra kr. 12.255
Ungllnga stgr. frá 17.900
Fullorðlns stgr frá 21.375
LANGE þtegilegir smeUuskór
stgr.frákr. 11.305_
5 %
stgr.afsláttur
CARVING SKÍÐI
stgr.frá kr. 12.255
SKÍÐAFA TNAÐUR
-ðHArmúla 40
Sími 553 5320
^étslunin
A
‘Z2*/IS/3S7y\79.
SKIÐAKYNNING
laugardaginn
18. desember
Skíðabúnaður frá kl. 13-18
HEAD, SALOMON,
DUBIN og MATSHUS
Notaðu tækifærið og
fáðu góð ráð hjá fagfólki
í skíða- og brettasporti.
Þú velur sjálf(ur) í skíba-
pakkann og færð
PAKKAAFSLÁTT
GÖNGUSKÍÐA-
PAKKAR frá
kr. 15.720
eingöngu með carving
nú komið í EVEREST
Kl. 13 -18 á laugardag
jndur Gunnlaugsson, verslunarstjóri
og skíðaþjálfari mælir með HEAD skiðabúnaði
og leiðbeinir fólki við val á skiðum fyrir byrjendur
og lengra komna.
BRETTI
Bill Clark, sölumaður og þjálfari, auk þess að
vera einn besli brettakappi istands um árabil,
mun aðstoða fólk við val á réttum brettum.
■ ■ mm w r
ofin i ar
SKÍÐAPAKKAR Á
ALLA FJÖLSKYLDUNA
Á skíðakynningunni verða kex og drykkir í boði:
G0NGUSKIÐI
Þorsteinn Hymer, skiðagönguþjálfari með
meiru mun aðstoða fólk við val á gönguskíða-
búnaði og gefa byrjendum og lengra komnum
góð ráð.
■ töppurúnrv ú útívtit
n
Skeifunni 6 • Reykjavík • Sími 533 AA V: t