Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Slitnað upp úr viðræðum um skammtímasamning, VMSÍ
_ Meira en helmings
munur á kröfum
TILRAUNUM Verkamannasam-
bands Islands til að ná skammtíma-
samningi við vinnuveitendur lauk í
gær með því að Samtök atvinnulífs-
ins höfnuðu kröfu um að hækka
mánaðarlaun allra verkamanna um
11 þúsund krónur. Viðræður aðila
fara nú í sama farveg og aðrar kjara-
viðræður og mun Verkamannasam-
bandið leggja fram kröfugerð sina
fyrir 25. janúar næstkomandi.
~ Samningar Verkamannasam-
mands íslands (VMSÍ) renna út 15.
febrúar næstkomandi og hafa for-
ystumenn þess og Samtaka atvinnu-
lífsins (SA) um skeið rætt þá hug-
mynd að gera breytingar á
viðræðuáætlun þannig að kjara-
samningum yrði frestað um ár en
verkafólk fengi ákveðna launahækk-
un á móti, jafna krónutöluhækkun á
alla taxta. Á síðasta fundi aðila fór
VMSÍ fram á 11 þúsund króna mán-
aðargreiðslu til að tryggja framgang
hugmyndarinnar en Samtök at-
vinnulífsins höfnuðu þessari kröfu á
fundi þeirra í gær.
Margir verða fyrir
vonbrigðum
„Við töldum okkur vera hógværa í
kröfugerð og að með henni værum
við að reyna að uppfylla væntingar
þeirra tekjulægstu um lágmarks-
réttlæti,“ segir Björn Grétar Sveins-
son, formaður VMSÍ. Hann segir að
þetta hafi verið ný nálgun í kjara-
málum en nú væri þeirri tilraun lok-
ið, því miður. Hann segir að verka-
fólk hafi verið áfjáð í að fá jákvæða
niðurstöðu úr þessum viðræðum og
margir yrðu fyrir vonbrigðum þegar
það gengi ekki eftir.
„Við setjum okkur það takmark að
verja eins og kostur er þann kaup-
mátt sem áunnist hefur á síðastliðn-
um fjórum til fimm árum. Kaupmátt-
ur hefur vaxið um 25% sem er
gríðarlega góður árangur. Við telj-
um að með því að fallast á 11 þúsund
króna kauphækkun hefðum við
glutrað niður þessum árangri og
þess vegna gátum við ekki samþykkt
hana,“ segir Ari Edwald, fram-
kvæmdastjóri SA. Nánar spurður
um það hvað hefði verið í boði stað-
festh- hann að vinnuveitendur hefðu
getað sætt sig við innan við helming
af kröfu Verkamannasambandsins.
Björn Grétar segir að VMSI fari
nú yfir sína aðalkröfugerð. Spurður
um áhrif niðurstöðu viðræðnanna nú
á samskipti aðila segir Bjöm Grétar
að kröfugerðin hljóti að harðna. „Það
er að flæða en ekki fjara,“ segir
hann.
Island og Vatíkanið gefa út frímerki
ISLANDSPOSTUR og Vat-
íkanríkið ætla í ársbyrjun
2000 að gefa sameiginlega
út frímerki til að minnast
1000 ára kristnitöku á Is-
landi.
Myndefni frímerkisins
verður altarisklæðið úr
Hóladómkirkju, með mynd-
um hinna kaþólsku dýr-
linga á íslandi, sem eru
heilagur Jón Ögmundar-
son, heilagur Þorlákur Þór-
hallsson og Guðmundur
Arason hinn góði. Altaris-
■gjtlæðið úr Hóladómkirkju
er varðveitt í Þjóðminjasafninu í Iíeykjavík.
Bæði frímerkin bera þessa sömu mynd, en að öðru
leyti eru þau aðeins með mismunandi verðgildi og heiti
útgáfulandsins. Hönnuður Vatíkansins hannaði bæði
Mor^unblaðið/I'jóðrninjasafnið
Myndefni frímerkisins er altarisklæði Hóladóm-
kirkju sem er varðveitt í Þjóðminjasafninu.
frímerkin. íslenska frí-
merkið er 40 kr. að verð-
gildi og mun þannig gilda
sem burðargjald fyrir bréf
innanlands, þar sem burð-
argjöld innanlands hækka
úr 35 kr. í 40 kr. um næstu
áramót.
Af þeim tveim milljörð-
um manna, sem eru kristnir
í heiminum í dag er röskur
milljarður rómversk-
kaþólskur, en það var ein-
mitt sú trú er Islendingar
tóku árið 1000.
Þetta mun vera í fjórða
skipti, sem ísland tekur þátt í sameiginlegri frímerkja-
útgáfu, ef frá eru taldar norrænar og evrópskar út-
gáfur. Páfastóllinn hefir aftur á móti lítið gert af slíku
og er þetta því sérstakur heiður fyrir Island.
Hlýttá
jólasögur
GAMLA kirkjan í Árbæjarsafni
gegnir bæði hlutverki sagnfræði-
legrar heimildar og eins er hún not-
uð undir kirkjuathafnir eins og
giftingar og skírnir.
Það er þó jólaandinn sem svífur
yfir vötnum á þessari mynd enda
viðeigandi fyrir þessa árstíð. Leik-
skólabörnin sem sitja á kirkju-
bekkjunum hlýða nefnilega á sögur
um hvernig jólin voru í kringum
síðustu aldamót.
Það þarf varla að draga í efa að
sú jólastemmning sem ríkti í upp-
hafi aldarinnar er um margt gjör-
ólík þeirri stemmningu sem ríkir
við lok hennar.
Morgunblaðið/Golli
Hlutabréf Landsbank
ans hækka í verði
Aðlögun laga að reglum EES var ekki með réttum hætti
Rflrið brást skyldu sinni
o g þarf að greiða bætur
MIKIL viðskipti hafa verið með
hlutabréf Landsbanka Islands á
Verðbréfaþingi íslands undanfarið
og hafa þau hækkað í verði. Gengi
bréfanna er 11,3% hærra en á 15%
hlut ríkisins sem sölu lýkur á í dag.
Viðskipti með hlutabréf í Lands-
bankanum í gær námu 31,7 milljón-
um króna. Lokaverð þeirra var 4,23
sem er 11,3% hærra en í hlutafjárút-
boðinu. Lítil viðskipti voru hins veg-
ar með bréf Búnaðarbankans í gær.
Sérfræðingar á verðbréfamarkaði
nefna umframeftirspurn og skiptar
skoðanir markaðsaðila á verðgildi
bankanna sem skýringar á miklum
viðskiptum undanfarna daga. Sér-
fræðingarnir virðast sammála um að
ekki beri á kennitölusöfnun vegna
hlutafjárútboðanna en ekki verða
gefnar upplýsingar um þátttöku í út-
boðunum fyrr en þeim er lokið.
■ Skiptar skoðanir/18
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ís-
lenska ríkið til að greiða konu bætur,
þar _sem kröfu hennar um greiðslur
úr Ábyrgðarsjóði launa var hafnað,
þegar fyrirtækið sem hún starfaði
hjá varð gjaldþrota. Hæstiréttur
sagði hins vegar að konan hefði átt
rétt á greiðslunum hefði aðlögun ís-
lenskra laga að reglum EES verið
með réttum hætti. Ríkið hefði í veru-
legum mæli bragðist þeirri skyldu að
tryggja konunni réttindi til greiðslu
úr Abyrgðarsjóðnum, svo sem því
hefði borið. í samræmi við þetta stað-
festi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur frá mars sl. um að ríkið
skyldi greiða konunni rúmar 200 þús-
und krónur, auk vaxta frá mars 1995.
Konan starfaði á skrifstofu véla-
verkstæðis en henni var sagt upp
störfum skömmu áður en það varð
gjaldþrota. Hún taldi sig eiga rétt til
launa í uppsagnarfresti og lagði fram
kröfu í þrotabúið. Skiptastjórinn
hafnaði hins vegar kröfu hennar með
vísan til gjaldþrotalaga á þeirri for-
sendu að hún væri systir _eins aðal-
eiganda íyrirtækisins. Ábyrgðar-
sjóður launa greiddi konunni ekki
umbeðna upphæð, þar sem skipta-
stjórinn hafði ekki samþykkt kröfu
hennar sem forgangskröfu. Stjórn
Ábyrgðarsjóðs launa sagði undan-
þáguákvæði, um að sjóðurinn greiddi
kröfu þrátt fyrir synjun skiptastjóra,
aðeins ná til þess ef skiptastjóri hafn-
aði forgangskröfu eingöngu á grund-
velli skyldleika launþega við vinnu-
veitanda, án þess að nokkuð gæfi til
kynna að launþega hafi átt að vera
kunnug staða félagsins. Þetta ákvæði
ætti ekki við enda hefði konan unnið
á skrifstofu félagsins. Hún hefði því
verið í betri aðstöðu en launþegar al-
mennt til að fylgjast með stöðu þess
og félli undir undanþáguákvæði til-
skipunar 80/987/EBÉ, um samræm-
ingu á lögum aðildarn'kjanna um
vemd til handa launþegum verði
vinnuveitandi gjaldþrota, en undan-
þáguákvæðið útilokaði ákveðna hópa
frá ábyrgð. Ábyrgðarsjóður launa
hafi verið stofnaður með lögum 53/
1993, sem sett voru með hliðsjón af
tilskipuninni.
EFTA-ddmstóIlinn sagði
ákvæðin andstæð tilskipun
Við meðferð málsins fyiir dómstól-
um var ákveðið að leita ráðgefandi
álits EFTA-dómstólsins, sem var
ekki í vafa um að íslensku laga-
ákvæðin væru andstæð tilskipuninni
og að aðilum EES-samningsins bæri
skylda til að sjá til þess að það tjón
fengist bætt sem einstaklingur yrði
fyrir vegna þess að landsréttur væri
ekki réttilega lagaður að ákvæðum
tilskipunar sem væri hluti EES-
samningsins.
Hæstaréttardómararnir Pétur Kr.
Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir,
Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfa-
son og Hrafn Bragason dæmdu í
málinu.