Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR9.JANÚAR2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX HUGMYND að framleiðslu á Msilgúr út botnlagi Mývatns, þessa þriðja stærsta stöðuvatns Is- lands og einnar þekktustu náttúru- perlu þjóðarinnar, á sér langa for- sögu, en Baldur Líndal verk- fræðingur varpaði henni fyrstur fram árið 1958. Eftir þingsályktun- artillögu þingmanna Norðurlands- kjördæmis eystra fjórum árum síðar um hagnýtingu kísilgúrs var tening- unum kastað og 13. ágúst 1966 var Kísiliðjan hf. stofnuð með stofn- samningi íslenska ríkisins og banda- ríska fyrirtækisins Johns-Manville Corporation. Árið 1991 var hlutur Johns-Manville seldur til bandaríska fyrirtækisins Celite, sem varð síðar við samruna fyrirtækja að World Minerals. Er það fyrirtæki stærst í heiminum á sviði framleiðslu og dreifingar á kísilgúr. Tilraunavinnsla hófst í nýrri verksmiðju Kísiliðjunnar 1967 og fyrsta farminum af fullbúinni vöru var skipað út frá Húsavík í maí ári síðar. Síðan hefur verksmiðjan verið stækkuð og framleiðslugeta hennar aukin, en kísiliðjan mun vera sú eina í heiminum sem vinnur kísilgúr af vatnsbotni, en ekki úr uppþornuðum stöðuvötnum eða sjávarbotnum sem risið hafa úr sæ. Fullunninn kísilgúr er í duftformi og framleiðir Kísiliðjan einkum tvo flokka kísilgúrs sem aftur skiptast í ellefu tegundir. Gúrinn hentar vel til að sía óhreinindi úr vökvum, t.d. ákveðnum tegundum bensíns, bjórs, lyfja, vatns og víns og sem fylliefni í ýmsar vörur. Samkvæmt upplýsingum Kísiliðj- unnar eru helstu viðskiptalönd henn- ar Þýskaland, Austurríki, ítalía, Danmörk, Bretland og Frakkland. K/silgú rin n á þrotum Á rúmum þrjátíu árum hefur kísil- gúr verið unninn úr um 8% af flatar- máli Mývatns, þótt frá upphafi hafí aðeins verið unnið í Ytriflóa. Á hverju ári eru tekin 50-60.000 tonn af kfsilgúrleðju úr vatninu, en ný- myndun á móti nemur um 20.000 tonnum á ári. í báðum tilfellum er miðað við þurrvigt. Að teknu tilliti til endurnýjunarinnar hefur því verið talið að um 5% af nýtanlegu efni úr vatninu hafi verið unnin. Miðað við þá vinnslu hefur verið áætlað að til sé hráefni í vatninu öllu til 500 ára vinnslu án þess að gert sé ráð fyrir frekari endurnýjun á því tímabili. Þótt núgildandi námaleyfi Kísiliðj- unnar sé til ársins 2010 er ljóst að núverandi vinnslusvæði í Ytriflóa er á þrotum hvað hráefni snertir. Á þetta hafa forsvarsmenn Kísiliðjunn- ar bent og tala um s.k. „núlllkost" í því sambandi. Sá kostur felur í sér að ekki verði farið út í frekari kísilgúr- töku eftir að tósilgurinn innan núver- andi námumarka er uppurinn. Eng- um blöðum sé um það að fletta, að verði þessi kostur fyrir valinu blasi SOKNI SYÐRI-FLÓA? Málefni Kísiliðjunnar við Mývatn eru enn í brennidepli eftir að kynntar voru á dögunum niðurstöður nefndar erlendra sérfræð- inga um frekari kísilgúrvinnslu í vatninu. Niðurstöður skýrslunnar hafa verið túlkaðar með afar ólíkum hætti og í grein Björns Inga Hrafnssonar er forsaga málsins rifjuð upp og raktar niðurstöður helstu rannsókna á lífríki vatnsins á umliðnum árum. við lokun KísiUðjunnar eftir tvö ár. Vegna þessa hefur Kísiliðjan sótt um leyfi til stækkunar námasvæðis- ins í Ytriflóa Mývatns og einnig til vinnslu í fyrsta sinn í Syðriflóa vatnsins, nánar tiltekið í svonefndum Bolum. Það svæði nemur um helm- ingi þess svæðis sem Kísiliðjan hefur numið til þessa. Þá hefur einnig verið leitast eftir að finna nýja og vistvænni vinnslu- tækni við kísilgúrnám, en Jón Sig- urðsson, þáverandi iðnaðaráðherra, mæltist til þess við endurnýjun námaleyfisins 1993. Auk þess var af- ráðið að kanna hvort nýta mætti kís- ilgúr þann sem lenti undir hrauni í Mývatnseldum 1724-29. Skoðun á síðarnefnda kostinum leiddi í ljós að nýting á kísilgúr und- an hrauni sé ekki raunhæf leið til hráefnisvinnslu fyrir verksmiðjuna, en frá árinu 1995 hefur verið unnið að hönnun nýrrar vinnslutækni, s.k. undanskurðartækni. Sú tækni, sem byggist á því að skorið er lag undan botnlagi vatnsins, er enn ekki komin á vinnslustig, en gert er grein fyrir möguleikum hennar í frummati því sem Umhverfismat sf. og verkfræði- stofan Hönnun hf. inntu af hendi fyr- ir Kísiliðjuna á síðasta ári. Viðbrögð við formlegri ósk Kísil- iðjunnar um stækkun námasvæðis- ins voru að venju blendin. Náttúru- vernd ríkisins brást skjótt við og snemma árs í fyrra sendi hún bréf til verkfræðistofunnar Hönnunar þar sem lagst var eindregið gegn stækk- un svæðisins. „Mývatn er líklega það vatn á landinu sem hefur verið rannsakað m.t.t. lífríkis meira en nokkurt annað vatn hér á landi. Þær rannsóknarnið- urstöður sem liggja fyrir um hvers vegna Mývatn er svo lífauðugt, sem raun ber vitni, benda eindregið til þess að það byggist á hárfínu jafn- vægi milli dýptar vatnsins, efnainni- halds þess og annarra eðlisrænna þátta svo sem hitastigs. Náttúru- vernd ríkisins telur allt benda til þess að sú áhætta sem tekin væri með þeirri nýju tækni sem hefur ver- ið kynnt stjórn [Rannsóknastöðvar- innar við Mývatn] sé ekki viðunandi þar sem miklar líkur séu á að lífríki vatnsins raskist verulega. Náttúru- vernd hafnar því jafnframt að nátt- úrulegar sveiflur í lífríki vatnsins geti verið afsökun af neinu tagi til að taka áhættu á vinnslu kísilgúrs í Syðriflóa," sagði í bréfi Náttúru- verndarráðs. Ramsar- samkomulagið Skipulagsstjóri fær væntanlega innan tíðar til meðferðar mat á um- hverfisáhrifum vegna nýrra vinns- lusvæða Kísiliðjunnar, en hann úr- skurðaði um frummat á umhverfis- áhrifum nokkru fyrir áramót. Kom fram í úrskurði hans þá að lögð hefðu verið fram gögn þar sem mismun- andi skilningur komi fram á því hvort Mývatn njóti verndar skv. hinu alþjóðlega Ramsar-samkomulagi um verndun votlendis sem hefur alþjóð- legt gildi vegna fuglalífs. Niðurstaða skipulagsstjóra var að Mývatn sé sérstætt vistkerfi í náttúru íslands, „gífurlega auðugt af gróðri og dýra- lífi miðað við hnattstöðu og einnig á alþjóðlegan mælikvarða," eins og sagði í úrskurðinum. Ennfremur sagði þar að ekki hefðu verið lögð fram fullnægjandi gögn sem gera kleift að leggja fullnægjandi mat á það hvort fyrirhugaðar framkvæmd- ir kunni að hafa áhrif á einstaka um- hverfisþætti í lífríki Mývatns og því væri það mat skipulagsstjóra að ekki séu forsendur til að meta hvort fyrir- hugað kísilgúrnám geti samrýmst ákvæðum Ramsar-samþykktarinn- ar. Vakti skipulagsstjóri athygli á því að erfitt gæti verið að snúa við óæskilegum áhrifum námavinnslu á lifríki vatnsins sem kynnu að koma fram við vöktun. Þá gæti reynst erf- itt að bregðast skjótt við alvarlegu atvinnuástandi sem skapast myndi við slíkar aðstæður, hugsanlega með skömmum fyrirvara. Gerði skipulagsstjóri grein fyrir ellefu atriðum sem hann vildi að könnuð yrðu betur í frekara mati. Þar er um að ræða ítarlega lýsingu á framkvæmdum, upplýsingar um hversu dæmigerð þau ár sem byggt er á við líkanagerð í frummats- skýrslu séu, frekari upplýsingar um setflutninga, mat á áhrifum brott- náms botngróðurssamfélaga á frum- framleiðni og botndýr, upplýsingar um fjölda fugla og útbreiðslu og mat á áhrifum skerðingar botnssamfé- lags á fuglategundir sem byggja af- komu sína á því. Ennfremur gerði hann kröfu um að lagðar væru fram nánari upplýsingar um veiði í vatn- inu og hvaða áhrif skerðing á botns- samfélagi hafi á silunga með tilliti til fæðuskilyrða. Upplýsinga um nær- ingarflæði er óskað og einnig um hámarksstyrk níturs og fosfórs í af- fallsvatni frá verksmiðju Kísiliðjunn- ar. Að lokum var óskað eftir frekari upplýsingum um áhrif framkvæmda á byggð og samfélag við Mývatn. Deilt um vinnslu Frá upphafi vinnslu hefur verið deilt um réttmæti þess að hafa stór- iðju við eina merkustu náttúruperlu landsins. Hefur komið fram í grein stjórnarformanns Náttúrurann- sóknarstofunnar við Mývatn að svæðið er talið í hópi 40 mikilvæg- ustu votlendissvæða jarðar enda sé hvergi að finna fjölbreyttara vatna- fuglalíf og viðkoma anda sé hvergi meiri en í þessu frjósamasta vatni á svo norðlægri breiddargráðu. Stór hluti andategunda, sem hafa vetrar- setu í Bretlandi og Evrópu, verpir við Mývatn, svo og straumönd og húsönd, sem eru amerískar tegundir og finnast hvergi annars staðar í Evrópu. Hafa deilur þessar hvort tveggja tekið til landsmála og Mý- vatnssveitar sjálfrar, en þar hafa íbúar löngum skipst í tvo hópa hvað ágæti verksmiðjunnar snertir. Fjölmargir íbúar Skútustaðahrepps hafa barist fyrir tilveru iðjunnar með oddi og egg, en aðrir séð henni flest til foráttu. I fyrrnefnda hópnum hafa starfsmenn verksmiðjunnar og fjöl- skyldur þeirra vitanlega verið áber- andi en í síðari hópnum má nefna veiðiréttareigendur við Mývatn, sem margir hverjir hafa talið tilveru verksmiðjunnar ógnun við hagsmuni sína á svæðinu, auk margra vísinda- manna. Hér rekast ekki aðeins á náttúru- verndarsjónarmið annars vegar og hugmyndir um skynsamlega nýtingu gæða landsins hins vegar. Fullyrða má að grundvöllur Skútustaða- hrepps sem byggðarlags felist í áframhaldandi rekstri Kísiliðjunnar hf., því á það hefur verið bent að lok- un verksmiðjunnar myndi hafa gríð- arleg áhrif á efnahag og atvinnulíf í Mývatnssveit og nágrenni. Þetta kom skýrt fram í skýrslu Byggða- stofnunar fyrir fáum árum. Er talið líklegt að um 75 ársverk myndu tap- ast úr atvinnulífi Skútustaðahrepps og ríflega 200 íbúar þyrftu að finna sér annað lífsviðurværi. íbúar hreppsins eru talsvert innan við 500 talsins og því er ljóst að eftir stæði byggðarlag með tvö til þrjú hundruð íbúa í dreifbýli, því miðað við núver- andi aðstæður er ekki á svæðinu að finna annars konar atvinnutækifæri fyrir svo mikinn fjölda fólks. Árs- verk íbúanna væru um 130 með lægri meðallaunum en nú og slíkt yrði óumdeilt reiðarslag fyrir byggð- ina í Reykjahlíð; tekjur sveitarsjóðs- ins gætu dregist saman um helming, þótt halda yrði rekstri hitaveitu, vatnsveitu, og holræsa- og gatna- kerfis áfram að mestu leyti í óbreyttri mynd. Nýting húsnæðis bæjarfélagsins, t.d. skóla og íþrótta- húss, yrði aukinheldur lakari. Þá er þess einnig að geta að áhrif- in myndu eflaust ná út fyrir hrepps- mörk Skútustaðahrepps, samdrátt- ur yrði á tekjum Húsavíkur- kaupstaðar vegna minni hafnar- gjalda og þá eru nokkur störf önnur í því bæjarfélagi nátengd verksmiðj- unni með einum eða öðrum hætti. Vinnsluleyfi Kísiliðjan fékk í upphafi vinnslu- leyfi til tuttugu ára, en í kjölfar hinn- ar harðvítugu Laxárdeilu árið 1974,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.