Morgunblaðið - 17.12.1999, Síða 78

Morgunblaðið - 17.12.1999, Síða 78
78 FOSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fóstbræður hafa notið mikilla vinsælda og eru nú nýir þættir komnir á myndband. Af því tilefni stendur mbl.is fyrir jólagríni í anda Fóstbræðra. Svaraðu léttum spurningum og vertu með í góðu gríni á mbl.is og þá áttu möguleika á að vinna: Fóstbræðraspólu Vöruúttekt frá Hagkaup HAGKAUP Fóstbræður eru gamanþættir frá höfundunum ióni Gnarr, Þorsteini Guðmundssyni, Sigurjóni Kjartanssyni og Benedikt Erlingssyni. Með aðalhlutverk í þáttunum fara Benedikt Erlingsson, Þorsteinn Guðmundsson, Jón Gnarr, Sigurjón Kjartansson og Helga Braga Jónsdóttir. Ber er hver að baki nema sér fóstbræður eigi! FÓLK í FRÉTTUM REUTERS Þar skall hurð nærri hælum! SÖNGVARINN Boy George, sem var fremstur í ílokki hljómsveitar- innar Culture Club á sínum tíma, var nær dauða en lífi þegar risastór diskóglitkúla féll niður úr lofti tón- leikasalar á söngvarann. „Það hefði verið bæði kaldhæðnislegt og að sumu leyti við hæfi að láta iifið við þessar aðstæður" sagði söngvarinn í samtali við breska blaðið Sun í gær. „En ég lifði þetta af og er hérna ennþá, þrátt fyrir að ég sé helaumur í bakinu.“ Atvikið átti sér stkð þegar Boy George var að kanna hljómgæðin í tónleikasalnum ásamt fyrrverandi meðlimum Culture Club sem ætl- uðu að koma saman og spila í Bournemouth International Centre tónleikasalnum í Suður-Englandi. Boy George lét hremmingamar ekkert á sig fá og hélt tónleikana eins og til stóð. Otrúlegt! TONLIST Geisladiskur ÓTRÚLEG ORÐ Ótrúleg orð, geisladiskur dúettsins Kúnzt, sem er skipaður þeim Jóni Sverrissyni og Jóhönnu Harðar- dóttur. Öll lög eru eftir Jón Sverris- son. Textar eru eftir Jón Sverrisson og Jóhönnu Harðardóttur. Jón og Jóhanna syngja en auk þess leikur Jón á gítar og tamborínu. Þeim til aðstoðar á plötunni eru Hilmar Sverrisson (hljómborð), Steinar Gunnarsson (bassi), Krislján Krist- jánsson (slagverk), Hugrún S. Hall- grímsdóttir (þverflauta) og Ragnar Karl Ingason (munnharpa og mandólín). Upptökusíjórn var í höndum Hilmars Sverrissonar. 40,45 mín. Þau skötuhjú gefa disk- inn sjálf út. ÞEGAR maður virðir fyrir sér hroðalega ljótt umslagið á þessari plötu Sauðkrækinganna í Kúnzt seg- ir eðlishvötin manni að tónlistin hljóti að vera af sama meiði. Það var því í forundran sem ég hlustaði á fyrstu lögin því að af einhverri ástæðu, sem ég kann enga skýringu á, eru þau undir allsterkum áhrifum frá bandarísku gítarnýrokki því sem fór hvað hæst um miðbik sfðasta ára- tugar og nöfn eins og R.E.M. og Throwing Muses komu ósjálfrátt í hugann. Inn í þetta fléttast svo flautuleikur í vísnalagastíl og íslenskt „nýpopp" í stfl Dúkkulísa og Grafík! Eg veit ekki hvort þessi ólíku áhrif eru til- komin fyrir einskæra tilviljun eður ei en á einhvem furðulegan hátt virkar þessi grautur. Jóhanna söngkona minnir skugga- lega mikið á Kristin Hersh, fyrrum leiðtoga Throwing Muses, í sumum lögum og í öðrum gætir áhrifa frá Ragnhildi „skrokkapoppara" Gísla- dóttur. Jón er vita laglaus en rödd hans, sem hljómar eins og úrillur Dr. Gunni, er gædd einkennilega yfir- þyrmandi náðarvaldi svo að maður er fljótur að fyrirgefa honum. Textar plötunnar eru nokkuð sér- stakir. Þeir eru ekkert sérlega hag- lega ortir en eru kraftmiklir og lausir við allt froðusnakk. Stundum verða þeir sundurleysislega súrrealískir og ég á stundum erfitt með að botna í því hvert verið er að fara. „Mölétið er þitt skegg, upphaf og endir af ann- arri gráðu“ eru t.d. sterk orð sem eru mér óskiljanleg. Textamir snerta annars á hinum ýmsu málum, fjalla á víxl um vængbrotnar ástir, hörmun- gar heimsins eða napran vemleika í afdölum Islands. Raunsæið verður vart meira en í línunni „Ég heiti Guð- björn Valur og þyki nokkuð svalur en næ engum markmiðum". Vangavelt- ur Kúnzt um illsku heimsins ná ljóð- rænu hámarki í laginu „Biðsalur dauðans": „Við sjáum myndir af her- bergi dauðans. Imynduð hlandlykt, nályktin hrá“. Níðþung, jafnvel „ótrúleg orð“. Seinni helmingur plöt- unnar er að visu ekki eins innblásinn og sá fyrri og sleppir þar oft hinum undarlega samhræringi sem gerði fyrri helm- inginn svo aðlaðandi. Öll lögin mega þó eiga það að þau em melódísk og sum meira að segja með afar gríp- andi og skemmtilegum laglínum. Hljóðupptaka er nokkuð skrýtin, sérstaklega er hljómur raddanna einkennilegur, og er eins og það vanti einhverja mýkt í þær. Þessi geisladiskur fyllir allsér- stæðan undirflokk íslenskrar geisla- diskaútgáfu sem hefur verið vaxandi á undanförnum árum. Fólkið sem stendur á bak við þessa diska er kannski búið að ganga með þann draum í maganum lengi að gefa út disk og stundum em þeir gerðir af vanefnum en þó oftast af sannri ást- ríðu og einlægni. Þrátt fyrir að þessi diskur eigi stundum vafasama popp- fræðilega spretti skína tvö síðast- töldu atriðin það sterkt í gegn að diskurinn er heillandi og býr yfir sterkum sjarma í sinni hreinu og beinu mynd. Já, hann er svo sannar- lega „ótrúlegur“ þessi poppheimur. Arnar Eggert Thoroddsen
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.