Morgunblaðið - 09.01.2000, Síða 55

Morgunblaðið - 09.01.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 55 Góð mvndbönd FÓLK í FRÉTTUM Hamingja / Happiness ★★★'/2 Afdráttarlaus og gráglettin frásögn af misóhamingjusömu fólki sem hefur sínar jákvæðu og neikvæðu hliðar. Þessi hamingju- snauða kvikmynd Todd Solondz hefur hneykslað marga. Hringiðan / Hurlyburly ★ ★★ Ahugaverð, heimspekileg kvik- mynd gerð eftir samnefndu leik- riti. Hentar þeim vel sem leita ein- hvers annars en dæmigerðra af- þreyingarkvik- mynda. Sean Penn á stórleik. Plunkett og Macleane / Plunkett and Maeleane ★★'/> Gamaldags ræningjasaga með nútímalcgu ívafi og galsa- fengnum húmor. Robert Carlyle og Jonny Lee Miller eiga skemmti- legan samleik. Börn himnanna / Bacheha-Ye aseman ★★★ írönsk kvikmynd sem segir einfalda sögu og bregður upp ein- lægri mynd af tilveru samheld- innar fjölskyldu í fátækrahverfí í Teheran. Ljúf og yndisleg send- ingfrá fjarlægu heimshorni. Illur ásetningur / Cruel Int- entions ★ ★ '/a Nútímaútgáfa af frönsku 18. aldar s káldsögunni Hættuleg kynni (Le Liaisons dangereuses) gerist í umhverfi vellauðugra Manhattan-búa. Greinilega ætluð fyrir ungdóm sm arka ðin n en er áhugavcrð sem slík. Vefurinn / The Matrix ★★★★ Með athyglisverðari kvik- myndum sem hafa skilað sér úr hringiðu Hollywood-iðnaðarins síðustu ár. Listileg blanda af kraftmiklum hasar og heimspeki- legum veruleikapælingum. Stíll, útlit og tæknibrellur vekja aðdá- un. 10 atriði í fari þínu sem ég hata /10 things I hate about you ★★% Óvenju góð unglingamynd sem sver sig í ætt við Glórulaus (Clueless). Sagan byggist lauslega á verki Shake- speares Skassið tamið og býður upp á hnyttin og vel útfærð sam- töi. Hinir ungu leikarar sýna að þeir eru ekki ein- ungis snoppufríð- ir heldur búa líka yfír hæfíleikum. Prýðis skemmt- un sem ristir þó ekki djúpt. Þrjár árstíðir / Three Seasons ★★★ Gullfallegt kvikmyndaverk sem segir frá iífsbaráttu nokk- urra persóna í Ho Chi Minh borg (áður Saigon) í Víetnam. Leikurinn / The Match ★★ '/2 Bráðskemmtileg og vel gerð fótboltamynd sem lýsir ástum og örlögum íbúa ískoskum smábæ. Ástkær / Beloved ★★% Dálítið mistæk kvikmyndun á mögnuðu skáldverki Toni Morri- son sem fjallar um þjáningar þrælahaldsins í Bandaríkjunum og eftirköst þess. Myndin gæti þó orðið þolinmóðum áhorfendum áhrifarík upplifun. Harveit Keitel AP Nú mega allir sem vilja í Banda- ríkjunum framleiða dúkkur og diska og hvaðeina með mynd Díönu prinsessu, Díana er allra MINNIN G ARS J ÓÐUR Díönu prins- essu heitinnar hefur tapað dóms- máli í Bandaríkjunum sem snerist um einkarétt sjóðsins til að nota ímynd prinsessunnar á ýmsum varningi, myndum o.s.frv. Niður- staða málsins kemur Franklin nokkrum Mint til góða því nú getur hann haldið áfram að framleiða óáreittur dúkkur sem líkjast Díönu og aðra muni, s.s. skrautdiska með mynd hennar á. íþróttir á Netinu mbl.is e/r7Hlí40 /VK77" Allir þátttakendur fá Möppu með myndum af sér og auglýsingu með sér til eignar. Skráning er hafin i slma 552-8012 eða www.eskimo.is Allir þátttakendur fá eskimo models boli , kynningarmöppu, viðurkenningarskjal og óvæntan glaðning frá Sebastian & Wella. Auk þess að komast á skrá fyrir sjónvarpsauglýsingar. Fyrirsætu & framkomunámskeið 1 • Innsýn í fyrirsætustörf • Förðun • Umhirða húðar og hárs • Undirbúningur fyrir myndatöku • Tískusýningarganga • Myndataka (18 myndir sv/hv) • Tóvaksvarnarfræðsla • Videomyndir • Starfandi fyrirsætur koma í heimsókn • Tjáning • Námskeiðið endar með stórri tískusýngu | Fyrirsætu & framkomunámskeið 2 Námskeið fyrir stúlku/sem sótt hafa fyrirsætur og framkomunámskeið 1 • Þjálfun í framkomu fyrir framan sjónvarpsmyndavélar • Auglýsingaleikur • Stflisti gefur ráð með fataval • Réttindi og skyldur á vinnumarkaði / Fulltrúi frá VR • Leikstjóri kemur í heimsókn • Upptaka á auglýsingu með hverjum og einum. • Mataræði • Útlitsbreytingar skoðaðar í tölvu, nýr háralitur ofl. • Námskeiðlð endar með sýningu á auglýsingum þátttakenda fyrir foreldra og vini Leiðbeinandi: Lilja Nótt Leiðbeinandi: Ingibjörg Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.